Tíminn - 22.07.1977, Síða 11

Tíminn - 22.07.1977, Síða 11
Föstudagur 22. júll 1977. lllHlttAH!' 11 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Sfðumúla 15 sfmi 86300. Verð i lausasölu ki. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Bílasalar fá hjálp Eins og áður hefur verið vikið að hér i blaðinu, hefur Visir lagt mikið kapp á þá spádóma, að stór- kostleg verðbólga muni hljótast af hinum nýju kjarasamningum. Engu likara en að hér sé verið að ýta undir nýtt kaupæði hjá almenningi, enda kæmi það sér vel bilasölunum, sem gefa út Visi, þvi að það myndi örva bílasöluna. Þessi iðja Visis hefur ekki mælzt vel fyrir, enda mönnum ljóst hvaða öflum er hér verið að þjóna. Visir hefur þvi átt i nokkrum raunum af þessum sökum. En hjálpin er oft næst, þegar neyðin er stærst. Þjóðviljinn hefur gumað af þvi, að hann væri ekki málgagn heildsalanna, en þó er það hann, sem hér kemur Visi til liðsinnis. Hann tekur kröftuglega undir með Visi og hallmælir bæði Timanum og Morgunblaðinu fyrir viðvörunarskrif þeirra um þessi mál. Svo mikill er ákafi þeirra Þjóðviljamanna i þessu hjálparstarfi, að þeir gæta þess ekki, að þeir eru með þessu að gera sig ómerka orða sinna. Þjóðvilj- inn hefur blaða mest haldið þvi fram, að hinir nýju kjarasamningar þyrftu ekki að leiða til nýrrar óða- verðbólgu. Þjóðviljinn má eiga það, að hann hefur sagt sitthvað skynsamlegt i þessu sambandi. Skyndilega tekur hann svo allt þetta aftur og hleypur til liðs við Visi i þeim áróðri, að kjara- samningarnir muni leiða til óðaverðbólgu. Svo stjórnlaus er fjandskapur þeirra Þjóðviljamanna i garð rikisstjórnarinnar, að þeir hika ekki við að taka undir spádóma, sem stangast á við fyrri mál- flutning þeirra, ef það gæti orðið til þess að gera rikisstjórninni erfitt fyrir i glimunni við verðbólg- una. Vitanlega má margt finna að hinum nýju kjara- samningum og þvi er ekki að neita, að þeir geta ýtt undir verulega verðbólgu, ef ekki er sýnd fyllsta gát. Hinir nýju kjarasamningar hafa þó þann mikla kost, að þeir stefna mest að þvi að bæta hlut lág- launafólks og auka launajöfnuð i landinu. Það er góður vitnisburður fyrir núv. rikisstjórn að slik launastefna skuli tekin upp i stjórnartið hennar og þó beztur fyrir viðskiptamálaráðherra, sem studdi kröfur verkalýðssamtakanna um lágmarkslaun. Það áetti að vera sameiginlegt áhugamál þeirra, sem vilja verja þennan ávinning láglaunafólksins, að koma i veg fyrir, að hann verði eyðilagður með spádómum, sem leiddu til sliks kaupaæðis að verð- bólgan yrði óviðráðanleg. Áreiðanlega kemur það mörgum liðsmanni Alþýðubandalagsins á óvart, að Þjóðviljinn skuli hér samfylkja bilasalablaðinu. Guðmundur Hjartarson í sambandi við vaxtahækkunina, sem nýlega hefur verið ákveðin, hefur komið upp málamynda- klofningur i Alþýðubandalaginu. Ragnar Arnalds og Lúðvik Jósefsson hafa tekið eindregna afstöðu gegn vaxtahækkuninni, en i bankastjórn Seðlabank- ans greiðir Alþýðubandalagsmaðurinn Guðmundur Hjartarson atkvæði með henni. Guðmundur Hjartarson var á sinum tima tilnefndur af Alþýðu- bandalaginu i bankastjórastöðu hjá Seðlabank- anum vegna þess, að hann var talinn hæfasti fjár- málamaður þess. Hann hafði þá og hefur enn mikil áhrif innan forustusveitar þess. Efalaust er, að Al- þýðubandalagið hefði fylgt stefnu hans, ef það hefði verið i stjórn. Mótmæli þeirra Ragnars og Lúðviks eru látalæti, sem eru sprottin af þvi einu, að þeir eru i stjórnarandstöðu. ERLENT YFIRLIT Stefnuyfirlýsing ítölsku flokkanna Sex helztu flokkarnir taka höndum saman ÞÓTT þaB þyki merkilegt aö umræddir flokkar skuli geta sameinazt um slíka stefnu- yfirlýsingu, skiptir hitt vitan- lega höfuömáli, hvort þeir geta unnið saman aö fram- kvæmd hennar. Fullvist er taliö, aö fyrir kommúnistum vaki, aö þetta veröi upphaf aö stjórnarsamvinnu þeirra og kristilegra demókrata eöa allra þeirra flokka, sem standa aö yfirlýsingunni. I þingkosningunum, sem fóru fram I júni i fyrra, var þaö yfirlýst stefna kommúnista aö vinna aö sliku samstarfi og reyndist þeim þetta vænlegt til kjörfylgis. Eftir kosningarnar myndaöi Kristilegi flokkurinn minnihlutastjórn sem hefur fariö meö stjóm siöan með hlutleysi og óbeinum stuöningi kommúnista. Forsætisráö- herra hennar, Giulio Andre- otti, hefur þótt sýna mikla lagni og þykir samþykkt áöur- nefndrar yfirlýsingar vera sönnuu þess. Innan flokks hans er hins vegar mikil and- staöa gegn nánara samstarfi viö kommúnista. Þó er ekki taliö útilokaö, aö flokkurinn getisættsig viö aö teknir veröi i stjórnina óháöir embættis- menn, sem eru hlynntir kommúnistum eöa fylgja þeim, án þess aö vera flokks- bundnir. Fyrir kommúnista væri þetta ávinningur og all- gott skref i þá átt, sem þeir stefna. Fyrir leiötoga kommúnista er aö veröa nauö- synlegt aö geta sýnt einhvern slíkan árangur, þvi aö órói er aö byrja aö skapast i vinstra armi þeirra, en hann er and- vigur samstarfi viö kristilega demókrata. Þaö hefur áhrif á vinstri arminn, aö smáflokkar vinstri manna, sem eru til vinstri viö kommúnista, virö- ast eiga vaxandi fylgi aö fagna, einkum þó meöal stú- denta. Óbreytt samstarf leiö- toga kommúnista og Andre- ottis getur þvi vart haldizt til lengdar og þvi getur verið aö vænta nýrra tiðinda I itölskum stjórnmálum áöur en langur timi liöur. Þ.Þ. SA ATBURÐUR geröist I fulltrúadeild italska þingsins siöastliöinn föstudag, aö sam- þykkt var itarleg stefnuyfir- lýsing, sem allir flokkar stóöu aö, nema nýfasistar og rót- tækir vinstri menn, sem eru til vinstri viö kommúnista. Flokkarnir, sem standa aö stefnuyfirlýsingunni, voru Kristilegi flokkurinn, Frjáls- lyndi flokkurinn, Lýöveldis- flokkurinn, Sósialdemókrata- flokkurinn, Sósialistaflokkur- inn og Kommúnistaflokkur- inn. Þetta er i fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn stend- ur að slikri yfirlýsingu meö borgaralegu flokkunum svo- nefndu síöan hann var i rikis- stjórn fyrst eftir lok siöari heimsstyrjaldarinnar. Leyni- leg atkvæöagreiösla fór fram um stefnuyfirlýsinguna og var hún samþykkt meö 442 at- kvæöum gegn 87. Augljóst er af þvi, að allmargir þingmenn áðurnefndra flokka hafa greitt atkvæöi gegn yfirlýsingunni og er helzt gizkað á, aö það hafi verið þingmenn úr kristi- lega flokknum, sem eru and- vigir samstarfi við kommún- ista. Einnig eru sumir þing- menn Frjálslynda flokksins grunaöir um græsku. YFIRLÝSING sú, sem hér ræðir um, hafðiveriö nokkuö lengi i undirbúningi. Andre- otti, sem er forsætisráðherra minnihlutastjórnar Kristilega flokksins, haföi haft forgöngu um hana, en málaleitun hans fékk strax góöar undirtektir kommúnista. Frjálslyndi flokkurinn, sem er hægri flokkur, haföi veriö einna tregastur til aö fallast á hana. Yfirlýsinginfjallar um lausnir þeirra vandamála, sem nú eru mest aðkallandi á Italiu. Þar koma efnahagsmálin i fyrstu röö, en atvinnuleysi er mikiö á ttaliu samfara mikilli verð- bólgu. Hermdarverkin koma i næstu röö. Mannrán og margs konar óeiröir hafa færzt iskyggilega i vöxt að undan- förnu I flestum helztu borgum Italiu, en þó einkum I Rómar- borg. Þar eru aö verki öfga- sinnarbæði til hægri og vinstri og verða kommúnistar litlu minna fyrir baröinu á þeim en fylgismenn borgaralegu flokkanna. Þetta hefur þokaö leiötogum kommúnista enn Berlinguer Andreotti greiöir atkvæöi. meira en ella til samstarfs viö borgaralegu flokkana. M.a. stafarþaöaf þvi, aö kommún- istar fara meö stjórn margra borga, ýmist einir eöa meö öðrum, og getur álit þeirra fariö verulega eftir þvi, hvort þeim tekst aö halda uppi röö og reglu. Margir viröast ótt- ast, að hreint stjórnleysi geti skapazt á Italiu, ef ekki tekst aö stööva hermdarverkin, en þaö er vafalitiö tilgangur hermdarverkamannanna aö koma lýöræðislegri stjórn landsins á kné meö þessum hætti og skapa jaröveg fyrir fasisma eöa róttækan kommúnisma. Auk þess, sem yfirlýsingin fjallar um tvö framangreind mál, sem eru nú stærstu vandamál Italiu, fjallar hún einnig um skólamál, aukið vald héraösstjórna og sitthvaö fleira. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.