Tíminn - 22.07.1977, Page 24

Tíminn - 22.07.1977, Page 24
I---------------------- W 86-300 Auglýsingadeild Tímans. Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI UNDIRFATNAÐUR Nútima búskapur þarfnast jmm haugsugu Guöbjörn Guðjónsson Með þumalfingur á lifœð þjoðfelags! pví er stundum haldiö tram að stjórnmálamenn viti ekkert hvað cr að ger- ast i þjóðfélaginu, þvf þeir séu svo önnum teafn- tr að þvarga hver i öðr- um. Þórarinn Þórarinsson, alþingísmaöur. formaður utanrikismálanefndar og Timarítstjóri, teist varla til þessa hóps. A.m.k. sást hann fyrir utan Oðal viö Austurvóll sl. föstudags- kvóld, þar sem hann fyigdist dágóöa stund meó unga fólkinu sem beió þess fyrir utan aö komasl inn. Þórarinn hefur eflaust veriö á ferð framhjá, og akveöíö að tita á hópinn. Hann stóö álengdar ! u.þ.b. klukkustund, með hendur í vösum, og brosti Mrartaa t>órartaum» dyrnar opnaðar 'til að hleypa fóiki út. Þeir sem Hvar var ritstj óri Vísis? JS. — beir sem hafa hag af þvi að alið sé á verðbólguhugsun- arhættinum i þjóöfélaginu hafa fyllzt mikilli bræöi yfir þvi að Timinn hefur að undanförnu varað almenning viö þeim áróðri sem dreifimiöar bilasala, dagblaðið Visir ekki sizt, hafa haft uppi i kjölfar kjarasamn- inganna.Timinn hefur vakiö athygli á þeim vandamálum sem kjarasamningum fylgja og þeim Urlausnarefnum sem sinna ber i þvi sambandi, en bent á þaö jafnframt hve miklu skiptir aö ekki sé alið á vantrú fólksins og þenslu i viðskiptalifi með hræðsluáróöri. Svo sem vænta má nær Visir ekki upp i nefiö á sér af bræði af þessum sökum. 1 Visi eru að jafnaði birtir tveir óþrifaþafttir enda safnast mikiö fyrir á þeim bæ. Annar kallast „Svo mælir Svarthöfði” og þykir titillinn næsta mikil- fenglegur, en hinn er „Sand- korn” og veröur aö láta sér lynda óæðri sess. Kunnugir staöhæfa aö ritstjórum Visis þyki mikið til pólitiskra áhrifa þessara iláta sinna koma og fylgist þvi náið meö efni þeirra dag frá degi. Höfundi Svart- höfða er Timinn talsvert tilfinn- inga- og sárindaefni, og er þvarg Svarthöföa ekki svara- vert fremur en fyrri daginn. Af höfundum Sandkorna fer ekki mikið orð um tilfinningar eöa aörar hugrenningar yfirleitt. 1 gær voru báðir þessir þættir Visis helgaöir bórarni bórarinssyni i bræði ritstjór- anna vegna skrifa Timans um hræösluáróöurinn vegna verð- bólgunnar og dýrtíðargróöans, „Málefnalegt” svar VIsis birtist hér almenningi sem sýnishorn af röksemdafærslunni og til fróðleiks, og er aldrei að vita nema ritstjórum og eigendum Visis þyki einhver torfundinn sómi að . Þorsteinn Pálsson Rétt er að veita almenningi þær upplýsingar, þótt ástæöulftið sé að elta ólar við hvað sem er, að sl. föstudags- kvöld sem þeim Visismöinum er svo kært og minnisstætt, sat Þórarinn Þórarinsson boö for- sætisráöherra að tilefni opin- berrar heimsóknar Helmuth Schmidt kanslara Vestur- Þýzkalands. Meðal annarra gesta I þvihófi var enginn annar en Þorsteinn Pálsson ritstjóri VIsis. Mun hann manna færast- ur tilað leysa úrspurningum al- mennings um „móöuna” sem Visir hefur fyrir augunum. Fáir munu út af fyrir sig telja nýmæli að slikum skrifum eða röksemdum i Vlsi. Þvert á móti er þetta dæmigert, en ekki er þaö til eftirbreytni. öllu gleggra dæmi veröur varla fundið um þá sóöablaðamennsku sem Visir iðkar. Æsifréttir eru hreinlega búnar til og birtar, jafnvel þótt sjálfir ritstjórar VIsis viti manna bezt að þær eru hauga- lygi- tsnes er 2830 tonn að stærð, smiðað I Þýzkalandi 1968. Eins og sést á meðfylgjandi mynd, er það „single decker”, þ.e. með ekkert millidekk. ísnes — Nýtt skip í íslenzka skipaflotann — siglir aðeins fyrir erlenda aðila á Evrópuhafnir gébé — Nýtt skip bættist við islenzka skipastólinn i byrjun þessa mánaðar, en það er fyrir- tækið isskip h.f. sem er eigandi og er nafn nýja skipsins tsnes. Það er flutningaskip 2830 tonn að stærð og mun eingöngu veröa i siglingum erlendis, en áhöfnin er islenzk. — Þetta er tilraun hjá okkur, að sigla eingöngu erlendis fvrir erlenda aðila, og við erum bjartsýnir á aö þetta takist vel. Hins vegar er erfitt að manna slik skip, og það er fyrst og fremst undir áhöfninni komið að vel tak- ist, sagði Guðmundur Asgeirsson, skipstjóri og einn af hluthöfum ts- skips h.f. Það var þann 7. júli s.l. að Is- skip tók við nýja skipinu, sem smiðað er i Þýzkalandi áriö 1968. Ahöfnin er 16manns og skipstjóri er Gunnar Magnússon. Aö sögn Guðmundar var fyrsta ferð skips- ins, eftir að það komst i eigu Is- skips, að flytja einingarhús, eða m.ö.o. „viðlagasjóðshús”, eins og þau hafa verið kölluð hér á landi, frá Þrándheimi til Svalbarða. Aætlað er að skipið komi ekki hingað til lands næstu tvö árin a.m.k. en áhöfnin fær fri á fjög- urra mánaða fresti. — Við höfum gert samning til eins árs við erlenda aðila um flutninga meö Isnesi og fram- lengist samningurinn um annað ár, ef allt gengur samkvæmt ósk- um fyrsta árið, sagði Guðmundur Ásgeirsson, og erum við bjart- sýnir á að þetta takist vel. Ellefu einstaklingar eru eig- endur Isskips h.f. Þar af niu með skipstjórnarréttindi, og er Guð- mundur einn af þeim, en hann sér um skrifstofuna hérlendis. Hlut- hafarnir i Isskip h.f. eru þeir sömu og i Nesskip hf„ sem á tvö skip, Suðurland og Vesturland. Hið nýja skip, tsnes, verður eingöngu I siglingum á Evrópu- hafnir, skv. hinum gildandi samningi. Kolmunnaveiðar: Fituinnihald hækkar um 1% á viku — þriðja skipið bætist í hópinn á veiðarnar gébé Reykjavik — Það er ekki fjarri því aö álíta af fyrri reynslu, að fituinnihaldiö I kolmunnanum muni hækka um 1% á viku næstu vikur, sagði Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins f viðtali við Tim- ann I gær. Björn sagöi, aö sýnis- horn hefði verið tekin úr afla Barkar NK á fimmtudaginn og hefði fituinnihald reynzt vera 4,5% og 18% þurrefni. — Það er þvigreinilegt, að fituinnihaidið er að aukast og það hratt þegar kol- munninn er með átu, sagði Björn. Þá hefur Tfminn og fregnaö, að þriðja skipiö muni hefja kol- munnaveiðar snemma i næsta mánuði, en það er Guömundur Jónsson GK 475, en sem kunnugt er hafa aöeins Börkur og Viking- ur stundaö þessar veiðar að undanförnu. Eins og skýrt hefur veriö frá i Timanum, hefur verið lítiö fitu- innihald i kolmunnanum að undanförnu, en verð hans miðast við magn fituinnihaldsins og þurrefnis. — Þaö er ekki hægt aö neita þvi, að ef loðnuveiðarnar ganga vel, þá gefa þær meira af áér en kolmunnaveiðarnar, sagði Björn. Hann skýrði einnig frá þvi, að þegar Runólfur var aö kolmunna- veiðumífyrra á tfmabilinu 11.-14. júli, þá hafi fituinnihald kolmunn- ans reynzt vera tæp 3% Þegar sýnishorn voru tekin úr sama skipi 10. ágúst f fyrra, þá var fitu- innihaldið hins vegar komið i 6%. Samkvæmt þessari reynslu, hvað Björn ekki fjarri lagi, að fituinni- haldið myndi aukast um 1% á viku núna. Sýnishorn það, sem tekiö var úr kolmunnaafla Barkar á fimmtu- daginn, var tekið úr lestinni og sagði Björn að vegna erfiðleika við löndun, hefði orðiö aö dæla hluta aflans úr lestinni meö vatni og þvi ekki víst að heildarsýnin komi eins vel út og áöur er minnzt á.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.