Tíminn - 22.07.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.07.1977, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 22. júli 1977. i bæjardyrunum aö Sellandi. /------^ I meira en þrjá áratugi hefur hún búið ein. Hún hefur hvorki EINBÍTINN Á SELLANDI V___________> Guöbjörg Jónasdóttir Hingaö komu menn f fyrra meö cldiviö. Vatnsnesið sunnan- vert og út með er mjög ólikt öðru landslagi i Húnavatnssýslu, a.m.k. þvi sem ber fyr- ir augun þegar ekið er norður i land. Vatns- nesið minnir þarna einna helzt á Páskaeyj- una, tröllslegir klettar stara fram á sjóinn, lokuðum augum, og það er ógn i svip þessa lands. Fremst á nesinu er Hindisvik, þar sem sá merki prestur séra Sigurður Norland bjó, en hann var annars prestur á Tjörn, sem er nokkru innar á nesinu. Sigurður ætlaðist til að höfn yrði gerð i Hindisvik, og reisti tvöibúðarhús i þvi tilefni. Húsin voru vist aldrei notuð og ekki heldur tveir vörubilar, sem hann keytpi til staðarins. Grasið rak þá i gegn. Mig hafði lengi langað til þess að koma út á Vatnsnes, en aldrei hafði samt oröið af þvi. Þegar maður ekur suður eða norður með jarðveg milli tann- anna i rykinu, þá verður áfangastaðurinn sjálfur efst á blaði og nægir krókar eru fyrir á veginum, þótt maður leggi ekki sérstaka lyggju þar á. En loks um páskana i vor ókum við út á Vatnsnes, og landið var svip- þungt i krapaéljunum. Komið að Sellandi Storminn herti þegar fram á nesið kom, og þvi var ekki fýsi- legt að fara út úr bilnum við Hindisvik, en við námum staðar og nutum tiginnar fegurðar. Nú skildi maður þó hvers vegna séra Sigurður kaus fremur að búa i Hindisvik en á Tjörn. Þetta var nær hinni fornlegu skapgerð, og liklega auðveldara að yrkja á grisku hér undir hamrahofunum, en á sviplaus- um melnum að Tjörn. Sjórinn var lika grænn, eins og i eyjahafinu og brimið svarr- aði. / Afram var haldið fyrir nesið, fyrir fontinn og nú lá leiðin inn með að austanverðu. Við höfð- um augun hjá okkur. Hindisvik var i eyði, og reyndar aðrir bæir lika, en einhvers staðar þarna átti að búa áttræö kona, ein sins liðs, Guðbjörg Jónasdóttir, en hún reisti þarna bú árið 1943, þar sem heitir að Sellandi. Jú, og viti menn á eggsléttu túni sá- útvarp, né sjón- varp, ekki raf - magn heldur \___ J um viö torfbæ og litinn skúr úr timbri, það var Selland. Heimkeyrslan var kafloðin, og hjólförin voru mjúk, skorin niður i svarta moldina, en þrátt fyrir vorblotann, áræddum við að aka niður aö bænum og svo námum við staðar i túninu við bæinn, þar sem virtist þurrara en i heimkeyrslunni. Við bönkuðum og eftir langa stund opnaðist hurð, varla hærri en hálf venjuleg hurð — og gras- ið á bæjarþakinu var einkenni- lega gult. Út kom lágvaxin kona, dálitið bogin og þegar hún hafði blessað börnin, svolitið, heilsaði hún okkur, sem dýpra vorum sokkin i lifið og bauð i bæinn. Jú, hún fyrirgaf okkur bláókunnugu fólki að bukka sin hús, annað væri það nú. Annars koma hér gest- ir Við gengum inn um lágar dyrnar. Þar fyrir innan var moldargólf, búr og skemma i senn, en þar fyrir innan var þilj- uðstofa. Einhvers staðar hinum megin var fjárhúsið, þar sem 15 eða 20 kindur biðu vorsins. — Ég lét þær ekki út i dag. Mér leizt ekki á veðrið — og þeim liklega ekki heldur, sagöi hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.