Tíminn - 22.07.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. júlí 1977. 9 Orkustofnun: nýjar holur Lagði til að 2 yrðu boraðar í ár Orkustofnun, sendi Iönaöar- ráðuneytinu nýlega breyttar til- lögur um Kröfluboranir 1977. Hér á eftir er birt tilkynning Orku- stofnunar varðandi þetta mál og meginatriöi tillagnanna: 1. Lagt er til aö boraðar veröi tvær holur i suðurhliðum Kröflu i ár. Þetta svæði er um það bil 1 km austan við stöðvar- hiísið. 2. Lagt er til að gerðar verði að- gerðir á holum, sem boraðar vorui fyrra tilað kanna orsakir tregs rennslis úr þeim. 3. Lagt er til að mælingar á yfir- borði á jarðhitasvæðinu við Kröflu verði nokkuð auknar frá þvi sem áður var ákveðið. Hér erumað ræða ýmis konar jarð- eðlisfræðilegar mælingar. I marz s.l. gerði Orkustofnun tillögurum borun á alls fimm hol- um á þremur borsvæðum, þar af tveimur innan jarðhitasvæðisins við Kröflu og einu við Námafjall. Suðurhliðar Kröflu er eitt af þess- um svæðum. Ráðuneytið féllst á tillögurnar um borun á svæðun- um tveimur við Kröflu. Vegna þess að kostnaður við boranir 1976 og framkvæmdir við gufuveituna fóru fram úr þvi sembúist var við þegar gengið var frá fjárlögum og lánsfjár- áætlun fyrir yfirstandandi ár, þurfti að útvega viðbótarfjár- magn til þess að unnt væri að framkvæma borunartillögur stofnunarinnar frá þvi i marz. Það mál er enn ekki endanlega afgreitt og hafa boranir þvi enn ekki hafist. NU er orðið það áliðið sumars að Utilokað fer að verða Ur þessu að tillögurnar frá þvi i marz séu framkvæmanlegar að fullu á þessu ári og var þvi nauðsynlegt að endurskoða þær. Ennfremur liggja nU fyrir meiri upplýsingar um rennsli úr borholum frá 1976 en fyrir lágu I marz þegar tillögurnar voru gerðar. Þróunin siðan hefur verið sú, að rennslið úr holunum er minna en þá var. Brýnt er að freista þess að kanna orsakir þessa trega rennslis. Á slikri könnun eru hins- vegar margvisleg vandkvæði. Aö- gerðir á holum, sem eru I blæstri gerir það nauðsynlegt að kæla þær niður, en það getur haft I för með sér skemmdir á fóðurrörum og ef illa tekst til eyðileggingu holunnar. Þessa áhættu verður að meta móti þeim ávinningi sem vænst er af aðgerðunum. Það var mat Orkustofnunar, er hún gerði tillögur sinar, að frem- ur bæri að leggja áherslu á gufu- leit á nýjum borsvæðum en að leggja út i áhættusamar aðgerðir á eldri holum. Megintilgangur slikra aðgerða er að freista þess að kanna orsakirnar fyrir hinu trega innstreymi i holurnar. Það er hugsanlegt að þær hafi jafn- framt i för með sér að afköst hol- anna aukist a.m.k. um tima. A það ber hinsvegar að leggja áherzlu að með öllu er óvist að svo verði, eða hve varanleg slik aukning er, ef einhver verður. En þótt engin afkastaaukning verði getur niðurstaöa aðgerðanna samt gefið mikilvægar vis- bendingar um orsakir hins lélega borárangurs 1976. Sú vitneskja getur komið að góðum notum siðar. Nú þegar afköst hafa rýrnaö svo sem raun ber vitni, vegur áhættan á holuskemmdum ekki jafnþungt og áður. Þessi áfram- haldandi rýrnun gerir hinsvegar enn brýnna en áður að reyna að kanna orsakirnar fyrir hegðun holanna. Þegar endurskoðun borunartillagnanna frá þvi i marz s.l. varð óhjákvæmileg þótti þvi rétt að taka aðgerðir á holum frá i fyrra með i hinar endurskoðuðu tiliögur. Á s.l. voru fékk Orkustofnun dr. Gunnar Böðvarsson hingað til lands sér til ráðuneytis umgufu- öflun við Kröflu. Skilaði hann skýrslu til stofnunarinnar um för sina með markvislegifm ábend- ingum og tillögum sem sið- an hafa verið til gaumgæfilegr- ar athugunar hjá sérfræðingum stofnunarinnar. Frá Rogers Engineering, sem er ráðunautur Kröflunefndar við byggingu orku- versins hafa einnig borist ábendingar sem hafa verið ræki- lega athugaðar. Til alls þess hef- ur verið tekið tillit þegar hinar breyttu tillögur voru mótaðar. Fjárþörfin vegna hinna hreyttu tillagna er nokkru minni en vegna hinna upphaflegu, þegar tekið er tillit til verðhækkana siðan. Rikisstjórnin hefur nú sam- þykkt að verja 100 milljónum króna til þessa verkefnis. Er áformað að þeim verði varið I að- gerðir á holum frá 1976. Akvarðanir liggja enn ekki fyrir um frekari fjáröflun. Sem kunnugt er varð árangur borana 1976 mun lélegri en vænst var, og mun lélegri en fengisthef- ur á ýmsum öðrum háhita- svæðum hérlendis svo sem Námafjallssvæðinu. Nú er bor- svæðið frá 1976 aðeins litill hluti jarNiitasvæðisins við Kröflu og þvi ekki rétt að draga of vlðtækar ályktanir út frá þvi. Ekki er á þessu stigi málsins ástæða til að ætla'annað en aö finna megi betri gufuvinnslueiginleika á öðrum hlutum Kröflusvæðisins. Það verður að leita að þeim. Það verður einungis gert meö frekari borunum á öðrum hlutum Kröflu- svæðisins. Tillögur Orkust. frá i marz gengu út á slika leit á tveimur hlutum jarðhitasvæðis- ins við Kröflu. í endurskoðuðu til- lögunum er ráðgert að leita að- eins á öðru þeirra nú i ár sökum þess hve áliðið er sumars. Næsta ár þarf að halda þessari leit áfram af fullum krafti. í VERKSMIÐJU OKKAR í DUGGUVOGI framleiðum við allar helstu tegundir málningar og fúavarnarefna, bæði fyrir skipastól landsmanna og byggingariðnaðinn. Raufarhöfn: Tilstand hjá Jökli hf. KEJ-Reykjavik — Hér fylltist allt af fiski og við þurftum að stöðva móttöku á afla handfærabáta i einn dag, sagði Óiafur Kjartans- son, framkvæmdastjóri Jökuls á Raufarhöfn, i samtaíi við Timann i gær. — Við erum nú búnir að auglýsa eftir stúlkum i frystihús- ið, þ.e.a.s. við þurftum að auglýsa eftir mönnum, vegna þessara nýju laga og fengum að sjálf- sögðu flestar umsóknir frá karl- mönnum. Ég reikna með að við fáum hingað 10-15 stúlkur eftir helgina þrátt fyrir allt. Togarinn Rauðinúpur kom inn fyrir siðustu helgi með rúm 150 tonn eftir 9 daga. Hann hefur fisk- að ágætlega að undanförnu, þeg- ar hann hefur getað verið að. Ný- lega var settur i hann flotvörpu- útbúnaður og tók það um mánuð, sagði Ólafur. — Nú þessi búnaður tók svo upp á þvi að bila og togar- inn var aftur fró i 10 daga. Vitan- lega kemur þetta sér mjög illa, ekki sizt með tilliti til mánaðar- veiðistöðvunarinnar sem er framundan, sagði Ólafur. Tjáði Ólafur okkur, að á Rauf- arhöfn væri verið að byggja sund- laug, og eins og fram hefur komið i Timanum stendur til að byggja smábátahöfn þar og framkvæmd- ir við flugvöllinn eru langt komn- ar. Fj ölbrautar skóli á Akranesi i haust ATH-Reykjavik Nú hefur verið ákveðið að fjölbrautarskóli taki tilstarfa á Akranesi i september i haust. Skólinn mun taka við þeim verkefnum, sem Iðnskóiinn á Akranesi og framhaldsdeildir Gagnfræðaskólans á Akranesi hafa annazt. Auk þess mun skól- inn um sinn annast kennslu I efstu bekkjum grunnskóla. Næsta vetur verða starfrækt eftirtalin námssvið á framhalds- stigi við skólann: almennt bók- námssvið, viðskiptasvið, heil- brigðissvið, uppeldissvið og iðn- ogtæknisvið. Þennan fyrsta vetur Fjölbrautarskólans verður starf- ræktur 1. bekkur á almennu bók- námssviði, (samsvarar 1. bekk menntaskóla), 1. og 2. bekkur á viðskiptasviöi (samsvarar Verzlunar- og Samvinnuskóla), heilsugæzlusviði og uppeldissviði ogalliráfangará iðnfræðslusviði. Þá er stefnt að þvi að starfrækja 2. bekk á almennu bóknámssviði og nám á 1. stigi vélstjóranáms hefst þegar i haust. Allar upplýsingar um skólann veita þeir Þorvaldur Þorvalds- son, fræðslufulltrúi á Akranesi og Sverrir Sverrisson, formaður skólanefndar Fjölbrautarskól- ans. Tegrasaferö KEJ-Reykjavik — Laugardag nk. 23. júli verður efnt til tegrasa- ferðar i Heiðmörk á vegum N.L.F.R. ef veður leyfir. Farið verður frá Hlemmtorgi að aust- anverðu kl. 10 um morguninn. Reynt verður að sjá bíllausu fólki fyrir fari. Gæði vörunnar byggjast á áratuga reynslu, rannsóknum og Hempel’s málning og lökk á tré og jám Cupnnoi iuayamarefni Mtrefex plastmálning utan húss og innan SHppfélagiö iReykjavík hf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.