Tíminn - 26.07.1977, Page 21

Tíminn - 26.07.1977, Page 21
Þriðjudagur 26. júli 1977. 21 Víkingur enn með í toppbaráttunni — eftir jafntefli (2:2) við Í.B.V. í Eyjum Vikingar eru enn með i baráttunni Um íslands- meistaratitilinn i knatt- spyrnu, eftir jafntefli við í.B.V. i Vestmannaeyj- um um helgina. Fátt markvert skeði i fyrri hálfleik annað en að Róbert Agnarsson bjargaði á linu skoti frá Sigurlási Þorleifssyni. Jóhannes Bárðarson átti skot i þverslá eftir að hafa brotizt i gegn. Tómas Pálsson náöi forystunni fyrir Eyjamenn strax i 1. min. seinni hálfleiks með góðu skoti rétt fyrir utan vitateig. Eyjamenn na svo tveggja marka forystu stuttu siðar. Þá einlék Sigurlás Þorleifsson i gegnum Vikinevörnina og skoraöi meö góðu skoti I horniö fjær. En Vikingar börðust vel og á 20. min. hálfleiksins skallaöi Kári Kaaber i mark eftir hornspyrnu. Stuttu siðar jafnaði svo Hannes Lárusson, einig með skalla eftir hornspyrnu. Nokkrir leikmenn voru bókaöir i leiknum. Beztu menn liöanna voru Eirikur Þorsteinsson og Kári Kaaber hjá Viking, en Tómas Pálsson, og Ólafur Sigurvinsson hjá t.B.V. Dómari var Guðjón Finnboga- son. Eirikur Þorsteinsson átti góðan leik. Þróttur R. í 1. deild Þróttur R. er svo gott sem búinn að tryggja sér 1. deildar sæti næsta keppnistimabil eftir jafntefli við Hauka úr Hafnarfirði um helgina. Leikurinn endaði með einu marki gegn einu. A 5. min. seinni hálfleiks náöi Guðjón Sveinsson forystu fyrir Hauka, eftir að Þrótturum mis- tókst að hreinsa frá markinu. En Páll Ólafsson, sem skorar nú mark i hverjum leik, jafnaði fyrir Þrótt á 25. min. hálfleiks- ins. Haukar áttu aö tapa sínum fyrsta leik i mótinu miðaö viö gang leiksins. K.A. fékk Völsunga frá Húsa- vik i heimsókn og sigruðu, 4-1. Mörk K.A. skoruöu Armann Sverrisson, Eyjólfur Agústsson, Sigurbjörn Gunnarsson og Gunnar Blöndal. Selfyssingar eru enn i fall- hættu eftir tap á Norðfiröi fyrir Þrótti. Þeir Magnús Jónatans- son og Björgúlfur Halldórsson tryggðu Þrótti sigurinn meö tveimur góðum mörkum. A Arskógsströnd varö jafn- tefli milli Reynis frá Arskógs- strönd og Reynis Sandgeröi, 1-1. Fyrir Sandgerðinga skoraöi Jón Guömann Pétursson, en Magnús Jónatansson fyrir heimamenn. Armenningar heimsóttu Isa- fjörð um helgina og náðu jafn- tefli 1:1. ómar Torfason skoraði fyrir heimamenn. En Þráinn Asmundsson jafnaöi fyrir Ar- mann rétt fyrir leikslok. 1 liö Is- firðinga vantaöi Jón Oddsson sem var að keppa með landsliö- inu i frjálsum iþróttum i Finn- landi um helgina. SPORT- blaðið — komið á markaðinn Ingi Björn Albertsson er irþóttamaður mánaðarins I SPORT-blaðinu — sjötta tölu- blaði, sem er nú komið á markaö- inn. Þá eru litmyndir af 1. deildarliðum Vals og Breiðabilks i blaöinu, sem kynnir leikmenn liðanna. Viðtal er við Inga Björn, og þá eru viðtöl við Bjarna Stefánsson, spretthlaupara, Þorstein Frið- þjófsson knattspyrnuþjálfara, knattspyrnumennina Sigurberg Sigsteinsson og Dýra Guðmunds- son. Sagt er frá kringlukast- ararnum A1 Oerter, sem varð fjórfaldur Olympiumeistari 1 kringlukasti, sagt er frá hlaupa- drottingunni ungu frá Kópavogi, Thelmu Björnsdóttur. Ymislegt fleira er i blaðinu, sem er mjög liflegt. Staðan 2. deild Staðan I 2. deild. er nú þessi. Þróttur R. K.A. Haukar. Armann. Reynir. S. tsafjörður Þróttur.N. Selfoss. Völsungar 11 8 2 1 24:10 18 11 8’ 12 '27:15 17 11 5 6 0 18:7 16 11 6 2 3 19:11 14 11 4 3 4 16:18 11 11 4 3 4 14:16 11 11 3 3 5 13:17 9 11 2 2 7 7:17 6 11 2 2 7 9' 19 6 Reynir. A. 11 0 2 9 8:25 2 Þórsarar með annan fótinn í 2. deild — eftir tap (1:3) fyrir Breiðabliki Knattspyrnufélagiö Þór frá Akureyrier svogettsem fallíð I 2. deild eftir tap gegn Breiðabliki um helgina. Þórsarar náöu samt forystu i upphafi leiksins. óskar Gunnars- son komst einn innfyrir á 1. min. leiksins. Brotið var á honum i skotfæri og vitaspyrna dæmd. tfr vitaspyrnunni skoraöi Ómarsson af öryggi. Breiðablik jafnaði svo á 17. min. Sigurjón Randversson komst þá einn innfyrir vörn Þórs og skoraði meö góöu skoti. Fyrri hálfleikur bauð ekki upp á mörg tækifæri fyrir utan þessi. 1 byrjun seinni hálfleiks á Heiöar Breiö- fjörð þrumuskot rétt framhjá stöng. A 7. min. siðari hálfleiks geröi Ómar Guðmundsson mark- vörður Breiðabliks sér litið fyrir og varöi vltaspymu frá Sigþóri Ómarssyni. Einar Þórhallsson nær forystunni fyrir Breiöablik á 15. min. siðari hálfleiks meö góð- um skalla eftir hornspyrnu. Þriðja mark Breiðabliks kom svo rétt fyrir leikslok. Hinrik Þór- hallsson lék I gegnum Þórsvörn- ina og skoraöi með góöu skoti. Einar Þórhallsson og Heiðar Breiöfjörð voru beztu menn Breiöabliks. Jón Lárusson var bezti maður Þórs. Dómari var Þorvarður Björns- son. Valur á toppinn Eftir 3:0 sigur yfir K.R. Valsmenn tróna nú á toppi 1. deildar eftir 3-0 sigur yfir K.R. I gærkvöldi. Valsmenn höfðu yfirburði i leiknum og skoruðu sitt fyrsta mark á 25. min. Þar var Ingi Björn að verki með góðu skoti eftir sendingu frá Atla. A35. min. kom annað mark Vals. Guð- mundur Þorbjörnsson átti þá góða sendingu inn á Atla, sem skoraði meö góöu innanfótar- skoti. Þriðja mark Vals kom svo á 26. min. siðari hálfleiks. Atli Eð- valdsson einlék þá inn aö vitateig K.R.inga og skaut þaöan föstu vinstrifótarskoti i bláhornið. Leikurinn I gær var ekki sér- lega vel leikinn enþó áttu Vals- menn góöa samleikskafla. Af Valsmönnum áttu þeir Atli Eövaldsson, Bergsveinn Alfons- son og Albert Guðmundsson beztan leik. Björn Pétursson og Haukur Ottesen voru beztir K.R.inga. Dómari leiksins var Sævar Sigurösson og var hann meö lélegri mönnum vallarins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.