Tíminn - 05.08.1977, Side 13

Tíminn - 05.08.1977, Side 13
Föstudagur 5. ágúst 1977 13 myndir og texti Magnús Ólafsson haldinn hér á landi, en hann er haldinn i aðildarlöndunum til skiptis. Það er föst regla hjá NCF, að fulltrúar á aðalfundi fari saman i kynnisferð um einhvern hluta þess lands, þar sem fundurinn er haldinn. Að þessu sinni var farið með flugvél til Húsa- vikur, Þar vfcr Mjólkursamlagið og Fiskiðju- verið skoðað, en siðan farið að Laxárvirkjun. Komið var við á Grenjaðarstað og gengið i gegnum byggðasafnið, en siðan var haldið að Mývatni, þar sem þátttakendurnir fengu silung og skyr. Að loknum málsverði var ekið að Kröflu, komið við i Námaskarði og loks ekið að Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð. Þar búa bræðurnir Haukur og Jónas Halldórssynir ásamt konum sinum. Haukur er fulltrúi SUF i stjórn NCF og hann var aðalfarastjóri i ferð- inni. í Sveinbjarnargerði þágu þátttekendur rausnarlegar veitingar ábúenda, en siðan var ekið til Akureyrar og flogið til Reykjavikur seint um kvöldið. Hér verða birtar nokkrar myndir úr þessari ferð, sem þótti takast mjög vel i alla staði. i Sveinbjarnargeröi var þegið rausnarlegt heimboö ábúenda. Hér sést Lars Winehall þakka Hauki llall- dórssyni fyrir móttökurnar, en milli þeirra er Bjarney Bjarnadóttir kona Hauks. Komiö var viö á Hveravölium nyröra. Þar var horft á hveri gjósa. Vakti þaö mikla athygli. Hér sést Gestur Kristinsson erindreki SUF segja Ener Sögberg frá Noregi sitthvaö um hverina á lslandi. Helena Nilsson og flciri sjúlkur frá Sviþjóö hlusta einnig á. Lars Weinehall frá Svíþjóö hefur veriö formaöur NCF í nokkur ár. Á fundinum i Heykjavík gaf hann ekki kost á sér til áframhald- andi formennsku en formaöur var kjörinn Olov Jern frá Finnlandi. Þessi mynd var tekin af þeim viö leirhverina f Náma- skarði. Stórbrotin náttúrufegurö Þingeyjarsýslu vakti mikla undrun og aðdáun. Hér sést sænski blaöamaöurinn Jörgen Bentsson mynda Goöa foss. Seint um kvöldiö yfirgáfu feröalangarnir Noröurland og héldu til Reykjavíkur meö flugvél Flugfélags tslands. Menn voru glaöir i bragöi eftir velheppnaöa ferö. Hér sjást Anders Ljunggren og Lars Weine- hall frá Sviþjóö stíga um borö. A eftir þeim koma Eva Bylund, Anne Christine Hannberg, Hugo Anders- son og Anne Grimsrud

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.