Tíminn - 07.08.1977, Page 1

Tíminn - 07.08.1977, Page 1
Grátt eða grænt?!? — Bylting á villigötum MÓL-Reykjavík. Grænum opnum svæðum í Reykjavík fer óðum fækkandi, enda virðist mikið kapp lagt á að hylja þau sem mest með grárri steinsteypunni. Sem dæmi má taka svæðið á mótum Hofsvallagötunnar og Ægissíðunnar. Þar er nú verið að f lytja heila benzínstöð, hjólbarðaverkstæði og leigubílaaðsetur, brjóta upp mal- bik, skipta um jarðveg, leggja raf- og vatnslagnir, mal- bika aftur og margt annað sem fylgir slíkum fram- kvæmdum. Tilgangur: Að koma fyrir f imm einbýlishús- um. Einhverjum gæti fundizt að græna byltingin væri komin á villigötur. Nema þá auðvitað að hún sé komin út i Tjörn. Hins vegar grænkaöi mikið I tjörninni. Hún veröur ef til vill miö- stöð grænu byltingarinnar. Tfmamynd Róbert. Þar átti að rísa skóli. Til aö fá sem gleggstar upp- lýsingar um framkvæmdirnar á þessu svæöi, þá höföum við samband viö embætti skipu- lagsstjóra og var Finnur Krist- insson þar fyrir svörum. — Samkvæmt hinu gamla Aðalskipulagi Reykjavikur, þá átti upphaflega aö koma fyrir á þessu svæði þjónustufyrirtækj- um og skóla, sagöi Finnur. Þeg- ar á reyndi kom hins vegar i ljós að engin þörf var á skóla i þetta hverfi, enda ekki barnmargt. Þar að auki er gert ráð fyrir skóla i Eiösgranda-skipulaginu. — Vegna þessa var beðið um breytingu á aöalskipulaginu i þá átt að þarna risi upp blandað hverfi opinberra- og einkaþjón- ustu svo og ibúða. Það sem gerðist siðan er að fjölbýlishús risu upp á vestari hluta svæöis- ins og nú á að byggja fimm ein- býlishús — einnar hæða — með- fram Hofsvallagötunni og Ægis- siðunni. Til þess að koma þeim fyrir þarf vitanlega að flytja bæði ESSO-stöðina, hjólbarða- verkstæðið og leigubilaaðsetrið. Breytingin vel auglýst — Þessi skipulagsbreyting var vel auglýst á sinum tima, en það mun hafa verið einhvern siðasta daginn i aprfl 1974, að auglýsingar birtust i öllum dag- blöðunum auk Lögbirtinga- blaösins, sagði Finnur ennfrem- ur. f skjölum minum frá þeim tima get ég ekki séð að það hafi komið fram neinar athuga- semdir vegna þessa skipulags, enda voru settar mjög strangar reglur um útlit og frágang. Til dæmis var hjólbarðaverkstæð- inu bannað að hafa afgreiðslu fyrir stóra bila, heldur einungis fólksbila og að auki verður öll vinna að fara fram innanhúss. — Þá voru þau skilyrði sett, að bæði benzinstöðin og hjólbarða- verkstæðið hafi ekki glugga á þeirri hlið sem snýr að einbýlis- húsunum og einnig verða tré gróðursett milli fyrirtækjanna og húsanna. Við hinn enda ESSO-stöðvarinnar verður svo komið fyrir leikskóla. Kvartanir vegna leigubíl- anna Eins og fólk sem þarna hefur átt leið um, hefur áreiðanlega tekið eftir, þá er búið að færa simastaur Hreyfils út á litla torgið, rétt hjá fatahreinsuninni við sunnanverða Ægissiðuna. Við spurðum Finn hvernig sú tilfærsla hefði mælzt fyrir. — Jú, það hafa nokkrir hringt úr nágrenninu til að bera fram kvartanir og ég hef bent þeim á að snúa sér til borgarráðs. Borgarstjórn sneri sér svo til umferðardeildarinnar og þeir sögðu sem satt er, aö erfitt væri að bæta úr þessu. I rauninni væri ekkert unnið með því að færa stöðina nema þá að flytja til óþægindin. Það er sjálfsagt að taka til greina kvartanir, en við verðum að hugsa um allan fjöldann. Borgin borgar 10. millj. ESSO afgang Slíkar framkvæmdir og til- færslur sem þessar hljóta að Frh. á bls. 39 í Edens fínum rann Það var engu likara en Edenslundum viða um sunnanvert landið i gær, og þar voru Adam og Eva á fcrli — reyndar ekki eins fáklædd og forðum daga... Þessi mynd var tekin í siðustu viku, þegar framkvæmdir á svæðinu voru að hefjast. Bæði ESSO-stöðin og hjólbarðaverkstæðið lengst til hægri veröa fiutt vcstar og einbýlishúsin fimm koma f þeirra stað. Tima mynd: Róbert. Byggða- 9/ OO safn Stranda manna — opna ÁGrund- fl.rta.nga. — bls. 4 og 5

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.