Tíminn - 07.08.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.08.1977, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 7. ágúst 1977 [t[\{ H ll í þættinum 11. júni sl. var birt óþekkt mynd af fólki við úti- vinnu. Upplýsingar hafa nú bor- izt úr fleiri en einni átt og er myndin birt aftur. Fólkið er að mótekju i Grafarholti Mosfells- sveit. Fremst til vinstri er Björn Birnir bóndi i Grafarholti, með skóflu sina og hund, skozkan, en næstur honum er vinnumaður hans, Guðjón Júliusson, kunnur hlaupari og siðar bilstjóri i Reykjavik. Lengst til hægri (skeggjaður með hettu) er Sigurður Einarsson, fyrrum bóndi á Reynisvatni, fóstri Guð- jóns. Bak við til hægri er Guð- rún Björnsdóttir, systir Björns og þar næst Helga Björnsdóttir, lengi búandi i Hulduhólum. Drengurinn með hvita hárið er Guðmundur Elliðason, uppeld- isbróðir systkinanna i Grafar- holti, en drengurinn með sjó- hattinn er Björn, sonur Steindórs Björnssonar frá Gröf. „Guðmundur er einn eftirlif- andi af þessu blessaða samvist- arfólki minu”, skrifar Guðjón Ólafsson Stóra-Hofi 13/6 1977. Hestarnir hétu Stóri-Rauður og Dálkur (sem snýr undan) — Myndin er tekin um 1920. Utanfarir tiðkast nú mjög og ber margt fyrir augu, en liklega hefur enginn orðið sjónarvottur að einkennilegum gömlum bónorðssið, langt suður og aust- ur i löndum. — Sjá mynd — Bið- illinn fær hinni útvöldu vatns- krukku. Ef hún tekur krukkuna og sækir i hana vatn handa yngissveininum, þýðir það að hún tekur bónorði hans... Litum snöggvast til Noregs — og þar á byggðasafn (Bygde- tun) i Hamarey. Við sjáum reisulegan kaupmannsgarð, prýddan tréskrauti og stafbúr, sem hvilir á stoðum, til varnar rottum, músum o.fl. Á annarri mynd sést gamalt bjálkahús, rammlega viðað. 1 þessu húsi var banki — Kvam Privatbank — á árunum 1862-1875. Skyldu bjálkahús vesturfaranna is- lenzku fyrir aldamótin, ekki hafa verið svipuð þessum norsku? Nógur var skógviður- inn i Kanada og Bandarikjun- um. Vandaðri hús koma seinna. Ingólfur Davíðsson: 183 Byggt og búið í gamla daga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.