Tíminn - 07.08.1977, Blaðsíða 36
36
Sunnudagur 7. ágúst 1977
Þegar Fredrick Lundell kom
heim Ur vinnunni aö kvöldi 10.
desember sl., tók hann eftir aö
kona hans, Rose var i uppnámi.
En þar sem synir hans tveir
voru setztir i fang hans, sagöi
hann ekkert þá stundina. Hann
beiö þar til drengirnir voru
komnir i háttinn og spuröi þá
konu sfna, hvaö þjakaöi hana.
— Þaö er George, svaraöi
hún. —Fyrir tveimurdögum fór
hann aö spyrja eftir hundinum
sinumog sumum leikföngunum.
Ég reyndi aö eyöa þvi og sagöi
þér þaö ekki, af þvi aö ég var aö
reyna aö komast til botns i
þessu sjálf. Nú verö ég aö segja
þér, að þaö er eitthvaö undar-
legt að gerast.
— Hann á engan hund, sagöi
Fredrick Lundell og hrukkaöi
ennið. — Hann hefur aldrei átt
hund. Eftir hvaöa leikföngum
spuröi hann?
— Hlaupahjólinu og þrihjól-
inu, svaraöi frú Lundell. — En
hann spuröi ekki bara eftir
hundinum, hann spuröi eftir
Spot!
Lundell horföi rannsakandi á
konu sina og svipur hans varð
alvarlegur. — Hefuröu nokkurn
tima sagt honum frá Gregory?
spurði hann. — Hefurðu sagt
nokkuð, sem gæti gefiö honum
upplýsingar um Gregory?
— Nei, svaraði kona hans. —
Vib komum okkur saman um
það, þegar börnin fæddust eftir
að Gregory dó, að segja þeim
þaö ekki, fyrr en þau væru orðin
vel stálpuö! George veit ekkert
um Gregory. Hann hefur aldrei
séð mynd af honum eöa hundin-
um, hann veitekki einu sinni, aö
þeir hafi verið til.
— En nágrannarnireöa önnur
börn, byrjaöi Lundell, en þagn-
aöi. — Auövitaö veit enginn hér
neitt um okkur, svo enginn hef-
ur getaö sagt George neitt. Ég
skal sjálfur tala viö George og
reyna að komast aö þvi, hvernig
i málinu liggur. Hann er ekki
sofnaður ennþá. Ég fer upp til
hans.
Undarlegt minni
George Henri Lundell var
fjögurra ára og tveggja mánaða
þetta desemberkvöld, þegar
faöir hans gekk upp i svefnher-
bergið sem hann deildi meö litla
bróöur sinum, Charies Herbert.
Drengurinn var vakandi ennþá
og lá og gældi viö bangsann,
sem hann tók alltaf meö sér i
rúmið.
Lundell dró fram stói og sett-
ist við rúmiö hjá eldri syni sin-
um og sagði: — Hvað veizt þú
um Spot?, George?
— Nú, hann var hundurinn
minn. Hvaö varö af honum,
pabbi? Hvers vegna fæ ég aldrei
aö sjá hann? Hver tók hann frá
mér?
— Hvernig leit hann út,
George? Manstu, hvernig hann
var á litinn? spurði Lundell og
áhyggjur hans jukust.
Drengurinn hrukkaöi enniö og
sagði: — Eins og venjulegur
hundur, hann var loöinn og var
meö stóran, hvitan blett á enn-
inu og viö köUMÖum hann Spot
(ensktorö, sem þýðir Flekkur).
— En hvað um leikföngin,
•^essi sem þú varst að spyrja
mömmu eftir? Hvaö var þaö,
sem þig vantaöi?
— Græna þrihjólið og rauöa
hlaupahjólið. Hvar eru þau
pabbi? Gafstu einhverjum þau?
Mig langar aö fá þau. Get ég
ekki fengiö þau aftur, æ gerðu
þaö, pabbi.
Þungar áhyggjur
Lundell stóö upp og sagöi: —
Faröu nú aö sofa, George og svo
skulum viö tala um þaö á morg-
un.
Hann breiddi vel ofan á
drenginn og yfirgaf herbergið
með þungar áhyggjur, þar eö
hann vissi, aö þaö var ekki
George litli sem man slysiö er varö bróður hans aö bana. Þaö
geröist áöur en George fæddist, og enginn hefur minnzt á neitt viö
hann.
nokkur möguleiki á að sonur
hans vissi um hundinn eöa hjól-
in, sem hann lýsti svo vel. Aö-
eins hann sjálfur eða kona hans
hefðu getað sagt drengnum frá
þessum hlutum, en hvorugt
þeirra hafði gert þaö.
Lundell, sem var 32 ára, og
Rose kona hans, þritug, höföu
oröið fyrir þungri sorg i júli
1969. Þá höfðu þau verið gift i
rúm sex ár og áttu einn son,
Gregory, sem var nýlega fimm
ára. Gregory var augasteinn
föður sins og þó Lundell-hjónin
langaöi til að eignast fleiri börn,
ætluöu þau að biða um tfma, þar
til þau hefðu ráö á að kaupa sér
hús.
Um þær mundir bjuggu þau á
leigubýli i útjaöri Oakland i
Kaliforniu og söfnuöu i ákafa
fyrir draumahúsinu sinu i nýju
hverfi. Bæöi «nnu utan heimilis,
hún á lögfræöiskrifstofu og hann
á Spsteignasölu. Fjölskylduvin-
ur gætti sonarins, á meöan þau
voru i vinnunni. Hinn örlagarika
dag áriöl969hafði dagmamman,
frú May Forrester, 37 ára, fariö
með drenginn og hundinn, á-
samt sjö ára syni sinum i al-
menningsgarö í grendinni svo
þeir gætu leikið sér.
Harmleikur
Þegar frú Forrester yfirgaf
garöinn, þurfti hún að fara yfir
fjölfarna götu: Hún leiddi venju-
lega drengina, en Gregory
Lundell var akandi á þríhjólinu
sinu þennan daginn, og hundur-
inn skokkaöi viö hlib hans. Hann
Rose og Frederick Lundell meö syni sina tvo. George (t.h.) hefur
vakiö undrun margra. Hann viröist hreinlega hafa erft minni
bróöur sfns látins
brunaði skyndilega út á götuna,
áöur en hún gat rönd viö reist.
Hundurinn hljóp á eftir. Það
iskraöi ákaflega i hemlum, þeg-
ar tveir bílar reyndu aö foröast
þaö aö aka á barnið. Annar
þeirra skall á drengnum og sfð-
an á hinum bilnum, og báöir
bi'larnirrákust Svo aftur á hund-
inn og drenginn.
Bæöi drengurinn og hundur-
inn létu lifið á stundinni og frú
Forrester og presturinn i sókn-
inni þurftu aö segja Lundell
hjónunum sorgarfréttina. Þau
voru óhuggandi. Þau tóku illa
farið þrihjóliö, hlaupahjólið og
önnur leikföng drengsins og
settu upp á loft, tóku myndirnar
af honum úr albúminu og
geymdu á afviknum staö og
reyndu að komast yfirsorg sina.
1 apríl 1971, þegar frú Lundell
átti á ný von á barni, reyndist
þeim hjónunum loks unnt aö
kaupa draumahúsið sitt og
flytja þangað i nýtt umhverfi.
Þau tóku með sér leikföng látna
sonarins og settu Igeymsluna
uppi á lofti i nýja húsinu. Frú
Lundell eignaöist annan son.
Hjónin komu sér saman um aö
segja honum ekki frá eldri
bróöur sinum fyrr en um
fermingaraldur, eða þegar hann
væri nógu gamall til að skilja
þaö.
Engin sérstök ástæða
til þagnar
— Viö höföum enga sérstaka
ástæöu til að segja George ekki
frá dauða bróður síns sagði
Lundell i marz sl. — Viö komum
okkur bara saman um aö geyma
þaö þangað til hann skildi þaö.
Frá þvi hann fæddist og til þess
dags, hefur honum ekki veriö
sagt eitt orö um Gregory.
En nú höföu Lundell-hjónin
fengið þungar áhyggjur af
George. Hvernig gat hann vitað
um hundinn, þegar enginn haföi
sagt honum neitt um hann?
Hvernig gat hann vitað um þri-
hjóliö eöa hlaupahjólið eöa hin
leikföngin sem bróöir hans haföi
áttog höföu veriö geymd uppi á
lofti og hann haföi aldrei séð?
Hvernig gat drengurinn vitað
þetta, þar sem hann komst ekki
með nokkru móti upp á loftið og
nýju nágrannarnir vissu ekkert
um slysiö?
Svo virtist, þegar drengurinn
var spuröur, sem hann vissi
heilmikið um hinn látna bróöur
sinn. Þegar hann var spurður
um þrihjóliö sagöist hann haf:a
gaman af aö hjóla i garðinum,
þvi þar væri fiskatjöm.
Þannig var það i garðinum,
þar sem Gregory haföi veriö
vanur aö leika sér, en þangaö
haföi George aldrei komiö!
Janúarnótt eina i vetur tók
George aö æþa. Þegar foreldrar
hans þutu inn i herbergið sat
hann uppi i rúminu. Hann var
rennsveittur og hræddur og
hrópaði að bill væri að aka á
hann. Hann hrópaði: — Ekki
Dag einn spurði George
UtH eftir Spot, hundinum
sínum, þríhjólinu sínu
og hlaupahjólinu. En
hann hafði aldrei átt neitt
af þessu. Bróðir hans,
sem lézt, áður en George
fæddist, hafði átt það.
Hundurinn Spot var
dauður. Enginn hafði
nokkurn tíma minnzt á
neitt af þessu
við George......
Erfði
hann
minni
bróður
9
i
*
4