Tíminn - 07.08.1977, Qupperneq 2
2
Sunnudagur 7. ágúst 1977
Fundur í Skotlandi um nor
rænu farþega-
og bílferjuna
Rætt við Guðmund Einarsson, forstjóra
Skipaútgerðar ríkisins
í næstu viku hefst í
Skotlandi fundur vinnu-
nefndar um norræna bíl-
ferju, en formaður
nefndarinnar er Guð-
mundur Einarsson, for-
stjóri Skipaútgerðar
ríkisins.
í stuttu samtali við
blaðið hafði Guðmundur
Einarsson þetta að segja:
— Þetta er aðeins
vinnunefnd, sem tekur í
rauninni engar ákvarðan-
ir, heldur sendir tillögur
sinar til embættismanna-
nefndar, sem starfar að
þessu máli á vegum
Norðurlandaráðs.
Arðsemi meiri en gera
mátti ráð fyrir
Við i vinnunefndinni höfum
haldið nokkra fundi um bilferj-
una, sem á að flytja bila og far-
þega milli Islands, Færeyja og
hinna Norðurlandanna.
— Hvert er álit vinnunefndar-
innar á arðsemi bilferjunnar?
Það er ekki unnt að segja ná-
kvæmlega fyrir um arðsemi
slikra skipa. Þó er óhætt að
segja, að arðsemi bilferju er
meiri a.m.k. en ég sálfur bjóst
við.
Nefndin hefur unnið eftir gefn-
urn forsendum, eöa forsendum
sem hún hefur sett sjálf i sam-
ræmi við sin erindi.
Reiknað er með að
skipiö sigli til Færeyja, tslands,
Noregs og jafnvel til Skotlands.
Skotlandsferðir koma inn i
dæmið, vegna þess að þaö gæti
aukið arðsemi skipsins.
— Hversu stórt skip telja
menn hagkvæmt?
— Aðallega hefur verið reikn-
að meö skipi, sem tekur 8-900
farþega og um 150 bila, en auk
þess gáma, tengivagna og aðra
gáma á hjólum.
Fólk sett í gáma?
— Reiknað er með skipi, sem
siglír með 17,5 hnúta hraða
(venjulegur siglingahraði) og
að skipið komi að sv landi. Menn
eru dálitið hikandi að aka alla
leið austur á Seyðisfjörð og fast-
lega er gert ráð fyrir, að Smyrill
haldi áfram ferðum á Austfirði,
en þær siglingar hafa gengið vel
og er fullbókað marga mánuði
fram i timann.
— Eru nokkrar nýjungar
fyrirhugaðar?
— Ekki fullmótaðar. Þó hefur
verið rætt um þann möguleika
að búa skipið gámum fyrir far-
þega. Um aðal ferðamannatim-
ann veður mest þörf fyrir far-
þegarými, en i annan tlma
þyrfti meira rými fyrir vörur.
Guðmundur Einarsson, forstjóri skipaútgerðar rikisins er for-
maður norrænnar nefndar, eða vinnuhóps, sem skoðar niögu-
leika á rekstri Norrænnar bilaferju, sem sigldi I föstum ferðum
milli Skandinaviu, Færeyja og Islands.
Þess vegna er freistandi að
skoða nýjar hugmyndir.
Nefndin hefur ennfremur
reynt eftir föngum að safna
upplýsingum um hliðstæð ferju-
skip, en fjölbreyttur skipakost-
ur af þessu tagi er á heimshöf-
unum. Meira að segja tveggja
skrokka ferjur i Japan, svo eitt-
hvað sé nefnt.
— Hvernig verður búiö að
farþegum?
— Ég held að flestir hallist að
þvi, að þetta eigi, ef til kemur,
að vera, sem einfaldast og ódýr-
ast. Ferðamenn með bila hafa
yfirleitt viðlegubúnað með sér.
Þelta eru stuttar ferðir. Aldrei
er verið lengur á sjó en sóla-
hring.
Þarna verður að vera viðun-
andi svefnaðstaða, kaffiteria og
fl. Hugmynd um lúxusskip með
fjölda þjóna og íburð á öllum
sviðum, hentar ekki i svona
skipi að flestra mati.
— Hvenær myndi slfkt skip
verða tilbúið til notkunar?
— Eins og áður sagði, er þessi
vinnuhópur ekki til þess að taka
neinar ákvarðanir um smiði
skips fyrir Norðurlönd, hvorki
er tekin ákvörðun um gerð, eða
smiði. Við erum aðeins að
kanna vissa þætti þessa máls,
frá útgerðarlegu sjónarmiði.
Við skilum aðeins okkar áliti
um málið, en það eru aðrir sem
taka endanlegar ákvarðanir.
JG
Þótt ekki liggi ljóst fyrir urn útlit norrænu bilferjunnar. verður hún lfkleg svipuö þessum, ef af verður.
jf
** Hiliin mniir iiiiinr ni-im w(
***V
„Roll on skip” og ferjur sigla þúsundum saman um heimshöfin.
Til eru danskar ferjur, sem
búnar hafa verið farþegaklef-
um, sem settir eru i skipin, þeg-
ar þeirra er þörf. Þá er hægt að
auka farþegarými — og þá aftur
vörurými, án þess að skipi
stöðvist á meðan.
BilAIAlAn
Ikeifunni 11