Tíminn - 07.08.1977, Qupperneq 9

Tíminn - 07.08.1977, Qupperneq 9
Sunnudagur 7. ágúst 1977 9 Tíminn heimsækir Hverageröi „Stefnt er að því, að 28 bæir í Austur-Ölf usi fái sjálfvirkan síma síðar á þessu ári,” segir Garðar Hannesson, stöðvarstjóri Pósts og síma Stöðvarstjóri pósts og sima i Hveragerði er Garðar Hannes- son. Garðar hóf störf hjá Rafmagnsveitu rikisins 1952, og starfaði þar bæði sem linumað- ur og bilstjóri. Hjá Landsiman- um hóf hann störf 1961. Garðar var stöðvarstjóri i Aratungu til ársins 1975, er . hann varð stöðvarstjóri i Hveragerði. Hann hefur því starfað á vegum rikisins um 25 ára skeið Fjöldi óleystra verkefna — Hver eru helztu verkefnin i simamálum og hvernig er þeim skipt? — Sjálfvirka simstöðin i Hveragerði er nú 400 númer og fullnýtt. Auk þess eru um 50 sveitabæir á notendalinum. t ársbyrjun 1978 á að bæta við 100 númerum við sjálfvirku stöðina. Stefnt er að þvi að 28 bæir i austur ölfusi fái sjálfvirkan sima siðar á þessu ári. 1 árslok 1978 er stefnt að þvi að lokið verði tengingu sveitabæa i ölfusi við sjálfvirka kerfið. Auk þess er ráðgert að fjölga vallinum milli Hvera- gerðis og Selfoss, sem eru allt of fáar, ef haft er i huga, að við þjónum 2000 manna byggð. Simkostnaður Lands- byggðinni í hag — Hvað vilt þú segja um þann mun, sem talinn er á simgjöld- um i Reykjavík og landsbyggð- arinnar? — Það er oft klifað á þvi i blöðum og útvarpi, að mikill munur sé á simgjöldum i Reykjavik og úti á landi Ég tel hins vegar að hér sé um mikinn misskilning aö ræða. A höfuð- borgarsvæðinu eru aðeins inni- falin 300 skref fyrir afnotagjald þriggja mánaða. En alls staðar utan höfuðborgarsvæðisins eru 600 skref innifalin i afnotagjald- inu. Ég tel þvi aö fremur halli á Reykvikinga, sem fá minna fyrir sitt afnotagjald en fólkið úti landi. — Er landsbyggðinni þá alls ekki mismunað, að þinu mati? — Sé hægt að tala um að ibúum sé eitthvað mismunað varðandi þjónustu Landsimans, þá er það ekki gjaldskránni um að kenna heldur opnunartima simstöðva. Tökum sem dæmi simstöðvar i sveitum, sem lok- aðar eru tólf til átján stundir á sólarhring. Þarna er hin raun- verulega mismunun. Hækkun afnotagjalda hlutfallslega lítill. — Ég hef tekið saman yfirlit um þann tima, sem það tekur verkamann i Hveragerði að vinna fyrir einu viðtalsbili, þriggja minútna, til Akureyrar. Arið 1940 var verkamaður hér 3 klukkustundir að vinna fyrir þriggja minútna samtali við Akureyrar Arið 1966 var sami verkamaður aðeins 45 minútur að vinna fyrir jafnlöngu samtali og i dag er hann aöeins 27 min- útur að vinna fyrir samtalinu. — Ef litið er á afnotagjöldin af sjálfvirkum sima má sjá svipaða þróun. Árið 1960 var af- notagjaldið 1800 krónur en tima- kaup verkamanns rúm 21 króna. Eftir siðustu kjarasamn- inga er timakaupið 573 krónur miðað við fjórða taxta Dag- sbrúnar en árgjald af sima er nú 15.600 krónur. A þessum tima hafa laun verkamanna þvi hækkað um 2515% en afnota- gjaldið um 866%. Garðar Hannesson, stöðvarstjóri Pósts og sima — Ég vil nefna eitt atriði i sambandi við notkun simans, en það er hinn svokallaði nætur- taxti. Hann gildir frá 19.00 — 8 mánudaga til föstudaga og frá kl. 15.00 — 8 frá laugardegi og fram á næsta mánudagsmorg- unn. Þetta er geysimikil fram- för frá þvi sem var. Það má benda á að Halldór E. Sigurðs- son hefur átt geysistóran þátt i þeim straumhvörfum, sem orð- ið hafa landsbyggðarmönnum i hag. Þar nefni ég fyrst nætur- taxtann og skrefafjölda sem innifalinn er i afnotagjaldi hvers sima. Auk þess að vera stöðvar- stjóri pósts og sima i Hvera- gerði er Garöar Hannesson nú formaður Framsóknarfélags Hveragerðis og nágrennis. Hvergerðingar eru mjög pólitískir — Hvað getur þú sagt okkur um störf félagsins i vetur? — Starfsemin var lifleg á sið- asta starfsári. Við gengumst fyrir fundi um byggingu yl- ræktarvers hér Hveragerði. Til þessa fundar var boðað i sam- vinnu við Sjálfstæðisfélagið Ingólf. Þá gengumst við fyrir almennum fundi um löggæzlu- mál, einnig i samvinnu við Sjálfstæðisfélagiö Ingólf. Hver- gerðingum eru löggæzlumálin ofarlega i huga og þurfa þau skjótrar úrlausnar við. Þvi til stuðnings væri hægt að nefna æði mörg dæmi. En nú eru horf- ur á þvi að löggæzlan fái hér fasta varðstofu, sem raunar biður tilbúin. — Við efndum til félags- málanámskeiðs i samvinnu við félag ungra Framsóknarmanna i Arnessýslu. Viö sendum full- skipaö liö á kjördæmisþing og ég tel okkar menn hafa tekið virkan þátt i þvi starfi sem þar var unniö. Auk þess hafa verið hér ýmsir aðrir fundir á vegum félagsins. Hvergeröingar eru mjög pólitiskir. Menn skipa sér i sveitir til vinstri eða hægri eins og gengur og gerist Þvi miður eru hægri menn i meiri hluta i hreppsnefnd, en við höfum völdu liöi á aö skipa og vonandi verða straumhvörf á komandi vordögum. Starf okkar miðast þegar við undirbúning þessa. Kosningaundirbúningur er þeg- ar hafinn, sagði Garðar Hannesson að lokum. Normal G30 KEMPER heyhleðsluvagnar Höfum nýlegafengiö viöbótarsendingu af KEMPER vögnum á gamla veröinu. Ideal 25 kr 985 þús. Normal G30 kr.1065 þús. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Sími 38900 INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1977 2.FL VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráöherra hefur,fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út verðtryggð spariskír- teini allt að fjárhæð 1100 milljónir króna. Kjör skírteinanna eru í aðal- atriðum þessi: Meðalvextir eru um 3.5% áári, þau eru lengst til 20 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin bera vexti frá 10. september og eru með verðtryggingu miðað við breytingar á vísitölu bygging- arkostnaðar, er tekur gildi 1. október 1977. Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru skatt- frjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og sparifé. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum. Sala skírteinanna stendur nú yfir og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Agúst 1977 SEÐLABANKI ÍSLANDS Myndir og texti: Haraldur Blöndal

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.