Tíminn - 07.08.1977, Side 16
16
Sunnudagur 7. ágúst 1977
ÍSamskipti Islendinga og is-
lenzka þjóðarbrotsins i Kanada
eru stöðugt að aukast eins og al-
þjóð veit. Má segja aðverulegur
skriður hafi komizt á málið eftir
Islendingadaginn 1975. Siöan
þá hafa hundruð Vestur-lslend-
inga komið hingað til lands og
heirpsóknir Frónbúa til Kanada
hafa einnig aukizt mjög.
1 sambandi við þessi ferðalög
var stofnuð ferðaskrifstofa i
Kanada, sem nefnd hefur verið
Viking Trawel. Hún hefur að
visu ekki helgað sig eingöngu
ferðum til íslands, en það var
kveikjan eins og áður sagði. A
vegum ferðaskrifstofunnar kom
til dæmis hingað til lands i sið-
astliðnum mánuði 218 Vestur-
Islendingar, og i júni komu tæp-
lega 200 manns. Það er ef til vill
óþarfi að kynna þann mann,
sem er einn aðalhvatamaðurinn
að stofnun ferðaskrifstofunnar,
en það er Ted Amason, sem er
mörgum kunnur fyrir ódrepandi
áhuga á auknum samskiptum
milli landanna tveggja. Við
ræddum við Ted þegar hann var
staddur hér á landi fyrir
skömmu og fer viðtalið hér á
eftir. En Ted er ekki eingöngu
Ted Árnason og fjölskylda.
Tíminn
ræðir
við Ted
Árnason
Starfsemln varð viða-
meiri en gert var ráð
fyrir
— En svo við vikjum úr einu i
annaö Ted, er ekki mikið starf
og erfitt að skipuleggja ferðir til
íslands?
— Jú, vissulega liggur mikil
vinna þar að baki, en hún er vel
dagurinn
sem
hef
viöriðinn ferðamál, hann situr
einnig i útgáfustjórn Lögbergs-
Heimskringlu og var eitt sinn
formaður Islendingadagsins.
— Fólk hefur mikinn og vax-
andi áhuga á að koma hingað til
lands til að kynnast Islandi og
islenzku þjóölifi, sagði Ted, —
þessi áhugi er hvaö mest áber-
andi hjá unga fólkinu. Ég held
að þjóðhátiðin 1974 og svo hátið-
in, sem viö heldum ári siðar,
eigi mikinn þátt i þessari þróun.
En það eru ekki bara afkomend-
ur Islendinga sem hafa sýnt á-
huga á að læra málið eða kynna
sérsögu Islands. Fólk af öðrum
þjóðarbrotum er við islenzku-
nám bæði fháskólum og á ýmiss
konar námskeiðum.
Langar til að blaðið
verði 100 ára.
— Hvað getur þú sagt mér um
Lögberg-Heimskringlu?
— Mér finnst blaöiö stöðugt
vera að batna og þvi til sönnun-
ar má geta þess að áskrifendum
fjölgar stöðugt. Okkur langar
mikið til að blaðið verði 100 ára,
en það er 91 árs I dag. En þaö er
ekki ætlunin að stoppa á aldar-
afmælinu: Lögberg-Heims-
kringla á meiri framtið fyrir
sér. Jón Asgeirsson, fyrrum I-
þróttafréttaritari hjá útvarpinu,
er ritstjóri hjá okkur i dag, fyr-
irrennari hans i þvi starfi var
Friða Björnsdóttir, blaðamaður
hjá Timanum. Það er enginn
vafi á þvi, að þessi tvö hafa sett
allt annan og betri svip á blaöið.
Jón ætlar að vera eitt ár fyrir
vestan, en okkur langar til að
dvölin verði eitthvað lengri, til
dæmis tvö ár. Jón er góður
starfsmaður og við viljum ekki
missa af honum I bráö. Hann
hefur ekki gefið okkar endan-
legt svar, en ég held að hann sé
mjög ánægðurmeð dvölina fyrir
vestan, þannig að ég er nokkuö
vongóður. En svo að ég viki að
blaðinu sjálfu, þá má geta þess,
aö við erum farin að birta nokk-
uð mikið efni á ensku. Þetta er
gert til þess að unga fólkið hafi
meiri not af þvi. Og þegar birtar
eru fréttir á islenzku, þá kemur
einnig stuttur úrdráttur á
ensku.
misst af
Gimlibær við Winnipegvatn.
Séö yfir hátiðarsvæðið á Islendingadaginn.
þessvirði. Flestir þeirra sem til
Islands fara vita með vissu hvar
þeir ætla að dvelja á landinu.
Margir eru hjá skyldfólki og
kunningjum og enn aðrir gista á
hótelum. Þetta eru því atriði
sem við þurfum ekki að huga
svo mikið að. Hér á íslandi eru
lika stórir hópar fólks sem hafa
hjálpað til með undirbúninginn.
Má þar nefna Þjóðræknisfélagiö
og Lúðrasveit Reykjavikur.
Lúðrasveitin lánaði okkur
Hljómskálann og þar vinna
tveir sjálfboðaliðar sem reka
upplýsingastöð fyrir Vestur-ls-
lendinga. Þar eru allir á skrá
sem hingað koma. Ef einhver
þarf að fá upplýsingar um gest-
ina, eða ef þá sjálfa vantar að
vita eitthvað sérstakt, þá gera
sjálfboðaliðarnir allt sem i
þeirra valdi stendur til að
greiða úr vandamálinu. Þessi
starfsemi hefur gefið mjög góöa
raun, og þeir sem að henni
standa eiga miklar þakkir skild-
ar.
— Hefur ferðaskrifstofan ekki
orðið meira fyrirtæki en þið
gerður ráð fyrir i upphafi?
— Jú það má segja það. Eins
og málin standa i dag, þá eru
það við hjónin ásamt Stefáni
Stefánssyni og konu hans Ollu
Stefánsson, sem reka hana.
Skrifstrfan er á heimili okkar,
og það eru konurnar sem bera
hita og þunga dagsins i starf-
semi ferðaskrifstofunnar. Stef-
án er fógeti í Manitoba, en ég er
einn af eigendum byggingafyr-
irtækis og er mikið að heiman,
þar sem við erum nú að byggja i
Norður-Kanada.
Og þar sem Marjorie, kona
Teds, er skemmt undan, þá
gripum við tækifærið og inntum
hana eftir þvi hvernig daglegri
starfsemi væri háttað. Hún
sagði að þær yrðu að hafa lokið
allri undirbúningsvinnu i sam-
bandi við ferðimar tveimur
mánuðum fyrir brottför. Og
þrátt fyrir að fólk verði að
greiöa farseðilinn með svo löng-
um fyrirvara.þá sagði Marjorie
að langur biðlisti hefði veriö
TEXTI: Á.Þ.
MYNDIR: G.E.