Tíminn - 07.08.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. ágúst 1977
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siöumúla 15. Sími 86300. Verö f lausasölu kr.
70.00. Áskriftargjafd kr. 1.300 á mánuöi.
Blaöaprent h.f.
ERLENT YFIRLIT
Völd hersins
aukast í Kína
Dvalinn mikli
Greinargóður maður komst nýlega svo að orði,
að borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins
minnti að vissu leyti á skjaldböku. Þetta sérstæða
dýr liggur i dvala timum saman, en lifnar svo til
lifsins og getur þá orðið furðu athafnamikið.
Skjaldbakan er einnig sérstæð að þvi leyti, að hún
getur orðið dýra elzt.
Borgarstjórnarmeirihlutinn er að verða elztur
allra slikra meirihluta á Norðurlöndum og má
segja, að þar svipi honum til skjaldbökunnar.
Annað er þó meira likt með þeim. Borgarstjórn-
armeirihlutinn reykviski er jafnan i eins konar
dvala fyrstu þrjú ár hvers kjörtimabils. í byrjun
fjórða ársins eða þegar eitt ár er eftir til borgar-
stjórnarkosninganna, ris hann úr dvalanum og
verður þá oft hinn sprækasti fram yfir kosning-
arnar. En þá sækir dvalinn hann heim aftur.
Þessi saga er nú að endurtaka sig einu sinni
enn. Nú eru meira en þrjú ár af yfirstandandi
kjörtimabili og næstum allan þann tima hefur
borgarstjórnarmeirihlutinn legið i værum dvala.
Fyrir skömmu siðan reis hann úr dvalanum og
kom þá strax auga á, að miðbænum gamla hefði
hnignað. Nú varð að sýna borgurum, að hér væri
ekki værugjarnt fólk á ferð. Kynntar voru miklar
og itarlegar áætlanir um endurreisn gamla mið-
bæjarins.
En borgarstjórnarmeirihlutinn sá meira en
hnignun miðbæjarins, þegar hann reis úr dvalan-
um. Hann sá einnig, að atvinnulifi borgarinnar
hafði hnignað, a.m.k. samanborið við ýmsa aðra
kaupstaði og kauptún. Þá hafði fólksflótti legið úr
höfuðborginni til nágrannabyggða. Borgarstjórn-
armeirihlutinn var ekki seinn á sér frekar en
fyrri daginn, þegar hann loks ris úr dvalanum.
Borgarstjórinn hefur tilkynnt nýja atvinnuáætlun
fyrir Reykjavik. Sjálfstæðisflokkurinn mun þvi
ekki siður en Alþýðubandalagið flagga atvinnu-
áætlun fyrir næstu kosningar.
En hvað er annars svo hið rétta um hnignun
miðbæjarins og hnignun atvinnulifsins i Reykja-
vik?
Þessi hnignun hefur verið að gerast i langan
tima. Miðbærinn hefur verið að dragast aftur úr
áratugum saman, þvi að borgaryfirvöldin hafa
vanrækt að gera nokkuð til að rétta hlut hans.
Svipuð er sagan af togaraútgerðinni og fisk-
vinnslunni i Reykjavik. Þessum atvinnugreinum,
sem um skeið voru undirstöðuatvinnugreinar i
Reykjavik, hefur farið hnignandi áratugum sam-
an. Sú hnignun var komin til sögu áratuginn áður
en Byggðasjóður var stofnaður og er þvi vonlaust
að ætla að skrifa hana á reikning hans, nema þá
að örlitlu leyti.
Skýringin á þvi, að Reykjavik hefur þannig
dregizt aftur úr á atvinnusviðinu, er þvi ákaflega
einföld og augljós. Meðan bæjarstjórnir og sveit-
arstjórnir hafa haft frumkvæði um margvislega
atvinnuuppbyggingu, hefur borgarstjórnarmeiri-
hlutinn i Reykjavik legið i dvala og rétt rumskað
siðasta árið fyrir kosningar. Þá hafa verið birtar
glæsilegar áætlanir, fólkið trúað á þær vegna
áróðurs öflugra fjölmiðla, meirihlutinn hefur
haldið velli og að kosningunum loknum hefur sig-
ið á hann sami dvalinn og fyrr.
Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skákað i þvi
skjólinu, að með framangreindum vinnubrögðum
gæti hann orðið eins gamall og skjaldbaka. Þess
vegna sé honum óhætt að leggjast i dvala eftir
hverjar kosningar. Á þessu mun ekki verða nein
breyting, nema kjósendur gripi á eftirminnilegan
hátt i taumana.
Yeh boðar mikla eflingu hans
EINS og frá hefur verið
skýrt áður hefur Teng Hsi
ao-ping fengið aftur öll þau em
bætti sem hann var sviptur
eftir fráfall Chou En-lais en
frávikning hans þá kom mjög
á óvart, þvi að flestar spár
hnigu í þá átt, að hann myndi
verða eftirmaður Chous, enda
hafði Chou augljóslega undir-
búið það og ætlazt til þess.
Hinn róttæki armur kommún-
ista undir forustu Chiang
Chings, konu Maós, beitti sér
hins vegar gegn honum og
fékk þvi framgangt, að Maó
vék honum til hliðar og valdi i
staðinn Hua Kuo-feng. Hann
tók við embætti forsætisráð-
herrans, sem Chou hafði
gegnt. Hua launaði þeim
Chiang Ching og félög-
um hennar illa, þvi að þeg-
ar Maó féll frá, snerist
hann gegn þeim og átti sinn
þátt i þvi, að þau voru svipt
völdum og siðan alveg vikið til
hliðar. Þetta mun Hua þó ekki
hafa gert fyrr en honum var
ljóst, hvernig valdahlutföllin
voru og andstæðingar Chiang
Chings með hershöfðingjana i
broddi fylkingar, myndu bera
sigur úr býtum. Þá snerist
hann með þeim, en hafði fyrst
eftir fráfall Maós borið káp-
una á báðum öxlum og þá oft
hallmælt Teng i ræðum sinum.
Eftir að Hua hafði verið kjör-
inn eftirmaður Maós sem for-
maður flokksins og var jafn-
framt eftirmaður Chous sem
forsætisráðherra, virðist hann
hafa talið sig standa traustum
fótum og ætlað sér einum sem
mest völd. Herinn, sem átti
mestan þátt i að Hua komst til
valda, mun hins vegar hafa
haft gætur á honum og ekki
ætlað honum einræðisvald.
Smátt og mátt fór að bera
meira á Yeh Chien-ying
varnarmálaráðherra og að
lokum kom svo, að honum var
teflt fram sem jafningja Hua.
Þá þótti ljóst, að Hua hefði
ekki slik völd og áður var ætl-
að, heldur stæði Yeh honum
orðið jafnfætis i valdastigan-
um. En þetta hefur honum
ekki þótt nógu tryggt, þar sem
Yeh er orðin 78 ára og ekki
heilsuhraustur. Fyrir bein eða
óbein áhrif hans hefur Teng
skotið upp að nýju og þykir nú
ljóst orðið, að þeir Hua, Teng
og Yeh skipta nú með sér völd-
unum og Hua muni sizt valda-
meiri en þeir Teng og Yeh.
Ekki er ósennilegt, að sá sið-
astnefndi ráði mestu.
ÞETTA ÞÓTTI m.a. koma i
ljós, þegar minnzt var 50 ára
afmæ'lis kinverska hersins
fyrirfáum dögum. Yeh hélt þá
aðalræðuna og talaði eins og
sá, sem valdið hefur. Hann
deildi hart á Bandarfkin og
Sovétrikin og þó einkum hin
siðarnefndu, sem hann taldi
stefna enn greinilegar að
heimsyfirráðum en Bandarik-
in. Hann sagði Kinverja verða
Teng Hsiao-ping
að vigbúast af kappi, þvi að
brátt myndi koma til styrj-
aldar milli Bandarfkjanna og
Sovétrikjanna og Kina yrði þá
að geta varið sig, ef þörf
krefði. Allt kapp yrði þvi lagt á
að búa herinn nýtizkuvopnum,
svo að hann gæti hrundið öll-
um árásum, sem kynnu að
verða gerðar á landið. Þá
myndi herinn frelsa Formosu,
þegar réttur timi væri kominn
til þess, en ekki yrði neitt sam-
ið um innlimun hennar i Kina,
enda væri hún hluti þess. Yeh
lagði höfuðáherzlu á, að her-
inn væri og þyrfti að vera hið
mikla afl, sem þjóðin gæti allt-
af treyst á.
Fregnir frá Kina benda til
þess, að hér verði ekki látið
lenda við orðin tóm, heldur sé
unnið kappsamlegar að efl-
ingu hersins en nokkru sinni
áður. Aróðurinn um rússnesku
hættuna hefur veriö magnaður
um allan helming. Margir er-
lendir fréttaskýrendur, ekki
sizt rússneskir, halda þvi
fram, að herinn sé ekki ein-
göngu efldur til að verjast
hættum utan frá. Honum sé
ekki siður ætlað að verjast
hættum innan frá, þvf flokks-
vél kommúnista sé hvergi
nærri nógu .'-.terk til að halda
uppi aga og reglum eftir frá-
fall Maós. Stjórnendurnir
verði þvi aö treysta á herinn i
vaxandi mæli og að sama
skapi aukist völd hans.
RÆÐA YEHS staðfestir
það, sem mörg vestræn blöð
héldu fram eftir endurreisn
Tengs, að hún væri merki um,
að herinn ráði orðið mestu i
Kina, en Teng hefur alltaf not-
ið vinsælda innan hans. Jafn-
framt spáðu blöðin þvi að Kin-
verjar myndu mjög auka
vopnakaup sin og yrði það
vatn á myllu vopnaframleið-
enda i Bandarikjunum og
Vestur-Evrópu. Fyrst og
fremst munu þó Kinverjar
leggja kapp á að auka eigin
vopnaframleiðslu, en leitast
jafnframt við að afla sér sem
mestrar tækniþekkingar frá
Vesturlöndum, m.a. meö
vopnakaupum.
Jafnframt þessu er endur-
reisn Teugs talin merki um, að
Kinverjar muni leggja vax-
andi áherzlu á eflingu fram-
leiðslunnar og i þeim tilgangi
vikja frá ýmsum
kommúnistiskum kenningum,
sem framfylgt var i valdatið
Maós. Teng er sagður leggja
meiri áherzlu á árangur en að-
ferðir og þvi er oft vitnað til
þeirra orða hans, að veiði
kötturinn mýs, skipti ekki
máli hvort hann sé hvitur eða
svartur.
Þ.Þ.
Teng Hsiao-ping, Hua Kuo-feng og Yeh Chien-ying
Þ.Þ.