Tíminn - 07.08.1977, Qupperneq 20

Tíminn - 07.08.1977, Qupperneq 20
20 Sunnudagur 7. ágúst 1977 Það hefur færzt i vöxt á siðustu áratugum, að komið sé upp þjóð- minjasöfnum i einstök- *um héruðum landsins. Söfnin geyma muni og minjar: merkilega gripi, sem varðveitzt hafa i héraðinu. Er þannig brugðið upp ljósi inn i liðna tið, heimamönnum og öðr- um til fróðleiks og skemmtunar. AuövitaB á þjó&in svo sjálft Þjóöminjasafn Islands, og án þess aö hér liggi fyrir þekking á samvinnu eöa verkaskiptingu þessara safna, þá er ekki minnsti vafi á þvi, aö byggöa- söfnin hafa sannaö gildi sitt, ekki sizt þar sem nálægö viö sögustaöina, gerir alla minn- ingu skýrari. Mörg ágæt byggöasöfn eru nú á Islandi. Þau eru fjölsótt og hafa stuölaö aö nýju verömæta- mati og metnaöi i byggöum landsins. An þess aö þaö sé beinlinis fullyrt, má telja, aö margt hafi varöveitzt i byggöasöfnunum, sem ella heföi fariö forgöröum. Bæöi vegna skorts á fjármagni og vinnukrafti i Þjóöminjasafni, og eins vegna hins aö mjög auö- velt hefur veriö aö afla muna til byggöasafna heima i héraöi. Menn, sem áttu gamla muni, settu sig i samband viö menn innan héraös, er unnu aö söfnun, eöa öfugt. Nil eru mörg byggöasöfn hér á landi og sum eru mjög góö, eins og t.d. safniö á Skógum, Byggöasafn Arnessýslu á Sel- fossi og mörg fleiri. Byggðasafn Húnvetn- inga og Strandamanna Byggöasafn Húnvetninga og Strandamanna var opnaö 9. júli áriö 1967 aö Reykjaskóla viö HrUtafjörö, þar sem reist hafa veriöágæt húsakynni fyrirsafn- iö. Það er i sjálfu sér athyglis- vert, aö þarna er farin ný leiö i gerö héraössafna. Þrjár sýslur sameinast um byggðasafn, og þar aö auki til- heyra þær tveim landsfjórðung- um, eöa kjördæmum. Þaö eru Vestur-HUnavatns- sýsla, Austur Húnavatnssýsla og Strandasýsla. Framlag Ur sýslunum þrem er svipað aö magni, en auk þess eru þrir aðalstofnar þessa safns úr sýsl- unum þrem, þ.e. hákarlaskipið Ófeigur, sem varöveitt er I heilu lagi, Svinvetningastofan ogbaö- stofa frá Syðstahvammi, en stofur þessar hafa verið endur- byggðar inni i safnhúsinu af miklum hagleik. 1 safninu eru nú hátt á annaö þúsund muna, og er rúmlega helmingur þeirra hafður til sýn- is, daglega. - - Þetta eru munir frá ýmsum timum og kennir þar margra grasa. Elztu munir eru frá mið- öldum. Steinkola er þarna, sem sögö er fundin i jöröu I Kolla- fjaröarnesi á Ströndum. HUn er höggvin I Setberg. 1 henni hefur veriö brennt til ljósa sellýsi og hákarlalýsi I fifukveik, að þvi er taliö erenyngstur muna mun aö likindum vera Willys-jeppi, ár- gerö 1940, sem óskar Teitsson, bóndi í Viðdalstungu gaf safn- inu, eftir að hafa ekiö honum i nær fjóra árat’ugi. Jeppinn er I ágætu standi, svo og drossia Jóhannesar Daviössonar bil- stjóra á Hvammstanga, sem fyrstur tók bilpróf þar nyröra. Billinn mun vera næstum hálf- rar aldar gamall. 1 safninu er fjöldi muna, sem notaöir voru til hins daglega lifs, einnig skrautmunir, sjald- hafnarflikur og kirkjugripir. Margt af þessu eru „venjuleg- ir” hlutir eins og bollastell úr postulini, annaö veröur aö telj- ast einstætt, eins og til aö mynda okakeriö frá Svinavatni I Austur-Húnavatnssýslu. 1 þvi var haföur kornmatur. Hákarlaskipið ófeigur Þaö er skiljanlega örðugt aö telja upp alla þá grijri er byggðasafniö að Reykjaskóla I Hrútafiröi geymir. Þó skal reynt aö fara örfáum oröum um hina áöurnefndu kjarna safns- ins, sem koma úr sýslunum þrem. Skal þá fyrst vikiö aö hákarlaskipinu Ófeigi, sem þarna er varðveitt I heilu lagi, en auk ófeigs eru i safninu fleiri opnir bátar, minni^þar á meðal bátur séra Siguröar Norland I Hindisvik, en hann er meö sér- stöku lagi. Hákarlaveiðar hafa verið mikilvæg atvinnugrein á Byggöasafn Húnvetninga og Strandamanna. Á myndina vantar gamlan traktor, sem þar stendur nú utan viö hús og biöur væntaniega aö veröa geröur upp og lagfæröur. Þá verður hann prýöilegasti safn- gripur. Ef til vill mætti safna meiru af búvélum i sýslunum þrem, en ýms jaröyrkjuverk- færi eru þó i safninu, plógar og herfi, auk annars. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna Austur-Húnvetningar, Vestur-Húnvetningar og Strandamenn hafa komið upp merkilegu byggðasafni við Reykjaskóla 1 Hrútafirði Hluti af baöstofunni i Syöstahvammi i Vestur-Húnavatnssýslu. sioia ira ðvinavatm. R.P.Riis. sKruboroio og stoinnn voru s eigu hins frsega kaupmanns UUl UCJ A 1,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.