Tíminn - 07.08.1977, Síða 21

Tíminn - 07.08.1977, Síða 21
Sunnudagur 7. ágúst 1977 21 Ströndum i margar aldir. Voru þær lengst af stunda&ar á opn- um skipum. Var siðasta hákarlalegan á opnu skipi farin á Ófeigi árið 1915, en þá var far- iö að nota vélbáta til veiðanna og stóð svo fram um 1930, að veiðum þessum var að mestu hætt. Miðstöð veiðanna var lengst af á Gjögri en einnig var veitt frá einstaka bæjum t.d. Ófeigs- firði. Komu skip viða að til veið- anna, aðallega þó frá efnaðri bændum, sem jafnan áttu sjóbúðir á Gjögri. Hákarlaver- tlðin var talin frá Þorrabyrjun til Sumarmála og var eigi farið i legur nema veður væri sæmilegt og talið batnandi. Menn geröu sig út i hákarlaverið á sama hátt og i aðra sjóróðra, og var aðeins hafður kaldur matur á skipsfjöl, er nægja mundi i a.m.k. viku. Guömundur Pétursson á ófeigi hafði fyrstur manna eld um borö i skipi slnu og hitaði þar mat og kaffi. Ekki var heldur um svefn að ræða I sjóróðrum þessum, en menn gátu fleygt sér á plittana stund og stund I einu, ef gott var veð- ur. Oft tók það 5-7 daga að fá fulla hleðslu og urðu menn stundum að sitja sólarhring undir vað, án þess að veröa varir. Það sem aflaðist I fyrstu legunum var allt flutt I land, bæði hákarl og lifur og nefndust þaö doggarróðrar, en það þótti skemma fyrir veiði, að kasta hákarli eða rusli úr honum I sjó- inn. Til þess að koma skipulagi á þetta héldu formenn fund i byr jun vertiðar og gerðu samn- ing um það, að enginn þeirra mætti sleppa hákarli i sjó fyrr en li'ða tók á vertiðina t.d. 1. aprll. Að samningstima loknum var einungis lifrin flutt i land, ef afli var nægur. Nefndust þeir skurðarróðrar. Beitan var að mestu. hrossakjöt eða selur Einnig var hákarlinum gefinn gallpungurinn úr hinum og þótti það góð beita. Lifrin var brædd á vorin eftir vertiðarlok, og var lýsið mjög dýrmæta vara. Það var m.a. notað til lýsingar I erlendum stórborgum, áður en rafmagn kom til sögunnar. Veiðarnar fóru mikiö eftir ár- ferðinu, þar sem ekki var hægt að sækja mikiö i hörðum árum. Voru þær mikilvæg búbót á hlunnindajöröum á Ströndum, þar sem ekki var um aö ræða selveiði, dúntekju eða reka- viðarvinnslu á útmánuöum. Ófeigur er smiöaöur árið 1875 I Krossnesi á Ströndum fyrir Guðmund Pétursson (1853-1934) I Ófeigsfiröi, er átti skipið og ÖVÖSÍAU HÚVTIJ WACÍMWS Sl.IOTT nUOTllW' CFJ fe-EXM \ÓTT SVTl' MlCí l I AD.MI S.l/H M I*I\ SEM I IIÚUHAltUAlVMSI\. \ l.IT H YAi VI\\I VUVl)I I*E1 MliIV l AUADMAH <\h M (M FKL LCSMWICi. VHID/T '75. K. mi Hákarlaskipið ófeigur. Skipið er varðveitt I „topp- standi” eins og það heitir og það situr i sjávarmöl. Fleiri var lengst af formaður á þvi. Ófeigur er tiróinn áttæringur sem næst með breiöfirzku lagi og ber fullhlaðinn 55 tunnur lifr- ar, eða um 7 lestir. Af þessari gerð voru þau hákarlaskip er gengu til veiöa á Strikidum á siðustuöld. ófeigur er því góður fulltrúi islenzkra skipa af stærra tagi eins og þau tiökuð- ust hér öldum saman og ómetanlegur minnisvaröi um forna atvinnuhætti og lifskjör þeirra manna, er dögum saman urðu að liggja I vosbúð og kulda á opnu hafi, til að færa lifsbjörg I bú. Ófeigur hlýtur viröulegt naust i verkalok. Hvilir I sjávarmöl, tjargaður og þurr. Teikning af honum er á vegg, og er mið- bandiö athyglisvert: sneiö Ur hring. Form þessa skips er þeirrar nátturu, að þaö fer sjálft á staö fyrir augum manns inni i húsi. Þaö er á miklum skriði. Til eru ágætar ljósmyndir af Ófeigi, þannig að hákarlaveið- um eru gerð mikil og ágæt skil i byggöasafni Húnvetninga og Strandamanna. Er það vel. Stofan og baðstofan Auk hins fræga skips, bera uppi þetta safn, stofan frá Svinavatni, sem hefur verið endurbyggð inni i byggöasafn- inu og baðstofan frá Syðsta- hvammi, er sömuleiðis er þarna i sinni upphaflegu gerð. Stofan er frá Svinavatni I Austur-Húnavatnssýslu og var eitt hús I gamla bænum þar. Stofan er talin vera byggð úr gömlum kirkjuviðum. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða ár hún var byggð, en likur eru taldar á að lengd. Breidd hennar er 3,5 metrar. Fremst er eitt stafgólf, sem yfirleitt var ekki haft til Ibúðar. Þar stóð vefstóll á vetrum, en stundum voru höfð þar lausa- rúm handa gestum. Næst er miðbaðstofa, þar sem vinnufólkið svaf. Innst er hjóna- hús. Baðstofan, sem er hin vand- aðasta, var byggð árið 1873. Gerði það Stefán Jönsson, snikkari, sem lært hafði trésmiöar I Kaupmannahöfn. Baðstofan er vel búin munum. Rúm standa upp búin, askar, koppar og kyrnur, allt á sinum stað, rétt eins og fólkið hafi brugðið sér frá og komi bráðum inn aftur. Safniö er opiö daglega frá 10- 12 og 1-6, en auk þess er unnt að fá það opnað fyrir ferðahópa á öðrum timum. Að sögn hefur aðsókn verið góð I sumar, og fer hún vaxandi, enda er safnið oröiö mjög at- hyglisvert, svo ekki sé meira sagt. JG að það hafi verið kringum 1830. Hún á sér merkilega sögu: var meðal annars notuö sem þinghús I Svinavatnshreppi um nokkurt skeið. Stofan er búin ýmsum merk- um munum og húsgögnum þar á meðal er skrifborð og stóll, sem einu sinni var i eigu R.P. Riis, kaupmans á Boröeyri. Baðstofan frá Syðstahvammi i Kirkjuhvammshreppi, Vestur- Húnavatnssýslu, er fjögur og hálftstafgólf, eða um 8 metrar skip eru i húsinu, minni, en ýms veiðarfæri hanga á veggjum og iiírarkör af Ströndum eru þarna geymd, svo og lifrarbræöslupottur.einn sá stærsti sem þekkist. Kistill eftir Bólu-Hjálmar (1796-1875). Hann er. með höfðaletri. Á honum er þessi vísa eftir Arngrim Jónsson, lærða (1568-1648): „Kistan læst af gulli glæst geymir steina kæra, ekki næst né úr henni fæst ormabólið skæra” Rúmfjalir voru mjög mikiö smiðaðar á Ströndum, enda var þar gnægð timburs. Rúm- fjalirnar á myndinni eru frá eftirtöidum stöðum: 1. Frá Kollaf jarðarnesi Strandasýsiu. 2. Fra1' Ljúfustöðum Stranda- sýslu og er meö eftirfarandi versi: Biessa þú drottinn bæ og liö blessa oss nú og alla tið blessan þina oss breið þú á biessuð verður oss hviidin þá. 3. Frá Sandnesi Steingrims- firði með ártalinu 1842 og versinu „Vertu yfir og allt um kring”. 4. Frá Valdasteinsstöðum Hrútafirði. 5. Frá Heggstööum. A fjöiinni er sálmavers og ártalið 1769. 6. Fra' Heydal Strandas. og versið „Vertu yfir og allt um kring”. Oröið rúmfjöl eða sængurfjöl, eða önnur orð meö sömu merkingu koma ekki fyrir i miðaidarritum. Elztu varð- veittu rúmfjalir eru frá seinni hluta 17. aidar. Viröast rúm- fjal ir hafa veriðl tfzku frá 17. öid og allt þar til fór að halla undan fæti fyrir þjóðiegum islenzkum tréskurbi. Veniulega voru rúmfjalir einungis skreyttar á þeirri hliðinni er vissi fram. Hlut- verk þeirra var að gera rúmið hlýlegra meö þvi að halda sængurklæðunum að framan, svo aö þau svörfuðust siöar fram yfir stokkinn. Þær eru persónulegir hlutir, mjög ná- komnir eiganda sinum eins og skartgripir eöa viöhafnar- flikur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.