Tíminn - 07.08.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 07.08.1977, Blaðsíða 25
Sunnudagur 7. ágúst 1977 25 TOW'iljlM öllum þessum nöfnum, en yf irleitt er hún kölluö Lovisa. Svava, Signý og Karlotta komast fljót- lega aö raun um, aö hún er mont- in. Hún sýnir ekki minnsta áhuga á brúöuhúsinu eöa bollastellinu, sem þær koma meö út á verönd- ina tilað bjóöa henni saftog vatn. — baö erlangtsiöan ég hætti aö leika mér aö svona löguöu! segir Lovisa og það hljómar kjánalega, þvi hún er ekki nema ellefu ára. Svava sem er tiu ára, lýsir þvi yfir að hún ætli að leika sér aö þvi lengi ennþá. Jóhannes er elztur. Hann er orðinn tólf ára, en Lovisu finnst ekki mikið til þess koma. — Drengir þroskast seinna enstúlk- ur, segir hún og mamma sem heyrir þaö, sperrir eyrun, hissa á þessari telpu, sem er svo gjörólik hennar eigin börnum. — Lovísa er svo einkennileg, segir læknisfrúin og gýtur augun- um til dóttur sinnar, eins og hún sé sjálf ekki alveg viss um, hvar hún hefur hana. — Hún likist föð- ur sinum. En Jóhannesi finnst Lovisa rétt eins og ein af fögru og göfugu stúlkunum i Hróa Hetti og hinum bókunum, sem hann hefur fengiö lánaðar úr bókaskáp pabba. Hún áekkertsameiginlegtmeð Svövu, Karlottu og Signýju. Læknisfrúin segir, aö það yrði afskaplega notalegt ef telpurnar gætu komiö i heimsókn ööru hverju til að leika viö Lovisu. Mamma veröur svolitið efins á svipinn og Jóhannes hugsar meö sér, að eins gott sé aö þær sjái ekki hvaö telpurnar eru aö gera úti á veröndinni. Svava og Kar- lotta eru á svipinn eins og þær hafi verið neyddar til aö boröa eitthvað súrt og Signý litla rekur út úr sér tunguna — án þess að Lovisa láti sér bregða hiö minnsta. — Kemur þú með? segir hún viö Jóhannes og gengur niður af ver- öndinni og yfirgefur saftveizlu telpnanna án þess að þakka fyrir sig. Þau ganga eftir þorpsveginum og eru brátt komin út i sveit. borpið er ekki stærra en það aö hægt er aö sjá út i sveitina af hvaða húströppum sem er. — Oj bara kýr! tlff hvaö þaö er vond lykt af þeim! En á Indlandi nota þeir áburðinn sem eldiviö. A Indlandi eru kýrnar heilagar og ganga meö blómsveiga um horn- in. Jóhannes er ekki vel að sér um indverskan landbúnað, en hann hugsar um, að það hljóti aö vera bæði dýrt og erfitt, þetta með blómsveigana. En auðvitaö er það fallegt. En heilagar kýr...? — Og þegar maöur deyr, er ekkja hans brennd á báli! segir Lovisa og slitur höfuðin af bláum blómum i vegbrúninni. Nú er Jóhannes viss um, aö hún séaö gera grin aö honumog óskar þess, að hann gæti sagt eitthvað álika stórfenglegt. Eitthvaö, sem ylli þvi, aö hún stæði furöu lostin. En hann man ekki eftír neinu og heimur hans er svo litill, nær varla lengra en aö þorpsmörkun- um — þö hann hafi aö visu einu sinni farið i aðra sveitmeö lest til að heimsækja afa sinn. Þá fannst honum þaö alveg stórkostlegt, en slikt er vist ekki merkilegt núna. Hún fyndi bara upp á einhverju öðru um Indland. — Frændi minn ætlar að kaupa sér bil, getur hann loks sagt, svona til að sýna að honum sé ekki alveg alls varnað. — Frænka min er leikkona og ég ætla lika aö verða leikkona þegar ég verö stór! Lovisa er meö stráhatt meö dökkbláu bandi. Nú er hún búin að tina baldursbrár og sóleyjar, sem hún stingur nefinu niður i og þefar af. Hún lygnir aftur augun- um, svo augun sjást ekki fyrir löngum augnahárunum. Jó- hannes er ekki i vandræðum meö að imynda sér, hvernig hún tæki sig út sem leikkona. Svona stæði hún á sviðinu meðan aðdáendur fleygðu til hennar blómum, sem hún siðan stingi nefinu i, einmitt svona. — Að þú skulir þora það, segir hann og iðrast strax, þegar hann sér, hvað hún verður leið. — Ætlar þú þá lika að koma með þessa vitleysu um, að allar leikkonur séu léttlyndar! næstum æpir Lovisa. — Frænka min er ógurlega fræg og sjálfur kóngur- inn hefur heimsótt hana! En hann hafði alls ekki verið að hugsaum neitt slikt, en nú þeg- ar hún er búin að segja það, veit hann vel hvað léttiynd kona er, þvi það hefur hann séð á póst- korti sem Jóel sýndi honum einu sinni i skólanum. Jóel tekur sér ýmislegt hættulegt fyrir hendur. Jóhannes fékk aðeins að lita andartak á kortið. Léttlynda kon- an var aöeins klædd sokkum og skóm og hélt um stýrið á reið- hjóli. Hann hafði ekki einu sinni dreymt um, aö Lovisa ætti frænku, sem gæti hugsaö sér að fara út að hjóla svona klædd. — Pabbi minn segir, að konur eigi hvergi að vera nema heima hjá sér, segir Jóhannes og fær strax hæðnishlátur sem svar. — Þá ættirðu að sjá frænku mína! Þannig er Lovisa alltaf — góð með sig og það er erfitt að ná taki á henni, en samt getur hann ekki annað en dáðst aö henni. Hann hefuraldrei hittneina manneskju, sem likist henni. Nettman apótekarafrú var i kaffihjá læknisfrúnni. Hún kem- ur aftur og á i erfiðleikum með að gera sér grein fyrir skoðunum sinum. krossgáta dagsins 2547 Lárétt 1) Erfiði 6) Von 7) Fugl 9) Matur 11) Eins 12) Fréttastofa 13) Sigað 15) Nóasonur 16) Upphrópun 18) Almanak. Lóðrétt 1) Land 2) Box 3) Röð 4) Agóða 5) Háttatimi 8) Gubbað 10) Boröa 14) Hal 15) Smábýli 17) Hvað?. Ráðning á gátu No. 2546 Lárétt 1) Akallar 6) Fáa 7) óma 9) Set 11) Ká 12) ST 13) Nit 15) Asi 16) Unn 18) Rigning Lóðrétt 1) Ásóknar 2) Afa 3) Lá 4) Las 5) Rétting 8) Mái 10) Ess 14) Tug 15) Ani 17) NN 41 r ■ ■ ■ ■ fí FW -■= s — Þetta er eitthvað svo eyöi- legt. Ég veit ekki hvernig ég á aö lýsa þvi,en það er eins og þau séu ekki almennilega flutt, hafi bara sett húsgögnin þar sem hentaði, þar til betur viðrar. Eða læknir- inn! Spyrjið mig ekki, hvað mér finnst um hann! Hann kemur fram við konuna sina eins og hún sé vont loft! Allt þetta segir hún pabba i trúnaði, en Jóhannes getur ekki gertað þvi þó hann standi einmitt rétt utan við gluggann, sem er ekki vel lokaður. Jóhannesi geðjast heldur ekki að lækninum, svo þau eru sam- mála þar. En andstætt móður sinni, finnst honum læknishúsið ævintýralegt og spennandi. Það eru engin takmörk fyrir þvi sem Lovisa getur tekið upp á þar inni, eða þvi sem þeim getur dottið i hug að gera saman honum og Lo- visu. Þau þrjóta upp og niður allt frá kjallara og uppá háaloft, eða læðast um eins og indiánar. Stöku sinnum sér Jóhannes lækninum bregða fyrir i skrifstofudyrunum. Eitt sinn hlaupa þau hlæjandi gegn um biðstofuna sem er annars stranglega bannað. En áður en Jóhannes nær til dyra er hann fastur eins og I refagildru. Hann snýr höfðinu og litur upp i kolsvörtaugu,svofast við sin eig- in, að hann kemur ekki upp orði fyrir hræðslu. — Láttu mig ekki sjá þig hérna einu sinni enn, hvæsir læknirinn reiðilega og fleygir honum frá sér eins og vettlingi. Hann þýtur til dyra og fyrir ut- an stendur Lovisa með gljáandi augu og rautt andlit, einkennilega æst. — Verður pabbi þinn alltaf svona óskaplega reiður? spyr Jó- hannes undrandi og nuddar á sér auman handlegginn. Hún kastar til höföinu og herpir varirnar en hann er engu nær fyrir það. Frænka Lovisu er komin i heimsókn! Það er Svava sem kemur þjót- andi inn I eldhúsiö og segir frá og Jóhannesi gremst að hann skuli ekki hafa vitað það fyrstur. Hann er sá eini, sem kemur i læknis- húsið á hverjum degi. — Leikkonan? spyr mamma og fær rauða dila i kinnarnar. Pabbi segir lika: — Leikkonan? og strýkur Svövu um hárið. En Jóhannes hleypur beint út og gegn um limgeröið, gegn um leynigöngin þeirra lengst niðri i garðinum á bak við heslirunnann. Og þar i miðjum garðinum, i hvitum garðstól situr frænka Lo- visu. — Komdu hingað vinurinn, seg- irhún og beinir stórum, ljómandi augum að Jóhannesi, jaifnframt þvi sem hún réttir fram hvita hönd og handlegg, sem er þakinn armböndum. Hún er falleg, óskaplega falleg! Við hlið hennar virðist mamma Lovisu ennþá grárri, já hún virðist næstum ósýnileg. Hún færir til kaffikönnuna og býður kökur af silfurfati og læknirinn situr við hlið frænkunnar á bekknum, með ljósan sumarhatt á höfðinu og hvilir vel snyrtar hendurnar á staf með silfurhnúð. I stólnum við hliöina situr Lo- vlsalljósgulum kjól með breiðan, glansandi borða um mittíð og hann hefur aldrei séð hana svona fallega. Allt er svo ótrúlega fallegt indælt og friðsælt. Þetta er eins og málverk af þeirri tegund sem maður gæti hugsaö sér að ganga inn i. Frænkan heitirTekla van Ams- berg og það er vegna þess að hún var gift hollenzkum greifa, sem nú er dáinn. Tekla frænka feröast nú um heiminn og leggur hann að fótum sinum. — Ég erekki aö segja neina vit- leysu! segir mamma óvenju æst við pabba, án þess að athuga hvort nokkur heyri i grenndinni. — Ég held það, sem ég vil! Þessi manneskja hefur ekkert gott i hyggju og ég mundi ekki treysta henni i fimm minútur, þó hún væri systur min. Ekki þó ég héti Sofie Zemmerman og væri gift þessum náunga þarna! — Við eigum svo auðvelt með að láta samúð og andúð okkar hlaupa með okkur i gönur segir pabbi með rólegu sannfæringar- röddinni sinni. — Mér finnst hún aðlaðandi. Lovísa hefur breytzt. Þegar Jó- hannes kemur til að leika sér, sit- ur hún bara og les um miðjan daginn og þegar hún talar, er það meö djúpri rödd, rétt eins og rödd Teklu frænku. Jóhannes veit hreint ekki hvað hann á að gera, hún er svo breytt. Breytt en meira lokkandi og dularfull en nokkru sinni. Fólkið i þorpinu keppist bók- staflega um að bjóða Teklu van Amsberg og læknishjónunum heim til sin. — En^segir mamma. — Þegar þau koma inn einhvers staðar, er rétt eins og systirin sé gift læknin- um, en ekki Sofie! Hann virðist hreint ekki sjá hana, hún lötrar bara i kjölfarið, veslings konan! Lovisa er heldur ekki mjög góð við mömmu sina. Hún skipar henni fyrir verkum, rétt eins og læknirinn og Tekla frænka. En Jóhannes vill ekki sjá galla Lo- visu. Hún snýr þó að honum enn- þá, þegar hana langar til að vera með einhverjum. — Þessi montna hæna! segja Karlotta og Svava. — Viö getum gift okkur, þegar éger orðin leikkona, lofar Lovisa rausnarlega og Jóhannes svimar næstum, þegar hann horfir inn i brúnu augun, þar sem þau sitja saman á brún brunnhússins. — Gættu þin að detta ekki ofan I! segir Lovisa. — En þaö er þó hægtað henda sér I brunninn út af ástarsorg... En þá yrði fyrst að lyfta þungu lokinu af og hann er ekki mjög óhamingjusamur heldur, þó allt hefði veriö betra áður en Tekla frænka kom i heimsókn. Svo gerist nokkuð alveg ótrú- legt: Dag einn er Tekla frænka farin og læknirinn með henni! Læknisfrúin kemur þjótandi upp garðstiginn og fleygir sér grátandi i fang mömmu, sem ennþá er ekki komin i annað en morgunsloppinn. Mamma leggur handleggina um herðar hennar og fær hana meö sér inn i húsið og biður Karlottu að sækja pabba... Siðan er dyrunum iæst, þvi þetta kemurbörnunum ekkivið. Iþetta sinn stendur enginn við opinn glugga og hlustar. Jóhannes gengur gegn um gatiö i limgerðinu, en enginn er i garðinum. Hann gengurkring um húsið og finnur eldhúsdyrnar opn- ar. Bollar og diskar eru i stórum hrúgum á marmaraplötunni á stóra eldhúsbekknum. Rjómi hef- ur lekið á gólfið. 1 biðstofunni og læknisstofunni standa allar dyr upp á gátt, skápar og skúffur eru opnar og virðast sem hvirfil- vindur hafi farið um húsið. A annarri hæð, i herberginu þar sem frænkan bjó, finnur hann loks Lovisu. Hún situr við snyrti- borðið og burstar á sér hárið með bursta sem frænkan hefur gleymt. Einnig hér er greinilegt að allt hefur verið yfirgefið i f lýti. Lovisa sér hann i speglinum, en snýr sér sér ekki við. Augnaráö hennar er hörkulegt. — Hvað vilt þú? Ég leik ekki við þig- — Pabbi þinn, byrjar Jóhannes og er feiminn við þessa nýju Lo- visu. — Hefur pabbi þinn... — Nei, hann hefur alls ekki! — En mamma þin sagði það sjálf. Að hann hefði farið með frænku þinni. — Það er lygi, lygi, lygi! æpir Lovisa og fleygir burstanum i þri- skiptan spegilinn og silfurslegið skaftið brýtur glerið. Augu Lovisu eru næstum svört og andlitið strengt. — Ætlarðu nokkuð að verða leikkona núna? spyr Jóhannes hikandi. — Var það ekki hún sem ætlaði að kenna þér? — Þú skalt fá að sjá hvað ég verð! æpir Lovisa. — Þú skalt svo sannarlega fá að sjá það! Það liður heil vika þar til Lo- visa sýnir sig. 1 steikjandi sól- skininu stendur húsið þögult og dregið er fyrir alla glugga. Ekkert dugar þó Jóhannes kasti smásteinum upp i glugr nn hennar eða flauti leynimc kið. Dag einn segir mamma lá ' íð matarborðið: — Hannkemui kki aftur og nú ætla þær að r á. Heim til foreldra hennar. 11 :fkt lif! Veslings konan... En Jóhannes hugsar aðeins um Lovisu.Þaö skiptir ekki máli. með mömmu hennar, hún er svo gömul — en Lovisa sem ætlar aö verða leikkona! Hvernig fer um áætlanir hennar, ef hún þarf að búa einhvers staðar úti i sveit hjá afa sinum og ömmu? Hefði hann veriðstórog fullorðinn hefði hann getað bjargað henni með þvi aö kvænast henni. Hann sér hana ekki aftur fyrr en f lutningabillinn kemur. Hún er föl og tekin en bein i baki.þar sem „Ég þarf að spurj’ann um soldið, en hvernig veit ég hvenær hann er vaknaöur?” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.