Tíminn - 07.08.1977, Side 28

Tíminn - 07.08.1977, Side 28
28 Sunnudagur 7. ágúst 1977 Á frekar fámennum stað skammt austur af Dallas í Texas býr kona, sem menn ganga framhjá, án þess að veita neina sérstaka athygli. Andstætt flestum kyn- systrum sínum á fertugsaldri er hún þakklát fyrir að geta gengið um verzlanir, benzínstöðvar og aðra staði án þess að vekja eftirtekt. Þessi kona er Marina Nikolaevena Prussakova Oswald Porter, hin 36 ára gamla ekkja Lee Harvey Oswalds, morðingja John F. Kennedys, fyrrum forseta Banda- rikjanna. ■ lliii Marina Oswald Porter, ekkja morðingjans. Nú ætlar hún að gefa út bók, og verður Marina því brátt í sviðsljósinu að nýju. EKKJA OSWALDS GEFUR UT BÓK Var i sviðsljósinu Fyrir 14 árum var Marina Os- wald ein af þekktustu persónum Bandarikjanna. Sjónvarps- stöðvar, blöð og timarit kepptust um aö birta af henni myndir og eiga viötöl viö hana. A þeim tima var eína leiðin til að fá viötal viö frú Oswald að borga henni nógu stórar peningafúlgur. Fyrir slika peninga endurtók hún hvað eftir annað að maður hennar hefði skotiö Kennedy og staðiö einn að morðinu. — Ég held aö hann hafi viljaö komast i blööin til að verða þekkt- ur sagði hún við Warren-nefndina árið 1964. — Þaö skipti ekki máli fyrir hann, hvern hann myrti. Hann vildi einungis veröa þekkt- ur. Þeir, sem þekktu Marinu á sjö- unda áratugnum hafa gizkaö lauslega á, aö hún hafi fengiö milli 200 og 300 þúsund dollara frá samúðarfullum Bandarikja- mönnum fyrir viötöl og fyrir sölu á munum Oswalds. A timabili átti að framleiöa mynd, þar sem hún léki sjálfa sig i „Countdown in Dallas”. Marina var þá einungis 22 ára gömul en tengdamóðir hennar mun hafa staöið á bak við hana að einhverju leyti i þessu mikla gróða fyrirtæki, sem fylgdi þvi að vera eiginkona forseta- morðingjans. Vildi ekki brosa Þegar Marina komst fyrst I sviðsljósið tóku menn eftir þvi, að hún brosti aldrei Astæðan var sú, að hún hafði brotna tönn. Þegar einum ljósmyndaranum tókst að ná af henni mynd brosandi, sagöi hún einum fjármálaráðgjafa sin- um, að hún óttaöist, að fólk mundi ekki senda henni peninga af þvi að hún væri með brotna tönn, og fólkinu þætti hún þvi ljót. Þegar peningarnir fóru aö streyma inn, fékk hún sér tann- viðgerö og læröi að brosa. Þá lærði hún einnig að nota snyrti- tæki, lét klippa háriö og krulla það og byrjaði að klæða sig eftir nýjustu tizku. Einnig fór hún að taka þátt i skemmtanalifinu og eignaöist marga kærasta. Marina sagöi oft i blaðaviðtöl- um, að sér þætti þjóðin hálfvit- laus, að senda sér svo mikla peninga, en meö peningunum kom lika annað — vinamissirinn. Smátt og smátt og smátt fækkaði vinum hennar og hjálparhellum, lögmenn og ráðgjafar fóru fyrst, en svo að lokum Robert, bróðir Oswalds. Hún fékk hundruð bónorðs- bréfa, en eftir að hafa kynnzt Kenneth nokkrum Porter tvi frá- skildum manni, giftist hún honum tveim árum eftir atburðinn i Dallas. Þrátt fyrir sagnir um mikinn auð ber heimili þeirra litil merki þess ríkisdæmis. Stormasamt hjónaband Aðeins þrem mánuðum eftir giftinguna kærði Marina mann sinn, Kenneth fyrir að hafa ógnað sér með byssu. Hann bar þvi við, að einn daginn, þegar hann kom heim til sin eftir vinnu hafi hann fundið dætur Marinar einar heima i reiðuleysi á meðan Marina var að skemmta sér hjá nágrannanum. Svo var það fyrir þrem árum, að Kenneth sótti um skilnað og fékk hann fjórum mánuðum siðar. Niðurstaða dómstólsins var mjög óvenjuleg, þar sem eigin- maður fékk megniö af eignum þeirra hjónanna, umráðaréttinn yfir barni þeirra, en Marina fékk einungis innanstokksmuni og um- ráðaréttinn yfir dætrum slnum tveim. Engin skjöl hafa fundizt sem sanna að þau hafi gifzt aftur, þannig aö siöan 1974 virðast þau hafa búið saman i „óvigðri” sam- búð. Marina fékk fljótlega vinnu sem sölukona hjá stórri verzlun. Virðist hún hafa staðið sig mjög vel sem slík, þvi vinnuveitendur hennar hafa ekkert um hana sagt nema gott eitt. Marina hverfur 1 kringum 1970 var Marina horfin af sjónvarpsskermum og siöum timaritanna. Flótti hennar byrjaði reyndar strax árið 1965, þegar hún giftist Kenneth Porter án þess aö boða fréttamenn og ljósmyndara á staðinn. I Dallas reyndu þau að lifa sinu eigin lifi en þeim mistókst og nokkrum árum siöar fluttust þau til héraösins Rockwall, skammt austur af Dallas. Ein af ástæöun- um var sú, segir Marina, aö Kenneth hafi verið vikið úr starfi sinu sem verkstjóri hjá Texas Instrument vegna þess aö hann var giftur ekkju moröingjans. Þau hafa siðan búið i Rockwell Marina og Kenneth 1968.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.