Tíminn - 07.08.1977, Page 31

Tíminn - 07.08.1977, Page 31
Sunnudagur 7. ágúst 1977 f % Mary Hannigan var 15 ára og átti heima í Dublin. Foreldrar hennar voru strangir og bönnuðu henni að skipta sér af piltum. Mary óhlýðnaðist - og hvarf. Eftir 17 ár fannst hún aftur i hörmulegu ástandi Patricia Keogh haföi tekiö fast i sig aö hún skyldi leysa gátuna um Mary Hannigan. Liam Mooney bjó meö móöur Mary, sem var ekkja. Hann vissi allt en vildi ekki skipta sér af málinu. Dublin. Þegar viðsögðum þeim um hvaö væri aö ræöa, fengum við að vita aö Eithne heföi gifzt manni aö nafni Terence McGinty og byggi aöeins þrem- ur húsum fjær i sömu götu, segir Seamus. ’ Eithne, sem þá var 33 ára og fjögurra barna móöir, sagöi svo frá: — Viö Mary Hannigan vorum perluvinkonur og gengum i sama skóla. Ég var 16 ára og hún 15. Við vorum vanar aö hitta strákana i laumi, þvi for- eldrar okkar bönnuðu okkur gjörsamlega aö tala við stráka. Foreldrar minir voru öllu við- ráöanlegri en foreldrar hennar. Eithne O’Donoghue var bezta vinkona Marý. Hún haföi sfnar grunsemdir um hvarf hennar. Þau leyföu mér að hitta stráka, ef ég kom með þá heim og fór ekki út með þeim á kvöldin, en foreldrar Mary voru afskaplega strangir. Þau bönnuöu henni al- veg aö tala viö strákana. Eithne hélt áfram: — Mary kynntist 17 ára pilti i júni 1959, og þau hittust i laumi eftir skólatima og snemma á kvöld- in. Vinir Mary héldu þvi leyndu til þess að foreldrar hennar kæmust ekki að þvi. Þau voru blátt áfram ofstækisfull. Móðir hennarneyddi hana til aö ganga beint fyrir framan þau þegar þau fóru til kirkju á sunnudög- um, og hún varð að koma beint heim úr skólanum og fékk ekki að fara út aftur. En henni tókst þóað hitta piltinn stöku sinnum. Leyndarmálið kemst upp. Einhver sagði loks frú Hannigan, að dóttir hennar ætti stefnumót við pilt. Eftir vitnis- burði að dæma, sen nú nýlega kom fram, viðurkenndi Mary opinskátt, að hún hitti pilt. Hún hafði spurt móður sina, hvers vegna hún mætti ekki hitta hann og sagt, að það gæti ekki verið neitt rangt við það. Hún hafði lika sagt viö einhvern, aö móðir sin væri hjartalaus. Mary lauk skólanum, en hvarf svo skyndilega um miðjan júli 1959. Eithne kom oft til aö finna hana, en móðir Mary sagði henni alltaf að Mary væri veik og gæti ekki hitt neinn. — Einhverjir kennaranna vildu fá að vita, hvað hefði kom- ið fyrir Mary, sagði Seamus mér. Sumir fóru meira að segja heim til hennar. Þeim var bara sagt að Mary væri veik og gæti enganhitt. Það einkennilega við þetta var, að enginn gekk veru- lega hart fram um að fá að sjá Mary. Við vitum frá Eithne, að fyrir árslok 1959 krafðist skóla- stjórinn þess að hitta Mary, en hann var bara beðinn að hypja sig burt. Nýlega kom fram að skóla- stjórinn fór til hverfislögregl- unnar og sagði, að stúlkan hefði ekki komið i skólann og hann vildi fá að vita, hvað hefði kom- ið fyrir hana. Það er ennþá lög- reglu-leyndarmál, hvað lögregl- an gerði eða geröi ekki. Þegar ég spurði yfirmann lögreglunn- ar um máliö i september 1976, svaraði hann: — Ég er ekki i þeirriaðstöðu aðgeta gefið yfir- lýsingu. Málið er i rannsókn hjá deildinni. Sioban McGaurab reyndi aö hafa upp á Mary, en enginn tók grunsemdir hennar til greina. Fjölskyldumái, sagöi lögregian. Kröfur — Greinilegt var, samkvæmt upplýsingum, sem við Seamus höfðum nú safnað, aö eitthvaö gruggugt var viö þetta, sagði Patricia. — Viö gátum ekki vit- að nema Mary hefði veriö myrt. Við komumst að raun um að faðir hennar hafði látizt árið 1969 og einnig þvi, að frá 1959 og til dauðadags hafði hann keypt isog sælgætiog sagt i búðinni að þetta væri handa dóttur sinni. En enginn sá eða heyrði neitt til Mary. Þann 21. september árið 1976 fóru þau Patricia og Seamus heim til Mary Hanmgan. Þau veittu þvi athygli að neglt var fyrir tvo glugga á bakhlið húss- ins, þó svo slikt væri á móti leiguskilmálum hússins. — Þegar við börðum að dyr- um, kom sóðalegur maður til dyra. Við spurðum, hvort við gætum fengið að hitta Mary Hannigan. Hann sagði okkur að hypja okkur burt, annars fengj- um við aö kenna á þvi. Svo skellti hann aftur hurðinni og læsti. — Við Seamus fórum beint til lögreglunnar og kröfðumst þess að fá að tala við yfirmann, sem tók við yfirlýsingu frá okkur og lofaði að athuga málið, sagði Patricia. — Ég sagði honum að við litum inn daginn eftir og ef ekkert hefði verið gert þá, fær- um við beint til dómsmálaráöu- neytisins með málið. Mary finnst — Þegar viö komum á stöðina siðdegis daginn eftir, fengum við að vita, að lögreglan hefði fengiö heimild til að rannsaka Hannigan-heimilið. Nú hafði lögreglan ástæöu til að ætla að framinn hefði verið glæpur, sagði Patricia. Seamus hélt áfram: — Að morgni þess 23. september um- kringdu lögreglumenn húsið. Þegar sóðalegi maðurinn, sem bjó með frú Hannigan kom til dyra og sá lögregluna, reyndi hann að loka en lögreglan varð á undan, ýtti honum til hliðar og óð inn. Þeir kröfðust þess að fá að vita hvar frú Hannigan og dóttir hennar væru. Hann benti upp stigann að herbergi baka til i húsinu. Lög- reglan komst að raun um að dyrnar voru lokaðar með slag- brandi að utan. Þegar þær voru opnaðar, kom i ljós herbergi, Félagsráögjafinn Seamus McGrane, sem aöstoöaöi viö lausn gátunnar um Mary. þar sem neglt var fyrir glugg- ana aö utan. Engin birta komst inn I herbergið. Gul 40 kerta pera hékk niöur úr loftinu og . stúlka sem liktist helzt fugla- hræðu sat á óhreinu fleti meö litla biokk og blýant i höndun- um. Hún var að reyna að skrifa eitthvað i myrkrinu. — Ég sá stúlkuna, sagði Patr- icia. — Já, auðvitað var hún ekki unglingur lengur, heldur kona. Húnáttiað vera 32 ára, en virtist mun eldri. Hörmulegt ástand, Yfirmaður i lögreglunni og sá sem stjórnaði aögeröunum sagði: — Ég hef aldrei séð neitt hörmulegra á ævinni. Kinnarn- ar voru innfallnar, augun voru djúpt i höfðinu og hörundslitur- inn var sjúklega gulur, þvi hún hafði ekki komið i dagsljósiö i rúm 17 ár. Hún var svo veik- burða aö hún gat ekki staöið upp,það var að bera hana niður eftir að kallað hafði verið á sjúkrabil. Hún vóg aðeins 30 kiló, og hvernig henni hafði tek- izt aö halda i sér lifinu veit guö einn. Hárið náði niður að hnjám og var óhreint og flókið, enda hafði það ekki verið þrifið eða greitt allan timann. Hálsinn var þvengmjór og likaminn ekki annað en bein og skinn utan á. Hún hafði varla fengið að þvo sér öll þessi ár. Hún var klædd svörtum kjól, sem hékk i tætlum utan á henni og gömlum inni- skóm sem voru að detta i sund- ur. Rúmið var járnrammi með dýnu sem var grautfúin og tepp- ið sem voru einu rúmfötin var svo fúið og óhreint að við gátum ekki snert það. 1 herberginu var skólpfata sem hún hafði notað fyrir salerni og ekkert fleira. Refsingin. Móðirin sagði lögreglunni, að dóttirin hefði verið lokuð inni vegna þess að hún hefði óhlýðn- azt sér og hitt pilta. Þetta var réttlát refsing að hennar áliti. Lögreglan fann i skrifblokk- inni, sem stúlkan hafði ein- hvernveginn náð i, hafði hún skrifað ódagsettar athugasemd- ir. Ein þeirra kom fram tárun- um á einum hinna harösoðnu lögreglumanna, sem las hana upphátt: — Ég óska þess núna, að dauðinn komi til min. Ég veit, að það er ófyrirgefanleg synd að fyrirfara sér, en ég mundi gera það ef ég gæti. Það erenginvon. 1 dag erdagurinn i dag og á morgun er engin von. Égbið guð um að taka mig burt héöan og binda endi á þjáningar minar. Nú er Mary á sjúkrahúsi og öölast heilsuna á ný, hægt en ör- ugglega. — Við ákærum móður hennar fyrir vanrækslu dóttur sinnar, enfyrir þaðer hámarksrefsing- in aðeins hálfs árs fangelsi, sagði lögreglumaðurinn. — Aö mlnum dómi ætti hún að sitja inni i að minnsta kosti sex ár.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.