Tíminn - 07.08.1977, Page 32
32
Sunnudagur 7. ágúst 1977
Anfon Mohr:
Árni og Berit
Ævintýraför um Asíu
mrn.fm
kindum og nautum.
Einnig alls konar fiskur
og allt hlægilega ódýrt
að þeim fannst.
„Borgin” var svo sára-
litil og héraðið svo
feiknastórt. Dálitið var
hér lika af grænmeti,
svo sem gulrætur, næp-
ur, salat og rabarbari.
En grænmetið var dýrt
og erfitt að fá það.
Fyrsti hálfur mánuð-
urinn, sem Árni vann i
blýnámunum, var
honum hræðilega erfið-
ur. Verðirnir voru
grimmlyndir, vinnan
erfið og ofraun fyrir
óharðnaðan ungling,
eins og Árna . Oft lá
honum við að örvilnast.
Hvernig gæti hann af-
borið þetta? Skyldi hann
ekki örmagnast áður en
dagurinn væri úti?
Skyldi hann þola þennan
þrældóm i fjögur ár.
En smátt og smátt
vandist hann þessu öllu.
Oft var hann þó barinn
með svipum og stundum
sparkað i hann, en hann
harðnaði bara við
hverja raun. Hendur
hans urðu harðar, og
hann fékk sigg i lófa. Auk
þess lærði hann af félög-
um sinum alls konar
brellur og undanbrögð,
sem gerðu honum vinn-
una léttari.
Og svo voru það
sunnudagarnir! Aldrei
hafði Árna grunað það,
að hann gæti hlakkað
svo til hvildardagsins,
og aldrei hefði hann
getað skilið það áður, að
hann gæti notið þeirra
svo innilega. Laugar-
dagskvöldin voru þó ef
til vill allra bezt. Þá var
mánudagurinn svo langt
undan. Sunnudagsmorg-
uninn var lika yndis-
legur. Þá mátti hann
liggja og móka og teygja
úr sér, meðan Berit út-
bjó hádegismatinn. Það
var lika dýrlegt að vita
allan helgidaginn fram-
undan.
Annars var frelsið
takmarkað. Á öllum
timum dags gátu fang-
amir búizt við þvi, að
varðmaður ræki inn
höfuðið, til að vita, hvort
allt væri i röð og reglu.
Aldrei fékk Árni að fara
út fyrir girðinguna um
svæðið, sem heyrði
fangabúðunum til, og
hlekkina þungu varð
hann að dragast með
bæði nætur og daga. En
hann hafði vanizt
hlekkjunum undra fljótt.
Hann hafði nú gengið
með þá i þrjá mánuði og
hann var hættur að veita
þeim nokkra athygli.
Þeir vom orðnir eins og
hluti af honum sjálfum.
Honum fannst hann hafa
haft þá miklu lengur.
Honum fannst hann hafa
hálf gleymt, hvernig það
var að ganga hlekkja-
laus.
Berit þjáðist enn
meira en Árni, yfir
ánauð hans og hlekkj-
um. Hana hryllti alltaf
við, er hún heyrði
hringlið i hlekkjunum,
þegar Árni hreyfði sig.
Það var sárt að vita
bróður sinn þjást i
hlekkjum. 1 næstu fjögur
ár yrði hann lika ætið að
vera i þessum ógeðs-
legu, gráu fangafötum
með svörtu röndunum.
Hún lofaði guð fyrir að
hafa farið með honum,
ef hún gæti eitthvað létt
honum lifsbaráttuna.
Laugardagskvöldin og
sunnudagarnir voru
Berit ekki minna virði
en Árna. Alla vikuna
hlakkaði hún til þessara
hvildarstunda Árna.
Alla virku dagana brutu
þær vinkonurnar heil-
ann um það, hvað þær
gætu gert ástvinun sin-
um til ánægju um helg-
amar. Erfitt var stund-
um að láta sér detta eitt-
hvað nýtt i hug.
Werchojansk hafði ekki
upp á svo margt að
bjóða af lystisemdum.
Berit hafði mikið yndi
af blómum. Hún var ó-
þreytandi að tina blóm
og kaupa blóm. Hún
komst að raun um það,
sér til mikillar > undr-
unar, að i nágrenninu
var viða mikið af falleg-
um blómum. 1 brekku
fyrir sunnan þorpið fann
hún meðal annars liljur,
hvitar og rauðar,
J
m
barnatiminn
skrautlegar fjólur og
margs konar blóm, sem
hún vissi ekki hvað hétu.
Hún hafði alltaf elskað
blómin siðan hún var
smá krakki. Hún fann
blóm, þar sem aðrir sáu
engin blóm. Blómin,
sem Berit skreytti ibúð-
imar með, lifguðu upp
þessar fátæklegu vistar-
verur.
Á hverju laugardags-
kvöldi var „skemmtun”
i einhverjum bjálka-
kofanum. Þar komu
saman öll hjónin úr
bjálkakofunum og syst-
kinin Árni og Berit.
Þarna var sungið og
spilað á mandólin
(Balalaika), etið og
drukkið, og reynt að
gleyma útlegðinni um
stund. Karlmennimir
urðu þó að vera i sinum
gráleitu, ógeðslegu
fangabúningum og með
hlekki um fætur, en kon-
umar reyndu að búa sig
eins vel og þær höfðu tök
á. Berit fór i hátiðab-
úning, sem hún hafði
keypt i Tomsk. Hann var
fallegur og klæddi Berit
vel, og var úr svo hald-
góðu efni, að hann gat
vel enzt sem hátiðabún-
ingur i næstu fjögur ár.
Dja, maður Tanieu,
var lifið og sálin i
þessum samkomuum.
Iifsgleði hans og lifs-
fjör var óvenjulegt,
og þegar hann hló sinum
létta, glaða hlátri, þá
Hl/flÐ / óSkoPl/A/Urf !LT Ll BflkiJÍö
OeRÍ \JiÐ 5 SifiL'iUR ?
urðu allir að hlæja lika.
Tania geislaði af gleði,
þegar ástvinur hennar
lét spaugsyrðin fjúka og
það var alveg ótrúlegt,
hve margt honum datt i
hug. Berit undraðist oft,
hve gleðin var hjartan-
leg og lét á þessum sam-
komum. Allir karlmenn-
imir voru i hlekkjum og
fangabúningi. Þeir voru
þreyttir eftir þrældóm og.
sárir eftir misþyrm-
ingar og þó hlógu þeir og
sungu, eins og allt væri i
ágætu lagi, en oft voru
þó söngvarnir sorg-
blandnir, gamlar þjóð-
visur og þjóðlög.
Stundum vantaði einn
eða tvo, sem lágu rúm-
fastir eftir svipuhögg og
misþyrmingar. En þrátt
fyrir það, reyndu allir að
gleyma erfiðleikunum
og gefa sig gleðinni á
vald. Allir forðuðust að
hugsa um morgundag-
inn og alla löngu vinnu-
dagana framundan.
15.
Hægt og sigandi liðu
sumarmanuðirnir. Dag-
arnir smástyttust.
Blómin fölnuðu. Nú tindi
Berit ber i stað blóma.
Einu sinni fann hún villt
„ripsber”, en þau náðu
ekki fullum þroska og
vorumjög súr. Dagamir
urðu svalari. Mýbitið
hætti að angra. Enginn
saknaði þess.
Hinn 20. ágúst kom
fyrsta frostnóttin. Berit
tók eftir þvi, er hún kom
út úr bjálkakofanum um
morguninn, til að ná i
vatn. Það var hemað
yfir polla. Haustið var
komið.
Þessi dagur var lika
að fleiru merkilegur.
Þennan dag kom fyrsti
pósturinn til Wer-
chojansk frá þvi að syst-
kinin komu þama i vor.
Þettavarlika eina póst-
fverðin áður en veturinn
gekk i garð. Á okkar
timum hefur flugið bætt
úr þessari einangrun.
En árið 1914 voru
þangað engar flugsam-
göngur. Þangað lágu
engar leiðir, nema norð-
ur eftir stórfljótunum á
fljótaskipum og með
hestvögnum eftir slitr-
óttum vegum milli fljót-
anna. Meira að segja
árið 1928, þá kom póstur
aðeins tvisvar til þrisvar
sinnum á ári. Það er þvi
skiljanlegt, að koma