Tíminn - 07.08.1977, Blaðsíða 35

Tíminn - 07.08.1977, Blaðsíða 35
Sunnudagur 7. ágúst 1977 35 gróður og garðar það á stöku stað og tröppur niður að vatninu. Þá skemmdi lika skautafólk siður runnana á vetrum. Þarna vex lagleg dúnurtartegund og teygir mjó ljósblá blómin fagurlega upp úr runnunum. Þessi runnadúnurt vex hvergi annars staðar hér- lendis svo kunnugt sé og ætti að hlifa henni. Skyld tegund — værudúnurt með rauðleita æxlilauka við jörð vex i Foss- vogi og viðar. Húsapuntinn mætti reyta úr runnum og hreinsa arfann. Þegar trjábelti stækka þarf sjaldan að hreinsa mikið — og i þeim þróast oft sér- stæð samfélög jurta. Húsa- puntur getur orðið magnað illgresi I görðum, þvi að ljósar jarðrenglur hans smjúga um allt. Erfitt er að nota lyf gegn honum innan um runna og garð- jurtir. Hér er mynd af húsapunti ásamt vallarfoxgrasi — illgresi og góðgresi saman í glasi. Blóma húsapuntsins er mjótt, en ax vallarfoxgrassins likist , tófuskotti. Vallarfoxgras er mikilvægt séðsléttugras eins og alkunnugt er. önnur mynd sýnir nytsöm- ustu fóðurstör landsins, auð- þekkta á brúnum blómskúfn- um, er hanga niður á löngum mjóum þráðum. Það er þessi stör, sem myndar dökkgrænar breiður við tjarnarbakkana i Reykjavik og viðar. Manni norður I landi var stritt á þvi að hann ásældist rýran engjablett nágrannans, en svarað var fyrir hann á þessa leið m.a.: „Konni lýgur þessu — þvi það er bleikjuengi”. Jú, þetta er gul- stör, öðru nafni bleikja, þvi að slegið getur á hana gulleitum blæ og blómskúfar verða bleik- brúnir. Hún er viðast aðal- grasiö istarengjum þeim hinum beztu, þar sem ár flæða yfir vor og haust til frjóvgunar og lika meðfram og út i tjörnum. Flæði- engi eru viða véltæk og vel verkað gulstararhey gefur töðu litið eftir. Á Hvanneyri hefur verið borið á gulstararengi með góðum árangri. Heyrt hef ég, að á einum stað, þar sem gulstör var mjög gróskumikil og gaf mikið hey á hverju sumri, hafi komið i ljós, að rætur hennar náðu niður i skeljasand. Fyrrum var stðr (bæði gulstör S og tjarnarstör) stundum slegin á is siðla hausts og gafst vel. Gulstör er þrekvaxin, blöðin all- breið og gróf. Hæðin getur orðið 50-120 sm. Gulstör er vestræn tegund, algeng á Grænlandi og grennd, en er ekki til á megin- landi Evrópu. Hér er hún al- geng, en finnst aðeins i Færeyj- um, en þar er litið af henni. Hin fagra alkunna eyrarrós er lika vestræn, nær ekki nema austur til Islands. Siðustu áratugi hefur mikið votlendi verið ræst fram hér á landi og tekið til ræktunar og beitilanda. Þetta er gott og sjálfsagt, en þó i hófi. Marflötu framræstu votlendi er sérlega hætt við kali þegar illa árar, og er þvi óheppilegt til rúnræktar. Tjörnum og talsverðu votlendi á að hlifa — láta það halda sér áfram. Þarna er „matarland” ýmissa fuglategunda og smá- dýra, sem hverfa ef allt blaut- lendi er þurrkað, og verður við það mikil röskun i fæðukeðju og lifi fjölmargra tegunda. Ef þið viljið sjá sérkennilegt listaverk i riki blómanna þá litið t.d. á nýþroskaða biðukollu. Margir listamenn hafa fyrr og siðar spreytt sig á henni. I ýms- um löndum hafa ungar stúlkur notað biðukollur sem spádóma- jurt. Þær blésu á hana — einn snöggan blástur — Börnin áttu að verða jafnmörg og hár- skúfarnir, þ.e. aldinhneturnar, sem eftir sátu! Slýið mikla i Reykjavikur- tjörn undanfarið hefur vakið ærið umtal. Slý er að visu al- gengt I tjörnum um land allt, en þarna hefur það skyndilega færzt óvenju mikiö i aukana. Meginhluti Tjarnarinnar er á að lita sem grænn flóki. Innan um sjást dökkir dilar á hreyfingu, það eru endurnar. Slý er tegund eða tegundir grænþörunga — og hafa þeir þýðingu fyrir smá- dýralifið — og til gagns ef hóf er að. En ef mikið af slýi rotnar dregur úr súrefni vatnsins og það er fiskum og fleiri vatna- dýrum vitanlega hættulegt. E.t.v. hefur mikið af næringar- efnum (skólp, áburður?) borizt I Tjörnina og hleypt þessum of- vexti I slýið. Ef slý er skoðað, sést að það er samsett af fjölda grænna þráða, greinóttra eða greinalausra — eftir tegundum. Tjörnin er orðin of grunn og mikið rusl á botni hennar auk rotnandi leðjunnar. Kannski mætti nota slýið og leðjuna til áburðar eða jarðvegsbóta á borgarlandinu? E.t.v.hefur það þegar verið efnagreint og athugað? Sjálfsagt er dýrt að hreinsa og dýpka Tjörnina, en hún verður ekki lengi til mikils yndisauka án aðgerða. Og enginn vill missa þvilika „lifs- stöð” og borgarprýði. Fyrir daga ishúsanna var oft tekinn is áTjörninniog gafst vel. Nú þarf þess ekki lengur, sem betur fer, enda vatnið orðið alltof mengað til slfkrar notkunar. Sjálfsagt lifir töluvert af álum enn i Tjörninni, þeir þola furðanlega mengun. Endurnar braggast, enda gefið mikðið brauð og lík- lega dafna enn hornsilin! Gos- brunnurinn prýðir með vatns- strók sinum og „regnbogaúða”. Börnin stara hugfangin á hann og fullorðnir flestir með velþóknun. Sama er að segja um gosbrunninn i Hellisgerði, Lystigarðinum á Akureyri og viðar. Þó kominn sé mánuðurinn Heyannir, að fornu tali, hefur ekki viðrað nógu hey- skaparlega, þurrk vantar tilfinnanlega, þ.e. nokkurra daga samfelldan þurrk. Gras- spretta er góð og nokkru heyi hefur þó verið náð i hlöðu hér og hvar um landið. Matjurtir, blóm,,tré og runnar dafna vel. Næturfjólan bregður viða blá- rauðum blæ á garðana, lúpinur bláum og rauðum, dagstjarnan sterkrauðum o.s.frv. Aldrei hef ég séð jafnmargar sirenur og gullregn i blómi og nú i Reykjavik. Geitaskeggið teygir hvita „hökutoppana” út i dumbungsveðrið og bjarnarkló- in (risahvönnin) breiðir út hvita blómsveipina. Þetta er mikil- fengleg jurt, en verið ekki að handfjatla hana, þvi að af þvi geta hlotizt útbrot og þroti i hörundi. Jurtin I kaffibollanum er skarifífill.algengur á harðbala- landi, mjög fallegur með margar gular körfur, finlegri allur en túnfifill. Fer vel i stein- hæð, blómgast mikið og lengi. Oft er spurt hvað gera skuli við stofublóm, þegar farið er i ferðalag. Einfaldast og örugg- ast er að breiða yfir þau plast fjarri glugga. Ef plastpoka er hvolft yfir blóm, þarf hann að vera rúmur, og má halda hon- um frá blóminu — útþöndum — með teinum eða grind. Plast- pokinn á einnig að hylja jurta- pottinn. Gulstör 7/7 1977 A Lækjartorgi 11/7 1977 Trjágöng og skógarkerfill við Atvinnudeild háskólans 11/7 1977

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.