Tíminn - 07.08.1977, Síða 40
Wr
r
►
86-300
Auglýsingadeild
Tímans.
f l&MMi > Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR Nútima húskapur þarfnast haugsugu^M y J {
Heildverzlun SÍOumúU ^88^ iHmJ Símar R5494 & «5295 ^ jjjfc
Rúmlega 500
reykvískar
húsmæður
fara norður
Lítm
drengnr
drukknar
GEBE Reykjavik — Það svip-
lega slys varð að Tóftum i Stokks-
eyrarhreppi, að rúmlega árs
gamall drengur, Kristján Bjarka-
son sonur hjónanna, er biia að
Tóftum, drukknaði I lltilli tjörn,
sem er stutt frá bænum.
Það var um klukkan tiu á föstu-
dagsmorgun að siðast sást til
Kristjáns litla, þar sem hann var
að leika sér. Tæpri stundu siðar,
er farið að undrast um dregninn,
en móðir hans var að vinna i fjósi
og faðir hans að heystörfum.
Eftir nokkra leit fannst drengur-
inn, og leit út fyrir þegar að var
komið, að hann hefði fallið fram
fyrir sig i grunna tjörn rétt viö
bæinn.
Læknir var þegar kallaður til
og kom hann fljótt a vettvang, en
itrekaðar lifgunartilraunir hans
báru engan árangur og úrskurð-
aði læknirinn drenginn látinn.
Litli dregnurinn, Kristján
Bjarkarson, var eins og áður
segir, aðeins rúmlega ársgamall,
fæddur i febrúar 1976.
Sólin, hvíldin og ferðalangurinn
Eftir langa ferð um fjarlægar slóðir er þægilegt að geta hvllzt I sólinni, þá sjaldan hún skln á ferðalang-
inn. Þessa Timamynd tók Róbert I Austurstræti I Reykjavlk nú um daginn, og sýnir hún ferðamann
sem nýtur sumarsins þar sem áður dundi umferð um strætið
ÁÞ-Reykjavlk. Reyk-
viska orlofsnefndin rek-
ur nú i sumar sjálfstætt
orlofsheimili að Hrafna-
gili i Eyjafirði og gefur
orlofsnefndum á
Norðurlandi kost á rúmi
fyrir tiu konum i hverj-
um hópi, sagði Steinunn
Finnbogadóttir er Tim-
inn ræddi við hana i vik-
unni. — Það fara átta
hópar frá Reykjavik I
Ekkert
leitar-
skip
— með loðnu-
flotanum
gébé Reykjavlk — Engar ráö-
stafanir hafa verið geröar tii að
taka á ieigu skip til loðnuleitar.
Þaö fer aö nokkru leyti eftir þvi,
hvernig ioðnuflotanum gengur
og eins gæti leiga á slfku skipi
oröið mjög dýr, þar sem ekki er
sama hvaða skip er tekiö, sagði
Jón Arnaids, ráðuneytisstjóri I
sjávarútvegsráöuneytinu i gær.
Rannsóknarskipið Árni
Friðriksson kom til Reykjavík-
ur i gærmorgun eftir langa úti-
veru, eða frá miðjum slðasta
mánuði, en skipið hefur verið
við loönuleit þennan tíma, eins
og fram hefur komiö I Tlman-
um. Bæöi r/s Arni Friðriksson
og r/s Bjarni Sæmundsson,
verða viö hinar árlegú seiða-
rannsóknir út þennan mánuð, en
þessi tvö rannsóknarskip, eru
þau einu, sem Hafrannsóknar-
stofnun hefur yfir aö ráöa og
geta stundaö loðnuleit. Ekkert
rannsóknarskip verður þvi með
loðnuflotanum næstu þrjár vik-
ur.
R/s Bjarni Sæmundsson mun
halda til loönuleitar 5. septem-
ber og fram að áramótum mun
veröa vandlega fylgzt með loön-
unni og skiptast r/s Bjarni
Sæmundsson og r/s Árni
Friðriksson á þennan tlma.
Tlminn hefur fregnað, að sjó-
menn á loönubátunum, séu ó-
hressir yfir að ekkert leitarskip
sé á loðnumiðunum.
sumar og dvelur hver
þeirra i átta daga að
Hrafnagili. í hverjum
hóp eru að meðaltali 62
konur og nú eiga tveir
hópar eftir að fara
norður. Með öðrum
orðum hafa tæplega
fjögur hundruð konur
farið norður I sumar.
Orlofsnefnd húsmæðra i
Reykjavik rak um árabll sjálf-
stættorlofsheimili I Dalasýslu, og
i tvö ár á Snæfellsnesi. Þaðan
fluttu þær sig „I góða veörið fyrir
norðan.” Steinunn taldi liklegt aö
orlofsnefndin kysi að hafa
Hrafnagiláfram, enda er aöstaða
þar góð. Meðalaldur kvennanna,
sem fariö hafa norður I sumar er
á bilinu 40 til 60 ár, en Steinunn
sagði þá elztu hafa veriö um átt-
rasttog þær yngstu um tvítugt. —
Þvl er ekki aö leyna aö yngri
konurnar eru færri, sagði Stein-
unn, — en þó vil ég geta þess, að
við höfum þrjú siðast Uöin sumur
Það var glaölegur hópur húsmæðra sem var að fara til vikudvalar að Hrafnagili. Myndin er tekin á
Akureyrarflugvelli um siðastliöna helgi. (Tlmamynd: áþ)
rekið barnaheimili I Saltvlk fyrir
börn yngri kvennanna.Ég vil hins
vegar taka það fram að þessi
starfsemi, sem við rekum, er ekki
endilega fyrir gamlar konur eöa
fátækar og því siður er hér um
eitthvert liknarmál að ræöa. Fá-
um við mjög mikið af umsóknum
I orlofsferðirnar, er þvi ekki að
leyna að við reynum að láta þær
sitja fyrir, sem viö teljum aö eigi
minnsta möguleika á að komast
eitthvað annað.
— Að óbreyttum lögum veröur
erfitt að halda áfram þessu hús-
mæöraorlofi, en fyrir tveimur ár-
um voru þær breytingar gerðar
sem ég tel rothögg á starfsemi
okkar. Þegar endurskoðuö var
skiptingin á hlutverkum ríkis- og
sveitarfélaga var húsmæðraor-
lofið flutt yfir til sveitarfélag-
anna, en rikisframlagiö féll niður.
Þá er framlagið óverðtryggt. Að
óbreyttuástandi geriég ráð fyrir,
að húsmæðraorlofið munu fjara
smám saman út. Það hefur aldrei
verið hlutverk sveitarfélaganna
að standa undir húsmæðralorlof-
inu. Sum sveitarfélögin hreinlega
geta þaö ekki.
Gjald það, sem hver húsmóðir
þarf að greiða fyrir átta daga
dvöl að Hrafnagili getur tæplega
talizt mikið. Það er rétt um 14
þúsund krónur, og er þá allt inni-
falið, einnig ferð um Eyjajförð og
til Akureyrar. Allar húsmæöur,
hvar svo sem þær standa I þjóð-
félagsstiganum, eiga kost á að
fara norður, enda eru skilyröin
einungis þau að vera „bara” hús-
móöir. Allar upplýsingar um or-
lolofsferðirnar fást i Traðarkots-
sundi 6, milli klukkan 3 og 6.
— Hóparnir sem farið hafa eru
ákaflega góðir,sagði Steinunn, —
konurnar skipuleggja kvöldvökur
á hverju kvöldi, og þar kemur I
ljós.að þær kunna meira en ýms-
ir gætu haldið. Ég held að sumir
skemmtikraftar þjóöarinnar
komist ekki með tærnar þar sem
þær hafa hælana.
AUGLÝSINGADEILD BEIN LÍNA 18300
86300
5 línur
erum fluttir
Síðumúli 15
2. og 3. hæð