Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 1
 Sigalda er komin í gagnið — öryggi í raforkumálum ólíkt meira á vetri komanda KEJ-Reykjavik — Viö erum búnir aö ræsa á ný eftir þétting- una, og nú veröur vélasam- stæöan keyrö viöstööulaust á meöan ekkert kemur upp á, sagöi Gísli Gislason stöövar- stjóri viö Sigöldu, í viötali viö Timann i gær. Hann bætti þvi viö, aö raforkuframleiöslan væri nú um 35 megavött en yröi væntanlega komin upp i 50 um helgina, en þá ætti vatnsyfir- boröiö að vera komiö I 490 tii 498 m hæö. Eins og kunnugt er var véla- samstæðan við Sigöldu keyrð I einn til tvo mánuði sl. vor, en síðan var hleypt úr lóninu til að þétta það. Sagði Gisli, að jafnvel þó þétta þyrfti meira, þá fyrir ofan 490 metrana, þurfi ekki aö hleypa aftur úr lóninu. Þá sagði Gisli, að ekki hafi komið að sök, að raforkufrámleiðsla lá niðri I sumar við Sigöldu, því aö sumarið er léttur timi og not- aður til að sinna venjulegu við- haldi. Hins vegar er full þörf fyrir þessa raforku frá Sigöldu á komandi vetri, en eins og menn minnast voru raforkumál i mesta ólestri sl. vetur. Aætlað er, að búið verði að leggja linu yfir Hvalfjörð og þaðan i Andakil nú i haust, og Norðlendingar og Austfirðingar ættu þvi að búa viö ólikt örugg- ari aðstæður i raforkumálum nú i vetur og til frambúðar, þegar Framhald á bls. 23. Þarna liggur eitthvaö, sem þó er betra aö nálgast meö varúö, og nú er nasaö og hnusaö: Þaö kynni aö vera ætilegt. Aö vfsu er ekki annaö aö sjá en þessi hvlti köttur sé sæmilega haldinn, hann er bústinn og feldurinn fallegur, en lengi má samt narta f þaö, sem gómsætt er. — Tfmamynd: Róbert. KEAreiðu- búiðtil rekstrar áþ-Reykjavík. Þegar hafa fariö fram viðræður fulltrúa sveitar- stjórnar Arnarnesshrepps, og stjórnar Kauplelags Eyfiröinga, þess efnis, að félagiö hæfi ein- hverja starfsemi á Hjalteyri. En eins og kunnugt cr af fréttum, þá stendur til aö bjóöa upp miklar eignir á Hjaltcyri. Heimamenn hafa litinn áhuga á,aö þær lendi i hödnum einhverra aöila, sem etv. bæru hag ibúanna litt fyrir brjósti. A stjórnarfundi Kaup- félags Eyfiröinga i gær kom m.a. fram, að stjórnin teldi mjög eöli- legt, að sveitarfélagiö eignist lóö- ir, lcndur og mannvirki á Hjalt- eyri og aö kaupfélagiö myndi þá standa fyrir einhverjum atvinnu- rekstri á staönum. — Eðlilega er forsenda þess, að kaupfélagið hefji starfsemi á Hjalteyri, sú, að sveitarfélagið kaupi eignirnar, sagði Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri i samtali við Timann i gær. — Það má segja, að það sé þrenns konar atvinnurekstur, sem komi éink- um til greina á Hjalteyri. t fyrsta lagi litið verzlunarútibú fyrir sveitina og næsta nágrenni. I öðru lagi fiskmóttaka, sem myndi væntanlega stuðla að aukinni út- gerð, en þessi móttaka gæti einnig byggzt að einhverju leyti á aðfluttum fiski. Þá er það léttur iðnaður, sem kemur til greina, en ekki verður farið að huga að hon- um í alvöru fyrr en ljóst er, að sveitarfélagið muni eignast þau verðmæti, sem um er að ræða. Síld komin inn á Austfirði Það var 29. ágúst i fyrra, að gébé Reykjavik — Mikiö af sild virðist vera á stórum svæöum bæöi út af Snæffellsnesi og á Austfjöröum, oghafa sildarbát- arnir aflað mjög vel siöustu sólarhringa. Sildar hefur ekki orðiö vart inni á fjöröum fyrir austan siðan fyrir 1966, og þegar sild var landaö á Eskifiröi i gær, var fjöldi manns á bryggjunni til aö fagna þessu fyrsta sílfri hafsins, sem þar sést i 11 ár. H vortgullárin svokölluðu eru aö hefjast aö nýju, skai ósagt látiö, en vissulega vona menn hiö bezta. 1 gærdag lönduöu tveir Hornafjarðarbátar, sild á Eski- firði, Hvanney 130 tunnum og Skógey80tunnum.Sildina fengu þeir inn á miðjum Reyðarfirði, að sögn Aðalsteins Jónssonar á Eskifirði. — Þessi sild hefur þegár verið efnagreind á Norðfirði og reyndist hún vera 11,6% feit. Hún verður öllfryst hér hjá okk- ur. Minnst má sildin hins vegar vera 12% feit, ef frysta á hana til útflutnings, sagði Aöalsteinn Jónsson. 1 gær var vitað af mörgum reknetabátum, er verið hafa á sildarmiðunum út af Hornafirði og Ingólfshöfða, sem voru á leið austur á þessi nýju mið. — Sildin virðist haga sér öðru visi nú en i fyrra og gengur mun lengra austur með landinu, sagði Aðalsteinn. Við vitum, að sild er komin inn á marga firöi hér, sem er mjög ánægjulegt. Siðastsástsildá þessum slóðum um 1966, sagði hann. — Hornafjarðarbátarnir ekki fundið nema smáhraflaf sild, og við höfum fengið mjög litinn afla á land hér, sagði Guðmundur Finnbogason, verk: stjóri i Kaupfélagi A-Skaftfell- inga, i gær, en um 10 bátar hafa þegar hafið sildveiðar frá Höfn. fyrsta sildin var söltuð á Höfn, en nú virðist allt benda til, að söltun hefjist nokkru seinna. — Það eru fjórir bátar frá Ólafsvik á reknetaveiðunum, einn frá Rifi og einn frá Grund- arfirði. Þeir hafa fengiö mjög góðan afla að undanförnu um rúmlega klukkustundarsiglingu suðvestur af Snæfellsnesi, sagði Ólafur Kristjánsson, verkstjóri i Hraöfrystihúsinu i ólafsvik i gær. Hann kvað sildina vera mjög góða i' frystingu til útflutn- ings, en heldur væri hún mögur ennþá, um 12-16%. Hún er hins vegar sérlega stór og falleg. Ólafur kvað þá i hraöfrysti- húsinu vera búna að frysta um 140 tonn. Ekkertverðá sild hefur verið ákveðið ennþá, og þær upplýs- ingarfékk Timinn hjá Verðlags- ráði sjávarútvegsins i gær, að verið væri aðræöa sildarverðið, en alls óvist væri, hvenær það væri væntanlegt. Sildarsjó- mennirnir vita þvi ekkert enn, hvaða verð þeir fá fyrir afla sinn og eru að vonum fremur óhressir i bragði yfir þvi. Von- andi dregst þó ekki lengi að verðið verði ákveöið. Sildarsöltun á Eskifirði á þeim árum, er vaðandi sild var við Austurland. Hún mun vera frá árinu 1962. Margt um rnanninn á bryggjnnmn, og hver spyr aunan, hvort gnllár séuí aósigi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.