Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 26. ágúst 1977 19 lesendur segja B. Sk. skrifar: Háskólanum til skammar hvernig farið hefur verið með eigur Einars Elin Pálmadóttir borgarfull- trúi segirfrá því i Morgunblaö- inu nýlega, aö hún hafi heimsótt Herdisarvik i Selvogshreppi ekki alls fyrir löngu og skoöaö siðasta bústaö Einars skálds Benediktssonar. Heldur fátæk- legt sé nú um aö litast i víkinni og ekkert sem minnir á veru skáldsins þar. Er það illa farið. Þó upplýsir Elin, að enn sé eitthvað til af þeim húsmunum er Einar átti og bjó siðast við. Nefnir hún skrifborð hans, stóla og bækur. Sé það nú geymt á vegum Háskóla Islands. En honum gaf skáldið siðustu eigur sinar: jörð, hús og búslóð til minningar um föður sinn. En svo virðist sem háskólan- um hafiekki verið þetta sérlega kærkomin gjöf, þvi ekki er um- hirðunni fyrir að fara. Einar dó i ársbyrjun 1940. Siðan hefur jörðin verið i aug- ljósri niðurniðslu og vanhirðu. Raunar mun hafa borið á sliku löngu fyrr. Nágrannarnir sem muna Einar segja, að hann hafi ekki verið miltíll búmaður og fjárhagurinn kannski ekki of rúmur. HUsið mun löngum hafa verið i svipuðu ástandi og jörðin. Fy r- ir fáum árum lét háskólinn þó lappa eitthvað upp á það i þeim tilgangi að geta skotið skjólhúsi yfir starfsmenn sina við og við. — Einn var þar með fjölskyldu sina þegar borgarfulltrúann bar að garði. Betra seint en aldrei má segja um það framtak. Bókasafn skáldsins, 1225 bindi, eflaust ekki allt eldhús- rómanar eða leirhnoð, var látið vera i þessu niðurnidda van- hirta timburhúsi fjarri manna- byggð fram til ársins 1950, ef- laust i algeru hirðuleysi. Fjarlægð frá þéttbýli mun hafa hlift húsinu fyrir ásókn pörupilta. Áð öðrum kosti er ekki óliklegtað þeir hefðu skotiö það niður eða blátt á fram kveikt i öllu saman. Þö má vera að þeir hafi metið minningu skáldsins meira en þeir sem ráða yfirfjármunum háskólans. Það hafi hlift. Slikum piltum er sjaldnast alls varnað. ..Húsgögnin voru áfram i Herdisarvik,” segir I Morgun- blaðinu. Loksins voru þau þó sótt. Ekki fyrir f rumkvæði háskólamanna, heldur eftir beiðni dóttur kon- unnar. sem siðast bjó með Ein- ari. Hún mun þá hafa verið farin úr húsinu og það staðið autt og yfirgefið. Húsgögnunum, sem voru gömul og slitin og skrifborði skáidsins var þá komið i geymslu. Llklega I fúlli kjallarahoiu. Leigan hefur frá- leitt mátt vera há. Þar sitja þau enn. Annað hefur ekki verið lát- ið uppi. Háskólarektór kvað hafa látið athuga hvað kostaði að gera þau upp. Reyndist það svo dýrt, að háskólinn hafði ekki efni á þvi. Þess ber þá líka að geta, að stólarnir voru klæddir leðri og liklega hefur skrifborðið ein- hvern tima verið lakkað eða málaö. Leður og lakk er dýrt um þessar mundir. Það mun núver- andi rektor fara nærri um. En háskólinn er álika rikur og skáldið á deyjanda degi. — Ef- laust fátækasti háskóli i heimi. En hvað sem þvi liður eru rök háskólarektors ekki annað en fyrirsláttur, furðu aumt yfir- ltíór. Meiniö er, að ráðamenn háskólans viröast ekki hafa kunnað að meta Einar Bene- diktsson og föður hans, eða kært sig um að heiðra minningu þeirra. Eflaust má halda þvi fram með nokkrum rétti, að allt þetta ,,dót” sé einskis virði. Nægjan- legt sé til af stólum og skrif- borðum, einkum „léttum”. Verk Einars og hugsjónir varð- veiti minningu hans um ókomin ár. En þegar hugsað er um allt það bruöl og fjáraustur sem varið er til að halda við ómerk- um gömlum húsum og munum, þá er það háskólanum til skammar, hvernig farið hefur um fátæklegar eigur Einars skálds Benediktssonar að hon- um látnum. Ekki er ég kunnugur i Herdis- arvik. Hef þó komið þar I túnfót- inn og litast um. HUsið viröist ekki vera nein höll. Hver meðalsnotur alþýðu- maður, sem fengið hefði það að gjöf, mundi hafa séð sóma sinn i þvi að gera það upp, svo boðlegt væri til búsetu hverjum manni — jafnvel virðulegum háskóla- rektor. Umhverfi Herdisarvikur er svipmikið og fritt, stórskorið og friðsælt, eflaust mjög breyti- legt. Ekki sizt þegar „strand- mölin grýtir landið” — og „haf- áttin hleypir skammdegisbrún- um, föl undir svefninn” þar við ysta haf. Háskólinn á ekki að taka við gjöfum sem honum bjóðast, ef hann hefur engan áhuga á að eignast þær, telur sig enga þörf hafa fyrir þær, né geta hirt um þær svo að sómasamlegt sé. Ef svo kynni að vera ástatt um Herdisarvik, færi bezt á að hann losaði sig við hana ásamt öðrum eignum úr búi skáldsins, þótt illa kunni að vera farnar. En skyldi Háskóli Islands ekki vera eini háskólinn i veröldinni sem ekki teldi sig hafa þörf fyrir álika jörð og Herdisarvik er hlaðsprett frá anddyri sinu. GUÐLAUGUR ÞORVALDSSON, REKTOR: HÁSKÓLINN OG HERDÍSARVÍK Vegna umræðna, sem orðið hafa i blöð- um um Herdisarvik og Einar skáld Benedikts- son óska ég eftir þvi, að eftirfarandi skýringum verði komið á fram- færi: 1. Tvö ár eru nú liðin siðan sá, er þetta ritar, ákvað að láta kanna.hvað það mundi kosta að láta koma leðurhúsgögnum skáldsins i' gott horf. Niðurstað- an varð sú, að verja þurfti 1-1 1/2 milljón króna til verksins a.m.k., ef vanda ætti til þess. Af framkvæmdum hefurekki orðið enn, endai'mörg horn að lfta við ráðstöfun fjármagns. Hins veg- ar er ég staðráðinn i að koma þessu I verk, þó að ég hafi ekki séð ástæðu til þess fyrr en nú að birta slikar fyrirtælanir. Það er svo önnur saga, hvort koma eigi húsgögnunum fyrir i Herdísar- vik eða annars staðar. Ég mun siðar setja fram hugmyndir um það I háskólaráði. 2. Litli veggskjöldurinn með mynd af Einari Benediktssyni, sem hangir i Herdisarvik, er þannig til kominn, að Stefán bóndi Arnason á Syðri Reykjum kom milli jóla og nýárs 1976 til min og afhenti mér hann. A gamlársdag 1976 fór ég með hann til Herdisarvikur og hengdi hann upp. 3. Herdisarvikurhúsið var mjög illa farið að sumu leyti, þegar farið var að huga að þvi fyrir nokkrum árum, aðallega vegna illrar umgengni óvið- komandi og þá ekki sizt skot- glaðra manna. Ég vænti þess, að þær endurbætur ytra og innra, sem gerðar hafa verið, séu spor i rétta átt, en áfram verður haldið á sömu braut. Til þess að tryggja húsið gegn skemmdum og niðurniðslu hef- ur verið gerð tilraun með það i sumar að leyfa háskólakennur- um að dveljast þar, en nokkuð skortir enn á góða aðstöðu til sliks, og verður reynt að bæta úr þvi smátt og smátt. Stefnt er að þvi að ganga frá reglum um notkun staðarins fyrir næsta sumar. í þvi sam- bandi verður reynt aö tryggja það, að almenningur eigi þess einhvern kostað kynna sér stað- inn, enda þótt eðlilegt sé, að há- skólinn hafi þar aðstöðu öðrum fremur. 4. A næstunni verður hugað nánar að umhverfismálum staðarins. Þar þarf að taka til hendinni á margvislegan hátt og minnt skal á, að þar eru frið- lýstar þjóðminjar. Ef til vill þarf að gripa til frekari frið- unaraðgerða. 5. Fyrir allt að tveimur árum gerði háskólaráð ályktun um það að bjóða þekktum og virtum fræðimanni til ársdvalar og fyr- irlestrahalds við Háskóla Is- lands um lifsstarf og skáldskap Einars Benediktssonar. Leitað var eftir þvi að fá skáldið Will- iam Heinesen til sliks, en hann treysti sér ekki til þess af heilsufarsástæðum. Slikt var hugsað sem liður i frekara fyr- irlestrahaldi um starf Einars Benediktssonar. Þessi áform eru ekkigleymd. Ég hygg, að ég sé einn af mörgum, sem tel, að islenzka þjóðin eigi skáldinu skuld að gjalda og hef þá trú, að úr verði bætt. Háskóla Islands ber svo sannarlega að eiga hlut að þvi máli. Þó að það hafi enn aðeins verið gert i smáu, þá hygg ég, að viljann vanti ekki. 6. Að lokum þetta. Ég vænti þess, að umræða sú, sem orðið hefur um Herdisarvikina verði tilgóðsog opniaugu okkarallra fyrir þvi, að skáldið á skilið heiðurssess meðal þjóðarinnar. Hugmyndir almennings um það, hvernig Háskóli Islands getur orðið þar að betra liði i framtiðinni en til þessa, eru vel þegnar. Guölaugur Þorvaldsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.