Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. ágúst 1977 15 us (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjall- að viö bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Ungverska filharmoniu- sveitin leikur Sinfóniu i C- dúr nr. 56 eftir Joseph Haydn: Antal Dorati stj. / Pinchas Zukermann og Enska kammersveitin leika Fiðlukonsert i A-dúr nr. 5 (K219) eftir Mozart: Daniel Barenboim stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Föndrararnir” eftir Leif Panduro örn Ólafsson les þýðingu sina (15). 15.00 Miödegistónleikar Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur „Scheherazada”, sin- fóniska svitu op. 35 eftir Rimský-Korsakoff: Erich Gruenberg leikur einleik á fiðlu. Leopold Stokowski stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp 17.30 „Fjórtán ár i Kina” Helgi Eliasson les úr bók Ólafs Ólafssonar kristni- boða (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnuiifinuMagnús Magnússon og Vilhjálmur Egilsson viðskiptafræðing- ar sjá um þáttinn. 20.00 Planósónata nr. 1 i D- dúr op. 28 eftir Rakhmani- noff John Ogdon leikur. 20.30 Spjall frá Noregi Ingólf- ur Margeirsson talar um þingkosningarnar, sem standa fyrir dyrum þar i landi. 21.00 KórsöngurÞýzkir karla- kórar syngja alþýðulög. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö Þýðandinn, Einar Bragi, les (25). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (36). 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 26. ágúst 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Prúðu leikararnir (L) Leikbrúðurnar skemmta ásamt gamanleikkonunni Phyllis Diller. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Val frambjóöenda. Umræður i beinni útsend- ingu með þátttöku fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna. Stjórnandi Eiöur Guðnason. 21.55 Fram i rauöan dauöann (Till Death Us Do Part) Bresk gamanmynd frá árinu 1969. Aðalhlutverk Warren Mitchell, Dandy Nicholls, Anthony Booth og Una Stubbs. Aðalpersóna myndarinnar, Alf er sér- kennilegur náungi, sem þykist hafa vit á öllum mál- um. Myndin lýsir lifi fjöl- skyldu hans frá striðsárun- um, þangað tildóttirhans er gift kona og býr með manni sínum hjá foreldrum sinum. Myndin var sýnd i Austur- bæjarbiói árið 1974, og er hún sýnd i sjónvarpi með textum kvikmyndahússins. 23.30 Dagskrárlok. David Graham Phillips: SUSANNA LENOX JánHélgason & . i „Barnið er dáið"/ sagði Nóra hjúkrunarkonan. Þetta gerðist í dagstof unni á ef ri hæð eins af reisulegri húsunum í Sutherland, elzta og fallegasta bænum á þeim bakka Ohiof Ijóts, sem telst til Indíanaf ylkis. Tveir stórir gluggar stóðu opnir og á hreyfingarlausum glugga- tjöldunum mátti sjá, að ekki bærðist nokkur vindblær á þessu molluheita júlíkvöldi. I miðri stof unni stóð af langt borð, og voru breidd á þaðtvö breið lök. A þeim hvíldi lít- ið, nýfætt nakið meybarn. Nóra stóð við borðið þeim megin sem að glugganum vissi. Hún var mögur, tekin og hrukkótt í andliti og hafði sama óhraustlega litarháttinn og einkennir alla þá sem virða að vettugi flestar heilbrigðisreglur. Ungi, Ijóshærði maðurinn sem stóð hinum megin við borðið var Stevens læknir, sem hafði nýlega lokið em- bættisprófi. Nærri hálftíma var hann búinn að standa álútur, meðermarnar brettar upp að öxlum, yfirþessari lífvana veru og gera á henni lífgunartilraunir. Hann hafði reyntallt, sem þjálfun, lærdómur og reynsla höfðu kennt honum, og Nóra haf ði horft á hann f yrst í stað með athygli og eftirvæntingu, síðan aðeins með athygli og loks með vaxandi andúð eins og greinilega sást á saman- herptum munni hennar og reiðilegum augum. Henni fannst viðleitni hans snúast upp í helgispjöll og storkun við augljósan vilja almættisins. En hún hafði ekki þorað að segja neitt fyrr en hinn ungi, riðvaxni maður rétti úr sér, tautaði eitthvaðsem líktist grunsamlega blótsyrðum og þurrkaði svitann af andliti sínu, höndum og berum handleggjum. Þegar hún sá að úrskurður hennar hafði ekki heyrzt endurtók hún með meiri áherzlu: „ Barnið er dáið eins og ég sagði yður strax". Hún gerði krossmark f yrir enni sér og brjósti og þykkar þurrar varirnar bærðust. Hún las AAaríubæn í hljóði. Orð hennar virtust engin áhrif haf a á lækninn sem hélt áfram að stara með undrunarsvip á þennan litla líkama sem var eins og skringileg skopmynd af manni. Auðvitað hafði hann þó heyrt þau. Það sýndi næsta athugasemd hans sem hann reyndar sagði fremur við sjálfan sig en hana. „Dáið?" sagði hann. „Hvað er það? Aðeins afsök- un fyrir vanþekkinguna". En undirmeðvitund hans var stöðugt að glíma við sömu hugsunina: Hvað myndi hinn dáði kennari hans hinn djarfi og frábærlega hugmynda- riki Schulze hafa gert ef hann hefði staðið andspænis þeirri gremjulegu tálmun, að fullkomin vél neitaði að gera skyldu sína. „Hann myndi knýja hana til starfa ég þori að leggja höfuðið að veði um það", tautaði ungi læknirinn. „Ég skammast mín fyrir sjálfan mig". Það var engu líkara en þessi ásökun hefði einmitt verið sú hvatning, sem kjarkur hans og vitsmunir þurftu með þvi að hann stakk stóra, hvíta vasaklútnum á sig og lagði sterklega höndina á hið litla, hvelfda brjóst barnsins. Nóra varð óttaslegin, fremur af svip hans en hreyfingu og æpti upp yf ir sig í skelf ingu: „Snertið ekki við því aft- ur", hrópaði hún hálfgert í bænarróm, en hálfgert skip- andi. „Þér haf iðgert allt, sem þér getið — og nærri þvi of mikið". Stevens hlustaði ekki á, hvað hún sagði. „Og þar að auki svona fallegt barn", sagði hann og hikaði við, og hjúkrunarkonan hélt, að orð hennar hefðu komið honum til að hætta við ákvörðun sína. En hann hélt áfram eins og hann væri að reyna að sannfæra sjálfan sig: „Ég er einskis nýtur.alls einskis, ef bæði móðirin og barnið deyja í höndunum á mér". „Hún vildi ekki lifa", sagði Nóra og leit með ótta- blöndnu augnaráði til dyranna að næsta herbergi, svef n- herberginu, þar sem móðirin lá önduð. „Þeirra beið ekk- ert annað en smán. Allir munu fagna því, hvernig fór". „Svona fallegt barn", tautaði læknirinn annars hugar. „Lausaleiksbörn eru alltaf falleg", sagði Nóra. Hún horfði meðdapurleik og viðkvæmni á þennan litla barns- líkama sem samsvaraði sér svo vel — bæði í augum læknisins og hennar. „Svona hvelft brjóst", andvarpaði hún. „Svona fallegir limir". Hún leit óróleg á lækninn. Það var bæði rétt og guðrækilegt að tala vel um fram- liðna en þó fannst henni að hún hefði kannski gengið heldur lengra i því en „góðri konu" sæmdi. „Ég ætla að reyna", sagði læknirinn i ákveðnum tón. „Það getur engu spillt, og—" Hann greip um fætur barnsins án þess að Ijúka við setninguna og sveiflaði því af borðinu. Þegar Nóra sá það hanga með höf uðið niður, rak hún upp hljóð og hljóp til og ætlaði að stöðva með valdi þessa hryllilegu van- helgun hins dána. En Stevens kallaði byrstur: „Gætið þér að sjálfri yður, Nóra! Ýtið borðinu út að veggnum. Ég verð að haf a eins mikið svigrúm og hægt er". „Ó, læknir — í guðs almáttugs bænum—" „Færið þér borðið frá!" Nóra hörfaði fyrir hinu einbeitta augnaráði hans. Hún hélt, að áreynslan, vonbrigðin og hitinn hefðu gert hann sturlaðan. Hún flúði út að opna glugganum, sem fjær var. Stevens formælti heimskunni í henni spyrnti borð- inu um koll og ýtti því harkalega með fætinum út að veggnum. „Nú!" hrópaði hann tók sér stöðu á miðju gólfi og mældi með augunum fjarlægðina til lofts^gólfs og veggja. Nóra stóð með bakið upp að gluggakarminum, gróf f ingurna í holdugan barm sér og horfði á hann sem steini lostin. Stevens sveiflaði barninu eins og iþróttamaður kylf u sinni, sveif laði því eins langt f rá sér og hinir sterku handleggir hans náðu. Hann sveiflaði því hraðar og hraðar, þar til hann var orðinn lafmóður og svitinn streymdi í lækjum niður andlit hans og háls. Hring í hring sveiflaði hann nöktum líkama barnsins milli lofts og gólfs hring eftir hring í margar mínútur sem dauð- skelfdri hjúkrunarkonunni fannst vera klukkustundir, hring eftir hring með öllum þeim hraða og krafti, sem hinn ungi maður orkaði — hring eftir hring, þar til hann fór að sjá allt í þoku, og augnaráð hans varð raunveru- lega eins tryllingslegt og hjúkrunarkonunni hafði sýnzt það. Hún var alveg að þvi komin að flýja með ópi út úr stof unni, þegar óvænt hljóð kom henni til að nema staðar og taka slík andköf að minnstu munaði að hinn breiði barmur hennar sprengdi baðmullardýflissu sina. Hún laut eftirvæntingarfull áfram og horfði á Stevens. „Voruð það þér?" spurði Nóra hásum rómi. „Eða var það—" Þá þagnaði hún og lagði við hlustirnar. Hljóðið heyrðist aftur — hljóð drukknandi manns, sem berst við að ná andanum. „Það er — það er — " tautaði Nóra. „Hvað er það læknir?" „Lífið!" stundi Stevens og sigurgleðin Ijómaði í löður- sveittu andliti hans. „Lífið!" Hann hélt áfram að sveif la hinum litla likama i kring um sig, þó ekki eins hratt og áður og hl jóð varð æ skýrara — varð að ópi — ópi lifandi veru. „Hún lif ir, hún lif ir!" hrópaði Nóra og tók að vagga sér f ram og aftur í takt við hreyfingar hans, hló og grét og neri hendurnar. Síðan teygði hún fram hendurnar: „Bæn mín hefur verið heyrð!" hrópaði hún. „Gerið þér ekki út af við hana, maður! Fáið mér hana. Svona á ekki að fara með lítið barn". Hvernig stendur á þvi að þú manst ekki eftir draumnum minum? Þú varst nógu mikið I honum! DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.