Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 21
Föstudagur 26. ágúst 1977 21 íþróttir íslandsmeistaratitillinn upp á Skaga Víkingar gerðu draum Valsmanna að engu... — á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Valsmenn máttu sætta sig við jafntefli (3:3) gegn baráttuglöðum Víkingum Draumur Valsmanna um að endurheimta Islandsmeistaratitilinn i knattspyrnu, varð að engu i gærkvöldi á Laugardalsvellinum, þar sem þeir þurftu að sætta sig við jafntefli (3:3) gegn Vikingum i geysilega skemmtilegum og spennandi leik. Valsmenn náðu aldrei tökunt á bar- áttuglöðum Vikingum, sem höfðu ávallt frumkvæðið i leiknunt. Vals- menn þurftu þvi að sjá á eftir islandsmeistaratitlinum upp á Skaga. Leikurinn bauð upp á allt, sem getur sézt i knattspyrnu — mörk, markatækifæri, gleði og sorg. Já, knattspyrnan getur oft verið mis- kunnarfaus. Það voru Vikingar sem hófu leikinn á miklum krafti — byrjuðu strax á sóknarleik, sem gaf mark eftir aðeins 10 minútur. Gunnlaugur Kristfinns- son átti þá skot af 35 m færi, sem Kirby fagnar — heima hjá sér í Englandi GEOKGE KIRBY, hinn snjalli þjálfari Skagantanna, hafði það rólegt i gærkvöldi — hann sat heima i stofunni hjá sér i Englandi, þegar hann fékk skeyti um það, að Akurnes- ingar hefðu endurheimt ts- landsmeistaratitilinn, sent þeir unnu síðast undir hans stjórn 1974 og 1975. Kirby hélt til Englands i gærmorgun, þar sem hann ætlaði að dveljast um viku tima, en þá kemur hann aftur til landsins, til að ganga frá sinum málum. Kirby hefur eflaust fagnað meistaratitl- inum, með bjórglas i hendi. Honum hefur tekizt það, sem hann ætlaði sér, þegar hann kom aftur til Skagamanna i haust — að endurheimta Is- landsmeistaratitilinn. — SOS skall á samskeytum marksVals- manna — þaðan barst knötturinn til Gunnars Arnar Kristjáns- sonar, sem skoraði með föstu skoti af 25 m færi — knötturinn fór fram hjá Sigurði Dagssyni, markverði Vals, sem var illa á verði. Eftir þetta skiptust liðin á að sækja, en Valsmenn ná smátt og smátt tökum á leiknum og ná að jafna á 35. min., þegar Albert Guðmundsson skorar gullfallegt mark með þrumuskoti Ur vita- teig, eftir að Guðmundur Þor- björnsson hafði rennt knettinum Ut til hans. Vikingar voru ekki á þeim buxum að gefast upp — þeir ná forystunni aftur á 45. min., þegar Hannes Lárusson lék fyrrum félaga sina Ur Val grátt. Hannes lék skemmtilega á þá Grim Sæ- mundsson og Dýra Guðmundsson Ut viðendamörk og sendi knöttinn fyrir mark Valsmanna, þar sem Eirikur Þorsteinsson var vel staðsettur við nær stöngina — hann skoraði með kollspyrnu, með þvi að sneiða knöttinn. Valsmenn jafna aftur metin á 5. min. siðari hálfleiksins, þegar Albert Guðmundsson sendi stungubolta fram til Inga Bjarnar Albertssonar, sem tók laglega við knettinum og vippaði honum yfir Diðrik Ólafsson, markvörð Vik- ings, sem var kominn Ut Ur mark- inum. Adam var ekki lengi i Paradis hjá Valsmönnum, þvi að aðeins tveimur min. siðar skora Vikingar 3:2, eftir ljót varnar- mistök Valsmanna. Jóhannes Bárðarson tók þá aukaspyrnu og sendi góða sendingu inn i vitateig Vals, þar sem Eirikur Þorsteins- son stóð einn og óvaldaður — hann skallaði knöttinn i þverslá, en þaðan hrökk hann Ut til Kára Kaaber, sem var eins og Eirikur, á auðum sjó — Kári skallaði knöttinn i mannlaust mark Vals- manna. Þegar hér var komið við sögu, VALSMENN FAGNA MARKI.... Albert (9) hefur skorað fyrsta niark Vals. Ingi Björn fyrir ofan Diðrik, markvörð, en Guðmundur Þorbjörnsson út á velli. (Tfmamynd Róbert) gerðu Valsmenn breytingar á liði sinu — Hörður Hilmarsson var tekinn Ut af, en Jón Einarsson var settur inn á. Valsmenn bættu einum leikmanni i sóknina á kostnað miðvallarspilsins, sem varð litið semekkert hjá þeim eftir það. — Ég tel að þarna hafi Valsmenn gert mistök, þvi að það var miklu auðveldara að spila á miðjunni, eftir þessa breytingu, sagði Gunnar örn, miðvallar- spilari Vikings, eftsir leikinn. Valsmenn léku þannig eftir breytinguna, að varnarmennirnir reyndu mikið af langspyrnum fram á hina fljótu sóknarleik- menn Valsliðsins, og reyndu þannig að sundra vörn Vikings. En Vikingsvörnin, með þrjá mið- verði, var sterk fyrir og náði hUn að stöðva fjóra sóknarleikmenn Vals, sem voru oft allir i hnapp. Valsmenn sóttu stift undir lokin og reyndu þeir að gera Ut um leik- inn. Þeim tókst að jafna — 3:3. þegar Ingi Björn Albertsson skor- aði Ur vitaspyrnu á 85 min., sem var dæmd á Ragnar Gislason, bakvörð Vikings, sem stöðvaði skallabolta frá Inga Birni á linu — með brjóstkassanum, en knöttur- inn fór i hendina á honum. Ekki tókst Valsmönnum að knýja fram sigur — og þar með var draumur þeirra um aukaleik gegn Skaga- mönnum, Ur sögunni. Eins og fyrr segir þá var leikur- inn mjög skemmtilegur og spenn- andi. Vikingar mættu ákveðnir til leiksog léku þeir sinn bezta leik á keppnistimabilinu. Eirikur Þor- steinsson var mjög góður sem miðherji. Þá voru miðvallar- spilararnir Gunnlaugur, Gunnar örn og Jóhannes mjög hreyfan- legir — þeir náðu oft góðum tök- um i miðjunni, þannig að Vals- menn komust ekki til að byggja upp sóknarlotur. MagnUs Þor- valdsson átti góðan leik i vörn Vikings, —hann sýndi að hann er einn okkar allra sterkasti bak- vörður, þegar hann nær sér á strik. Valsliðið lék ekki eins og svo oft áður i sumar — samvinna á milli varnar og sóknar var ekki nógu góð. Þeir sýndu oft góða spretti i sókn, en miðvallarspilið vantaði algjörlega, til að gera sóknar- þungann meiri. Vörnin var ekki nógu traust i leiknum. MAÐUR LEIKSINS.- Eirikur Þorsteinsson. Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn og skilaði hann hlutverki sinu vel af hendi. —SOS „Lengstu mínútur á ævi minni” — sagðiJón Gunnlaugsson, miðvörður Skagamanna — Auðvitað er ég i sjöunda himni — lokamfnútur leiksins voru þær lengstu, sem maöur hefur lilað, sagði Jón Gunn- laugsson, miðvörður ís- landsmeistara Akranes. el'tir ieik Vikings og Vals i gærkvöldi. — Við eigum Islandsmeist- aratitilinn fyllilega skilið, þar sem við höfum verið i stöðugri sókn að undanförnu á sama tima og Valsmenn hafa verið á niðurleið. Valsliðið er ekki nærri þvi eins sterkt og það var um mitt keppnistimabilið — pressan hefur verið þeim erfið, sagði Jón. _ * Oánægja hjá dómurum... — sem skila inn dómaraskírteinum VITASPYRNAN. sem tók þessa m ... Ragnar stöövar knöttinn á slöustu stundu, meö hendi sagöi Róbert, ljósmyndari, ynd. Gifurleg óánægja er nú hjá knatt- spyrnudómurum og hafa nokkrir af þeim dómurum, sem dæma leiki I 1. deildarkeppninni, skilaö inn dómaraskirteinum sinum. Ástæöan fyrir þessari óánægju er, að Vali Benediktssyni, hefur verið raðað niður á Evrópuleik, sem linuvörður, en Valur hefur ekki náð þeim prófum, sem FIFA hefur krafizt að dómarar stand- ist, til að þeir séu taldir fullgildir dómarar eða linuverðir. Islenzkir dómarar munu dæma tvo leiki i Evrópukeppninni. MagnUs V. Pétursson mun dæma leik n-irska liðsins Coleraine gegn Lokomotive Leipzig frá A-Þýzka- landi i N-lrlandi 14. september i Evrópukeppni lbikarmeistara. Linuverðir með honum verða þeir Valur og Eystunn Guðmundsson. Guömundur Haraldsson mun dæma leik Newcastle gegn irska liðinu Bohemian i UEFA-bikar- keppninni i Newcastle 28. september Linuverðir með hon- um verða Rafn Hjaltalin og Hreiðar Jónsson. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.