Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 11
Fostudagur 26. ágúst 1977 11 WmémM Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verð I lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaðaprent h.f. Flokksblöðin Af hálfu fjáraflamanna þeirra, sem standa að útgáfu siðdegisblaðanna i Reykjavik hefur verið hafinn mikill áróður fyrir þvi að blöð, sem eru gefin út af flokkum, eigi engan rétt á sér, þvi að þau túlki ákveðnar skoðanir og séu ekki nægilega frjáls. Þetta gegni öðru máli um blöð, sem eru gefin út af fjáraflamönnum og telji sig ekki fylgja neinum ákveðnum flokki. Þau séu frjáls og óháð og þeim megi þvi treysta. Áróður þessi er byggður á þeirri stórfelldu blekkingu, að blöð fjáraflamanna séu frjáls og óháð. Undantekningarlitið styðja þessi blöð þá flokka, sem vinna að þeirri þjóðfélagsskipan, er hentar fjáraflamönnum bezt. Þessi blöð styðja þvi ihaldsstefnu i þjóðmálum og vinna gegn um- bótaflokkum. Umbótaflokkarnir hafa þvi neyðzt til að hefjast handa um blaðaútgáfu til þess að geta mætt áróðri blaðanna, sem fjárafla- mennirnir gefa út. Ljósasta dæmið um þetta er blaðaútgáfa sósialdemókrata á Norðurlöndunum og i Vestur-Þýzkalandi. Áður en útgáfa þeirra hófst, voru blöðin lokuð fyrir kenningum sósial- demókrata. Það gildir undantekningarlitið enn, að þau blöð, sem eru gefin út af fjáraflamönnum, eru andvig sósialdemókrötum og halda fram kenningum, sem eru andstæðar þeim. Ljóst dæmi um þetta eru siðdegisblöðin, sem eru gefin út af fjáraflamönnum i Reykjavik. Þau túlka stefnu hægri afla i Sjálfstæðisflokknum og fjandskapast gegn öllu þvi, sem fjáraflamönnum þykir miður. Það breytir ekki neitt þessari stað- reynd, þótt þau endrum og eins birti greinar, sem eru annarrar skoðunar, og reyni þannig að villa á sér heimildir. Þau þjóna hagsmunum fjárafla- manna fyrst og fremst, enda gefin út i þeim til- gangi. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt, ef fullt málfrelsi á að rikja, að umbótaflokkar eða umbótahreyfingar eigi sin eigin málgögn. Það er nauðsynlegt til að tryggja sem fyllst ritfrelsi. Annars ráða fjáraflamenn mestuum það, sem al- menningur fær að sjá og heyra, eins og á sér allt- of mikið stað i mörgum kapitalisku landanna. Ræðismennirnir © Nýlega er lokið ráðstefnu, sem utanrikisráðu- neytið hélt fyrir ræðismenn íslands erlendis, en þeir eru nú 190 að tölu. Um 100 þeirra tóku þátt i ráðstefnunni. Meðan ræðismennirnir dvöldu hér, greiddi utanrikisráðuneytið uppihald þeirra, en þeir greiddu sjálfir ferðina hingað. Ráðstefnan var sett af Einari Ágústssyni utanrikisráðherra, en nokkrir starfsmenn utanrikisráðuneytisins héldu erindi um starf og hlutverk ræðismanna. Þá fengu ræðismennirnir tækifæri til að kynnast sjónarmiðum þeirra aðila, sem annast útflutning og samgöngur við útlönd. Þá gafst ræðismönnun- um tækifæri til að heimsækja Akureyri og ná- grannabyggðir. Það er tvimælalaust, að slik ráðstefna gegnir mikilvægu hlutverki. Ræðismennirnir sem starfa kauplaust, vinna að þvi að greiða fyrir íslending- um erlendis og margir þeirra greiða fyrir sölu is- lenzkra afurða. Það er þvi þýðingarmikið, að þeir kynnist islenzkum aðstæðum og sjónarmiðum sem bezt og að sem bezt tengsli geti myndazt milli þeirra og utanrikisráðuneytisins og fulltrúa islenzkra atvinnuvega. ERLENT YFIRLIT Fangelsanir haf nar á fylgismönnum Indiru Sækir aftur í sama farið í Indlandi? SENN er liðiö hálftár síðan Janata-flokkurinn i Indlandi vannsiguri þingkosningum og Moraji Desai tók við stjórnar- forustu af Indiru Gandhi. Kongress-flokkurinn, sem hafði þá stjórnað Indlandi um þrjátiuára skeið, beið mikinn ósigurog var mest kennt um, að Indira hafði þá um 19 mánaða skeið látið eins konar herlög gilda i landinu og beitt ýmsa andstæðinga sina hand- tökum ogöðru harðræði. Þetta leiddi til þess, að andstæðing- ar hennar sameinuðust allir gegn Kongressflokknum, en hann hafði áður notið þess, að þeir höfðu gengið klofnir til kosninga og hann þvi fengið meirihluta á þingi, þótt hann hefði minnihluta kjósenda að baki sér. Indira Gandhi hefði sennilega ekki efnt svo fljótt til kosninganna, ef hún hefði átt von á þessari samstöðu andstæðinganna. Þeir notuðu sér ákaft það hálfgerða ein- ræðisvald sem hún hafði tekið sér og áður er vikið að. Eink- um héldu þeir þvi fram að hún og Sanjay sonur hennar myndu taka sér einræðisvald, ef Kongressflokkurinn ynni kosningarnar. Þetta bar til- ætlaðan árangur. Hvorki Indira eða Gandhi náðu kosn- ingu og Kongressflokkurinn beið mikinn ósigur. Al- menningur virtist fagna sigri andstæðinga hennar og þó einkum þvi^að aftur yrðu telöi- ir upp frjálslegri stjórnar- hættir i landinu meö afnámi þeirra einræðislegu ráðstaf- ana, sem Indira hafði gripið til. AF framangreindum ástæð- um fagnaði almenningur hinni nýju stjórn. Nú er hins vegar komið að þvi, að hveitibrauðs- dagarnir séu liönir. Menn væntu meira af hinni nýju stjórn en að hún tæki upp frjálslegri stjórnarhætti. Aðr- ar meiriháttar stjórnarað- gerðir hafa hins vegar dregizt á langinn. Aðalástæðan er sú, að Janata-flokkurinn er mjög ósamstæður. I upphafi var hann reyndar ekki annað en ósamstæðir flokkar, sem geröu með sér bandalag um að fella Indiru. Þeir áttu fátt annað sameiginlegt. Eftir sigurinn i kosningunum var þetta bandalag sameinað i einn flokk, Janataflokkinn. Al- menningur vill að hinn nýi flokkur fari að sýna hvers hann er megnugur. Hingaö til hefur árangurinn veriö meira en lítill. Verðbólgan sem hafði Sanjay Gandhi haldizt i skefjum meðan neyðarástandið rikti, hefur magnazt að nýju. Mikil verk- föll hafa aftur komið til sög- unnar en verkföll höfðu nær engin verið meðan Indira beitti neyöarástandsakvæði stjórnarskrárinnar. Ýmsir virðast aftur vera farnir að þrá sterka stjórn i likingu við þá.sem var siðustu stjórnarár Indiru. Helzt styrkir það nú stjórnina, að uppskeruhorfur eru sæmilegar. Það eitt nægir hins vegar ekki til lengdar, ef stjórnin á aö halda vinsældum sinum. Stjórnin lifir ekki lengi á þvi einu, að hún hafi aukið stjórnmálafrelsi að nýju, þvi að fólk krefst margs annars. Nú eru ýmsir lika farnir að elta vöngum yfir þvi, hvort þetta frelsi verði varanlegt. Margt virðist benda til að stjórnin hafi i undirbúningi mikil málaferli, sem beinast aðnánustu samverkamönnum Indiru. FYRSTA merkið um þetta þykir það að fjórir nánir sam- verkamenn hennar voru fangelsaðir i siðustu viku og var þeim gefið að sök, að þeir hefðu bæði ráðstafað opinberu fé illa og dregið sér það per- sónulega. Meðal þessara manna var einkaritari Indiru siðustu misserin, sem hún var forsætisráðherra R.K. Dhawan. Annar hafði verið ráðherra i stjórn hennar og þriðji var þingmaður sem var talinn hafa verið sérstakur pólitiskur ráðunautur hennar. Hinn fjórði hafði gegnt valda- miklu embætti i verzlunar- ráðuneytinu. Siðasti. þriðjudag var svo Bansi Lal, sem var varnar- málaráðherra i stjórn Indiru hnepptur i fangelsi en hann var talinn einn af þremur áhrifamestu mönnum stjórn- arinnar. Allir höfðu þessir menn verið mjög handgengnir Sanjay Gandhi og telja sumir að málaferlunum gegn þess- um mönnum sé raunverulega beint gegn honum. Enn hefur ekki verið höfðað mál gegn honum, en honum hefur verið bannað að fara úr landi og spáð er þvi, að bráðlega verði höfðað mál gegn honum og a 11- mörgum samverkamönnum hans sem unnið hafa við bfla- verksmiöju sem hann veitti forustu um skeið og reyndist mjög misheppnuð. Meðal al- mennings virðist það ekki mælast illa fyrir, að beina spjótum gegn Sanjay, þvi að hann hafði unnið sér miklar óvinsældir vegna baráttu sinnar fyrir þvi að dregið yrði úr mannfjölguninni á þann hátt að gera menn ófrjóa. Sumir telja að raunar hafi þaö verið þessi barátta hans, ásamt áberandi einræðis- hneigð sem hafi orðið Indiru mest að falli. Indira gerir sér bersýnilega ljóst að i undir- búningi er mikil herferð gegn henni og fyrri samverka- mönnum hennar. Hún er þvi byrjuð að nýju að láta að sér kveða og hefur að undanförnu ferðazt um þau héröð landsins þar sem hún á mest fylgi og haldið þar vel sótta fundi. Leiðtogar Kongressflokksins virðast hins vegar litið hrifnir af þvi og reyna auðsjáanlega að koma i veg fyrir að hún nái aftur forustu i flokknum en hún missti hana, þegar hún féll i þingkosningunum. Samt vilja ýmsir þeir fréttaskýr- endur sem bezt þekkja til i Indlandi engan veginn telja það útilokað að hún eigi eftir að koma til skjalanna aftur. Það veltur að sjálfsögðu mjög á þvi hvernig rikisstjórn Janatg-flokksins tekst. Takist henni illa kann þeim að fjölga sem vilja fá hina sterku stjórn Bansi Lal Indiru aftur. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.