Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 26. ágúst 1977 90 9 Listamannsgáfan getur lýst sér meö ýmsu móti. Hún getur t.d. komið fram i frásögn, litum, formi og tónum. Fám eða eng- um hef ég kynnzt fjölhæfari að þessu leyti en Sveini Þórarins- syni. Hann var allt i senn: gæddur sönglistargáfu, frá- sagnarlist, litagleði og form- sköpunarhæfileika. Hann lék á fiðlu af lifi og sál, hafði mynd- skyn i rikum mæli og sagði flestum mönnum betur frá, svo að unun var á að hlýöa. Litur svo út, aö gera hefði mátt úr honum snilling á hverju þessu sviði. Þetta er fágætur eiginleiki og reyndar ekki hættulaus, þó að skemmtilegur sé. Svona fjöl- hæfum mönnum hættir nefni- lega til að dreifa gáfum sinum um of á mörg sviö. Þá skortir oft einbeitingu. Sveinn Þórarinsson fæddist 29. ágúst 1899 að Kilakoti i Kelduhverfi. Foreldrar hans voru Þórarinn Sveinsson bóndi þar, ágætur hagyrðingur og Ingveldur Björnsdóttir kona hans. Snemma bar á hneigð Sveins til að teikna og mála. Hann leitaði myndsviðs alls staðar umhverfis: i vinnu fólks- ins, fjöllum og mó, á vötnum og viðerni. Hann hafði alltaf blýant á lofti, tiltæka liti og fann hvar- vetna eitthvað frásagnarvert. Ungur nam hann málaralist hjá þeim Þórarni B. Þorlákssyni, Asgrimi Jónssyni og Guðmundi Thorsteinssyni, og má varla milli sjá, hver þessara fyrstu lærimeistara var áhrifamestur. Mörgum árum siöar, 1928, fór hann á Kunstakademiet i Kaup- mannahöfn og nam þar lengst i deild . Ejnars Nilsens. Þar kynntist hann skólasystur sinni, Karen Agnete Enevoldsen, sem siðar varð kona hans og er á- gætur málari. Siðar fór Sveinn til Parisar og leitaði sér frekari menntunar i málaralistinni. Loks fór hann námsför til Frakklands og Spánar 1955. En mest hefur hann lært af sjálfum sér, þvi að Sveinn er frumlegur málari, sem aldrei fer troðnar slóðir, en alltaf sinar götur og lýsir þvi, sem hann sér á þeim leiðum á sinn sérstæða hátt, eins og honum var lika eiginlegt að lýsa þvi, sem fyrir augu og eyru bar með frábærlega lif- rænum orðum, sem hann lagði i sál sina og reynslu. Og það er eins og hann sjái ævinlega eitt- hvað, reyni og lifi það, sem ekki veröur á vegi annars fólks. Það ereins og ævintýrin biði hans og krefjist þess, að þau séu sögð. Hann þurfti aldrei annað en fara eitthvað að héiman: út i garð- inn, suður i Hafnarfjarðarhraun eða inn að Kleppi til þess að verða reynslunni rlkari en aðrir menn. Og innan heimilisins hlýju veggja stóð af honum leiftur og ljómi. Sveinn Þórarinsson var mað- ur ævintýrsins. Frásagnargleð- in birtist i flestum ef ekki öllum myndum hans, ekki sizt þeim sem lýsa sveitalifinu norðan lands,einkum i Þingeyjarsýslu: konum við rakstur á túni eða engi, ferðamönnum á leið i eða úr.kaupstað, fólki við kirkju, gangnamönnum á heiði. Flestar eru þær frá yngri árum hans, þegar hann átti heima norður i Kelduhverfi — en þar bjuggu hjónin nokkur ár, eftir að námi Sveins og konu hans lauk, fyrst hjá foreldrum hans i Kilakoti, siðar i húsi sem þau reistu á fögrum stað rétt hjá Asbyrgi, reyndargömlu býli, sem nefnist blátt áfram Byrgi. Þessar myndir voru harla nýstárlegar á sinum tima, minntu að visu sumar nokkuð á fyrstu kennara Sveins, Þórarinn B. Þorláksson og Asgrim Jónsson, en báru svo frumlegan blæ og sérstæðan, að kalla mátti þær þingeyskar. Þær sýndu þjóðlffið, eins og þvi var lifað á einfaldan og frum- stæðan hátt norður við nyrzta haf, enda var haft eftir Sveini, ,,að sérkenni islenzks þjóðlifs væru enn veigameiri en sér- kenni islenzkrar náttúru.” Með þessu er þó hvorki gefið i skyn né þvi heldur slegið föstu, að rómantiskar myndir hans af landslagi, er hann siðar lagði einkum stund á, standi þjóðlifs- myndum hans neitt að baki. Þar áttu jafnt hlut að máli túlkun hans á töfrafullum haustlitum kjarrsins i Kelduhverfi, Jökuls- árgljúfrum og skógum öxar- fjarðar sem hauststirndum himni yfir Hellisheiði og Esju bjart vetrarkvöld.Landslagið varð aðeins meira óhlutbundið og upphafið, eftir þvi sem þjóð- Sveinn Þórarinsson listmálari lifsminningum fækkaði, sem var afleiðing af brottflutningi hans úr heimahögunum og breyttum tima. En leikni hans i meðferð lita og þar með mynd- blærinn varð æ listrænni, sem árin liðu. Ég held t.d. að mér finnist engin mynda hans er ég hef séð, fullkomnari en málverk af Þingvöllum, nálega frá geng- ið, sem ég sá i vetur er leið á vinnustofu þeirra hjóna við Kvisthaga i Reykjavik. Sveinn Þórarinsson og frú Karen Agnete kona hans voru stödd i Kaupmannahöfn þegar heimsstyrjöldin síðari skall á, „til þess að kynna sér nýrri við- horf I listum,” eins og hann komst að orði i blaðaviðtali, rétt áður en hann fór að heiman 1938. En sú dvöl erlendis varð ekki löng. Þau komu heim með Esju frá Petsamo 1940. Það varð þvi minna úr erindinu en ætlað var i fyrstu, enda vafa- samt, að það hafi verið mikið harmsefni a.m.k. fyrir Svein. Hann var þá þegar orðinn fast- mótaður listamaður og ekki móttækilegur fyrir ný áhrif. Hans rómantiska aldamótavið- horf var honum svo runnið i merg og bein, frásagnarlist hanssvosameinuð skaplyndinu, að expressionismi þriðja og fjórða áratugsins og hver veit hverjar nýjar stefnur og vanda- mál samtfmans siðan á náms- árum hans, hefðu þar getað litlu um þokað, nema með algerðri viðhorfsbreytingu. Og hún hefði orðið Sveini næsta óeðlileg. Hann var sjálfstæður málari miklu fremur en mótaður af skólum. Hann var svo mikill og þjóðlegur Islendingur, að þar gátu umheimurinn og nýr tiðar- andi litlu sem engu breytt. Þegar Sveinn og Karen Agn- ete komu heim fóru þau þegar ete komu heim fóru þau þegar að búa sig undir að reisa sér hús það, sem þau bjuggu i síðan. Þeim sem voru handgengnir listahjón- unum, varð hús þeirra eins og vin á eyðimörk þess ókunnug- leika.afskiptaleysis og umróts, sem einkennir þessa öld hrað- ans. Þar réðu alúð, hlýleikur og gestrisni rikjum, svo að ekki var sézt fyrir. Þar var gott að koma og gott að dveljast. Þar fór vel um gesti þeirra, þvi að þau voru flestum skemmtilegri heim að sækja. Timinn flaug við glettni og gamanmál, sem ætið var nærgætin og laus við alla græsku. Samúð þeirra og elsku- legheit náðu ekki aðeins til per- sónulegra vina, heldur lika til ó- kunnugra litilmagna þeirra sem minnst eru virtir i þjóðfélaginu, en vinna þó ef til vill nauðsyn- legustu og þýðingarmestu störfin. Ósjaldan varð ég þess var, að Sveinn bauð þessum mönnum inn i sinar fögru stofur og veitti þeim saðning og hress- ingu, þegar þeir áttu leið fram- hjá við sinn óhjákvæmilega er- indisrekstur. Fannst mér þetta bera hjartalagi hans og samúð einkar fagurt vitni. Harla minnisstæð eru mér kynni min af Sveini Þórarins- syni, þegar við hittumst fyrst og urðum samferða í áætlunarbif- reið frá Akureyri austur i Aðal- dalshraun fám árum eftir 1930. Þá var Sveinn þegar orðinn þjóðkunnur málari, en ég með öllu óþekktur. Þess lét hann mig þó ekki gjalda, heldur fagnaði mér og umgekkst mig sem jafn- ingja. Mér fannst sem tvær sólir hefðu birzt i bifreiðinni, þegar hjónin Sveinn og Karen Agnete tóku sér þar sæti. Þvílikur fögn- uður var mér að þeim, vegna glaðværðar þeirra, gamansemi og frábærrar háttvisi Siðan þau fluttust til Reykjavfkur, hef ég oftsinnis verið svo gæfusamur að koma á heimili þeirra og ætiö mér til gleði og menningarauka. Sveinn var nefnilega hrokur alls fagnaðar, einstæður i sinni röð, allra manna glaðastur, þeirra sem ég hef fyrir hitt á lífsleið- inni, ævinlega glaður. Ævinlega sá hann eitthvað broslegt við það, sem fyrir augu eða eyru bar og varp ljóma sinnar óvið- jafnanlegu kimni yfir þessa undrafullu tilveru. Og reyndar má bæta þvi við, að Karen Agnete gerði slikt hið sama á sinn hljóðláta og elskulega hátt. Þessi blessuðu listahjón voru svo undursamlega ólik, en þó svo samhent, að fágætt má telj- ast. Það er ómetanleg hamingja að hafa kynnzt þeim. Sérstaklega man ég þó vel siðustu komu mina og konu minnar á Kvisthaga 13, þar sem þau lengst af bjuggu. Þar var mannfagnaður, sem á fáa sina lika og aldrei gleymist. Sveinn var sannarlega konungur I þvi riki, Karen Agnete drottning. Gleðin réð lögum og lofum. En þó var djúp alvara undir niðri. Hann flutti þá ræðu fyrir gest- um sinum, sem voru margir. Þess efnis sem ég hafði ekki heyrt hann áður flytja þótt oft væri hann mælskur og snjall, þegar hann lét gamminn geisa. Ræðan var um lifið og dauðann og hin hinztu rök. Hann talaði um Guð og miskunnsemi hans yfir mönnunum og öllu lifi, vis- dóm hans og vald, ást og um- hyggjusemi, drengskap og aðr- ar dyggðir. Hann talaði um ábyrgðina, sem fylgir þvi að vera maður og hvernig Guð hefði blásið mönnum ábyrgðar- kennd i brjóst. Og hann talaði eins og sá, sem valdið hefur, svo að hrifandi var á að hlýða, og mælti blaðalaust af munni fram. Þetta var hans svana- söngur á heiði þessarar jarð- nesku tilveru Skyldi hann hafa grunað, að þetta yrðu siðustu samfundir? Nú er hann fallinn i valinn, miklu fyrr en vér vildum, sem höfðum á honum miklar mætur. Mér er tregt tungu að hræra, en get þó ekki annað en minnzt þessa tryggðavinar, þó að með fátæklegum orðum sé. Sveinn Þórarinsson, ég kveð þig sem mikill aðdáandi listar þinnar. Ég sakna þin sem góðs drengs eftir áratuga kynningu. Karen Agnete, ég votta þér dýpstu samúð mina, þvi að ég veit, að þú hefur mikils misst, svo og einkasonur ykkar. Bernsku- sveitin hans Sveins, sýslan og landið allt saknar hans. Það hefur misst einn af sinum litrik- ustu og mest virtu listamönn- um. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi ( Verzlun & Þjdnusta ) 'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/y f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jy JÉPPADEKK \ \ Drá,,arbeisli - Kerrur | Fljót afgreiðslo £ £ Þórarinn « Fyr*t° flokks 3 i Kristinsson dekkiabiónusta 4 é Klapparstlg 8 I ^ ^ v., i h t t Simi 2-86-16 C <3 i ekkjaþjónusta BARÐINN ARMULA7W30501 F ^ ^ Heima: 7-20-87 'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J0 ^ZÆ/Æ/Æ/Æ' 2 J/Æ/Æ/Æ/i 'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jé 'Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J 'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/J'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/a f'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ ^ Psoriasis og Exem £ ýphyris snyrtivörur fyrir við- ^ pr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J* yf Austurferðir * kvæma og ofnæmishúð. ^ Azulene sápa Azulene Cream f. 4f*J Azulene Lotion , Kollagen Creamg Body Lotion Cream Bath Sérleyfisferðir Til Laugarvatns/ Geysis og Gullfoss alla daga frá Bifreiðastöð Islands. Ólafur Ketilsson. Shampoo) (f urunálablað-1-5 I phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp bloma og jurtaseyða. phyris fyrir. allar húð- gerðir Fæst í snyrti vöruverzlunum og 2 I yWttr apolekum. %J/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ.'M/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já áy/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^ p Hjól é \\ \j Þríhjól kr, 5.900 ‘f 4, Tvíhjól kr. 15.900 ^ ^is^fkPÓS,sendum ^ Leikfangahúsið i Skólavörðustíg 10 Sími 1-48-06 á ^/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/4 \ L Svefnbekkir og svefnsófar ú til sölu í öldugötu 33. Sendum í póstkröfu. Sími (91) 1-94-07 Húsgagnaversliin \ Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 \ SÍMI 11940 í &**%.'$%«■"**** fparW vtrétfi* eða ba SarokvænMs ^ brauð snWtor. srn w/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/a p/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Ʊ i íyöar i i Þiónustu...... JjjAiiin íFasteignaumboðið ’ 'é ^Pósthússtræti 13 — sími 1-49-75 ^ CHeimir Lárusson — sími 2-27-61 ^ CKjartan Jónsson lögfræðingur t \r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já /Æ/Æ/Æ/Æ/t '/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A /Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ Lækjargötu 8 — Simi 10-340 v Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já Einnig alls konar mat fyrir allar stærðir samkvæma eftir yðar óskum. Komið eða hringið Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jy Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10 Sími 1-48-06. Indíánatjöld Kr. 3.960 Póstsendum '/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ.'Æ/Æ/i Rafstöðvar til leigu Flytjanlegar Lister ^/Æ/Æ' dieselrafstöðvar. Stærðir: 2,5 kw, 3,5 kw og 7 kw. Vélasalan h.f. Símar 1-54-01 & 1-63-41 1 ! y/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ'Æ/Æ/Æ/4 SEDRUS-húsgögn Súðarvogi 32 — Reykjavik Símar 30-585 & 8-40-47 r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/i 'Æ/ÆSÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/'é 'i,' Sófasett á kr. 187.00 Staðgreiðsluverð kr. 168.300 Greiðsluskilmálar: Ca. 60.00 við móttöku og 15-20 þús. á mánuði !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.