Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 26. ágúst 1977 Tölva hugsar ekki — sem betur fer Þótt íslendingar séu úti að aka á flestum sviðum, og geti ekki talizt i hópi forystu- þjóða — ekki einu sinni i fiskveiðum, þá eru þeir býsna fljótir að til- einka sér vissar tækni- nýjungar. Þó munu þeir hafa verið fremur seinir að meta kosti tölvunnar. Veldur þvi stööugt stagl um lögmálið iskölum landsins, þeir þurfa að skilja alla skapaða hluti. Sagt er, að þegar fysrtu rit- vélarnar komu til landsins hafi orðiö ágreiningur um það hvort gilt ætti að taka vélrituð skjöl eins og afsöl og skuldabréf, þótt undirituð væru, og starfsmenn veðdeildarinnar munu hafa bor- ið saman frumrit og afrit af stakri kostgæfni. NU er öldin önnur, innistæður manna i bönkunum eru teknar upp á segulbönd, og gamlir nurlarar og aðrir alvörumenn snúa sér við i gröfinni. Þótt hið gamla viðhorf, að menn verði að skilja alla skap- aða hluti út i æsar, til þess að geta notfærtsér þá , sé að mestu úr sögunni, þá búum við enn yfir vissri varúð gagnvart sumum tæknibrögðum. Menn taka tölv- um af varúð og oft með dálitilli tortryggni. A yfirborðinu er allt rólegt, og menn láta eins og ekkert sé. Sá timi er liðinn, að menn reyni að senda beljur með sim- skeyti, svo og annan varning. Eg er ekki frá þvi, að rétt hafi verið nú að reyna að hreinsa svolitið andrúmsloftið gagnvart tölvunni. Tölvur eru góðar i reikningi, — það vissum við fyr- ir, en þær er ekki húsbóndi mannsins i' einu eða neinu, og það er þaðsem skiptir öllu máli. Hvað er tölva? Nýlega kom út bók eftir Gunnar M. Hannesson.'sem ber heitið Hvað er tölva? Útgefandi eru öm og örlygur. Þar er gert grein fyrir tölv- unni á alþýðlegan og ljósan hátt. Höfundur skiptir bók sinni á niu kafla, sem slðan eru brotnir niður i fleiri sjálfstæöa hluta. t inngangi segir höfundur á þessa leið: „Við lifum upphaf tölvualdar- innar. A þeim tæpum þremur áratugum sem liðnir er siðan timabil sjálfvirkrar gagna- vinnsluer talið hafa hafizt, hef- ur þáttur tölvunnar I daglegu lifi okkar farið mjög vaxandi. Hvort sem hún er notuð til þess aö reikna út rafmagnsnotkun okkar, til þess að aðstoða veður- fræingana við gerð veðurspáa eða til þess að færa bankareikn- inga okkar, hefur tölvan meiri og minni áhrif á daglega lífið. Á tslandi hefur notkunin aukizt hvað mest siðust 10 árin bæði i atvinnulffinu og hjá hinu opin- bera. Margar „þjóðsögur” ganga um tölvur, þjóösögur sem aðal- lega fá byr undir vængi vegnaónógrar þekkingar fólks á þeim. Fólk litur oft á tölvur sem eins komar töfratæki og heldur að það geti aldrei skil- ið þær. En sem betur fer er það rangt. Tölvan er aöeins raf- eindatæki eins og t.d. sjónvarpið heima hjá okkur. Tilgangur þessarar bókar er að reyna að svipta hulunni af og kynna þér á sem einfaldastan hátt svið tölvutækninnar.” Siðan koma kaflarnir, og fjallað er um gagnavinnslu, hvað stýrir tölvu, hvernig möt- um við tölvuna á gögnum, forrit og svo framvegis. Við lestur bökarinnar, þá verður margt ljóst, sem annars virtist ofvaxið venjulegum manni. Þar kemur i ljós að maðurinn er mesti aumingi til reiknings, — miðað við tölvur, en hér fer sem oft áður, að sá heimskari ræður, sumsé maðurinn. Það er alla vega uppörvandi aö lesa það, sem stendur á bls. 50. „Þegar tölva reiknar út laun eða ákveöur stefnu tunglflaugar viröist hún hafa skilað mjög snúnu verkefni. Raunverulega hefur hún aðeins framkvæmt — i ákveðinni röð — mikinn fjölda tiltölulega auðveldara aðgerða, semstjórnað er af röð af fyrir- skipunum sem kallast forrit. Tölvan hugsar ekki. Hún gerir aðeins það sem henni hefur ver- ið sagt að gera. A upphafsárum tölvutima- bilsins þurfti að breyta víra- tenginum inni i tölvunni, þegar hún átti að vinna nýtt verk. 1 næstu tölvukynslóð voru að- gerðirnar innbyggðar þannig, að allar viratengingar voru úr sögunni. Tölvur framkvæma nú marg- vfslega hluti samtimis. Þvi er mjög mikilvægt að stýriforrit þau, sem tölvuframleiðendur láta notendum i té, séu sem best úr garði gerð.” Nýyrði og tölvur Það er dálitið rikt i fólki, sem fær simareikninga, að tor- tryggja fr'amsetningu kerfisins, sem kemur i flóknu dulmáli. Höfundur bókarinnar kemur viða viðog eyðir talsveröu rúmi til þess að greina frá þeim tungumálum, er tölvan talar, eða öllu heldur skilur. Fljótlega varð til sérstakt „vélamál”, en það hafði tvo stafi 1 og 0, sett fram i fernum. Forrit voru sett fram i tvítölu- formi. Eftir miðjan sjötta tug þess- arar aldar voru tákn látin koma i staðinn fyrir hluta af vélamál- inu, sem varð til mikils hagræð- is. Smám saman liktust formin skipunum á ensku, segir höf- undur. Sérstakt þýðingarforrit (i tölvunni) breytti forriti þvi, sem forritarinn hafði skrifað á vélamáli. FORTRAN var eitt af fyrstu æöri forritunarmálum. „FOTRAN var fyrst og fremst ætlað að leysa stærð- fræðileg verkefni. Annaö mál á þessu sviði er ALGOL. Siðan komu forritunarmál sérstak- lega sniðin fyrir verkefni við- skiptalegs eðlis, t.d. RPG, BASIC og COBOL. Algengasta málið hér á landi er RPG. Reynt hefur verið að búa til forritunarmál, sem bæöi hentar á stærðfræði- og viðskiptasvið- inu. Sem dæmi má nefna PL/1 BASIC er auðvelt að læra og er talsvert útbreitt. Minnir þaö þó nokkuð á FORTRAN. Annað auðvelt en öflugt forritunarmál er APL. Það er mjög frábrugðið FORTRAN og BASIC og hentar afar vel á stærðfræðisviðinu”. Ennfremur kemur f ljós að Is- lenzkan hefur eignast fjölda nýrra orða, vegna tilkomu tölv- unnar, og skulu nokkur talin hér: Blokkrit Disklingur • Fjarvinnsla Gagnamiðlar Hugbúnaður Pökkuð tala Táknstika Lokaorð I bókarlok kemur svolitil predikun frá höfundi, sem á raunar ekkert erindi við þessa bók. Siðan segir: „Það sýnist óhjákvæmilegt, að tölvan muni valda róttækum breytingum og ef til vill hefur ekki enn verið litið á þær sumar hverjar sem hugsanlegt vanda- mál. Vissulega er það ekki tak- markiö aö skapa fullkomnari tölvuheim, heldur að heimurinn verði manninum betri dvalar- staður. Það kann að reynast vandi að halda jafnvægi með „framförum” og „menningu”, en þegar fram i sækir má sam- félagið sjálfu sér um' kenna, ef tölvurnar fá að skapa fleiri vandamál en þær leysa. Iðnbyltingin hafði margvis- lega tæknifræðilega þróun í för með sér, er hafði þau félagslegu áhrif, sem margar kynslóðir þurfti til að samhæfast, áður en þau urðu eðlilegur þáttur í lífi okkar. A þeim tæplega þrem áratugum, sem liðnir eru siðan tölvurnar komu til sögunnar, hafa mikilvægar breytingar átt sér stað. Svo kann þó að fara, að það þurfi að liða nokkrar kyn- slóðir áður en menn gera sér fulla grein fyrir félagslegum og menningarlegum áhrifum tölv- unnar. Hvað um heim morgundags- ins? Það er fullvist, að tölvur verða ódýrari, tölvuvinnsla sömuleiðis, að þær verði auð- veldari meðferðar og almenn- ingur eigi eftir að fá viðtækari aðgang að þeim. Það hlýtur að hafa áhrif á lif okkar sem ein- staklinga og á samfélagið, sem við lifum i. Athöfn manna og viðleitni á mörgum sviðum mun verða stöðugt háðari tölvunum og óhjákvæmilega opnar það við sjónarsvið, sem enginn getur imyndað sér i dag”. Það liggur ekki ljóst fyrir að hve miklu leyti höfundur hefur „tekið saman” þessa bók, eða samið hana frá grunni. Vafa- laust hefur þó verið stuðzt við sambærilegar kennslubækur, erlendar. Heimilda er þó ekki getið. Hvað um það. Bókin bætir úr brýnni þörf og höfundur hefur unnið gott verk. Dæmi eru ljós t.d. saman- burður við manninn, þvottavél- ina, perurnar og morse — staf- rófið, svo eitthvað sé nefnt. Þessa bók hljóta allir að skilja. Það er til hjálpar, að varað er við köflum, sem ekki snerta sjálft efnið beinlinis, sumsé spurninguna um það: Hvað er tölva? Um framtið tölvunnar er betra að vera fáorður. Óskar heitinn Halldórsson stofnaði eitt sinn fyrirtæki með manni. Þegar öllu var lokið, sagði maðurinn: — Svo skulum viðhafa gottog vandað bókhald? Óskar mun hafa orðið hvert við og spurt: — Hver hefur orðið rlkur á bókhaldi? Siðan þetta gerðist eru liðin mörg ár. Margt hefur breytzt, meðal annars það, að snjöllum og stórum fyrirtækjum er yfir- leitt stýrt með tölvum, sem vaka yfir rekstri og áran allri. Nú verða menn rikir á bók- haldi — á tölvum. Jónas Guðmundsson Fáein orð um nýja bók

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.