Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 26. ágúst 1977 Einu og sama húsinu skipt á f jórar götur Kás-Reykjavik. Breiðholtiö er fyrir marga hluti skemmtilegt rannsóknarefni. Ekki sizt hvað varðar götu- og húsasálfræði hverfisins, sem fyrir sína sér- stöðu gerð sker sig út úr öðrum hverfum hér á landi. Eitt hús i Breiðholtinu er þó öðrum eftirtektarverðara fyrir vissar sakir. Það er mjög langt, liklega lengsta hús á fslandi, oft kallað „Langhundurinn” eða „Berlinarmúrinn”, en það er fleira sem kemur til. Húsið stendur við fjórar götur hvorki meira né minna, þó gatan sjálf sé ekki nema ein heild i raunveruleikanum. I gamla daga hefðum viö alla vega látið okkur nægja að kalla þessa götu einu nafni, en það dugir vist ekkert minna nú til dags. Göturnar heita: Eddufell, Fannafell, Gyðufell, og Iðufell. Það lætur nærri, að hver inn- gangur heiti sér götunafni. Af þessu má ráða, aö þeir, sem göturnar skira, búi við mikla gnótt nafngifta. 1 I Forráðamenn frystihúsa nyrðra: Stöðvun, ef ekki fæst úrlausn Framkvæmdastjórar frystihúsa fyrirtækjanna og er nú til mikilla á Norðurlandi vestra héldu fund á muna óhagstæðara hlutfall miðað Sauðárkróki, þar sem þeir ræddu við framleiðsluverðmæti, en var um málefni fyrirtækja þeirra, fyrir 1. júli s.l. sem þeir veita forstöðu. Voru á 2. Með yfirlýsingu rikisstjórn- fundi þessum Steindór Gislason arinnar, sem sjávarútvegsráð- frá Hóianesi h.f. á Skagaströnd, herra gaf út 6. júli s.l. er gert ráð Marteinn Friðriksson frá Fisk- fyrir, að núverandi framleiðslu- iöju Sauöárkróks, Arni lánum sé ráðstafað að fullu til Guðmundsson frá Skildi h.f. á fiskseljenda við hverja verðsetn- Sauðárkróki, Gisli Kristjánsson ingu i viðskiptabanka. Verða þvi frá Hraðfrystihúsinu á Hofsósi og útlánin á afurðirnar óhjákvæmi- Sæmundur Árelfusson frá Þor- lega að hækka sem svarar móöi ramma á Sigiufirði. greiðslu vinnulauna, vaxta og annars kostnaðar. Fundurinn Á fundi sinum gerðu þeir leggur þvi til að Seðlabankalán samþykkt þá, sem hér fer á eftir: verði hækkuð i a.m.k. 70% af út- „1. Fundurinn telur, að útflutn- flutningsverðmæti og hlutfall ingsverð sjávarafurða þurfi að vðskiptabanka haldist óbreytt. hækka verulega i islenzkum krón- 3. Stöðvun fiskvinnslufyrirtækj- um, þar sem hráefni, vinnulaun, anna er óumflýjanleg, verði fyrr- vextir og annar kostnaður hafa greind atriði ekki tekin til úr- hækkað umfram greiðsluþol lausnar hið bráðast.” Fjölbrautaskólinn á Akranesi: Tveir sækja um skólameistara- stöðuna nýju „Berlinarmúrinn” f Breiðholtinu heitir fjórum götunöfnum, og eru fbúðirnar númeraðar eftir þvi. Kaupfélag Skag- firðinga með nær 47 milijónir Skattskrá Sauðárkrókskaupstað- ar hefur verið lögð fram, og ber Kaupfélag Skagfirðinga langhæst gjöld eins og endranær. Af ein- staklingum eru Sigurður Jónsson lyfsali hæstur. Seinstaklingar með hæst gjöld, útsvör, tekjuskatt og aðstöðu- gjöld eru þessir: Sigurður Jónsson lyfsali, útsvar kr. 2.460.774.00, tekjuskattur kr. 1.366 .060,- útsvar kr. 544.800.- Óskar Jónsson læknir, útsvar kr. 2.237.559.00 tekjuskattur kr. 1.646.759.00, útsvar kr. 590.800.00. Ólafur Sveinsson læknir, útsvar kr. 2.122.463.00, tekjuskattur kr. 1.270.069.00, útsvar kr. 697.200.00. Páll Ragnarsson tannlæknir út- svar kr. 2.025.384.00 tekjuskattur kr. 1.262.111.00, útsvar kr. 480.900.00. Pálmi Jónsson útsvar kr. 2.000.754.00, tekjuskattur kr. 1.114.893.00 útsvar kr. 461.900.00. Hæstu fyrirtækin eru: Kaupfélag Skagfirðinga útsvar 31.220.677.00, tekjuskattur kr. 1.856.634.00, aðstöðugjald kr. 13.569.200.00. Fiskiðja Sauðárkróks h.f. út- svar kr. 5.598.660.00 tekjusk. kr. 864.777, aðstöðugj. 2.008.800. Loðskinn h.f. útsvar kr. 6.131.676.00 tekjuskattur kr. 1.240.450.00 aðstöðugjald kr. 3.391.200.00 Byggingafél. Hlynur útsvar kr. 3.354.782, tekjuskattur kr, 685.826.00, aðstöðugjald kr. 571.100.00 Trésmiðjan Borg, tekjuskattur 837.048.00 aðstöðugjald 526.500.00. F.I. Reykjavik — Umsækjendur um stöðu skólameistara við fjöl- brautaskólann eru tveir, Sverrir Sverrisson, skólastjóri iðnskólans á Akranesi og Ólafur Asgeirsson, kennari f menntaskólanum við Hamrahlið. Við höfum mælt með Ólafi i starfið vegna reynslu hans af áfangakerfi. Hamrahiiðarskól- inn var nú einu sinni brautryöj- endaskóli, hvað það snertir og er Ólafur sagður hafa verið mikill heili á bak við áfangaskipulagn- inguna. Svo viljum við endilega fá hann hingað upp á Akranes, þótt ekki verði nema til þess að leysa úr vandamálum Hamrahliðar- skólans, sem nú glimir við ráðn- ingu konrektors. A þessa leið fórust Þorvaldi Þorvaldssyni, fræðslustjóra Akraness, orð i samtali við Tim- ann i gær, en Þorvaldur á sæti i nefnd, sem vinnur að undirbun- ingi fjölbrautaskólans nýja á Akranesi. Auk hans starfa i nefndinni Hörður Pálsson, Engil- bert Guðmundsson, Reynir Kristinsson og Sverrir Sverris- son. Nefndin hefur unnið sleitulaust frá þvi að menntamálaráðuneytið samþykkti stofnun fjölbrauta- skólans i júni s.l. og hefur vel gengið miðað við nauman tima. Réði hún m.a. þrjá menn sér til hjálpar. Náðum við taii af einum þeirra Gylfa Svavarssyni og innt- um hann eftir þvi, hversu margir hefðu nú þegar sóttum skólavist, hvaðan þeir kæmu og hvernig gengi að hýsa utanbæjarmenn. Það eru sennilega komnir inn um 160 umsóknir sagði Gylfi — og þýðir það að kennslan teygist eitt- hvað fram eftir degi. Við mynd- um ekki kalla þetta tvisetningu, en stundataflan verður óneitan- lega götótt fyrir nemendur og kennara. Megnið af skólafólkinu kemur héðan af Akranesi og úr nágrenni, en einum nemenda man ég eftir, sem kemur allar götur frá Hornafirði. Gylfi kvað kennaraskort engan, hvað varðaði fjölbrautaskólann, óráðið væri i hjúkrunarsvið ein- göngu og virtust menn engar áhyggjur hafa af þvi. Reyndar væru þrir efstu bekkir grunnskól- ans innan vébanda fjölbrauta- skólans og þar vantaði kennara. Gylfi gat þess, að fljótt og vel hefði gengið að koma utanbæjar- nemendum fyrir i ár, en i athugun væri að finna skólanum heima- vist. Þess má geta, að af 160 nemendum eru 28 á ööru ári, hinir eru allir að hefja framhaldsnám. Má þvi búast við að skólinn i sprengi utan af sér húsnæði þegar [liða fer á. Vatnsdalsá á hádegi i gær að Viðidalsá, þar sem hann mun stunda laxveiðar i nokkra daga. Ekki tókst VEIÐIHORNINU að fá fréttir af, hvað jassleikarinn hafði fengið marga laxa, en eitt- hvað hafði hann fengið. Enda mun honum ekki finnast aðal- atriðið að veiða sem mest, heldur er það útiveran og „sportið” við veiðina, sem heillar hann mest. Varla er vitað ástæðuna fyrir þessari miklu og góðu veiði i Vatnsdalsá i sumar, en margir telja að það sé að þakka mark- vissri ræktun árinnar undan- farin ár. Veiðin hefur verið góð, jafnvel þótt bjart og heitt hafi verið í veðri, og er það þver- öfugt við þær fréttir, sem borizt hafa frá öðrum veiðiám. Þar tekur laxinn ekki sökum hita og bjartviðris. -gébé- Hér er Benny Goodman kampa- kátur með veiöistöngina sina, en hann hefur hina mestu unun af laxveiðinni I fallegu umhverfi Vatisdalsár og núna I Víðidalsá, þar sem hann hóf veiðar I dag. Timamynd: MÓ veiðihornið Metveiði i Vatnsdalsá Veiðin i Vatnsdalsá hefur verið afburðagóð i allt sumar og veiðiskilyrði hin beztu. Að sögn Magnúsar ólafssonar á Sveins- stöðum, hefur veiðin ekki gengið svo vel um langt árabil, og verður að öllum llkindum metveiði þar I sumar. I gærdag voru um 960-970 laxar komnir á land úr ánni, en samkvæmt bók- um VEIÐIHORNSINS frá þvi I fyrra, voru þann 25. ágúst komnir 400-450 laxar á land. — Siðustu daga hefur sérlega góð veiði verið I ánni og má taka sem dæmi, að i gær (miðviku- dag) fékk Lýður Björnsson, Reykjavik,32 laxa á eina stöng, en Lýður er einn af leigutökum árinnar, sagði Magnús. Þann 22. ágúst s.l. veiddi Ari Guðmunds- son, Reykjavik, tuttugu punda lax, sem jafnvel er talinn sá stærsti, sem vitað er til, að i ánni hafi veiðzt. Laxagöngur hafa verið góðar i ágústmánuði og áin full af laxi. Enn er nokkuö eftir af leyfilegu veiðitimabili, eða fram til 15. september, og enn er þvi hægt að bæta verulega við laxatöl- una. Að undanförnu hefur jassleik- arinn frægi, Bandarikjamað- urinn Benny Goodman, verið við laxveiðar i Vatnsdalsá og hefur að sögn likað mjög vel. Hann stundar veiðina þó ekki mjög stift, en naut fremur úti- veru og fagurs umhverfis I góðu veðri. Benny Goodman fór frá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.