Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 24
18-300 Auglýsingadeild Tímans. f íbsmmt Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR Nútima búskapur þarfnast BHUBR haugsugu Guöbjörn Guöjónsson íslenzk skákstig! — sýningin MÓL-Reykjavlk. Sýningin Heimiliö ’77 veröur opnuö al- mennum gestum idagkl.18, en hún veröur sett kl 16 meö ávarpi Ólafs Jóhannessonar, viöskipta- málaráöherra, sem er verndari sýningarinnar, aö viöstöddum forsetahjónunum, ráöherrum og öörum gestum. 1 gærdag var unnið af fullum krafti við undirbúning sýn- ingarinnar og þegar blm. Tim- ans gekk um svæðið I gær fannst honum að það myndi vera með ólikindum, ef sýningin opnaði á réttum tima. En forráðamenn hennar eru meö öllu óhræddir, hefst í dag enda hafa þeir reynslu margra sýninga að baki. Það, sem hefur vakið einna mestu athygli manna, er risa- stóllinn, sem hefur verið komið fyrir við Suðurlandsbrautina gegnt Hótel Esju og ber hann merki sýningarinnar. Þorkell Guðmundsson, húsgagnaarki- tekt, teiknaði hann og sá um uppsetninguna. Þetta er áreið- anlega stærsta húsgagn — ef húsgagn skal nefna' —sem Þor- kell hefur teiknað, enda hefur fengizt staðfesting á þvi frá heimsmetabók Guinnes, að stærri stóll finnist ekki i þessum heimi.en hann er 7,5 metra hár. Þessa bráðskemmtilegu mynd tók ljósmyndari Tímans í gær. Maöurinn á myndinni er Þorkell Guðmundsson, húsgagnaarkitekt og hefur hann aldrei setiö I stærri stól. Fyrir þvi höfum viö staö- festingu frá heimsmetabók Guinnes, HÆTTA Á AT- VINNULEYSI áþ-Reykjavik — 1 fyrrahaust skipaöi félagsmálaráöherra nefnd til aö fjalla um atvinnu- horfur I Rangárvallasýslu og koma með tillögur til úrbóta. Ljóst er, aö mikill fjöldi fólks mun veröa atvinnulaust i vetur I sýslunni, en ástandiö kemur til með aö versna til muna, þegar Sigölduvirkjun er lokið. Til stendur að ráðast I Hrauneyjar- fossvirkjun, en eftir þaö liggja engin stór verkefni fyrir.'Nefnd- in hefur seiit út spurningabréf til allra þeirra Rangæinga, sem hafa unniö viö virkjunarfram- kvæmdir á hálendinu og spurzt fyrir um framtiöaráætlanir. Einnig hefur hún haft samband viö fyrirtæki i sýslunni, og at- hugaö, hvaö er á dagskrá hjá þeim. A ári hverju koma um 60 manns út á atvinnumarkaðinn i Rangárvallasýslu og viö virkj- unarframkvæmdirnar starfa 286 manns úr sýslunni. — Þessi stóri vinnumarkaður á hálendinu tekur enda fyrr eða siðar. Það er búið að ákveða að fara I virkjun Hrauneyjarfoss, en milli þess og Sigöldu er eyða. Eftir þá fyrrnefndu liggur ekk- ert fyrir, sagði Siguröur Óskarsson framkvæmdastjóri verkalýðsfélaganna I Rangár- vallasýslu. — Við byrjuðum á þvi að senda öllum Rangæing- um, sem unnið hafa i Sigöldu, spurningarlista. Þar var m.a. spurzt fyrir um fyrirætlanir þeirra og hugsanlegan vinnu- stað eftir að vinnu yrði hætt. Núna er verið að vinna aðgengi- legar niðurstöður úr þessum skýrslum, en mér virðist, að þær staðfesti það, sem við vor- um í raun og veru farmr að ótt- ast. Meginhluti þess fólks, sem var i Sigöldu sumariö 1976, verður annað hvort aö búa við ótryggl atvinnuástand,,atvinnu- leysi eða þá að sækja vinnu út fyrir héraðið. 1976 störfuðu í Sigöldu, sam- kvæmt launaskýrslum lands- virkjunar og verktaka við Sigöldu, 216 karlar og 70 konur úr Rangárvallasýslu. Nú hefur verið mikill samdráttur mann- afla i sumar. Hins vegar hafa verkalýðsfélögin ekki ýkja miklar áhyggjur af atvinnu- ástandinu i dag, þar sem von er á Hrauneyjarfossvirkjun, og fæst þvi timi til að undirbúa komu fólksins á atvinnumark- aðinn, er þeirri virkjun likur. Þvi var það, að nefndin sendi öllum fyrirtækjum i sýslunni spurningalista. Þar var óskað eftir upplýsingum um, hverjar væru áætlanir fyrirtæljanna um aukningu, hvort þau hefðu i hyggju að ráðast i nýjar fram- kvæmdir, hvað fyrirætlanir þeirra gætu skapað mörgum vinnu, hvað þau þyrftu aö fá mikið fjármagn og hvernig þau ætluðu að fjármagna sinar áætl- Framhald á bls. 23. Friðrik lang- hæstur MÓL-Reykjavik. Friðrik Ólafs- son, stórmeistari, er I sérflokki hvað varðar skákstig, en þau islenzku voru reiknuð nú i mán- uöinum. Er hann með 2595 og nálgast þvi óðum hið merkilega mark 2600 stig. Næstur Friðrik er Guömund- ur Sigurjónsson, stórmeistari, með 2475, og á hælum hans koma Helgi Ólafsson (2450) og Jón L Arnason (2435). A eftir ungu mönnunum kemur svo hin gamalkunna kempa Jón Kristinsson með 2415 stig, en hann hefur sem kunnugt er litið sinnt taflmennsku undanfarin ár enda búsettur vestur á Hólmavik. Ingvar Asmundsson er með 2400 stig, en aðrir kom- ust ekki yfir það mark. Alls eru 466 skráðir með stig og hafa þar af 66 bætzt viö á þessu áril. Hangárvallasýsla:° EÐNÞING í MESTA IÐNAÐARBÆNUM áþ-Reykjavik. 37. Iönþing Islend- inga var sett áAkureyri i gær I Borgarbiói. I upphafi fluttiforseti Landssambands. iönaöarmanna, Siguröur Kristinsson, ræöu, en þá ávarpaöi Gunnar Thoroddsen iðn a öa rráöherra þingheim. Meöal gesta á þinginu var bæjar- stjórn Akureyrar, nokkrir erlendir fulltrúar samtaka iön- aöarmanna i Noregi, Danmörku og Sviþjóö og innlendir forystu- menn iðnaöarmála, auk þingfull- trúa. Þingiö stendur þar til annaö kvöld. 1 ræöu sinni fjallaði Sigurður Kristinsson um þróun efnahags- mála síöustu tvö árin en talaði siðan um starfsemi landsam- bandsins almennt. Siöan vék hann að innri málefnum land- sambandsins og sagði m.a.: „Viö hljótum að gera okkur ljóst, að þróun innlends iðnaðar á næstu árum krefst mjög aukinnar -tæknivæðingar, stöðlunar i hönn- un, sérhæfingar og siðan og ekki sizt aukinnar samvinnu fyrir- tækja á ýmsum sviðum. Hvergi er réttari og eölilegri grundvöllur að vinna á að þessum málum en einmitt innan stórra og frjálsra samtaka eins og Landssambands iðnaðarmanna. An virkrar þátt- töku samtakanna á þessu sviði, tel ég, aö þau standi vart undir nafni sem hagsmunasamtök iðn- aðarins”. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra gerði aö umtalsefni fyrirhugaðar breytingar á iðnlög- gjöfinni. Þá vék ráðherra að byggingariðnaðinum og vakti athygli á ibúöaspá 1975 til 1985, sem framkvæmdastof nun ríkisins hefur látið gera. 1 meginatrið- um eru niðurstöðurnar þær, aí þörf sé á 24 til 29 þúsund nýjum ibúöum á þessu timabili, eða 2400 til 2800 ibúðum á ári að meöaltali. Astæða er til að vekja athygli byggingariðnaðarins á þessari skýrslu og á hinum stórfelldu verkefnum i byggingariðnaði á komandi árum. Um málefni skipaiðnaðarins sagði ráöherra m.a. að iðnaðarráðuneytið hefði beitt sér fyrir þvi að beina sem mest af verkefnum i skipaiðnað- inum til innlendra stöðva. Þá gat ráðherra um viðamikla úttekt á málefnum skipaiðnaðarins og skipun nefndar á vegum ráðu- neytisins, sem vinna á að til- lögum um uppbyggingu skipaiðn- aðarins. Mjög hefur veriö vandað til alls undirbúnings þessa þings og má segja, að sá undirbúningur hafi staðið frá þvi i marz á þessu ári, en þá tóku til starfa fimm undir- búningsnefndir Iðnþings. Eru fundargögn mjög viðamikil, enda tekin til afgreiöslu um 25 málefni. Má bar nefna ályktanir um iðn- aðarstefnu, og iðnþróun, ýmis aðstöðumál iðnaðar.s.s. lánamál, tollamál og tækniaðstoð fyrir iðn- fyrirtæki og iðnmeistara. Rétt til setu á þessu þingi eiga fulltrúar frá félögum og félaga- samböndum innan Landssam- bands iðnaöarmanna, samtals um 130 fulltrúar, sem skiptist þannig, að frá Meistarasambandi byggingarmanna eiga, rétt til þingsetu 49 fulltrúar frá 14 félögum, frá Sambandi málm- og skipasmiða 18 fulltrúar frá 4 félögum, frá rafiönaðinum 8 full- trúar frá 2 félögum, frá hús- gagna- og innréttingaiðnaöinum 7 fulltrúarfrá2 félögum, frá öðrum iðngreinafélögum og fyrirtækjum 26 fulltrúar frá 11 félögum og fyrirtækjum og frá 7 iönaðar- mannafélögum á rétt til þingsetu 21 fulltrúi. Þingforseti var kosinn Ingólfur Jónsson húsasmiða- meistari frá Akuryeri. Frá setningu Iönþingsins I Borgarbiói I gær. Timamynd: KS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.