Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.08.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. ágúst 1977 á víðavangi Atvinnu- reksturinn ber sína ábyrgð Vestfirzkir sjálfstæöismenn gefa út blaðið Vesturland. í siðasta hefti þess birtist for- ystugrein sem heitir „Burt með pilsfaldakapitalismann”, og munu menn sennilega hafa vænzt þess að lesa slika fyrir- sögn i Þ jóðviljanum fremur en málgögnum sjálfstæðis- manna. Tilefni þessarar for- ystugreinar eru þær fréttir sem borizt hafa nýlega af vandræðum frystihúsanna og þá einkum frystihúsanna á Suður- og Suðvesturlandi. Margt er réttilega sagt i þess- um leiðara Vesturlands, en eins og löngum vill verða i skrifum og ræðum sjálfstæðis- manna er furðu skammt yfir i öfgarnar. Vesturland segir m.a. i þessari forystugrein: „Óneitanlega er það undar- legt að aðalat vinnugrein þjóðarinnar sé rekin með halla á stórum landssvæðum. Og óvist er að varla getur það talizt björgulegt að svo sé búið að þessum atvinnuvegi að hann þurfi að leita á náðir rikisvaldsins til þess að verða ekki gjaldþrota. Þessi aðstaða sem fyrirtæki á Suður- og Suð- vesturlandi eru komin i er þó ekki neitt stundarfyrirbrigði, og ekki heldur er hægt að kenna um einhverjum nýleg- um aðgerðum stjórnvalda. Þetta er einungis spegilmynd þeirrar aðstöðu sem fslenzk fyrirtæki hafa búið við um áratugaskeið. Eigið fjármagn islenzkra fyrirtækja af hvaða tegund sem er, er af afar skornum skammti og þau þvi illa búin undir áföll. Hvenær sem f yrirtæki þurfa að ráðast i stórframkvæmdir þurfa þau að leita á náðir sjóða sem jafnvel eru ekki i umsjá hags- munaaðila. Af þessum sökum hefur islenzkum fyrirtækjum alltaf verið skorinn þröngur stakkur við fjármögnun fram- kvæmda sinna”. Að svo mæltu hefur Vestur- land upp sönginn um einka- framtakið heittelskaða sem rikisvaldið á alltaf að vera að hundelta, væntanlega að til- hlutan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins að einhverju leyti a.m.k. Eitt af ein kennunum Sannleikurinn er sá, að það er mikið til i orðum Vestur- lands ef það er tekið fram að þessi orð eiga við um allan at- vinnurekstur i landinu, hvort sem er einkafyrirtæki, sam- vinnurekstur eða fyrirtæki i eigu opinberra aðila. Það er alveg úr lausu lofti gripið að einungis sé hert að kosti einkarekstrarins, þvi að fyrir- tækin eiga i svipuðum vanda- málum að þessu leyti hvert sem rekstrarformið annars er. í öðru lagi verður ekki séð að þetta ástand hafi til komið fyrir tilverknað neins eins að- ila öðrum fremur, heldur er hér um að ræða eitt af ein- kennum efnahagsþróunarinn- ar á siðari árum. Skýringarinnar virðist m.ö.o. annars staðar að leita. Ástæðan til þess hve rekstrar- fjárskortur háir fyrirtækjun- um oft virðist vera sú að i við- varandi verðbólgu hafa fyrir- tækin alla tilhneigingu til þess að liggja aldrei með reiðufé, heldur koma þvi fyrir i „föstu” þegar i stað, er það skapast. Á sama hátt hafa þau alla tilhneigingu til þess að kaupa fyrst og greiða svo, rétt eins og einstaklingarnir gera þegar þeir kaupa sér ibúö eða byggja. Þess eru mörg dæmin að fyrirtæki leika þennan verðbólguleik mjög opinskátt, eins og t.d. þegar þau eru með vissu árabili að by ggja yfir sig og flytja eftir að búið er að af- skrifa fyrra húsnæði nægilega að mati forráða manna þeirra. Það er ljóst að islenzkt efna- hagslíf er eitthvert algerasta lánsfjárhagskerfi sem sögur fara af. Það er i öðru lagi Ijóst að eini lánardrottinninn sem kveður aði hagkerfinu er rikið og bankar og sjóðir þess. Það er i þriðja lagi ljóst, að i þessu hagkerfi er verðbólgan orðin að inngrónu fyrirbæri, svo samgrónu efnahagsstarfsem- inni að sjálft hagkerfið og brautir ákvarðana og breytni innan þess taka afdráttarlaust mið af áframhaldandi verð- bólgu. Atvinnu- rekendur í víta- hringnum Við þessar aðstæður tjóir at- vinnurekstrinum ekki að böl- sótast yfir þvi að hann eigi við rekstrarfjárskort að striða al- mennt. Atvinnureksturinn verður að sjálfsögðu að taka á sig sinn hluta ábyrgðarinnar af áframhaldandi óðaverð- bólgu. Um það þarf t.d. alls ekki að efast, að ef forráða- menn atvinnurekstrarins i landinu tækju sig saman um aðhaldssemi i eyðslu, fjárfest- ingu og framlögum umfram sjálfan reksturinn i þröngri merkingu orðsins — og ef slíkri samþykkt yrði fram- fylgt i reynd um nokkurra mánaða skeið, þá myndi veru- lega draga úr verðbólgunni i landinu. Slikrar ákvörðunar myndi og mjög gæta i fjár- munaráðstöfun i hagkerfinu að öðru leyti, t.d. af hálfu ein- staklinganna og fjölskyldn- anna i landinu. Ef atvinnu- reksturinn hefði samtimis i frammi raunverulega tilburði til sparnaðar i meðferð vinnu- afls á ekki að vera hætta á þvi að til nokkurs atvinnuleysis kæmi. Það er alveg rétt að at- vinnureksturinn á við sin vandamál að striða, og um þessar mundir beinast augu manna að frystiiðnaðinum vegna þeirra frétta sem af honum hafa borizt. Það er hins vegar alveg i hafsauga ef at- vinnurekendur ætla að halda þvi fram að almennur rekstr- arfjárskortur sé til kominn einfaldlega fyrir aðgerðir og framkomu fjandsamlegs rik- isvalds. Þessi rekstrarfjár- skortur er til kominn vegna þess fyrst og fremst að I land- inu er óðaverðbólga og allir, þ.á.m. fyrirtækin, leggja á- herzlu á að koma lausafé sinu i eitthvað „fast” og það sem allra fyrst áður en verðgildi þess fellur. En þessu fylgir það, að atvinnureksturinn ber sinn hluta ábyrgðarinnar á á- framhaldandi verðbólgu i landinu, verðbólgu sem er vitahringur vegna þess að hún er orðin einn meginráður efnahags- legra ákvarðana í hagkerfinu. JS 5 SKiPAUTCiCRÐ RIKISINS AA.s. Baldur fer frá Reykjavik þriðjudag- inn '30. ágúst til Breiðafjarð- arhafna. Vörumóttaka: mánudag og til hádegis þriðjudag. AA.s. Esja fer frá Reykjavfk fimmtu- daginn 1. september vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: fiistudag, mánudag og þriðjudag til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglu- fjarðar, ólafsfjaröar, Akur- eyrar, Húsavikur, Raufar- hafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar.____ 'tK.aupfélag ^Zangseinga auglýsir: Höfum til sölu Massey-Ferguson 165 ár- gerð 1974. Með Multi-Power búnaði og húsklæðningu. Einnig nokkrar eldri drátt- arvélar. Upplýsingar gefur Bjarni Helgason, sim- ar (99) 5121 og (99)5225. Til sölu Fyrsta kálfskvigur, haustbærar. Upplýs- ingar hjá Sigurði Jónssyni Eystra-Selja- landi. Simi um Seljaland. ALK3LVSWQA0Elt.DIN/ LJÓSM STUDtO 28 Skólapeysur Tugir tegunda. Allar stæröir. Margir litir. 995.- krónur - Eitt verð Aðeins í f imm da?a s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.