Tíminn - 07.09.1977, Page 7

Tíminn - 07.09.1977, Page 7
Miðvikudagur 7. september 1977 7 Libby á leið i mat. Osæmilegt á afmælisári Svolitið uppnám hefur orðið við ensku hirðina á þessu blessuðu afmælisári út af fallegri mynd af fallegri stúlku, Karen Jo Pini, 21 árs gamalli Ungfrú Astraliu. Ekki var það reyndar myndin sjálf, sem uppnáminu olli, heldur sú staðreynd að ljósmyndarinn er náfrændi Elisabetar drottningar, Patrick Lichtfield að nafni og lávarður að nafnbót. Hann er atvinnuljósmyndari og hefur verið lengi, en hefur ekki áður fengizt við að taka myndir af nöktu kvenfólki. Þótti hirðsiðameisturum sérlega illa til fundið að taka upp á þessu á hátiðisárinu mikla, þegar drottning heldur hátiðlegt 25 ára rikisstjórnarafmæli sitt. Arið 1977 hefur verið samfelld hátið i Bretlandi. Eitt uppátæki er það, að stúlkubörn sem fæðzt hafa á árinu, hafa unnvörp- um hlotið nafnið Jubilee (afmælishátið). Nú hefur glögg- skyggn kona bent á það að þetta geti átt eftir að gera þess- um stúlkubörnum erfitt fyrir, þegar að þvi kemur að þær vildu gjarnan fara aðeins að hagræða aldri sinum, þá fel- ist fæðingarárið hreinlega i nafni þeirra! Það er ekki að undra þó að honum Libby þyki gott að fara i bað, hann er nú einu sinni flóðhest- ur. Tíma- spurningin Hefurðu komið á heim- ilissýninguna? Arndis Jósepsdóttir, afgreiðslu- stúika: Nei ég hef ekki farið - ennþá. Ég hef þó heyrt vel af sýn- ingunni látið og ætli maður drifi sig ekki. Kristin Guðbrandsdóttir, húsmóðir: Búin að fara og likaði ljómandi vel. Svona sýningar hjálpa manni til að fylgjast með og gefa góðar hugmyndir. Maria Sigurlaugsdóttir, vinnur á ljósmyndastofu: Ég hef ekki farið á sýninguna og er ekki enn búin að ákveða, hvort ég fer á hana. Sigurbjörn Asgeirsson, múrari: Nei, ekki ennþá, en ég er eigin- lega á leiðinni. Ég ætla að fara siðar i dag. Svona sýningar eru mjög hjálplegar t.d. þeim sem eru að byggja. Þorgrimur Eyjólfsson, fyrrv. framkvæmdastj: Nei, ég er ekki búinn að sjá hana, þvi miður. Maður á það ef til vill eftir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.