Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 1
Fyrir vörubila Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu- drif Eiturgufu hefur orðið vart í Bjarnarflagi Eftir hádegi i gær var settur lögregluvörður i Bjarnarflagi, en hætta var talin á eiturgufum úr einni holunni. Menn sem fóru um svæðið i gærmorgun urðu hálfvankaðir eftir að hafa farið þar um. Að sögn Jóns Illugason- ar, þá ætluðu jarðfræðingar að efnagreina gufuna i gær, en Timanum tókst ekki að ná sam- bandi við neinn þeirra i gær- kvöldi til að fá niðurstöður rannsóknanna. Samkvæmt upp- lýsingum jarðvisindamanna varð gos i holu fjögur f Bjarnar- flagi i fyrrakvöld, en áður var taliö að kviknað hefði i eldfim- um gasefnum. Gufan brýtzt út óbeisluð gegnum rör yfir hol- unni og hefur étið sér leiö gegn- um þaö.Mikil þrýstingsaukning varð á svæðinu feldsumbrotun- um i fyrrakvöld og nótt, en slikt hið sama gerðist i aprfl sfðast liðnum. ÖIl hætta er hinsvegar talin liðin hjá, þó svo enn eigi sér stað gliðnun i sprungum á öllu svæðinu. Þó svo að hraunið sjálft hafi ekki valdið neinum skemmdum á mannvirkjum, þá hafa um- brotin sem fylgdu eldsum- brotunum skilið eftir sig miklar skemmdir. Þannig skemmdust tvær af þróm Kisiliðjunnar og verður verksmiöjan óstarfhæf um tima. Hús Léttsteypunnar, sem er skammt frá Kisiliðjunni, varð einnig fyrir skemmdum og ekkert gufustreymi er til verk- smiðjunnar eins og stendur. Simastrengir og raflinur urðu einnig fyrir skemmdum. — Þetta viröist vera aö ganga hjá, sagði Páll Einarsson jarð- eðlisfræðingur i samtali við Timann i gærkveldi. — Þaö er smámsaman aö hægja á öllum hreyfingum og landsigiö er að mestu búið. Einnig eru jarö- skjálftarnir á undanhaldi. Þessi umbrot eru talsvert meiri en þau sem voru I april, sprungu- hreyfingar eru minni og sama máli gegnir með landsig. Það er i sjálfu sér ekki hægt að draga neinar ályktanir af þessu ein- staka gosi, þvi það er bara einn viðburður af mörgum. En ef landris heldur áfram eins og aö undanförnu, hlýtur það aö enda með þvi að eitthvað meira af hrauni komi uppá yfirborðið.en hvelengi landrisiðheldur áfram getur enginn sagt neitt um. — Við höfum verið að vinna við hitaveituna og hófst undir- búningur strax I morgun. Þaö er ljóst að húsin i Voga- og Reykja- hliðarhverfi verða án heits vatns næstu daga, sagði Jón Illugason oddviti i Skútustaöa- hreppi. — En það er ekki á hreinu hvort við getum leyst vandamálið með bráðabirgða- lögn, á þaö er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Hitaveitu- leiðslan er mjög illa farin á um kilómetra kafla og það er ljóst að mikið verk er að gera við hana. Eins og stendur er mjög gott veður i Mývatnssveit og það bjargar miklu. Jón sagði að starfsmenn raf- magnsveitnanna væru komnir á vettvang til aö gera við línur en ekki munu þ ær þó vera kom nar i sundur. Hinsvegar var orðið mjög strekkt á þeim. Viðgerö stendur yfir á veginum þar sem hann fór verst, en í hann komu sprungur og misgengi. I Náma- fjalli, til dæmis er misgengi 20 m. langt, mannhæöar hátt eftir veginum endilöngum. Vegurinn mjókkaði til muna og var að lokum rétt rúmlega bilbreidd. Ennfremur komu sprungur i veginn á móts við Kfsiliöjuna. — Yfirleitt tóku menn þessum atburðum með æðruleysi en nokkrar fjölskyldur fóru af staönum i gærkveldi, sagöi Jón, — Þá var eitthvaö um að börn væru flutt burtu. Hinsvegar brá mönnum æöi mikið þegar grun- ur lék á að gos væri hafið i Bjarnarflagi. Gosinu.sem hófst viö Kröflu I fyrrakvöld, lauk jafn snögglega og það byrjaöi. Hraunið sem kom upp er fremur lftiö vöxtum, rétt um tveir ferkilómetrar, og mjög gljúpt. Timamenn heimsóttu Kröflusvæöiö f gær og lituöust um á umbrotasvæðinu. Myndir: Gunnar.Texti: áþ. Kísilgúr- verksmiðjan: Meiri skemmd- ir en áður — Mesta skemmdin varö á einni þrónni, en einnig skeinmdist verksmiðjan og skrifstofuhús- næöiö. Þá fóru vatns-, gufu- og rafmagnsleiöslur, sagöi Þor- steinn Ólafsson framkvæmda- stjóri f saintali viö Tlmann. — En I vor hvarf vatniö, hins vegar hélzt annaö nokkuö i skoröum i þeim náttúruhamförum. 1 Kisilgúrverksmiðjunni eru þrjár þrær sem eru um 100x120 metrar að stærð. 1 vor skemmd- ust tvær þeirra allverulega. Við- gerðá annarri varnýlokið.en hún bilaði aftur i fyrradag. Viögerö á þeirri siöari var ekki lokið, svo aö þótt komið hafi ný sprunga i gegnum hana núna, kemur það ekki að sök. Þorsteinn sagði að þó nokkuö mikið magnaf Kísilgúr hefði runnið niður er nýja sprung- an myndaðist, en mikið var eftir af kisilgúr sem hafði náö aö setj- ast. Nýting á þvi sem eftir situr, er háð þvi að hægt sé að gera við þróna. Sú þróin, sem hélt nú, er hin sama og stóðst jarð- hræringarnar i vor. Þær skemmdir sem urðu á skrifstofubyggingunni núna eru yfirleitt á sömu stöðum og i vor, en bara meiri, og sagði Þorsteinn. — Það á hins vegar eftir að meta þær. Framleiösla verksmiðjunn- ar fellur niður núna um tima meðan viö erum að athuga þaö sem gerzt hefur, en eftir að prófanir hafa veriö gerðar á vél- um og búnaöi sé ég ekkert þvi til fyrirstöðu að hefja vinnu á ný. Þrærnar taka 250 þúsund rúm- metra samtals, og sagöi Þor- steinn að gúrinn sem hefði tapazt, væri varla umtalsveröur. En hann tók fram að af þessum 250 Framhald á bls. 4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.