Tíminn - 10.09.1977, Síða 9

Tíminn - 10.09.1977, Síða 9
Laugardagur 10. september 1977 9 Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verö I lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300 i mánuði. Blaðaprenth.f. Út úr vítahringnum Verðbólga i hóflegum mæli getur verið vaxtar- verkir efnahagskerfis i örri framþróun, en óða- verðbólgan á íslandi á ekkert skylt við eðlilega hargræna starfsemi. Hún er vitahringur sem þjóð- in verður að brjóta af sér. Allir vita að óðaverðbólgan brýtur niður við- skiptasiðgæðið i landinu og að hún leiðir af sér miklar og ranglátar eignatilfærslur. Margir vita hverjar meginástæður hennar eru, og þótt menn vilji sjaldnast viðurkenna það, opinberlega a.m.k., þá er það á almannavitorði að hagsmunasamtökin i landinu hafa tekið þátt i verðbólgukapphlaupinu, studd af stjórnarandstöðunni, enda þótt vitað sé að stundarhagnaður verður skaði til lengdar. Unga kynslóðin hefur neyðzt til að taka þátt i kapphlaupinu vegna húsnæðismálanna, og fyrir- tæki i eðlilegri uppbyggingu sömuleiðis. Þvi miður hafa ýmsir af þessum aðilum farið að trúa á óða- verðbólguna að hún muni skila þeim aftur út úr kvörn sinni óhultum, en það er mikill misskilning- ur. Nú er fyrir mestu að allir geri sér ljóst að eng- inn getur grætt á verðbólgu, nema skuldakóngar, braskarar og óráðsiupésar. Allt vinnandi, hagsýnt og heiðarlegt ráðdeildar- fólk tapar á verðbólgu. Það er þjóðfélagslega hag- kvæmara að auka lán til íbúðabygginga og hafa þau til lengri tima en nú erjheldur en að hafa öll hús landsins i björtu verðbólgubáli ár eftir ár. Á það er einnig rétt að benda að óðaverðbólgan tefur og hindrar þjóðfélagslegar framfarir. Meðan hún æðir yfir tekur það megintima stjórn- valda að verja þjóðina áföllum hennar vegna i stað þess að geta á eðlilegan hátt helgað sig fram- faramálum og umbótum i þjóðfélaginu. Núverandi rikisstjórn hefur gert það að megin- viðfangsefni sinu að vinna bug á þessum vágesti. Hún hefur náð miklum árangri, en það er engum ljósara en rikisstjórninni sjálfri, að mikilsverðir áfangar eru enn fram undan. Það er þvi fyrir miklu að ekki verði undan látið i sókninni gegn óðaverðbólgunni. Vitaskuld eru það ekki lýðræðislegir kostir, ef þjóðin á að velja á milli óraunsærra skýjaborga sósialista annars vegar og afturhaldsdraumsýna hörðustu ihaldsmannanna hins vegar. Auðvitað er það fráleitt að þjóðin hafi ekki aðra kosti en mis- jafnlega mikla óðaverðbólgu. Og þjóðin á að eiga betri kosti, og þeir eru fyrir hendi. í þjóðfélaginu er fyllilega svigrúm fyrir ólikar skoðanir og ólik viðhorf þótt þau hvili jafn- framt á heilbrigðum efnahagslegum grundvelli. Allt uppgjafartal vegna óðaverðbólgunnar á að fordæma, en menn verða þá jafnframt að treysta sér til þess að standa við það fordæmi sem rikis- stjórnin hefur gefið um jafna, stöðuga og sigandi sókn i viðskiptamálunum gegn vágestinum. öfgar sósialista til vinstri og órar harðlinu- manna til hægri leiða þjóðina ekki út úr vandan- um, heldur ábyrg og þjóðholl umbótastefna. Þessa stefnu ber þvi að styrkja á öllum sviðum þjóð- lifsins. JS ERLENT YFIRLIT Bandaríkin og Kína deila um Taiwan Taiwanbúar eiga sjálfir að ráða málum sinum ÞRIÐJI valdamesti maöur kinversku stjórnarinnar, Teng Hsiao-ping, hefur látiö i ljós viö bandaríska blaöamenn, aö Pekingför Vance utanrikis- ráöherra hafi frekar markaö spor aftur á bak en áfram i sambúö Kina og Bandarikj- anna. Ford forseti hafi lofaö þvi, þegar hann heimsótti Peking i desember 1975, aö rjúfa stjórnmálasambandiö við stjórnina á Taiwan og taka upp fullt stjórnmálasamband við Kina, ef hann ynni i for- setakosningunum 1976. Hins vegar heföi Vance ekki viljað slita stjórnmálasambandið við Taiwan til fulls, heldur hafa þar áfram ræðismanns- skrifstofu, ef Bandarikin opn- uöu sendiráð i Peking. Tals- maður Bandarikjanna hefur ekki boríð á móti þessu, en heldur ekki staðfest það. Hins vegar hefur hann sagt, aö Bandarikin stefni að þvi, aö taka upp fullt stjórnmálasam- band við Kina. Sé frásögn Tengs rétt, hafa Bandaríkin ætlað að fara krókaleiö til að halda dipló- matisku sambandi bæði viö stjórnina i Kina og stjórnina á Taiwan. Pekingsstjórnin tel- ur, að Taiwan sé hluti Kina og samkvæmt þvi væri formlega hægt fyrir Bandarikin aö hafa ræðismann á Taiwan og telja hann tilheyra sendiráði sinu i Peking. Sá galli er hins vegar á þessu, að ræöismaöurinn á Taiwan myndi hafa samband viö stjórnina þar og vera þvi óbeint eins konar sendiherra Bandarikjanna þar. Eðlilega gat kinverska stjórnin ekki fallizt á þessa lausn. EINS OG dæmið stendur i dag, eiga Bandarikin þess ekki kost að koma á stjórnmálasam- bandi viö Kina, nema þau sliti alveg tengslin við Tai- wan-stjórnina. Sú afstaöa Kina er ekki óeðlileg. Hitt er jafn skiljanlegt, aö Bandarik- in hvorki vilja né geta þessu stigi greitt stjórnmálasam- bandiö viö Kina þessu verði. Vegna hins nána sambands, sem veriö hefur milli Banda- rikjanna og Taiwan um nær þrjátiu ára skeiö, geta Banda- rikin ekki slitiö tengslin við Taiwan og viðurkennt hana sem hluta hins kommúnistiska Kina, þar sem Pekingstjórnin gæti þá farið fram eins og henni sýndist, án allrar ihlut- unar af hálfu Bandarikjanna. Þetta myndi sæta slikri mót- spyrnu i Bandarikjunum, aö engri stjórn þar yrðu stætt á þessu, eins og málin standa nú, og þó sizt eftir allar mann- Chiang Chung-kuo réttindayfirlýsingar Carters. Þaö, sem Bandankin fengu i staöinn, væri aöeins formleg viöurkenning á stjórnmála- sambandi viö Kina, sem er i reynd þegar komiö á, þótt það sé ekki nefnt þvi nafni.Allar likur benda til, aö þaö ástand muni vara nokkra hriö enn, eða þangað til að Kinverjar slaka eitthvaö til eöa breyting 'veröur á almenningsálitinu i Bandarikjunum. Eins og er rekur ekki heldur neitt á eftir Bandarikjunum i þessum efn- um. Meðanm Kinverjar og Rússar eiga i deilum og Kin verjar halda áfram sam- bandinu við Bandarikin, hvort sem þaö verður talið óform- legt eða formlegt. RÉTTLATASTA lausnin á málefnum Taiwan væri að sjálfsögðu sú, að íbúarnir þar fengju að ráða þvi sjálfir, hvort Taiwan sameinaðist Kina eða væri áfram sjálfstætt riki. Taiwan tilheyröi að visu Kinaveldi fyrr á öldum, en þó voru ibúarnir þar á ýmsan hátt frábrugðnir Kinverjum. Japanir hertóku svo Taiwan um aldamótin siðustu og var hún nýlenda þeirra þangað til siðari heimsstyrjöldinni lauk. Þá var hún aftur lögð undir Kina vegna yfirgangsstefnu Chiang Kaisheks, er siðar not- aði svo tækifærið til að flýja þangað með leifarnar af her sinum, þegar hann hfði tapað striöinu við kommúnista. Siðan hafa flóttamennirnir fra meginlandinu ráðið lögum og lofum á Taiwan, fyrst undir einræðisstjórn Chiangs en siöan hann lézt 1975, undir ein- ræðisstjórn sonar hans, Chiang Ching-kuo, sem raunar hafði orðið ráðið mestu siðustu valdaárfööursins.Taliö er, að flóttamennirnir frá Kina og afkomendur þeirra séu nú um 15% fbúanna á Taiwan, en alls eru ibúarnir þar 16-17 milljón- ir. Miklar efnahagslegar framfarir hafa oröið á Taiwan siðan heimssyrjöldinni siöari lauk og munu þær ekki hafa orðið meiri annars staðar i As- iu, þegar Japan er undanskil- ið. Bandarikin hafa veitt Tai- wan mikla efnahagslega að- stoð og þeir höfðu þar fjöl- mennt setulið um skeið, en nú hefur það verið flutt burtu að mestu. Taiwan hefur eflt mik- inn her og er m.a. talið, að flugherinn þar sé fullkomnari og betur búinn tækjun en kin- verski flugherinn. Að sjálf- sögðu áþetta eftir að breytast þvi að Pekingsstjórnin hefur nú ákveðið að efla her sinn og tæknivæða hann miklu meira en hingað til. Það er nokkurt dæmi um þann árangur, sem Taiwanbúar hafa náð á sviði iðnaðar og útflutnings, aö verzlunarviðskipti Bandarikj- anna og Taiwans eru fjórtán sinnum meiri en verzlunarvið- skipti Bandarikjanna og Kina, en þau hafa lika dregizt saman siðustu árin. Taiwan- búar flytja út margvislegan iðnvarning til fjölmargra landa. Eins og áður segir, væri það æskilegasta lausnin, að Tai- wanbúar fengju að ráða mál- um sinum sjálfir. Þá væri ekki óliklegt, að brátt tækjust skipti milli þeirra og Kin- verjar og þessar þjóðir gætu þá leyst sambúðarmál sin af fúsum og frjálsum vilja. Til þess að sú þróun verði, þarf tima og þvi er sennilega bezta lausnin, að óbreytt ástand eða lítið breytt ástand haldist enn um sinn. Þ.Þ. Teng Hsiao-ping I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.