Tíminn - 10.09.1977, Qupperneq 11

Tíminn - 10.09.1977, Qupperneq 11
Laugardagur 10. september 1977 n 10 Laugardagur 10. september 1977 Að virkja sköpunar- máttinn Rætt við Jónas Þóri Þórisson orgelleikara A efstu hæð Hótel Esju er vist- legur veitingasalur þar sem fjall- ið sem hóteliö þiggur nafn sitt af blasir viö, ef litið er út um glugg- ana. Glermyndir Leifs Breiðfjörö prýða salinn, og þrjú kvöld i viku situr ungur orgelleikari viö hljóð- færiö gestunum til ánægju. Á Skálafelli og Grillinu á Hótel Sögu hafa allmargir kynnzt leik Jónas- ar Þóris Þórissonar. Hann er ungur að árum, fæddur 1956, en hefur þrátt fyrir það náð langt i tónlistinni. Það er þvi ekki að ástæðulausu að hann er kynntur ögn gerr fyrir lesendum. Jónas tók vel þeirri málaleitan að ræða við blekbera. Við áttum þvi tal saman á hlýlegu heimili hans, og hlýddum á lög hans sjálfs og verk annarra tónsmiða sem Jónas hefur útsett og leikið. Þessi lög eru væntanleg á sóló- plötu hans snemma árs 1978. Jónas er alinn upp á heimili þar sem tónlistin skipar veglegan sess og ég spyr hann um fyrstu kynni hans af tónlist. — Fyrsta atriðið er auðvitað, aö faðir minn er tónlistarmaður að atvinnu. Ég fór snemma að fara á tónleika með honum. Hann spilaði bæöi á fiðlu og trompet i Sinfóniuhljómsveitinni, og á barnatónleikum sat ég og hlustaöi og fylgdist vel með honum. Hann spilaöi fyrst á fiðluna, en siöan á trompetinn, en þá hélt ég að hann heföi horfiö og varð hræddur. 1 öngum mfnum gekk ég upp á sviöiö, hágrátandi. Það hefur verið allundarlegur samhljómur, kveinstafir minir og tónlistin sem hljómsveitin lék. Fagottleikari náði I mig og setti mig fyrir aftan pabba. Þar sat ég og horfði yfir alla, ég var u.þ.b. þriggja ára. — Þetta hefur þá verið I fyrsta skipti sem þú komst fyrir áheyr- endur? — Ja, það má segja það. Móðir min er einnig áhugamaður um tónlist, hún leikur á pianó. Sótti aldrei tima i orgel- leik — Það hefur þá iegið beint við að þú lærðir eitthvað fyrir þér á þessu sviði? — Þegar ég var átta ára i Melaskóla, var Daníel Jónsson söngkennari þar. An þess að nokkur væri að ýta á mig óö ég að honum og spurði hvort hann vildi taka mig i tima. Hjá honum var ég i eitt ár, en fór þá i Tónlistar- skólann og var nemandi Björns Ólafssonar fiðluleikara i 4 ár. 1 gagnfræðaskóla og mennta- skóla breyttist tónlistarsmekkur- inn og ég fékk áhuga á dægurtón- list. Þá spilaði ég með ýmsum ágætum mönnum, þaö má nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, við spil- uðum saman i Tónabæ og M.R. — Hvenær byrjaðir þú að leika á orgel og pianó? — Ég byrjaði ungur að spila á pianó, en um orgelið gegnir ööru máli. Ég heyrði fyrst i rafmagns- orgeli heima hjá Poul Bernbourg, þá niu eða tiu ára gamall. Ég hef alltaf verið talinn ýtinn og sagöi Poul að ég vildi gjarnan fá slikt orgel. Um jólin 1968 fékk ég að hafa orgel I heilan mánuð og spil- aði á þaö allan timann, ég svaf svo að segja við þaö. Eftir það hætti ég I fiölutimum hjá Birni þvi ég haföi tekiö ástfóstri við orgel- ið. — Þú hefur þá sótt tlma I orgel- leik? — Nei, aldrei, þá einu tilsögn sem ég hef fengiö á pianó og orgel fékk ég hjá móður minni. Hún leiðbeindi mér meö fingrasetn- ingu, en nótur kunni ég. Samdi fyrsta lagið 12 ára — Hvenær byrjaðir þú aö semja lög? — Ég var tólf ára þegar ég samdi mitt fyrsta lag. Magnús Pétursson samdi við þaö texta og þaö komst I Trimm-keppnina fyr- ir 3 árum, þar sem átti að velja söng. Þuriður Sigurðardóttir söng lagið. Ég byrjaði aö semja af þvi að þaö er leiðinlegt aö herma allt eftir öðrum. Það er mest gaman að reyna að vera frumlegur, hvernig sem tekst. Ég er auðvitað alltaf undir sterkum áhrifum frá - Jónas viö orgelið I Skálafelli. öðrum þegar ég er að semja, ég tala nú ekki um þegar maður er ungur. Þaö er ekki enn tii neitt sem heitir persónulegur still þó ég telji mig vera aö skapa eitt- hvað. Ég vil taka undir orð Hall- dórs Laxness að „kjarni listar- innar er listsköpunin sjálf”, en ekki neitt annaö. Ekkert er eins ánægjulegt og loka augunum og spila eitthvað. — Hvernig semur þú lög og við hvaða aðstæður? — Það fer eftir ýmsu, I byrjun samdi ég aðeins á pianó, ég sat við hljóöfærið og það kom yfir mig einhver stemning. Undanfar- in tvö til þrjú ár hef ég unnið allt öðru visi að þessu. Til dæmis þeg- ar ég samdi tónlist við Hávamál. Þá tók ég fyrir ákveðið ljóö, reyndi að túlka það og undirstrika það sem mig langaði að glæöa lífi. — Er það þá Ijóðið sem er kveikjan að verkinu? — Einmitt, og þessari aðferð hef ég haldið siðan, það er meira krefjandi, en mjög skemmtilegt. — Hvers vegna valdir þú rekna kenningu sem nafn á eitt verk þitt? — Foldar hallar dróttins sonur, sem þýðir Jesú Kristur, kom fyrir i lestrarefni 3. bekkjar og varð þessikenning mér mjög hugstæð. Verkið var frumflutt á jólagleði M.R. I Laugardalshöll 1974. — Hvort kýst þú frekar að semja við islenzka eða enska texta? — Aðallega Islenzka texta nú orðið. Ég á þó tvö lög við enska texta, en höfundar þeirra eru pólskir þannig að það má segja að þetta sé oröið alþjóðlegt. Þessir ensku textar eru mun betri en al- mennt gerist um slika. Tónlist verður að vera samin af hugvitssemi og tilfinningu — Hvaða tónlistarmenn hafa áhrif á þig, fyrir utan að fjöl- skyldan lifir og hrærist I tónlist- inni? — A minum yngri árum lék ég eingöngu klassiska tónlist t.d. eft- ir Bach, Vivaldi og Bartok, en þegar ég fór að hlusta á popptón- list hreifst ég af hljómsveitum eins og The Who og Led Zeppelin. Ég bý enn að þvi sem Atli Heimir kenndi mér, en honum kynntist ég I M.R. Hann hjálpaöi mér að skapa minn eigin stil bæði I hljóðfæraleik minum og tón- smlðum. — Hvaða tónskáld dáirðu mest? — Ég elska alla góða tónlist, popp, klassik og jass. Allir hafa nökkvat til sins ágætis. Það gildir einnig um tónlist. Það er aðeins að hún er samin af hugvitssemi og tilfinningu. Að höfundurinn gefi eitthvað af sér finnst mér vera meginatriðið. Ég hef ekki neitt ákveðið goð þó að nútima- menn séu alltaf að leita að ofur- mennum. — Þú fylgir þá ekki neinni ákveðinni stefnu? — Nú hef ég mikinn áhuga á s-ameriskum takti, t.d. rúmbu og sömbu. Hugtak eins og stefna er annars nokkuð þröngt. Maðurinn er nú ekki svona einfaldur, hann er samsettur úr svo mörgum þáttum. Nákvæmar skilgreining- ar eiga ekki heima I listum. Aðal- atriðið er að kunna að njóta listar, ekki að gagnrýna hana, það er ekki til góð list eða slæm, og list er ekki eingöngu hægt að læra, það er aðeins hægt að endurbæta hana. Þú getur aðeins hjálpaö sjálfum þér aö virkja sköpunar- máttinn. Lék fyrst á Hótel Borg. — Þú ert farinn að gera orgel- leikinn að atvinnu þinni og hefur leikið á veitingastööum. — Það byrjaði allt með þvi að ég var lyftudrengur á Hótel Borg. Faðir minn spilaði þar i hádeginu og I kaffinu, en brá sér til Spánar I fri eitt sumarið. Þá var Pétur heitinn Borgarstjóri og sagði við mig: „Jónas junior, nú verður þú að taka við af pabba þinum og spila”. Ég lék siðan þarna af og til, þegar ég var 12 ára I hádeg- inu, kaffinu og á kvöldin þegar lit- ið var um að vera. Siðan byrjaði ég á Grillinu 18 ára og var þar I eitt ár, en á Skálafelli hef ég verið siðan opnað var 1. aprfl 1977. Þvi má bæta við, að við Krist- ján Þórarinsson gitarleikari kunningi minn, höfum spilað tals- vert saman i einkasamkvæmum. — Nú leikur þá á vinveitinga- stað. Hver er reynsla þin af ts- lendingum við ölteiti? — Þeir eru misjafnir. Meiri- hlutinn er indæll og kurteis, en margir vilja fá að syngja með. Is- lendingurinn gerist söngvinn und- ir áhrifum. Gæðin eru samt sjald- an slik að það sé til ánægju. Þeir vilja fjörið sem mest, en leggja ekki ýkja mikið við hlustirnar. — Er munur á þeim útlending- um sem sækja staðinn og Islend- ingum? — Þeir drekka mun hægar og þeir dansa meira og miklu betur. tslendingum er sama hvaða takt- ur er leikinn þvi þeir dansa alltaf sömu sporin, en auðvitað eru til undantekningar frá öllu þessu. Tónlistarkennsla á að veita sem fiestum á- nægju. — Telur þú áhuga islendinga á orgelleik vaxandi? — Áhugi manna á orgelum er orðinn geysimikill og ég er hissa á aö markaðurinn skuVi ekk'i VePa orðinn mettaöur. Eg gæti truao au til landsins væru komin 5-6 þús- und orgel. Fyrir. tveim árum byrjaði Yamaha með svokallaðan orgel- skóla, siðan hefur umboðsmaður Baldwin einnig hafiö slika starf- semiEinkenni þessara skóla er að ekki er nauðsynlegt að nemand- inn hafi undirstöðumenntun i tón- list, það er reynt að gera allt eins einfalt og unnt er. Sá háttur er hafður á að nemandinn hafi fyrst og fremst ánægju af náminu, það er ekki verið að leita að snilling- um. Þetta kann ég að meta og tel aðfólk ætti að notfæra sér kennsl- Breiðskifa væntanleg á þorranum — Nú hefur þú nýlokið við upp- töku á breiösklfu . Hvenær fórst þú að hugsa um hana? — Hún hefur átt sér iangan að- draganda. Þaö hefur verið minn draumur að gefa út L.P. plötu en ég vissi að það væri heimskulegt að koma með eigin lög, þegar enginn þekkir mig. Ég tók þvi fyrir eldri islenzk dægurlög og útsetti þau. Þarna eru mörg þekkt lög, t.d. Dagný, Ég leitaði blárra blóma, Minnig um mann, Kontoristinn, þjóðlagiö Þei þei og ró ró og eitt frumsamið lag sem ég nefni Lost. En þar sem ég tók upp um 20 lög er ekki end- anlega ákveðið hvaða lög verða á plötunni. Upptakan fór fram I hljóðupptökusal Tóntækni hf. dagana 13. til 20. júli 1977. Upp- takan og hljóðblöndunin tóku samtals 64 klst. sem telst ekki mikið. Hljóðfæraleikarar með mér voru Kristján Þórarinsson gitarleikari, trommuleikari Guðjón B. Hilmarsson og Jónas Dagbjartsson faðir minn ieikur á fiðlu i tveim lögum. Við upptökuna notaði ég Bald- win Cinema II orgel, sem er bio- orgel i kirkjuorgelastærð. Pálm- ar Arni lánaði mér hljóðfærið og er ég honum mjög þakklátur. Upptökunni stjórnaði Sigurður Arnason. Hann var mjög þolin- móður og ekki er hægt að hugsa sér betri samverkamann . Ég gerði samning við Svavar Gests fyrir ári siðan, en vegna anna komstég ekki I upptöku fyrr en i sumar. Ég vildi gera þetta þokkalega og vona að vel hafi tek- izt. Platan er væntanleg á þorran- um til þess að ylja Islendingum i skammdeginu og kuldanum. — Hvað um framtíðina? — Ég hef ekki enn sagt hingað og ekki lengra, ég held áfram á sömu braut. Sólveig Jónsdóttir. Skálafell er mikiö sótt af tslendingum jafnt sem útlendingum, sem koma þar til að rabba saman og hlýða á leik Jónasar. Hér er hljómlistarmaöurinn á tali við blaðamann Timans. Timamyndir GE Norrænu félögin á fundi í Eyjum GB-Akranesi.Dagana þriðja og fjórða september var haldinn í Vestmannaeyjum ársfundur norrænu félaganna frá öllum Noröurlöndunum, þar á meöal Færeyjum og Álandseyjum. A fundinum voru formenn og framkvæmdastjórar félaganna, auk nokkurra fulltrúa og gesta. Fundirnir voru haldnir I félags- heimilinu, en gestirnir buggu i \ hinu vistlega Hótel Vestmanna- eyjar, við ágætt atlæti. Fundir stóðu yfir allan laugardaginn, en á sunnudag gafst fundar- mönnum kosturá að skoöa Eyj- arnar undir ' leiðsögn bæjar- stjórans, Páls Zópaóhiassonar, er leysti það starf af hendi með miklum ágætum, eins og alla móttökuna, svo að á betra varð ekki kosið, enda munu þessir dagar i Eyjum verða öllum þátttakendum ógleymanlegir, og þá eigi sizt frændum vorum, sem flestir voru hér I fyrsta skipti á ævinni. Aður en lagt var upp I skoð- unarferðina, sem tók fjóra til fimm tima, var sýnd mjög fróð- leg litkvikmynd frá fyrstu dögum gossins. Viölagasjóður hafði látiö gera þessa mynd, og hafði hún tekizt mjög vel. Þar fékkst nokkur hugmynd um þær hrikalegu náttúruhamfarir, sem þarna áttu sér stað, og frægar urðu um viða veröld fyrirrösklega fjórum árum. Um það hefur svo mikið verið rætt, að þarflaust er að fara um það mörgum orðum. Þó vil ég að- eins geta þess, að I kirkjugarö- inum var meira en mannhæðar- djúpt vikurlag, vegna hinna fjölmörgu minnismerkja i garð- inum. Og þannig var þetta um allan kaupstaðinn, þar sem hraunið hafði þá ekki fært hús og lóðir i kaf. Ekki er hægt að ferðast um þessar slóðiránþess að undrast það þrekvirki, — mér liggur við að segja kraftaverk — að hafa nú hreinsað öll hús, lóðir, garða oggötur, þannig að Vestmanna- eyjar eru nú áreiðanlega einn hreinlegasti og bezt útlitandi kaupstaður landsins. Þar hafa lika risið upp margar glæsilegar þjónustumiðstöðvar, og má þar nefna gamalmennahæli fyrir 42 vfstmenn, tvö dagheimili og einn leikskóia, ágæt Iþrótta- mannvirki, sjúkrahús, sem er i byggingu, og sjálfsagt miklu fleira, sem ég kann ekki að nefna, að ógleymdri hinni sér- stöku hitaveitu, sem engan á sinn lika. Uppgræðsla sanda og hrauns er þegar orðin mikil, þótt enn sé mesta verkið óunnið, en trúað gæti ég þvi, að eftir tvö til þrjú ár veröi þau sár að fullu grædd. Þarna á það við, aö fátt er svo meö öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Þar á ég við höfn- ina, og þá sérstaklega innsigl- inguna, sem nýr hraunkantur hefur myndaö, svo nú mun þar vera meö beztu fiskiskipa- höfnum landsins, en var áður mjög viðsjárverð. Arsfundi norrænu félaganna lauk á sunnudagskvöld meö veglegri veizlu I boði bæjar- stjórnar Vestmannaeyja, þar sem aðalrétturinn var ljúffeng lundasteik með viðeigandi veigum. Svo og ágætum skála- ræðum og gleðskap, enda eiga Vestmannaeyingar margs að minnast og margt að þakka, rausnarlegar gjafir og ómetan- lega fyrirgreiðslu hinna nor- rænu frænda vorra, þegar neyöin var stærst. Var þvi vissulega vel til fundið að halda þenna aðalfund norrænu félag- anna, sem hafa norræna sam- vinnu efst á stefnuskrá sinni, einmitt i Vestmannaeyjum, þar sem slik samvinna frændþjóð- anna hefur á eftirminnilegan hátt sannað gildi sitt. Ég er þess fullviss, að allir mótsgestir, erlendir sem inn- lendir, muni lengi minnast þess- ara dýrðardaga i hinum fögru og sérkennilegu Vestmanna- eyjum, og kynnanna viö hiö dugmikla fólk, sem þar býr, svo og kynnanna við forystumenn t Vestmannaeyinga, er móttökur / önnuðust með miklum ágætum. ) Hver eru skattfríðindi samvinnufélaga? öðru hverju má sjá i blöðum að þvi er haldið fram, að sam- vinnufélög njóti sérstakra skattfriðinda. Siðast sé ég i dag, að Morgunblaðið prentar upp Svarthöföatuggu úr Visi þar sem harmað er, aö Reykjavik- urborg sé þvinguð til að hlífa samvinnufyrirtækjum við álög- um. Ég hef verið öðru hverju sið- ustu mánuðina að spyrja opin- berlega I hverju þessi skattfrið- indi liggi. En ég hef engin svör séð við þvi. Þetta þykir mér leiðinlegt. Sé þarna um einhver raunveruleg friðindi aö ræða þykir mér skömm að þvi að vita ekki um þau. Þóerað sjálfsögðu miklu meiri skömm þeirra sem á Alþingi sitja, að enginn þeirra skuli ympra á þvi, að fá þennan ójöfnuð afnuminn. Hvar er nú Eyjólfur Konráð og slikar frelsishetjur? NU mælist ég enn til þess, að einhverjir þeirra, sem taka þátt i þessu tali um skattfriðindin skýri frá þvi svo að almenning- ur megi sjá i hverju þeir telja þessi skattfriöindi liggja. Þeim mönnum sem liður illa vegna þessa ójafnaðar hlýtur að vera ljúft að upplýsa mig og aðra um eðli hans. Þeir eiga raunar ekki nema um tvo kosti að velja. Annar er sá að rökstyðja fullyrðingar sin- ar. Hitt er sá, að litið verði á þá sem ómerkinga sem farið hafa með fleipursem enginn má taka mark á. 24. úgúst 1977. Halldór Kristjánsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.