Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 17. september 1977 t fyrri viku var staddur hér á landieinn af framkvæmdastjór- um danska ferðamálaráösins, Danmarks turistraad, en hingað til lands hafði hann verið feng- inn til skrafs og ráðagerða, aö sögn Heimis Hannessonar, for- manns Ferðamálaráðs. Töldu þeir Heimir Hannesson og Ludvig Hjálmtýsson fram- kvæmdastjóíi mjög mikilsvert, að geta ráðfært sig við mann frá svo þekktri og virtri stofnun, en samvinna i ferðamálum hefur verið allnáin með þessum stofn- unum um árabil. Danir auka fjárveit- ingar til feröamála Nýverið voru kynntar nýjar efnahagsróðstafanir i Dan- mörku. Danir skáru niður alls konar eyðslu hins opinbera, en juku jafnframt verulega fram- lög til ferðamálaráðs, vegna þess að þeir telja sig geta aukið ferðamannastrauminn til lands- ins. Dað eykur gjaldeyristekjur þjóðarinnar og skapar aukna atvinnu fyrir atvinnulaust fólk. Við hittum Jörgen Helweg, framkvæmdastjóra hjá danska ferðamálaráðinu, aö máli og hafði hann eftirfarandi að segja um dönsk ferðamál og hin auknu fjárframlög, þvi vera kann að starf Ðana að ferða- málum geti verið fordæmi fyrir okkur Islendinga. Hann hafði þetta að segja, en fyrst spurðum við hann um fs- landsferðina: — Þetta er nú i sjötta eða sjö- unda skipti, sem ég kem til ts- lands, og að þessu sinni i sér- stökum erindum, þvi samvinna milli íslands og Danmerkur hef- ur verið góð i ferðamálum. Þjóðir og stofnanir á Norður- löndum hafa svo margháttaðan hag af samstarfi. Oft er verið að vinna að hlut- um i einu landinu, sem reynslan er af i öðru. Ilvað koma margir feröa- menn til Ilanmerkur á ári og hve lengi hefur Ilanmörk verið ferðamannaland? — Það er erfitt að segja það Danir juku framlög til ferðamálar ráðs um 350 milljónir króna á siðasta ári. Það er liður i nýjum efnahags- ráðstöfunum Hafa skrif- stofur um allan heim með vissu, en ef við litum á gjaldeyristekjur Danmerkur af ferðamönnum, þá voru þær á siðasta ári um 17 milljarðar is- lenzkra króna. Reiknað er með að þessar tekjur aukist um 12-14% á þessu ári, og verði um 19 milljarðar islenzkra króna. Er Danmörk ekki dýrt ferða- mannaland? — Jú, það er dýrt fyrir ferða- menn að koma til Danmerkur ef miðað er við svokölluð ódýr lönd. En fleiri lönd eru dýr. Það er dýrt að vera ferðamaður i Þýzkalandi, Sviþjóð, Noregi og Frakklandi. Lika á Islandi. Verðlag mun stiga i Dan- mörku vegna aukinna rikisút- gjalda, sem valda verðhækkun- um. Kaupmannahöfn er dýr borg en ekki sú dýrasta þó, en verð- lag úti á landi er hagstæðara og þaö notfæra ferðamenn sér lika i rikum mæli. - Gj aldeyris tekj ur Dana af ferðamönn um 17-19 milljarðar króna á ár Rætt við Jörgen Helweg framkvæmdastjóra Danmarks Turistraad Frá hvaða landi koma flestir feröamenn til Danmerkur? Er- uö þið vissir um að geta aukið feröamannastrauminn? — Flestir ferðamenn koma frá Þýzkalandi. Þá koma Sviar, þá Bandarikjamenn, Norðmenn og Englendingar. Það er enginn efi á þvi að með ferðamálastarfi má auka ferða- mannastrauminn. Annars væri þetta ekki gert. Rikisstjórnin veit að ef hún eykur ferða- mannastrauminn verulega þá minnkar atvinnuleysið og gjald- eyristekjurnar aukast. Hótel, tjaldsvæði og sum- arhús. Jörgen Helweg framkvæmdastjóri hjá danska ferðamálaráðinu. Ferðamannastraumurinn eftirstríðsfyrirbrigði gera um 40 sem hafa náð mjög athyglisverðum árangri. — Hve langt rekur feröamála- iðnaðurinn sögu sina i Dan- mörku? — Ferðaiðnaður er tiltölulega ung viðskipta- og þjónustugrein. Hér áöur ferðuðust menn yfir- leitt aðeins til útlanda í brýnum erindum. A þessu verður breyt- ing eftir striðið, skemmtiferða- mönnum tekur allt i einu að fjölga. Að visu var ferðamálaráð eða viss stofnun i Danmörku, sem annaðist ferðamál, fyrir strið, en Danmörk var ekki ferða- mannaland eins og landið er nú, þvi menn höfðu ekki gert sér grein fyrir að unnt var að byggja upp ferðaiðnað, alveg eins og aðrar hentugar atvinnu- greinar. Þetta hefst þvi ekki fyrr en að striðinu loknu. Það voru einkum Bandarikja- menn sem lögðu leið sina til landsins. Þeir komu einkum frá Þýzkalandi, en þar var þá fjöldi bandariskra hermanna. Ferðamenn frá fleiri löndum bættust svo við og byrjað var að sinna þessari atvinnugrein. Danmarks turistraad i þvi formi sem það er núna er um það bil 10 ára gamalt. Það er rikisstofnun sem fær sinar tekj- ur á fjárlögum, og höfum við haft um það bil einn og hálfan milljarð króna til okkar þarfa á ári. — Hvert er helzta viöfangs- efni ferðamálaráðs Danmerk- ur? Hvernig stefnir ráðið að markmiðum sinum? — Markmiðið er að auka ferðamannastrauminn til Dan- merkur og að auka gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar af þjónustu við erlenda ferðamenn. Þetta gerum við með öllum mögulegum ráðum. Einkum þó með þvi að koma á framfæri upplýsingum erlendis. Við höfum skrifstofur viða um lönd. 1 Los Angeles, New York, Japan, Noregi Sviþjóð Eng- landi, Hollandi, Paris, Ham- borg, Ziírich, Austurriki. Allar þessar skrifstofur eru i nánu sambandi við fjölmiðla á þessu svæði og reyna að koma upplýsingum á framfæri og hvetja menn til þess að koma til Danmerkur. Nú hefur nýverið verið gengið frá nýjum efnahagsráðstöfun- um i Danmörku, og liður i þeim var að auka fjárframlög til danska ferðamálaráðsins um 350 milljónir islenzkra króna. Fé þetta munum við nota til þess að opna þrjár skrifstofur i Þýzkalandi, skrifstofur i Kan- ada, Ástraliu og Nýja Sjálandi. Einnig munum við auka starfið t.d. i Paris og viðar. — Hvernig er aðstaðan til þess að taka á móti þessum aragrúa af fólki? — Við teljum að nú séu um 65.000 hótelrými (rúmafjöldi) i Danmörku. Þá leigjum við út um 50.000 sumarbústaði til er- lendra ferðamanna. Þetta er mjög þýðingarmikill liður þvi yfirleitt dveljast um 4 mann- eskjur i hverju húsi, en það er um 200.000 manns i einu. Við gerum ráð fyrir að afköst hótelanna séu 7-8 milljónir hót- elnótta á ári og ferðamanna- fjöldinn, sem tjaldar eða býr i húsvögnum er álitinn svipaður og sá sem notar hótelin. Tjaldsvæðin eru þvi geysi þýðingarmikil, og þau háfa vax- andi gildi fyrir ferðaiðnaðinn. Tjaldfólkið notar peninga i landinu og viðskiptin aukast. Þetta þyrftu menn að skilja betur á Islandi, og ennfremur ber að athuga það hvort ekki má leigja hér út sumarbústaði, þvi eigendur þeirra nota þá hvort eð er aðeins litinn hluta úr árinu. Þeir sumarbústaðir, sem leigðir eru út i Danmörku handa ferða- mönnum, eru flestir i einkaeign. Eigendur þeirra leigja þá út, þann tima sem þeir ekki nota þá sjálfir. „Eigendur þeirra snúa sér til ferðaskrifstofanna og bjóða hús sin til leigu fyrir erlenda ferða- menn og húsin eru skoðuð og leigð, ef þau fullnægja almenn- um kröfum. Gætirðu lýst nánar, hvernig danska ferðamálaráðið hyggst nota auknar fjárveitingar til þess að auka ferðamanna- strauminn? — Það hefur verið gerð sér- stök áætlun, sem samþykkt hef- ur verið af danska ferða- málaráðinu. Eftir henni verður unnið. Nýjar skrifstofur Dana erlendis Eins og áður var sagt, þá verður opnuð ný skrifstofa i Torónto i Kanada. Opnaðar verða fieiri skrifstofur t.d. i Astraliu og þrjár skrifstofur i Þýzkalandi, i Diisseldorf, Frankfurt og i Miinchen. Þá verður starfið aukið i Par- is og sérstakur fulltrúi verður i Finnlandi en þar hefur ekki ver- ið starfað áður. Þá hyggjumst við leggja mikla vinnu i að laða ráðstefnur Danskt tjaldsvæði. A þeim dvelst helmingur erlendra ferða- manna, þeir búa í tjöldum, húsvögnum og leggja til drjúgan skerf af gjaldeyristekjum Dana. Mjög mikil vinna og fjármagn hefur verið lagt f tjaldsvæðin. Danmarks turistraad Danska ferðamálaráðið er þó ekki eina stofnunin sem vinnur að ferðamálum. 1 hverjum bæ og sveitarfélagi er starfandi sérstakt ferðamálaráð, sem hefur það meginverkefni að vinna að ferðamálum fyrir sveitarfélagið og að reyna að laða ferðamenn þangað. Þessi ferðamálaráð eru um 160 talsins og þau eru sjálfstæð og hafa tekjur sinar af bæjar- sjóðum og sveitarsjóðum og eft- ir öðrum leiðum. Sum þessara ráða vinna mjög mikið starf, en onnur minna. Verulegt gagn Verulegar gjaldeyristekjur eru af þvi að leigja erl. ferðamönnum sumarbústaði I einkaeign leigir útlendingum sumarhúsið, þegar það annars stæöi autt. Þannig vinnst tvennt. Það er eiga sumarhúsið, og þjóðin fær gjaldeyri. Fjölskyldan ódýrara að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.