Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. september 1977 WÍttltttDt Gigtarsjúklingar einn stærsti sjúklingahópurinn í hverju þjóðfélagi Timdníim hafa borizt greinar- gerðir fjögurra lækna, tveggja islenzkra og tveggja útlendra, um gigtarsjúkdóma og áhrif þeirra. Niðurstöður erlendu læknanna tveggja eru mjög samhljóða og þvi birtar i heild. Þeir eru W. Watson Buchanan prófessor i lyflækningum við háskólann i Glasgow og Eric Allander, sem starfar við Karolinska sjúkrahúsið i Stokk- hólmi. Gigtarsjúkdómar mjög vanræktir Gigtarsjúkdómar þykja ekki fréttnæmir þvi þeir kreppa fólk fremuren drepa það. Liðamótin höfða ekki eins mikið til sálar- innar og t.d. hjartað, fólk sperrti þvi ekki eyrun þó Christian Barnard þyrfti að flytja mjaðmarlið milli manna. Fyrr á timum lá Islendingum við tortimingu af völdum svarta dauða. í dag gengur önnur plága yfir alla V.-Evrópu, hún er hljóðlát en veldur ómældum þjáningum og efnahagslegu tjóni. A alþjóðlegu gigtarári hefur þó orðið breyting til hins betra og athyglin beinzt að þessu vandamáli. Stórkostlegt fjárhags- tjón Gigtarsjúkdómar eru sem óð- ast að verða sá sjúkdómaflokk- ur, semerhvað algengastur i V- Evrópu, en einnig hvað dýrast- ur i meðförum. Rannsóknir sem gerðarhafa verið benda til þess að 1-2% fullorðinna hafi gigtar- sýki (liðagigt). Ennþá fleiri bera einkenni slitgigtar. Sam- kvæmt rannsóknum frá London er slitgigt algengasti sjúk- dómurinnsem herjará aldraða. U.þ.b. 1-2% allra fullorðinna þjást af öðrum kvalafullum lið- sjúkdómum, sem afmynda lið- ina, t.d. liðsjúkdómum af völd- um húðsjúkdómsins Psoriasis, og margirungir karlmenn þjást af hrygggigt. Algengasta ástæða fyrir fjarvistum ungs fólks frá vinnu er brjósklos i baki. Þessi háa tiðni ofan- nefndra sjúkdóma fer að verða mjög alvarlegt fjárhagsvanda- mál I V-Evrópu. Það er vitað að 10% fjarvista úr iðnaði i Bretlandi orsakast af gigtsjúkdómum af einhverju tagi. Eins og er kostar þetta brezka rikiskassann 400 milljónir sterlingspunda á ári, sem er jafnt og 10. hluti af kostnaði við alla heilbrigðis- þjónustu Bretlands og jafnast þvi sem næst á við alla lyfja- neyzlu Breta, mælt i peningum. Hérerum að ræða stórkostlegt verðmætatjón, þó ekki sé öll sagan sögð, þvi hér er ekki reiknað með kostnaði vegna spitalalegu, læknishjálpar, lyfjameðferðar, skurðlækninga og hjálpartækja. Ef borið er saman þjóðhags- legt mikilvægi og kostnaður vegna gigtsjúkdóma i Banda- rikjunum, Bretlandi, og Svi- þjóð, kemur i ljós, að kostnaður- inn i heild er mismunandi og einstakir kostnaðarliðir breyti- legir frá einu landi til annars. Fjárútlát vegna sjúkradagpen- inga og örorkulifeyris eru meiri en greiðslur vegna lækninga. Heildarkostnaður vegna gigt- sjúkdóma á hvern þjóðfélags- þegn á árier 6.400-26.000ísl. kr. i þeim löndum sem talin eru að ofan. Aðeins 1-6% af þessum kostnaði renna til rannsókna á gigtsjúkdómum. Aætlað er að i Sviþjóð einni saman kosti gigt- sjúkdómar 1.106 milljónir Bandarikjadala á ári. Fræði- lega séð efu einstökum heil- brigðisstofnunum og sjúkrahús- um ýmsar leiðir færar til þess að lækka þennan kostnað, en samtsemáðurferkostnaður við þennan hluta heilbrigðiskerfis- ins vaxandi, þegar á heildina er litið. Átta ára bið eftir aðgerð Eins og stendur láta Bretar einungisum 4.5% af fjárveiting- um til heilbrigðismála renna til meðferðar og rannsóknar á gigtsjúkdómum. Biðlistar eftir liðaaðgerðum eru geysilangir og getur tekiðátta árað komast að. Þetta er nú að verða meiri háttar pólitiskt vandamál, þar sem það er gjörsamlega ómannlegt að ætla gigtsjúku fólki að biða svo lengi eftir að- gerð, sem sannanlega hefur bætandi áhrif. Enginn stjórn- málamaður né nokkur annar áhrifaaðili um skipulag heil- brigðismála mundi láta við- gangast að sjúklingar með tannpinu þyrftu að bíða svo lengi. Þannig lýsa þó gigtsjúkl- ingar einmitt verkjunum í liðum sinum. Rikisstjórnir Vestur-Evrópu þyrftuað veita auknu fjármagni til rannsókna á þessu sviði. Langmestur hluti þess fjár- magns sem veitt er til rann- sókna á þessum hlutum i Bret- landi kemur frá góðgerðar- stofnunum, en sú upphæð sem hið opinbera ver til sömu hluta mun'di vafalaust sóma sér vel i metabók Guinnes sem lægsta upphæð, er veitt væri til lausnar nokkrum meiri háttar félags- vanda. Yfirleitt er almenningur ánægður með heilbrigðisþjón- ustu, og um 70% telja hana góða eða ágæta, en hjá yngra fólki gætir nokkurrar tortryggni. Oft er það svo i heilbrigðismálum að erfitt er að styðja ákvarðanir um forgang tiltekinna þátta gildum rökum og á þetta einnig við um gigtsjúkdóma. En ein- mitt þetta, hve mælistikunni verður sjaldan viö komið, veld- ur miklum erfiðleikum, þegar bæta þarf heilbrigðisþjónustu við gigtsjúklinga, en þeir eru einn stærsti sjúklingahópur- inn i hverju þjóðfélagi. Auka þarf hvers konar aðstoð við gigtsjúka Gigtsjúkdómar eru svo al- gengir, að meira en 40% þeirra sjúklinga, sem koma á göngu- deildir, leita til heilsugæzlu- lækna eða fá örorkulifeyri, hafa einkenni frá stoðkerfi, en 2% þjóðfélagsþegna hafa að stað- aldri einkenni gigtsjúkdóma og mynda gigtsjúklingar þannig stærsta sjúklingahópinn i þjóð- félaginu. Sú læknishjálp og aðstoð, sem gigtsjúklingar njóta, er ærið mismunandi og yfirleitt ófull- nægjandi, en þekkingu lækna varðandi þennan þátt heilsu- gæzlu er mjög ábótavant. 1 Svi- þjóð hefur fjöldi þeirra sjúkl- inga, sem fá örorkulifeyri vegna gigtsjúkdóma farið vaxandi, tiðni sjúkdómsins fer því greini- lega vaxandi. Augljóst er að ekki er nóg að rannsaka orsakir þessara sjúk- dóma heldur verður lika að rannsaka hvernig bezt má standa aö hjálp við sjúklingana. Lyf jaframleiðendur leggja fram mikið fé til framleiðslu á nýjum lyfjum. Hvetja þarf rikisstjórnir vestrænna landa til að koma á samvinnu við lyfja- framleiðendur.og læknasamtök. Skipuleggjendur heilbrigðis- mála verða að sjá svo til, að út- vegun aðstöðu til skurðaðgerða á liðamótum fái verulegan for- gang. Einnig þarf að endur- skoða mjög náið aðstöðu til endurhæfingar og félagslegrar aðstoðar við fólk er þjáist af þessum alvarlegu sjúkdómum. Truflanir á ónæmiskerfi likamans Helgi Valdimarsson hefur starfað sem sérfræðingur og kennari við St. Mary’s lækna- skólann i London og hefur einnig rekið rannsóknarstofu i ónæmisfræði fyrir St. Mary’s sjúkrahúsið. Hann hefur boðið heilbrigðisyfirvöldum að setja upp og annast rekstur rann- sóknarstofu af þessu tagi á Is- landi. Hyggst hann segja upp stöðu sinni erlendis og flytjast heim jafnskjótt og grundvöllur hefur verið tryggður fyrir rekstri ónæmisfræðilegra rann- sókna hérlendis. Helgi telur að flestir illvigir gigtarsjúkdómar eigi rætur að rekja til truflana á ónæmiskerfi likamans. Greining og meðferð þessara sjúkdóma byggist þess vegna að verulegu leyti á ónæmisfræðilegum rannsókn- um. Aðstöðu til slikra rann- sókna vantar hérlendis, enda hefur til skamms tima vantað ónæmisfræðing til að annast þessa þjónustu. Erfðir og gigtarsjúkdómar Dr. Alfreð Amason deildar- stjóri erfðarannsóknadeildar Blóöbankans hefur unnið aö erfðarannsóknum á sviöi erfða- marka siðan 1964 og bæði fjallað um dýr og menn. Dr. Alfreð hef- ur ritað eftirfarandi um rann- sóknir sinar á gigtarsjúkdóm- um: Ættarfylgjur eru vel þekktar meðal Islendinga. Það er hins vegar nýmæli aö ákveðið gigtarafbrigði fylgi ákveðnum vefjaflokkum, sem erfast eftir þekktum erfðareglum. Eftir að vefjaflokkun hófst hér á landi, var möguiegt að hefjast handa um að kanna fylgni gigtarsjúkdóma og vefja- flokka meðal tslendinga. Sam- starf var hafið milli Blóðbank- ans og lyflæknisdeildar Land- spftalans á þessu sviði. Þessar athuganir voru styrktar fjár- hagslega af Astra Syntex i Svi- þjóð og Visindasjóði tslands. Þegar athugun á fylgni erfða- marka og sjúkdóma er gerð, þarf að vita hvernig þessu er variö hjá hinum heilbrigðu. Niðurstöður þessara athugana leiða I ljós að algjör fylgni er með einu gigtarafbrigðinu og ákveðnum vefjaflokk, önnur af- brigði hafa mjög sterka fylgni við vefjagerð. Ættarrannsóknir á sviði sjúk- dómaerfðafræði er hægt að stunda betur á tslandi en i flest- um öðrum löndum, vegna hins almenna ættfræðiáhuga i land- inu og góðrar skrásetningar. I stuttu máli verða dregnar tvær ályktanir af þessum athugun- um. 1. Vefjaflokkun er gagnleg við greiningu gigtarsjúkdóma ogflýtir þannig fyrirréttri með- ferð. 2. Ættarrannsóknir á vefjaflokkum og öðrum ónæmiserfðamörkum auka skilning á eðli þessa flókna samspils erfða og sjúkdóma. A þessu sviði getum við lagt þyngri lóð á vog þekkingarinnar en margir þeir, sem stærri eru. Þekking er forsenda réttrar meðferðar og lækningar. Að lokum: Kjörorð gigtar- sjúklinga i dag er, „Likn i dag, er lækning á morgun”. SKJ Anna Ingigerður Jónsdóttir Reykjum , Mjóafirði f. 1.12.1908, d. 6.9.1977 Það er margt sem kemur i hug- ann nú á kveðjustund. Snemma kom fram þitt mikla þrek og kjarkur. Min fyrsta minning frá æsku okkar var, þegar ég var tæpra 4 ára og þú 5 1/2 árs reiddir mig fyrir aftan þig frá Úlfs- stöðum út að Unaósi. Ég hafði þaö gott og blundaði við bak þitt og hrökk upp við að þú kallaðir til pabba og mömmu: ,,Hún er alltaf að detta af baki.” Þetta þykir nú ef til vill, ekki i frásögur færandi, en þetta var byrjunin að þeim ár- um sem við vorum saman. Það varst alltaf þú, sem tókst ábyrgð- ina. Þú passaðir mig fyrir hest- um, sem áttu það til að bita, og teymdir undir mér ótemjur. Löngu fyrir fermingu máttir þú taka á þig störf pabba á vetrum, þegar hann fór sinar alkunnu læknisferðir. Það þótti alveg sjálfsagt þá, að hann færi alltaf hinn stranga fjallveg til að sel- flytja lækninn er bjó á Borgar- firði, fyrir Héraðsbúa. Svo voru þessi yndislegu æsku- ár, að baki, pabbi dáinn frá 6 ófermdum börnum, en þú stóðst svo sannarlega við hlið okkar góðu móður. 1 blámóðu minning- anna finnst mér, að þú hafir verið dul og fáskiptin svo að ég gerði mér ekki ljóst hvað þú bjóst yfir mikilli andlegri orku. Fermingarveturinnþinn vorum við saman i bekk, þvi þá var nú siður að hafa börnin bara i tveim- ur deildum. Aðeins tvö sköruðu svo fram úr,að þau höfðu nokkur erfiö aukafög. Við hin sátum svo hljóð, aö þaö hefði mátt heyra saumnál detta, þegarveriö var að hlýða ykkur yfir. Ég sat oft og starði og spuröi sjálfa mig: ,,Skyldi hún geta svarað öllu? ” og það brást ekki. Svo skildu leiðir. Þú fórst til Mjóafjarðar og giftir þig sumarið 1929. Mér eru ógleymanlegar all- ar þær yndisstundir, sem ég átti með ykkur hjónum bæði á Ask nesi og siöar á Reykjum. „Guð gaf ykkur stóran og mannvænleg- an barnahóp, 11 urðu börnin. Enginn skyldi samt halda, að allt hafi þetta gengið átakalaust. Sjálfsagt muna margir Mjó- firðingar, þegar þú, ein heima með barnahópinn bjargaðir bæði börnum og skepnum i náttmyrkri og foráttu rigningu úr húsinu, þegar áin hljóp i gegnum húsið og velti stórgrýti og aur yfir allt tún- ið. En þú bjargaðir börnunum upp á hjalla fyrir ofan bæinn og tjaldaðir þar smáu tjaldi, sem var svo litið að sjálf máttir þú sitja i tjalddyrunum fram á næsta morgun, þar til svo bjart var orðið að sveitungarnir hinum megin við fjörðinn sáu hvað gerzt hafði á Asknesi og voru þeir fljót- ir að bregðast við til hjálpar. Jörðina varð svo að yfirgefa og var þá fluttað Reykjum og öll úti- hús byggð upp að nýju. Þetta er aðeins smábrot af ykk- ar hetjusögu. En það er lika yfir miklu að gleðjast,mikið barnalán, góðir grannar, tryggð við mann þinn og sveitina. Elsku systir, ég þakka þér fyrir alla tryggðina og hlýjuna, böm- unum þinum og mági minum, Hans Guðmundssyni Wium, votta ég innilega samúð. Sveitungum þinum þakka ég lika fyrir alla hjálp þér veitta. Guðný Jónsdóttir Húseigendur í Hveragerði — á Selfossi — i Þorlákshöfn — á Stokkseyri — á Eyrarbakka og ná- grenni. Þéttum sprungur i steyptum veggjum og þökum með Þan-þéttiefni, áralöng reynsla i meðferð og þéttingum með Þan-þéttiefni. Látið þétta húseign yðar fyrir veturinn og verjið hana fyrir frekari skemmdum. Leitiðupplýsinga i sima 3863 Þorlákshöfn. Alternatorar og startarar í Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Fiat o.fl. í stærð- um 35-63 amp. 12 & 24 volt. Verð á alternator frá kr. 10.800. Verð á startara frá kr. 13.850. Amerísk úrvalsvara. Viðgerðir á alternatorum og störturum. Póstsendum. BÍLARAF H.F. Borgartúni 19 Simi 24-700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.