Tíminn - 27.09.1977, Síða 17

Tíminn - 27.09.1977, Síða 17
Þriðjudagur 27. september 1977 17 Tíminn heimsækir Selfoss: Lesning og myndir: Haraldur Blöndal Ný útilaug og stórglæsileg aðstaða Rætt við Hörð S. Oskarsson, sundlaugarstj óra Sundlaug Selfoss var vigð 17. júli árið 1960, en bygging hennar hófst árið 1953. Sú bygging er 480 ferm.,og 3300 rúmmetrar með búningsaðstöðu fyrir rúmlega 70 manns og mjög góðu gufubaði og rúmgóðum kjallara, sem nýlega var innréttaður sem þreksalur með ýmsum tækjum. Blaða- maður ræddi við Hörð S. Óskarsson sundlaugarstjóra um þá aðstöðu sem nú hefur skapast eftirað nýjasundlaugin var tekin i notkun. vinnustað, Selós hf. Eigendur þess, Hilmar Björnsson, Stefán Jónsson og Skarphéðinn Sveins- son voru verktakar fyrir hönd Selfosshrepps. Frágangur um- hverfis var unninn af unglingum á Selfossi. Þeir voru hér um 30 talsins i tæpa tvo mánuði, en alls voru um 50 unglingar á aldrinum 12—14 ára, sem unnu svokallaða unglingavinnu á vegum hrepps- ins, að gróðursetningu plantna, þökulagningu og ýmsu öðru. Með þvi bezta sem gerist á landinu — Hvað vilt þú segja um þa iþróttaaðstöðu sem hér er, og þá möguleika sem svæðið býður upp á? — Með tilkomu útilaugarinnar er aðstaða hér með þvi sem bezt gerist á landinu. Laugin var keypt frá Akranesi i fyrra og kostaði um 900 þúsund. Þetta er i raun fimm millimetra plast- dúkur, sem lagður var f mátulega stóra einangraða gryfju og þá var laugin tilbúin. Hér er hægt að stunda sund, fara i heita potta, alls konar heilsurækt og ýms- ar iþróttir á svæðinu kringum laugarnar, svo sem blak, körfu- bolta, badminton, tennis og hornabolta. Þá er ætlunin að hafa hér svokallað minigolf. Við teljum að á svæðinu geti verið 1000-1500 manns. Fjárveiting til framkvæmda á svæðinu kringum laugina var 8 milljónir. En þegar menn sáu hversu skammt það hrökk, var ákveðið að veita auknu fé til framkvæmdanna og ljúka þeim i eitt skitpi fyrir öll. Kostnaður er liklega orðinn rúmar 10 milljónir. Umsjón með þessu verki hafði fyrirtæki hér á Selfossi, sem hlot- ið hefur viðurkenningu fyrir snyrtilega umgengi á sinum Aðdáunarverð framsýni forráðamanna — 011 aðstaðan hér er til fyrir- myndar. Ég flutti hingað 1960, þegar gamla laugin var opnuð. Þá var þetta stóra svæði með öllu óbyggt. Ég spurði strax til hvers það væri ætlað og var hræddastur um að þarna yrðu byggingarlóðir. Forráðamenn sögðu mér þá að svæðið væri ætlað undir starfsemi sundlaugarinnar. Þá eygði ég þá aðstöðu sem nú er orðin að veru- leika útilaug, heitker og aðstöðu til sólbaða og iþróttaiðkunar. Þetta viðbótarsvæði er um 800 fermetrar. En ef við litum til Akraness, Keflavikur og Hafnar- fjarðar eða jafnvel Isafjarðar, þá séstað sundlaugarnareru byggðar innan um ibúðarhús, en aðstaðan engan veginn sambærileg við það sem hér má sjá. ölll iþróttaað- staða á Selfossi er miðsvæðis i bænum og frábærlega skipulögð. 1 kjallara sundlaugarhússins gamla hefur Hörður útbúið að- stöðu til likamsræktar. Þar er fimleikasalur, ýmis iþróttatæki, ljósböð, nuddbelti, nuddaðstaða, lyftingartæki, þrekhjól og ótal- margt annað, sem of langt yrði upp að telja. Hörður telur að þeg- ar búið er að ganga endanlega frá nýja svæðinu og búningsklefar tilbúnir, megi auðveldlega taka á móti rúmlega 3000 manns. Unnið er við að setja niður laugina. A myndinnisjást tveir verktaka- nna, Stefán Jónsson og Skarphéöinn Sveinsson. Hörður S. Óskarsson sundlaugarstjóri. i baksýn er nýja sundlaugin. ÞEIR ERU KOMNIR Hafið samband við sölumenn okkar og 180B FÁIÐ NÁNARI INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 8-45-10 & 8-45-1 1 SPARID BENZÍN OG KAUPID UPPLÝSlNGAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.