Tíminn - 27.09.1977, Side 21
Þriðjudagur 27. september 1977
21
íþróttir
FH-ingar fara
til Finnlands!
Nýliði færði
Celtic sigur
á Parkhead
— aftur á móti
gengur Royale
Union illa
í 2. deild
Asgeir Sigurvinsson átti
mjög góðan leik með Stand-
ard Liege, þegar liðið gerði
jafntefli (2:2) gegn Beers-
chot i Liege. Asgeir lagði
upp fyrra markið, með mjög
góðri sendingu á V-Þjóðverj-
ann Nickel, en siðan skoraði
Gores annað mark Standard
Liege, sem er nú i þriðja
sæti i belgisku 1. deildar
keppninni i knattspyrnu.
Standard og Anderlecht
hafa hlotið 10 stig, en FC
Brugge hefur forystu, með 13
stig. Winterslag er i öðru
sæti með 11 stig.
Royale Union gengur illa i
2. deildar keppninni — tapaði
0:2 um helgina. Marteinn
Geirsson lék allan leikinn, en
Stefán Halldórsson kom inn
á sem varamaður i siðari
hálfleiknum. Union-liðið er
nú á botninum i 2. deild.
Standard Liege er nú kom-
ið til Tékkóslóvakiu, en liðið
leikur þar i UEFA-bikar-
keppninni annað kvöld.
— skoraði 4 mörk gegn Hannover
Gunnar Einarsson er nú
búinn að nó sér eftir
meiðslin, sem hann hlaut í
olnboga í f yrsta leik Göpp-
ingen í v-þýzku
„Bundesligunni" i hand-
knattleik.
Gunnar lék um helgina með
Göppingenliðinu gegn Hannover
— liði Einars Magnússonar og
skoraði hann þá 4 mörk. Göpping-
en vann góðan sigur (15:13) gegn
Hannover.
Einar Magnússonlék ekki með
Hannover-liðinu, en hann má
byrja aö leika með liðinu um
næstu helgi. Þá eru 6 mánuðir
liðnir siðan hann skipti um félag
— fór írá Hamburger SV yfir til
Hannover.
Dankersen tapaði naumt
(21:22) fvrir Grosswallstadt um
helgina.
Og
félagar
í topp-
baráttu
Finnska liðið Kronohagen IF —
mótherjar FH-inga i Evrópu-
keppni bikarhafa i handknattleik
— sem búið var að gefa báða leik-
ina gegn Hafnarfjarðarliðinu,
hafa nú endurskoðað afstöðu sfna,
og mun liðið leika gegn FH. Eftir
að Finnarnir voru búnir að senda
FH-ingum skeyti þess efnis, að
þeir gætu ekki leikið gegn FH-
ingum vegna fjárskorts, höfðu
FH-ingar samband við Alþjóða
handknattleikssambandið, sem
fór á stúfana til að kanna afstöðu
Kronohagen.
Alþjóða handknattleikssam-
bandið gerði Finnunum úrslita-
kosti — þ.e.a.s. ef þeir mættu ekki
til leiks i Hafnarfirði 8. október,
(GEIR HALLSTEINSSON og
félagar hans úr FH fara til
Finnlands.
þá yrðu þeir að greiða háar
fjársektir, og þar að auki yrðu
finnsk lið dæmd frá Evrópu-
keppni bikarhafa i 5 ár. Finnska
handknattleikssambandið hafði
einnig afskipti af málinu og varð
úr, aö finnska liðið verður með i
Evrópukeppni bikarhafa.
FH-ingar leika fyrri leikinn i
Hafnarfirði 8. október en siðari
leikurinn fer fram i Finnlandi 16.
október.
í dag klukkan 17 hefst á Laugardalsvelli síðari leikur
FRAM og norska liðsins START í UEFA-keppninni í
knattspyrnu. Eins og menn rekur vafalaust minni til, þá
tapaði Fram fyrri leiknum í Noregi illilega, eða 6-0, og,
hafa Framarar án efa i hyggju að hefna fyrir það tap,
með því að sigra í dag. Markamunurinn er það mikill, að
enga von er hægt að gera sér um að Fram vinni hann
upp. en með því að sigra i dag, má segja að Framarar
bjargi andlitinu.
Start hefur keppt siðustu fimm
ár i norsku l.deildinni og yfirleitt
vegnað vel, og er þetta i þriðja
skiptið, sem Start tekur þátt i
UEFA-keppninni. 1974 tapaði lið-
ið fyrir sænska liðinu
Djurgarden, og i fyrra fyrir
austurriska liðinu Wacker frá
Innsbruck.
Leikmenn liðsins eru flestir
reyndir knattspyrnumenn, og
hafa fimm þeirra leikið með
landsliði Noregs. Þeir eru bak-
vörðurinn Trond Petersen, sem
talinn var bezti maður Noregs i
sigurleik þeirra yfir Svium
nýlega, miðvaliarleikmennirnir
Stein Thunberg og Sven Otto
Birkeland, og sóknarmennirnir
Svein Mathisen og Helge Skuseth.
Alþjóda handknattleikssambandið skarst
í leikinn og setti Kronohagen IF úrslitakosti
Leikmenn Celtic náðu loks að
sigra i Skotlandi, þegar þeir iéku
gegn botnliðinu Clydebank á
Parkhead I Glasgow. Sigur Celtic
var þó ekki stór (1:0) — og var
það nýliði sem skoraði markið.
Það var Tom McAdam sem Celtic
keypti frá Dundee United i sfð-
ustu viku.
Aberdeen heldur forystunni i
Skotlandi —sigraði (2:1) Partick.
Það var Joe Harper sem skoraði
bæði mörk Aberdeen.
Onnur úrslit i Skotiandi urðu
þessi:
Dundee Utd,—-Motherwell ...3:2
Hibs — St. Mirren ..........2:0
Rangers — Ayr...............2:0
Staðan er nú þessi i Skotlandi:
Aberdeen.......6 5 1 0 11:4 11
Dundee Utd. 6 4 2 0 10:2 10
Motherwell 6 3 12 11:6 7
Rangers ... 6 3 12 13:10 7
Hibernian . 6 3 1 2 6 7
St. Mirren.. 6 2 2 2 10:8 6
Partick Th. 6 2 13 8:11 5
Celtic; 6 1 1 4 5:8 3
Ayr 6 114 4:13 3
Clydebank . 6 0 1 5 2:14 1
Leikreyndasti maður liðsins er
Reidar Flaa, en hann hefur leikið
rúmlega 460 leiki með liðinu.
Það er ljóst, að Framarar eru
ákveðnir i að láta ekki ófarirnar i
Noregi endurtaka sig, og má þvi
búast við spennandi leik á
Laugardalsvelli i dag. Knatt-
spyrnuunnendur eru hvattir til að
mæta og hvetja Framara.
*
Islendinga-
slagur” í
Belgíu....
Standard Liege og Royale Uni-
on drógust saman í 2. umferð
beigfsku bikarkeppninnar. Það
verða þvi þrir íslendingar i sviðs-
ljósinu, þegar lcikurinn fer fram i
Liege. Asgeir Sigurvinsson —
með Standard, — og þeir Mart-
einn Geirsson og Stefán Haildórs-
son með Union.
Mikill áhugi
á Skaganum
— á Evrópuleik Skagamann
og Brann frá Noreg'i
Akurnesingar mæta norska
liðinu Brann i Evrópukeppni
bikarhafa á morgun uppi á
Skaga — og verður leikurinn
fyrsti Evropuleíkurinn f knatt-
spyrnu, sem fer fram á
Akranesi, og annar Evrópu-
ieikurinn sem fer fram utan
Reykjavfkur. Keflvfkingar
léku gegn Dundee United i
Keflavfk 1975.
Mikill áhugi er á leiknum á
Skaganum, og gengu ungir
strákar um i gærkvöldi, knúðu
dyra hjá bæjarbúum og buðu
þeim miða. Strákarnir fengu
mjög góbar móttökur. Mögu-
leikar Skagamanna á að kom-
ast áfram í Evropukeppninni
eru miklir, og með gtíðum
stuðningi áhorfenda ætti þeim
að takast að ieggja Brann að
velli á Skaganum kl. 5 á morg-
un.
Rauða
spjaldið
á lofti
— þegar Austur-
riki og
A-Pýzkaland
mættust í HM
Enski dómarinn Tom Reyn-
olds þurfti að sýna einum Aust-
urrfkismanni rauða spjaldið
þegar Austurríki og A-Þýzka-
land mættust I IlM-keppninni I
knattspyrnu i Vfn urn helgina.
Þjóðirnar skildu jafnar — 1:1.
Reynolds þurfti að sýna
spjaldið, eftir að hann hafði
dæmt mark af Austurrikis-
mönnum rétt fyrir leikslok,
vegna þess að einn leikmaður
hafði verið rangstæður.
Staðan er nú þessi í riölinum:
Austurriki.4 3 1 0 12:1 7
A-Þýzkal...3 1 2 0 3:2 4
Tyrkland...3 111 5:3 3
Malta......4 0 0 4 0:15 0
l J
Framarar ætla
að hefna fyrir
tapið
— þegar þeir mæta Start á Laug-
ardalsvellinum i dag kl. 17