Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 1
'-----------------'
GISTING
MORGUNVERÐUR
SIMI 2 88 66
Banaslys
á
Hellisheiði
GV-Reykjavik — Laust
fyrir kl. 7 i gærmorgun
lézt kona i bilveltu, er
varð á Hveradalabrekk-
unni á Hellisheiði.
Fljúgandi hálka hafði
komið skyndilega á hæð-
arbrún, og mun konan
hafa hemlað snögglega,
er hún varð þess vör.
Billinn, sem var Land-Rover-
jeppabifreiö, snerist út af vegin-
um hægra megin og valt eina og
hálfa veltu. Taliö er aö konan hafi
látizt samstundis, er hún hentist
út úr bilnum.
Konan sem lézt hét Svanhvít
Stefánsdóttir, til heimilis aö Heiö-
mörk 2a á Selfossi. Hún fæddist
25. marz 1935.
Spánverjar í verðlaunaflugi
með Concorde þotunni
— Sjá frásögn bls. 3
Fyrir
vörubilá^^
Sturtu-
grindur
Sturtu
dælur
Sturtu-
drif
Ömurlegur
Evrópuleikur í
Laugardal
— sjá íþróttir bls. 17
Prjú fyrirtæki kanna
vinnslu á perlusteini
SKJ-Reykjavik Ýmsar fram-
kvæmdir i sambandi viö vinnslu
perlusteins úr Prestahnjúki eru
nú til athugunar og umræöu hjá
þrem fyrirtækjum, og var leitaö
frétta hjá forráöamönnum
þeirra.
Timinn ræddi viö Konráö
Andrésson i Borgarnesi, en hann
er kunnugur málum hjá félaginu
Prestahnjúk. Aö félaginu standa
öll sveitarfélög i Mýra- og
Borgarfjaröarsýslu ofan Skarös-
heiöar, nema Alftaneshreppur og
Hraunhreppur, auk
fyrirtækja i Borgarnesi.
y missa
Hitinn við suðumark
-í sprungum í húsiLéttsteypunnar,áþjóðveginumogum allt Bjarnarflag
SJ-Reykjavik — Þaö er aö veröa
býsna heitt hér undir fótunum á
okkur, sagöi Arnþór Björnsson
hjá Léttsteypunni hf i Bjarnar-
flagi viö Mývatn i simtali i gær.
Gólf húss Léttsteypunnar sprakk
allt i gosinu um daginn, og á
föstudagskvöld fór aö rjúka úr
sprungunum. Siðan um helgi hef-
ur veriö mikiii hiti i gólfinu, og ó-
vært verður i húsinu vegna gufu
nema allar dyr og gluggar séu op-
in. Hiti hefur mælzt um suöumark
ofan á gólfinu i sprungunum, sem
eru margar um þumlungur aö
breidd. Sprungur eru nú um allt
Bjarnarflag, á þjóðveginum sem
utan hans, stanzlaust rýkur úr
þeim og fara sprungusvæöin
stækkandi.
— Það kemur gufa hér úr einum
fjórum sprungum i gólfinu, sagöi
Arnþór. Við höfum ekkert getaö
framleittsiðan i gosinu við Kröflu
um daginn, en þá hrundi holan,
sem við fengum gufu frá til að
herða steininn, sem við framleið-
um. Það væri heldur varla vinn-
andi hér inni. Vélarnar eru renn-
andi i raka, og tæpast forsvaran-
legt'að láta menn vera hér að
störfum. Venjulega starfa 4-6
menn hjá Léttsteypunni, en nú er
aðeins verkstjórinn á launum, og
annast hann eftirlit á staðnum.
—- Við gætum fengið gufu frá
annarri holu, en leiðslurnar
sprungu i gosinu, og við höfum
ekki ráðizt I að láta gera við þær
enn. Jarðfræöingar hafa spáð
nýju gosi um miöjan október, svo
við teljum vissara að biöa átekta
þangað til, áður en ráðizt er i við-
gerð sem kostar hundruð þús-
unda. Einnig þurfum við að fá úr-
skurð sérfræðinga um hvort gólf
hússins er ónýtt, en þá verðum
við að flytja fyrirtækið til.
— Mennirnir sem unnu hjá okk-
ur hafa að visu verið uppteknir
við önnur störf siðan i gosinu, en
það er ekki glæsilegt fyrir þá upp
á framtiðina að missa vinnuna
hér.
Það eru mest bændur, sem hafa
unnið hjá Léttsteypunni, og hafa
þeir ýmist verið i fjárstússi að
undanförnu eða byggingarvinnu.
Léttsteypan framleiðir útveggja-
holstein og milliveggjaplötur, og
er dagsframleiðslan 1500 hol-
steinar eða 3000 milliveggjaplöt-
ur.
— Það er orðið þreytandi að búa
við þetta, sagði Arnþór Björnsson
að lokum, það eru að verða tvö ár
siðan þessi óvissa og náttúru-
hamfarir byrjuðu. Þó held ég að
ekki sé hræðsla eða brottfarar-
hugur i fólki almennt.
Aö sögn Konráðs er hugmyndin ;
sú að stofna námufélag og vinna
siðan úr perlusteininum, en;
einnig kæmi til greina að flytja
hann út óunninn. Margir mögu-:
leikar eru á vinnslu perlusteins, I
t.d. hefur fyrirtækiö Loftorka, i
sem steypir milliveggjaplötur úr j
gjalli, reynt þaninn perlustein i
stað gjalls. Plöturnar úr perlu-
steininum urðu mjög áferöar-1
fallegar, og þarflaust er að j
múrhúða þær. Fleiri fyrirtæki;
hafa áhuga á að vinna úr perlu-
steini, sem kemur einkum til
greina sem einangrunarefni, en
er einnig notaður sem jarðbæti- j
efni erlendis.
Kristján Friðriksson, fram-j
kvæmdastjóri Ylfells, sagði aö'
það félag heföi áhuga á perlu- j
steini sem einangrunarefni, en
það hefur þann mikla kost fram
yfir önnur að vera ekki eldfimt.
Einnig má vinna ýmsa hluti úr j
blöndu af perlusteini og áli.
Iðnþróunarstofnun ogj
Rannsóknarstofnun iðnaðarins j
hafa staðið aö rannsóknum á
perlusteini, en Ylfell hefur einnig
varið talsveröu fé til rannsókna
ogsafnaö mikilvægum upplýsing-
um. Að lokum sagði Kristján, að
þótt framkvæmdir væru ekki
miklar enn, rikti mikill áhugi á
málinu.
Reynir Kristinsson á Akranesi
Framhald á bls. 19.
Leir- og gufuhver-
ir gætu myndazt
Sprungur eru nú um allt Bjarnarflag og hitinn I þeim við suðumark. Þessi mynd var tekin 9. sept., en
siðast gaus I Mývatnssveit 8. september. Sprungumyndanirnar og gufan eru afleiðing náttúruhamfar-
anna þá. Kisiliðjan er t.v. á myndinni. Vcrið er að gera við sprungu á þjóðveginum. Timamynd Gunnar.
SJ-Reykjavik — Þetta er sjálf-
sagt eðlileg afleiðing af sprungu-
mynduninni og kvikuinnstreymi
undir svæðið 8. september sl.,
sagði Axcl Björnsson jarðfræð-
ingur hjá Orkustofnun, Timanum
I gær, um þann vaxandi hita, sem
orðið hefur vart i sprungum i
Bjarnarflagi i Mývatnssveit und-
anfarna daga.
— Þann 8. september kom gjall
upp um eina borholuna i Bjarnar-
flagi, og kvika að noröan rann til
suðurs og safnaðist fyrir á lit!u
svæði, sennilega stutt undir yfir-
borði. Bjarnarflagssvæðið gliðn-
aði þá allt um rúmlega einn
metra. Siðan hefur hitinn aukizt,
og einnig vatnsleiðni bergsins
yegna sprungumyndananna.
Þetta þarf ekki að merkja að nýtt
gos sé i aðsigi. Það veit enginn
hver þróunin veröur, en þarna
geta myndazt leir- og gufuhverir.
.. 1 ■■■"' ~ 1
213. tölublað — Miðvikudagur 28. september 1977 — 61. árgangur
________________ -_____________________________________________________