Tíminn - 28.09.1977, Side 9

Tíminn - 28.09.1977, Side 9
Miðvikudagur 28. september 1977 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar bíaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaðaprent h.f. Iðnkynning Undan farið ár hafa forráðamenn islenzks iðnaðar staðið fyrir margháttaðri kynningu þeirra viðfangsefna sem iðnfyrirtæki landsmanna fást við og þeirra vandamála sem þau eiga við að glima. Ohikað má segja að islenzk iðnkynning hafi vel tekizt og verið mjög þarft og timabært frum- kvæði. Um það er engum blöðum að fletta að blómlegur og vaxandi iðnaður er forsenda þess að islenzka þjóðin geti búið við góð og batnandi lifskjör á næstu áratugum. Það liggur fyrir að iðnaðurinn á- samt ýmsum tengdum þjónustugreinum er sú at- vinnugrein sem ein er fær um að taka við þeirri mannfjölgun sem i landinu verður i framtiðinni. Þá er það og alveg vafalaust að framþróun iðnaðarins er þjóðinni brýnt nauðsynjamál til að auka ;fjölbreytni atvinnulifsins og verja það betur gegn ófyrirsjáanlegum sveiflum vegna ástands á erlendum mörkuðum og vegna veðurfars og gæfta sem svo mjög hamla stöðugleika annarra undir- stöðugreina þjóðarbúsins. En þvi má ekki gleyma að aukin fjölbreytni at- vinnulifsins felur i sér fjölbreytilegri verkefni fyrir fólkið i landinu, aukin og fleiri tækifæri fyrir einstaklingana að fá að njóta sin við verkefni við hæfi hvers og eins. Fjölbreytilegt athafnalif gefur meiri valkosti.meira frelsi fyrir fólkið i landinu en einhæf og fábrotin atvinna megnar. Eins og nú standa sakir er blómi iðnaðarins þannig beinlinis leiðin til að opna ungu fólki ný tækifæri,nýja kosti til að velja sér lifsbraut. Af sjálfu leiðir að fjölbreytilegt athafnalif verður undirstaða gróandi þjóðlifs á fjölmörgum sviðum og aflvaki blómlegrar þjóðmenningar. En til þess að þetta geti orðið verður iðnaðurinn að standa á eigin fótum. Fyrirtækin verða að hafa bolmagn til vaxtar og til þess að geta goldið fólk- inu hátt kaup. Og iðnaðurinn verður að vera is- lenzkur en ekki selstaða erlendra auðhringa. Svo virðist sem iðnaðinum hafi ekki verið búin þau skilyrði til aðlögunar að samkeppni við er- lenda aðila sem ákveðið hafði verið að gera þegar íslendingar gerðust þátttakendur i Friverzlunar- samtökum Evrópu. í annan stað fer það ekki á milli mála að iðnaðinum hafa verið búin mjög óhagstæð skilyrði til vaxtar og framþróunar með þeim ójafnaði sem hann býr við á lánamarkaðin- um innan lands. Það hlýtur að vera einföld sanngirniskrafa að iðnaðurinn sitji við sama borð og aðrar atvinnu- greinar um lánsfjármagn það sem til ráðstöfunar er i landinu. Það hlýtur að vera augljóst mál að is- lenzkur iðnaður njóti að minnsta kosti sömu kjara og erlent fjármagn sem til landsins leitar. Hér er ekki um það að ræða að þrengja kosti annarra undirstöðugreina, heldur einfaldlega að viður- kenna mikilvægi iðnaðarins og þörf þjóðarinnar fyrir öfluga framþróun hans nú á næstu árum. Þetta eru ekki kröfur iðnrekendanna fyrst og fremst. Þetta eru um fram allt kröfur launþeg- anna og allra þeirra sem munu bætast á vinnu- markaðinn á næstu árum og áratugum, þeirra sem nú eru að vaxa úr grasi i landinu. Og þetta eru einnig eðlilegar kröfur fólksins úti um land sem óskar öflugrar framleiðslu- og byggðastefnu. Þátt- taka iðnverkafólks hefur einmitt verið gleðilegur vottur um réttan skilning þess á þessum mikils- verðu málum. Siðast en ekki sizt er þetta krafa allra þeirra sem vilja velja islenzkar vörur til daglegra þarfa. JS ERLENT YFIRLIT Ferdalag Carters boðar nýjar starfsaðferðir Er Brzezinski búinn að skáka Vance? Carter hyggst heimsækja átta lönd I fjórum heimsálfum á ellefu dögum. ÞAÐ kom fréttamönnum i Washington algerlega á óvænt, þegar Zbigniew Brzezinski, aðalráðunautur Carters i öryggis- og alþjóða- málum, boðaði til blaða- mannafundar siðastl. föstu- dag og tilkynnti að Carter for- seti myndi fara i ellefu daga ferðalag i fjórum heimsálfum á þessum tima. Aður fyrr hefur það yfirleitt hlerazt út, þegar forsetar hafa undirbúið utanlandsferðir, þvi að leyni- þræðir fjölmiðla ná inn á flestar stjórnarskrifstofur, einnig i Hvita húsinu. í þetta sinn hafði undirbúningur staðið i rúman mánuð, án þess að nokkuð hafi fregnazt af honum. Sumir fjölmiðlar telja þetta stafa af þvi, að ætlunin hafi verið að draga það meira á langinn að tilkynna ferðalag forsetans og þá hefði borizt út fréttir um það fyrirfram, likt og venjulega hefur gerzt. í þetta sinn hafi forsetinn og ráðunautur hansgripið til þess ráðs, að tilkynna ferðalagið jafn óvænt og snögglega til þess að draga athygli frá Lance-málinu svonefnda, en Lance fjárlagastjóri baðst lausnar tveimur dögum áður, eftir að ljóst var orðið, að sæmileg samvinna milli hans og þingmanna var úr sögunni, og það myndi torvelda veru- lega samstarfið milli Carters og þingsins ef Lance sæti áfram. Engar beinar sakir höfðu sannazt á Lance, en fyrri f jármálastörf hans voru þannig, að margir þingmenn töldu hann óhæfan til starfs- ins. Allar umræður um Lance-málið eru heldur óþægilegar fyrir Carter, og þvi gat verið heppilegt að draga athyglina að einhverju öðru, eins og fyrirhuguðu hnattferðalagi hans. SAMKVÆMT ferðaáætlun þeirri.semBrzezinski kynnti á blaðamannafundinum, mun Carter fara frá Washington 22. nóvember og fljúga sama dag til Caracas i Venezuela, þar sem hann mun ræða við Carlos Andrés Perez forseta. Venezu- ela er ekki aðeins helzta olíu- framleiðslulandið i Suður- Ameriku, heldur einnig það Suður-Amerikurikið, þar sem lýðræðisstjórn stendur nú föstustum fótum. Þetta hvort tveggja gerir það skiljanlegt, að Carter byrjar ferðalag sitt með þvi að heimsækja Venezuela. Þaðan heldur hann næsta dag eða 23. nóvember til Brazilia, höfuðborgar Brasiliu. Sambúðin milli Bandarikjanna og Brasiliu hefur mjög versnað siðan Carter varð forseti og.veldur þvi einkum tvennt. Annað er það, að Bandarikin hafa beitt sér gegn þvi, að Vestur-Þjóð- verjar létu Brasiliumenn fá kjarnorkuofna, og er það i samræmi við þá stefnu Carters að útiloka sem mest alla hugsanlega möguleika til þess, að fleiri riki geti fram- leitt kjarnorkuvopn en þau, sem þegar gera það. Hitt er það, að mannréttindabarátta Carters hefur farið mjög i taugarnar á valdhöfum Brasiliu, sem telja hana á vissan hátt beinast gegn sér. Frá Brasiliu heldur Carter svo næsta dag eða 24. nóvem- ber til Lagos i Nigeriu, en Bandarikjaforseti hefur ekki heimsótt Afriku siðan Roose- velt var i opinberri heimsókn I Liberiu 1943. Frá Lagos heldur Carter svo til New Delhi 26. nóv. ogdvelstþaryfir helgina. Sam(búð Bandarikjanna og Indlands hefur heldur verið kuldaleg á siðari árum, en nú er komin ný stjórn þar, sem vill vafalitið vingast meira við Bandarikin, en þó ekki eiga frumkvæðið. Frá New Delhi flýgur Carter til Teheran 29. nóv. og ræðir þar við Irans- keisara. Iran er mikilvægt oliuframleiðsluland, sem Bandarikin þurfa að eiga góð skipti við, en transkeisari hefur likt og Brasiliustjórn látið sérfáttfinnast um mann- réttindabaráttu Carters. Carter hefur örstutta viðdvöl i Teheran, þvi að kvöldi sama dags og hann kemur þangað, flýgur hann til Parisar og ræðir við Giscard forseta. Giscard er sá maður, sem hefur einna mest gagnrýnt starfsaðferðir Carters i sam- bandi við mannréttindabar- áttu hans, en Carter hyggst bersýnilega ekki erfa það, enda mun hann meta meira að styðja Giscard með tilliti til væntanlegra þingkosninga i Frakklandi. Heimsókn Carters er góð auglýsing fyrir Giscard. Frá Paris heldur Carter til Varsjár 1. desember og ræðir þar við forustumenn Pólverja. Carter vill bersýni- lega ekki hafa kommúnista- rikin út undan, þótt hann hafi gegnrýnt skipulag þeirra. Frá Varsjá heldur hann svo heim- leiðis 2. desember með við- komu i Bríissel, þar sem hann ræðir við ráðamenn Nato og Efnahagsbandalags Evrópu. ÞAÐ VEKUR nokkra at- hygli, að það er Brzezir^ki, sem undirbýr þetta ferðalag forsetans, en ekki Vance utan- rikisráðherra. Þvi er nú rætt meira um það en áður, hvort Brzezinski sé að verða nýr Kissinger. Kissinger byrjaði sem ráðgjafi Nixons i öryggis- málum, en þokaði Rogers utanrikisráðherra til hliðar. Það ýtir undir þann orðróm, að Vance minni að ýmsu leyti á Rogers. Sumir fréttaskýr- endur telja, að það sé vegna áhrifa frá Brzezinski, að Carter heimsækir Pólland, en Brzezinski er af pólskum ættum. Talið er, að Brzezinski hafi verið helzti ráðunautur Carters við mótun mannréttindastefnu hans, en báðum sé nú orðið ljóst, að haga verði henni þannig, að hún verði ekki andstæð hags- munum Bandarikjanna. Þetta er m.a. dregið af því, að Carter heimsækir riki eins og Brasiliu, Iran og Pólland.Þ.Þ. Brzezinski

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.