Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 4

Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 4
4 Sunnudagur 9. október 1977 Jón Skaftason Jón Skaftason alþingismaöur: VERÐBÓLGUP^ U ndrunar ef ni — eða hvað? Peningarnirnir okkar I eldi veröbólgunnar. — Tímamynd: Róbert Er það ekki alveg stórfurðu- legt, hversu illa okkur gengur i baráttunni við verðbólguna, þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar um nauðsynþessað kveða hana ikút- inn? Varla halda stjórnmála- menn eða forystumenn atvinnu- lifsins mári háttar ræðu án þess að lýsa skaösemi hennar með sterkum orðum. En þrátt fyrir fógur orð og fyrirheit dafnar veröbólguofreskjan likt og púkinn á fjósbitanum forðum. Híngað berast nú fregnir um batnandi heilsufar hins verð- bólgusjúklingsins i Evrópu, — Bretans, — en okkur er sagt að búast við vaxandi verðbólgu. Erum við þá fædd undir þeim örlagadómi að þurfa að búa viö þrefalda til fimmfalda verðbólgu miðað við það, sem venjulegast er meðal viðskiptaþjóða okkar? Eða gildir hér hiö fornkveðna að hver er sinnar gæfu smiður? Mig langar til þess að reifa þessar spurningar nokkuð, þvi að i minum huga er svarið við þeim mjög mikilsvert i rótleysisþjóð- félagi okkar. Færeyingum tekst það Það hefur valdið mér nokkrum heilabrotum að undanförnu að reyna að finna raunverulegar or- sakir óðaverðbólgunnar. Lengi vel tniði ég þvi að veru- legur hluti skýringarinnar væri fólginn i sveiflum i aflabrögðum og breytilegu útflutningsverði sjávarafurða sem við ráðum ekki við að neinu mafki. Sjávarút- vegurinn er langstærsti út- flutningsatvinnuvegur þjóðarinn- ar og ræður þvi mestu um efna- hagsþróunina. Þegar vel fiskast og vel selst og tekjur manna við' veiðar og vinnslu vaxa, á þjóð-i félagið lögum samkvæmt að veita svipuðum tekjuauka til annarra stétla hvort semaukin verðmæta- sköpun verður þar eða ekki. Hins vegar lækka ekki tekjur þessara stétta til samræmis við tekjutap fólks sem vinnur við sjávarútveg, þegar aflabrestur verður eða markaðsverð lækkar. Þá er gjarnan gripið til gengisfellingar eða svipaðra aðgerða til þess að tryggjaáframhaldandi fiskveiðar og fiskvinnslu, þvi að án gjald- eyrisöflunar siglir hér flest i strand. Gengisfellingin leiðir svo enn til aukinnar verðbólgu. Égtrúði þvi lika lengi vel, að til- tölulega auðvelt væri að vinna gegn svona sveiflum. Þær mætti jafna út með öflugum verð- jöfnunarsjóðum. En satt best að segja hefur úr mörgum áttum gætt mikillar tregðu við myndun öfhigra verðjöfnunarsjóða og þeir sem til hafa orðið hafa tæmzt á stuttum tima, þegar illa hefur árað. I sumar átti ég þess svo kost að heimsækja frændur okkar Fær- eyinga i' fyrsta skipti. Eg varð sannast sagna undrandi yfir þeirri velmegun sem mér virtist rikjaþar, þvi að vissulega byggja þeir kostaminna land en við. Ég spurði þvi' margs um or- sakir velmegunarinnar og fékk greið svör. M.a. fékk ég þær upp- lýsingar að á s.l. tveim árum hefði verðbólgan numið samtals 11-12% eða um 6% á ári. Þá téll mér allur ketill i eld, þvi að ég vissi að ekki eru Færeyingar siður háðir sjávarútveginum en við. Útflutningur þeirra er m.a.s. allur frá þeim atvinnuvegi kom- inn. Framkvæmdastefnan er dýru verði keypt. Lýðræðisskipulag okkar leggur stærstan hluta þjóðfélagsvaldsins tilAlþingis og rikisstjórna. Ýmis samtök i landinu hafa lika mikil völd en hvergi nærri jafnmikil. Oðaverðbólga orsakast ekki sizt af þvi að illa er með þetta vald farið, þótt auðvitað hafi ytri og okkur óviðráðanlegar orsakir sitt að segja sbr. oliuverðs- hækkanirnar að undanförnu. Meðferð Alþingis og rikis- stjórna á þessu valdi hefur ótvi- rætt leitt til stóraukinnar verð- bólgu undanfarin ár. Ég vil ekki geraupp á milli þingflokka i þeim efnum, þar kann að vera stigs- munur á, en allir hafa þeir átt sin tækifæri og enginn notað þau sem skyldi. Til eru skýringar sem gera þetta skiljanlegt, þótt ekki nægi þærtil afsökunar. Hér býr fámenn ogkappsfull þjóð sem vill um lifs- kjör standa jafnfætis nálægum menningarþjóðum sem þróað hafa þjóðfélög sin öldum saman. Okkur liggur þvi ósköp mikið á með allar framkvæmdir hvort sem þæreru bráðnaðsynlegar eða ekki. Framkvæmdastefna er þvi mjög vinsæl meðal kjósenda jafn- vel þótt hún sé keypt þvi'verði að ýta undir óðaverðbólgu og er- lenda skuldasöfnun. Við slikt ástand búum við um þessar mundir. Það mun hafa verið járn- kanslarinn Bismarck, sem skil- greindi stjórnmál sem list hins mögulega. 1 þessu felst m.a. það að ekki verði allt gert i einu. Stjórnmálaflokkar, sem reka ábyrga pólitik, raða þvi gjarnan verkefnum eftir mikilvægi.Ýmsir talsmenn flokkanna segja að þessi regla sé i heiðri höfð hér á landi. En ég vil leyfa mér að segja að mikið finnst mér sú röðun oft einkennileg. Ég fæ nefnilega ekki betur séð — og styðst þar við nokkuð langa þingsetureynslu — en að það sé sammerkt öllum flokkunum að þeirskipi þvi ekki ifyrstu röð sem mestu varðar við rikjandi að- stæður, þ.e. að fylgja jafnvægis- búskap og standa fastir gegn óða- verðbólgu. Mér nægja ekki yfir- lýsingar um, að þetta sé gert. Aralöng reynsla talar ólygnustu máli og itrekað hef ég heyrt og lesið yfirlýsingar stjórnmála- manna um að þeir vilji vinna gegn verðbólgu, en samtimis er staðið að stórfelldum fram- kvæmdum og öðrum aðgerðum sem sprengja allar fyrirstöður og stórauka á þenslu i þjóðfélaginu. Afleiðingin er ný og ný holskefla verðbólgu. Vesall gjaldmiðill og skortur á stefnumörkun. Staðhæfingar af þessu tagi krefjast nokkurs rökstuðnings: 1. Gjaldmiðill okkar Isl. krónan er einn sá aumasti, er þekkist enda hart leikinn á undanförnum áratugum. Meðal þjóða sem að- hyllast frjálsan markaðsbúskap er gjaldmiðillinn nauðsynlegt stjórntæki til þess að þróa at- vinnuuppbygginguna á sem hag- kvæmastan hátt. Hér er þetta tæki nær máttlaust til þessara nota og nefndir og ráð sem eiga að koma i staðinn i okkar póli- tiska kunningsskaparlandi, bregðast meira eða minna. Þviblasirsú staðreynd við aug- um að atvinnuuppbyggingin hef- ur ekki orðið eins hagkvæm og skyldi. Framleiðni vel flestra at- vinnuvega er minni en þyrfti að vera og lifskjörin þvi lakari. Við langvarandi verðbólguaðstæður njóta kostir dugnaðar og út- sjónarsemi I atvinnurekstri sin ekki. „Pilsfaldakapitalismi”, sem byggir á réttum samböndum t.d. óeðlilega greiðum aðgangi að lánsfé og annarri aðstöðu, dafnar og vex. Það hefur vakið mér furðu i timanna rás, hversu sárasjaldan þörfin fyrir sterka krónu er nefnd i pólitiskri umræðu. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti en mér var frá þvi sagt, að fyrir mörgum árum hefði japanskur fjármála- ráðherra svipt sig lifinu vegna þess að hann þurfti að standa að gengisfellingu jensins. Honum þótti það svo mikil skömm. Ekki mæli ég með þeirri aðferð hér þvi að fyrr má nú rota en dauðrota! 2. Skortur á stefnumörkun um þróun atvinnulifsins, þar sem úr- lausnir miðast við heildina, en ekki þarfir einstakra aðgangs- harðra þrýstihópa hefur valdið miklu umóheillaþróun verðbdlg- unnar. Alþingi og rikisstjómir hljóta að hafa forystu um mótun slikrar stefnu. Við mótun hennar verðuraðtaka tillittil þess að við búum I þjóðfélagi, sem breytist ört.Þarfirnar á morgun kunna að verða aðrar en þær voru i gær. Nú að nýafstaðinni iðnþróunar- sýningu er mikið rættog ritað um að iðnaðinn þurfi að efla og búa honum jafnréttisaðstöðu á við aðraatvinnuvegi.Áþessu er brýn þörf þvi að augljóst er að iðnaður- inn þarf að veita stærstum hluta nýs vinnuafls atvinnu. En þetta er hægara sagt en gert, þvi að eng- inn vill neins i missa af þvi sem hann hefur áður fengið. Þetta er hvað augljósast I sambandi við aukið lánsfé til iðnaðarins. An Bláf jallanefnd tefur skíðalyftuframkva skíðadeildar Armanns GV-Reykjavik. A miðvikudag er leið var haldinn sáttafundur með skiðadeild Armanns og Bláfjalla- nefnd og kom þar fram viljayfir- lýsing Bláfjallanefndar um að leyfa lyftubyggingu Armanns með nokkrum skilyrðum, m.a. að hún yrði ekki fyrir fyrirhuguðu lyftustæði nefndarinnar fyrir stólalyftu. Þetta þýðir, að enn tefst lyftu- býgging Armenninga, en fram- kvæmdir hófust i haust út á leyfi landeiganda sem er Selvogs- hreppur en það lá þá þegar fyrir. En lengi hafði verið beðið eftir samþykki Bláf jallanefndar. Skömmu eftir að framkvæmdir hófust krafðist Bláfjallanefnd þess að þær yrðu stöðvaðar og á miövikudag setti nefndin enn Ar- menningum stólinn fyrir dyrnar á þeim forsendum að hún hefði ekki nægar upplýsingar i höndum m .a. um snjóalög og veðurhæð á fjalls- brún, til þess að taka endanlega ákvörðun nú þegar um staðsetn- ingu stólalyftunnar, sem Blá- fjallanefnd hyggst reisa i fram- tiðinni. Armenningar álita hins vegar að nægar upplýsingar liggi nú þegar fyrir um það, að þau lyftu- svæði sem sérfræöingar (m.a.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.