Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 20
20 \%mvm Sunnudagur 9. október 1977 þeim. Aörir sáu um þau verk. Hins vegar var ég látin reka kýrnar á morgnana, og var jafn- an vakin, á meðan veriö var aö mjólka. Ég var vanin á aö signa mig og lesa morgunbæn á hverj- um morgni, en nú kom þaö til, aö ég var morgunsvæf, og þann tima ársins, sem ég hafi kúarekstur- inn á hendi, var ég oftast svo seint fyrir, aö ekki var neinn timi fyrir bænagjörð, fyrren ég var búin að koma kúnum úr túninu. En strax og ég var komin úr túni meö kýrnar, signdi ég mig og las bæn- ir minar, þvi að ég var reglusöm með að halda þeim siðum, sem mér voru innrættir. — Var ekki margt fólk i heimili i Brimnesi, þegar þú varst að al- ast þar upp? — Jú, og reglusemi i háttum var ákaflega mikil. Á vetrum var alltaf lúrt i rökkrinu þangað til sauðamaðurinn kom inn. Þá var brugðið blundi og kveikt ljós. Þegar sauöamaöur hafði haft plaggaskipti og var kominn i þurrt, var opnuð bók og einhver las upphátt fyrir heimilisfólkið, sem sat á rúmum sinum, hver maður með sitt verk. Það var kembt, prjónað, tvinnaö og saum- að, en vefstóllinn var ekki sleginn á meðan þvi að það truflaði. Þannigvarunnið og lesið, þangaö til mál var að fara i fjósiö og mjólka. A eftir var talað um það sem lesið heföi veriö, og fólk skiptist i hópa með og móti sögu- persónunum, þar sem hver hélt fram sinu sjónarmiði. Þetta voru oft liflegar og skemmtilegar um- ræður og af þeim mátti margt læra. Stöku sinnum kom það fyrir, aö mikla kvæðamenn bæri að garöi. Þeir kváðu þá fyrir heimilisfólkið á kvöldvökunni. Og það var alveg eins og með sögurnar: Fólkið fylgdist með þvi, sem farið var með, og ræddi það á eftir. — Manstu hvaða sögur þetta voru, sem lesnar voru á vökunni, þegar þú varst barn? ----Nei, égmanþærekki allar, en þó held ég að mér sé óhætt að fullyrða að meira hafi verið lesið af skáldsögum Islenzkum og er- lendum, heldur en til dæmis is- lendingasögum eða öðrum forn- sögum. Þó man ég eftirþvi, þegar Laxdæla var lesin — ég man það svovelvegna þess, hve ég skældi mikið yfir örlögum sögupersón- anna. Fósturfaðir minn las islend- ingasögurnar mjög mikið. Ég hygg að hann hafi lesið Njálu á hverjum vetri, og mér er nær aö halda að hann hafi kunnað hana aö verulegu leyti utan bókar. Nám á Hólum og I Dan- mörku — En hvaö um sjálfa þig, — hvert lá leiö þin þegar þú hleyptir heimdraganum og fórst aö lita i kringum þig i veröldinni? — Ég var f yrst einn vetur á Hól- um og lærði þar ýmsar greinar hjá pabba og öörum kennara til. Stöku sinnum fékk ég lika að sitja inni i ti'mum hjá skólapiltunum, „strákunum”, eins og við kölluð- um þá, og fylgjast með þvi sem þar fór fram. Þetta var nota- drjúgur lærdómur, og veturinn á Hólum var mér bæði skemmtileg- ur og gagnlegur timi. Ariö eftir fór ég til Danmerkur og var þar i tvö ár. — Og þar hefur þú auðvitað haldið áfram að auka viö þekk- ingu þina? skyldu sína Trúlega hafa margir tsiending- ar, sem komnir eru á efri ár, heyrt talað um Jósef Björnsson, skóiastjóra á Hólum. Um hann verður ekki rætt hér, enda er hann kunnari maður en svo, að þess gerist þörf. Hins vegar vill nú svo til, að við erum stödd heima hjá dóttur Jósefs, Krist- rúnu Jósefsdóttur, á vistlegu heimili hennar að Boliagötu 3 i Reykjavik. Kristrún hefur lifað langa og starfsama ævi, hún verðurniræð eftirfáa daga. Aidur sinn ber hún svo vel, að auðvelt væri að trúa þvi að hún væri tiu til fimmtán árum yngri en kirkjubókin segir, og þegar biaðamaður spurði hana, hvort hún heföi enn einhver störf með höndum, svaraði hún blátt á- fram: ,,Ég vinn það sem ég þarf.” Með öðrum oröum: Hún vinnur enn öil þau störf sem hús- móðir þarf að annast. Slikt er satt aösegja ævintýri llkast, enda fá- gætt að fólk haldi andlegum og likamlegum kröftum sinum með slikum ágætum. Þar var tekið jafn vel á móti öllum. Og þá er bezt að byrja að spyrja: — Olst þú upp á Hólum, Kristrún? — Nei. Eins og mörgum er sjálfsagt enn i minni, þá var faöir minn tvisvar skólastjóri á Hólum. Hann var þar, þegar afi minn, tengdafaöir hans, missti konu sina. Þá fórgamli maðurinn fram á það, að pabbi og manna kæmu til si'n, tækju þar við búi og önnuð- ust sig, og það gerðu þau. Þannig stóðþetta i nokkurár, og á meðan var Hermann Jónasson — Drauma-Hermann — skólastjóri á Hólum, en svo fór pabbi þangað aftur og var skólastjóri 1 nokkur ár. Ég fæddist haustið 1887. Þegar ég var sex ára gömul, dó móðir min. Við vorum sex systkinin, Björn Jósefsson, siðar læknir á Húsavík, elztur, og Einar J. Reynis yngstur. Þegar mamma dó, var mér komið i fóstur til frænku minnar. Margrétar Si- monardóttur i Brimnesi I Skaga- firöi, og manns hennar, Einars Jónssonar, en móðir min og hún voru bræðradætur og miklar vin- konur. Mamma var meira að segja lika fædd I Brimnesi, þvi að Kristrún Jósefsdóttir. Tlmamynd Róbert. þau byrjuöu búskapinn þar, afi minn og amma. — Það hefur vist ekki væst um þig hjá frænku þinni I Brimnesi? — Nei, sannarlega ekki . Þar var ákaflega mikiö myndarheim- ili, að ýmsu leyti á undan timan- um og til fyrirmyndar á margan hátt. Þar var mikil rausn I búi, gestkvæmtmjög.og tekið jafn vel á móti öllum, hvort sem rikis- menn og höfðingja eöa volaða umrenninga bar að garöi. — Voru samt ekki hinir ytri lifnaöarhættir með gömlu sniði, þóttheimilið væri aöýmsu leyti á undan samtima sinum? — Jú, jú. Það var tildæmis allt- af lesinn húslestur á hverju kvöldi frá veturnóttum til sumarmála. A haustin var byrjað á kvöldhug- vekjum, og þær voru lesnar fram að föstu. Þá var byrjað á föstu- hugvekjum, og jafnframt sungnir allir Passiusalmarnir. — Ég man vel eftir þvi, að þegar ég var sjö og átta ára, haföi ég þann sið aö krjúpa bakvið stúlkurnar, þegar þær voru aö syngja, og las á bók- ina hjá þeim. Þannig læröi ég að lesa „gamla letrið”, sem kallað var.og lærðiþað svovel að ég var alltaf jafn vel læs á þaö og lat- neska letrið. — Var ekki lesinn húslestur á sunnudögum allan ársins hring? — Jú, aö sjálfsögöu. Þá var oft lesin Jóns-Postilla, en mörgum þótti hún dálitið strembin. Auö- vitað var mér sagt að hreyfa mig ekki á meöan á lestrinum stæöi, enda sátu allir prúöir og hátiðleg- ir undir lestrinum. En að lestri loknum var ég oft spurð út úr til þess aö ganga úr skugga um, hvort ég hefði nokkuö veriö aö hlusta á það sem fram fór. Ég reyndi þá aö hlusta á einhvern kafla svo vel að ég gæti fariö meö hann svo að segja orðréttan, og það var látið gott heita, en hrædd er ég um, að hitt hafi þó veriö meira sem fór alveg fyrir ofan garð og neöan hjá mér. ,,Fósturfaðir minn las íslendingasögurnar....” — En þá eru það nú atvinnu- hættirnir. Var ekki fært frá á æskuheimili þinu? — Jú, það var alltaf gert, en samt þurfti ég aldrei að smala kviaám og þvi siður að sitja yfir — Rætt við niræða konu, Kristrúnu Jósefsdóttur er aldrei lei«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.