Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 21
Sunnudagur 9. öktóber 1977
21
íinlegt að gera
----Ég var fyrst i nokkra mán-
uöi hjá vinafólki pabba i Dan-
mörku til þess aö læra dönsku, en
að þvi' bunu fór ég á „hannyrða-
skóla”, siðan á hússtjórnarskóla
og seinast var ég á lýðskóla.
Þetta var ákaflega skemmtilegur
timi, og gagnlegur lika. Ég var
bæði á Sjálandi og Jótlandi og
kynntist Dönum mikið. Danir eru
hið mesta sómafólk, og mér likaði
alltaf vel við þá. Fyrsta stiílkan,
sem ég kynntist þar i landier vin-
kona min enn þann dag i dag. Við
skrifumst alltaf á, auðvitað á
dönsku. Hún er þrem árum yngri
en ég, og heldur andlegum kröft-
bm sinum vel.
— Þú hefur ekki lagt i að kenna
henni islenzku?
— Til þess kom aldrei. Lengst
af var mér alveg sama, hvort ég
talaði eða skrifaði dönsku eöa is-
lenzku, en nú á siðustu árum
finnst mér dönskunni vera farið
að hraka hjá mér, þótt vinkona
min segi það ekki vera. Þessi
danska fjölskylda var, eins og ég
sagði áðan, vinafólk pabba, og ég
dvaldist alltaf þar i frium á með-
an ég var i Danmörku. Þau vin-
áttubönd hafa haldizt fram á
þennan dag.
Stofnun heimilis — bú-
skapur i Skagafirði
— En svo viðhöldum áfram að
rekja æviferilþinn: Hvaðtókstþú
þér fyrir hendur að Danmerkur-
dvölinni lokinni?
— Þegar ég kom heim frá Dan-
mörku, bauðst mérstarf hjá BUn-
aðarfélagi Islands, sem hús-
mæðrakennari, ogskyldiég halda
námskeið á Suðurlandi. Þetta
varð, ég fór um Arnes- Rangár-
valla-og Skaftafellssýslur og hélt
námskeið viða. Mér þótti þetta
skemmtilegt starf, og ég held að
allir sem hlut áttu að máli, hafi
verið ánægðir.
— Varð þá ekki framhald á
þessu?
— Nei, ekki fór það svo. Guð-
mundur Helgason hjá Búnaðarfé-
laginu skrifaði mér samt og sagði
að það væri alltaf verið aö óska
eftir þvi að ég kæmi þangað aftur,
en nú stóð svo á, að ég var farin
að hugsa tilhjúskapar og búskap-
ar. Ég var í óða önn að sauma til
búsins og að búa mig undir stofn-
un heimilis. Ég svaraði þvi Guð-
mundi Helgasyni þannig, að hann
skyldi semja um þetta við kær-
astann minn, en ég vissi að þeir
voru kunningjar. Eitthvað munu
þeir hafa rætt þetta, Guðmundur
og Jóhannes Björnsson, heitmað-
ur minn, en ekki bar það neinn ár-
angur fyrir Guðmund eða Búnað-
arfélagið. Jóhannes langaði vist
ekkert til þess að sleppa mér til
þeirra, þarna austur i sýslunum.
— Og þá hefur hjónaband og
búsumsýsla verið næst á dag-
skránni hjá þér?
— Já, við Jóhannes gengum i
hjónaband 9. maf vorið 1912 og
fórum að búa á Hofstöðum i
Skagafiröi. Þegar þangað kom,
tók ég við stóru og mannmörgu
heimili. Þar foru i fyrsta lagi for-
eldrar Jóhannesar, afasystir
hansog maðurinn hennar, og auk
þess gömul kona, sem hafði alla
ævi verið vinnukona hjá tengda-
föður minum. Nú var hún lögzt í
rúmiö, og þurfti að annast hana
eins og barn. En hún lifði ekki
nema i hálft þriðja ár, eftir að ég
kom i Hofstaði.
— Fannst þérekki erfitt að taka
við þessu öllu?
— Það tókst allt. Meira átak var
að breyta gömlum reglum og
móta daglegt lif eftir sinu höföi.
Ung hjón geta ekki tekið við búi
þannig að þau haldi öllu i ná-
kvæmlega sömu skorðum og þaö
hafði verið i um áratuga skeið.
Það er hvorki æskilegt né heldur
framkvæmanlegt. Hver kynslóð
hlýtur að hafa sin viðhorf, fyrir
utan hitt, að lifnaðarhættir taka
alltaf einhverjum breytingum frá
einni kynslóð til annarrar. En
einnig þetta blessaðist okkur á
Hofstöðum. Tengdafaðir minn
var svo elskulegur maður, að á
betra varð ekki kosið. Og hann
tók svo mikilli tryggð við mig, að
heita mátti að hann mætti ekki af
mér sjá. Tengdamóðir mín skildi
lika, að ég hlaut að fara mfnar
leiðir varðandi búskapinn og
heimilishaldið. Hún sá, að hér var
ný kynslóö komin til skjalanna,
kynslóð sem hlaut að fara sinu
fram og taka ákvarðanir á eigin
ábyrgð.
Slik umskipti frá einni kynslóð
til annarar kosta alltaf verulegt
átak fyrir báða aðila, hjá okkur
fór allt vel.
— Þetta voru mörg ár, sem þiö
bjugguð á Hofstöðum?
—Við bjuggum þar i tuttugu ár.
Og seinasta veturinn, sem ég var
þar, dó siðasta gamalmennið,
sem ég hafði tekiö við þegar ég
kom þangað, tuttugu árum áður.
Það var afasystir Jóhannesar, og
þá oröin hundrað ára.
Mesta heimilisprýðin
— Hvernig stóð á þvi að þið
hjónin hættuð búskapnum og
fluttuzt suöur til Reykjavikur?
— Börnin okkar voru farin að
tinast aö heiman og leita sér
menntunar. Una, sem var elzt,
hafði verið i Kvennaskólanum i
Reykjavik, og Bjöm.sonur okkar
var kominn i menntaskólann á
Akureyri. Börnin voru sjö, og við
Jóhannes töldum vist, að þau
yngri vildu ekki siður leita sér
menntunar en eldri börnin, enda
fullkomlega eðlilegt, en á hinn
bóginn sáum viö ekki nein ráð til
þess að kosta þau öll i skóla með
þvi að halda búskapnum áfram
fyrir norðan, og allra sizt f yrir þá
sök, að nú var kreppan farin að
segja tilsin. Enn bættist það viö,
að okkur langaði til þess að vera
nálægt börnum okkar, fylgjast
með þeim og veita þeim þann
styrk sem við gætum, svo við
fluttumst suður til Reykjavikur
árið 1932, og áttum hér heima eft-
ir það.
— Brá þér ekki mikið við að
flytjast úr þvi fagra héraði
Skagafirði, og setjast að á mal-
bikinu i Reykjavik?
— Okkur fannst þetta dálitið
hart aðgöngu á meðan viö vorum
að rifa okkur upp frá búskapnum,
en málið hafði fleiri hliöar, meðal
annars þá, að geta nú haft börnin
sin hjá sér framvegis og verið
þeim skjól.
— Og allur þessi hópur hefur
komizt til menntunar og þroska?
— Já, og þau eru öll búsett hér á
landi, nema yngsta barnið, Einar,
sem er læknir i Sviþjóð. Hann býr
i Karlskrona, kvæntur sænskri
konu. Við hjónin heimsóttum þau
i Svi"þjóð nokkru áður en maður-
inn minn dó, en siðan eru rétt tiu
ár. Einnig fór ég að heimsækja
Margréti dóttur mina og mann
hennar ólaf Bjarnason, núver-
andi prófessor, þegar hann var
við framhaldsnám i Sviþjóð. I
annarri þessari Sviþjóðarferð
minni kom ég við i Danmörku á
fornum slóðum. Það var ákaflega
gaman.
— Þú hlýtur að eiga marga af-
komendur, þar sem þú átt sjö
börn, öll á li'fi, og ert sjálf komin á
þennan háa aldur?
— Ég held ég muni það rétt, að
ömmu- og langömmubörnin min
séu orðin þrjátiu, samanlagt.
ömmubömin erusextán og lang-
ömmubörnin fjórtán. Elsta lang-
ömmubarnið verður stúdent
næsta vor.
— Þú ert þá öldungis ekki ein i
veröldinni?
— Nei, það er nú öðru nær. Þau
koma oft hingað til þess að gera
mér glaða stund. — Þegar við
hjónin fluttumst hingað á Bolla-
götuna neöan úr Þingholtsstræti,
þar sem viö höfðum átt heima i 26
ár, af þvi að húsið þar var orðið of
stórt handa okkur, eftir að börnin
flugu úr hreiðrinu, þá sögðu
margirvið mig: „Ætlarðu ekki að
fleygja þessu gamla drasli og fá
þér ný húsgögn?” „Nei,” sagði
ég. , ,Ég vil ekki vera gestur hjá
sjálfri mér. Og ég vil ekki eiga
svo fin húsgögn, að börn megi
ekki snerta þau. Börn eru alltaf
mesta heimilisprýðin, þau eru
það fegursta sem nokkur maður
getur haft innan stokks hjá sér.
En það er hræðilegt, þegar verið
er aö láta þau út á götuna. Hin
uppvaxandi kynslóð á betra skilið
en malbik. Mér finnst unga fólkið
sem erað vaxa upp núna bæði fal-
legt og mannvænlegt. Það þýðir
ekki að vera alltaf að tuggast á
þvi, að mannkyninu sé sifellt að
fara aftur, og að „heimur versn-
andi fari”. Islendingar hafa
gengið i gegnum svo miklar
þrengingar, aö ég trúi þvi, aö
þeim auðnist að átta sig, þótt
núna virðist marg á hverfanda
hveli hjá okkur.
„Vist ávallt þeim vana
halt”
Ég er i eöli minu mjög trú-
hneigð, og mér finnsf aö fólk eigi
að rækta trúhneigð sina. Mér hef-
ur stundum fundizt fermingar-
börn hugsa of mikið um veizlur og
gjafir, en of litið um sjálft inntak
fermingarinnar.
— Þú nefndir trúhneigð. Hvað
heldur þú aö sé fyrsta andlega
ljóðið sem þú lærðir i bernsku?
— Allra fyrsta ljóöið sem ég
lærði um dagana, var þetta erindi
eftir Hallgrim Pétursson:
Vist ávallt þeim vana halt:
vinna, lesa, iöja,
umfram allt þó ætið skalt
elska Guð og biðja.
Eftir þessu hef ég reynt að fara.
Ég hef reynt að vinna og lesa, eft-
ir þvi sem ég hef getað, og guð
minn dýrka ég með bæn á hverju
kvöldi áður en ég sofna. Ég hef
lika mikiðaö þakka. Þaöeru ekki
neinar smáræöis gjafir sem Guð
hefur gefið mér, þessi stóri hópur
barna, barnabarna og lang-
ömmubarna. öll eru þau hiö
mesta myndar- og sómafólk, og
mér svo góð, að á betra verður
ekki kosið.
— En segðu mér nú eitt, svona
undir lokin: Hvaö heldur þú að
þér hafi þótt skemmtilegast að
gera um dagana?
— Ég hef alltaf álitið að nauð-
synlegasta verkefni hverrar konu
væri móður, eiginkonu- og hús-
móðurstarfiö. Ég tók öll þessi
verk mjög alvarlega og leit á þau
sem mikilvægasta hlutverkið i lif-
inu.
En hvað sé skemmtilegt eöa
leiðinlegt — um þaö má auðvitaö
skeggræða endalaust. Ég er
þannig gerð, að mér þykja öll
verk skemmtileg, sem ég veit, aö
ég þarf að vinna.
Það er aldrei leiðinlegt að gera
skyldu sina.
— VS
A heimili Kristrúnar Jósefsdóttur aö Bollagötu 3 i Reykjavik. Tlmamynd Róbert