Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 23

Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 23
Sunnudagur 9. október 1977 23 Dezsö Ránkí 'l'ilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Spegill, spegill...” Guðrún Guðlaugsdóttir tek- ur saman þátt um snyrtingu og fegrunaraðgerðir: annar hluti. 19.55 Nordjass i Reykjavík 1977 Jón Múli Árnason kynnir. 20.20 „Mér hefur alltaf liðið vel” Hjörtur Pálsson ræðir við Gunnar Benediktsson rithöfund, og Halldór Gunnarsson les kafla úr nýrri bók hans. 21.10 Klarinettukonsert i A-- dúr (K622) eftir Mozart Alfred Prinz og Filharm- oniusveit Vinarborgar leika: Karl Munchinger stjórnar. 21.40 Ljóð eftir Halldór Stefánsson, áður óbirt Höf- undurinn les. 21.50 Frá pólska útvarpinu Konsert i C-dúr op. 7 nr. 10 fyrir óbó og strengjasveit eftir Tomaso Albinion. Jerzy Kotyczka leikur með strengjasveit Varsjárborg- ar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 9. október 18.20 Stundin okkar Fyrst er mynd um Fúsa flakkara, siðan dansa nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragnars, og Borgar Garðarsson les kvæðið „Okkar góöa kria” eftir Stefán Jónsson. Þá syngja nokkrir nemendur Egils Friðleifssonar úr öldutúns- skólanum, tvær brúður úr íslenska brúðuleikhúsinu leika á hljóðfæri, og loks stjórna Magnús Jón Ama- son og ólafur Þ. Harðarson spurningaþætti. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.30 Litil saga að norðan Ingimar Eydal og hljóm- sveit hans. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.00 Gæfa eða gjörvileiki Bandariskur framhalds- myndaflokkur i ellefu þátt- um, byggður á samnefndri metsölubók eftir Irving Shaw. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Siðari heims- styrjöldinni er að ljúka. I Bandarikjunum eru tveir bræður, Ruby og Tom Jor- dache. Þeir eru synir þýskra innflytjenda, sem hafa orðið fyrir sárum von- brigðum i nýja landinu. Rudy er iðinn og metnaðar- gjarn,en Tom er óstýrilátur og fremuroftheimskupör til að vekjaásér athygli. Julie, unnusta Rudys, reynir árangurslaust að telja hann á að flytjast i burtu frá heimaborginni. Tom verður vitni að ástarævintýri Julie og auðugs flagara. Hann hyggur á hefndir fyrir hönd bróður sins, en ipp kemst um hann, og hann fær bágt fyrir frá föður slnum. Þýð- andi Jón O. Edwald. 22.30 i takt við tilveruna Bresk heimildamynd um taóisma, heimspekistefnu, sem Kinverjar aðhylltust lengi. Taóismi á nú einkum fylgi að fagna á Formósu (Taiwan), er hann viða iðk- aður sem trúarbrögð. Þýð- andi og þulur Óskar Ingi- marsson. 23.15 Að kvöldi dags (L) Séra Stefán Lárusson, prestur I Odda á Rangárvöllum, flyt- ur hugvekju. 23.25 Dagskrárlok David Graham Phillips: SUSANNA LENOX Kezía dró ruggustól meö fléttaðri sefsetu fram að dyr- unum. Súsanna svipaðist um. Gólfhæðinni var skipt í þrennt. Miðherbergið sem hún var í, var sýnilega stofan — það var auðráðið af borði sem stóð á miðju gólf i, legu- bekk með léreftsáklæði, tveim óhreinum steinprentuð- um myndum og skellóttu orgeli. Á gólfinu var ábreiða ofin úr pjötlum, og veggfóðrið var úr pappír óhreint og rif ið. Stórir blettir sýndu, hvar vatnið af þakinu hafði sí- azt inn með bitum og stoðum. Kezía gaut hornauga til Súsönnu sem ekki reyndi að dylja andstyggð sína á þess- ari vistarveru. Hún hafði tyllt sér á stólbrúnina og lagt pokann á gólfið hjá sér. „Þér verðið auðvitað hér fram yfir matmálstíma?" sagði Kezía. ,,Já", svaraði Súsanna. ,, Þá ætla ég að skreppa f ram og bæta í pottinn". „Nei, ó, gerið það ekki. Ég er ekki svöng. Nei, ég er ekki svöng". í þessum svifum snaraðist Jeppi fyrir húshornið og birtist í dyrunum. Hann glotti og deplaði augunum til Súsönnu og leit svo til systur sinnar. „Jæja, Kezía", sagði hann. „Hvernig lízt þér á hana". ,, Hún segist verða hér fram yf ir matmálstíma", sagði Kezía og reyndi að halda í þann snefil af kurteisi sem hún hafði einsett sér að viðhafa í tilefni af gestakom- unni. Hann hló hátt. „Þetta var lagið, þetta var lagið", hróp- aði hann og konkaði kolli og deplaði augunum framan i Súsönnu. „Þú hef ur ekki sagt henni það? Heyrðu, Kezía mín! Ég tók mig til og gifti mig. Og þarna sérðu hana". „Þegiðu.asninn þinn" sagði Kezía. Og hún leit afsak- andi til gestsins. En hún greip andann á lofti er hún tók eftir svipnum á Súsönnu. „Jesús minn í himnahæðum!" hrópaði hún. „Hún hefur þó ekki gifzt þér?" // „Því ekki það?" sagði Jeppi. „Erum við ekki í frjálsu landi? Er ég ekki jafnlíklegur eiginmaður og hver ann- ar?" Kezía dæsti og settist á legubekkinn með léreftsáklæð- inu. Súsanna náfölnað. Hendur hennar skulfu. Samt sat hún kyrr á gamla stólnum með f léttuðu sefsetunni. Það varð hræðileg þögn, sem Jeppi rauf fyrstur. „Far þú og hugsaðu um matinn, Kezia" sagði hann hátt og frekju- lega. „Tíndu svo saman draslið þitt og hypjaðu þig til Bobs frænda". Kezía starði á brúðina stóð svo upp og gekk að innri dyrunum.,, Nú fer ég", sagði hún. „Maturinn er tilbúinn, það þarf ekki annað en láta hann á borðið". Það mátti heyra gegnum gisið þilið, að hún fór upp stiga sem enginn dúkur var á, og vasaðist um stund uppi á gólfi, sem ekki var heldur nán ábreiða á, og kom svo aftur niður. „Ég fer gangandi", sagði hún um leið og hún rak nefið inn fyrir dyrastafinn. „Ég sendi eftir dótinu minu i kvöld." Jeppi, sem ekki kærði sig um að erta „Fergusons- skapsmunina" um of svaraði henni ekki. „Og svo við víkjum að þessari giftingu", hélt Kezía á- fram, „þá hefði ég aldrei trúað að þú myndir leggjast svo lágt að taka barn og það hórkrakka í þokkabót". Síðan flýtti hún sér brott. Jeppi fleygði hattinum á borðið, sjálf um sér f leygði hann upp í legubekkinn. „Nú er þetta búið — ha?" sagði hann. „Þú getur látið matinn á borðið. Það er allt þarna f yrir innan". Og hann kastaði höfðinu til svo að hún villtist ekki á því, að það voru dyrnar til vinstri, sem hún átti að ganga um. Súsanna stóð orðalaust upp og gekk til dyranna, sem hann hafði vísað á. Jeppi hló. „Heldurðu, að það væri ekki rétt, að þú tækir af þér hattinn, ef þú stæðir hér eitthvað við?" sagði hann. Hún tók af sér hattinn og lét hann ofan á pokann, sem lá á gólfinu hjá ruggustólnum. Svo fór hún fram í eld- húsið, sem jaf nf ramt var botðstofan. Þar var lágt undir loft og þilin sótug, því eldavélin, sem var úti í einu horn- inu, var sprungin og illa hreinsuð og reykti. Megn þefur af gömlum laukjafningi sem var á eldavélinni, fyllti eld- húsið. Fáeinar f lesksneiðar brúnuðust í skaftpotti. Baka til á eldavélinni var kaff ikanna úr blikki og panna f ull af kartöf lumauki. í miðju herberginu var borð, sem á hafði verið breiddur óhreinn, rósóttur dúkur, og á þvi voru einnig fáeinir sprungnir diskar og skellóttir járnhnífar og gafflar með trésköftum. Súsanna hneig hálf-meðvit- undarlaus niður á stól við opinn gluggann. Aragrúi stórra og vel haldinna f lugna úr gripahúsunum voru alls staðar á f lökti og skriðu og suðuðu látlaust yf ir höfðinu á henni. Hún hrökk upp við það, að Jeppi ávarpaði hana. „ Hvað — hver djö-djöfullinn! Ertu sofnuð manneskja?" Hún spratt á fætur.,, Bíddu aðeins", tautaði hún ringl- uð. Og hvernig sem hún nú fór að því, þá fókst henni að koma hinu þef illa samsulli á eldavélinni á diska, sem hún fann uppi i skápnum og lét á borðið sem flugurnar settust undir eins að þeim í tuga- og hundraðatali. Jeppi, sem staðið hafði snöggklæddur í dyrunum og horft á hana, settist nú við borðið og tók til matar síns. Hún sat gegnt honum með hendurnar í keltu sinni. Hann var f imari að nota hníf inn en gaffalinn — hlóð stórum haugum á blaðið og rak þar svo upp í sig. Hann hámaði i sig, sleikti út um, másaði og hvásaði og ropaði öðru hvoru hátt og sældar- lega. „Það er f járans vindur í mér í sumar", sagði hann, er hann hafði hvolft í sig vænum bolla af kaffi. „Sumir segja, að rigningarnar í vor haf i fyllt allt af guf um og af því stafi þetta. Ég veit ekki, hvað til er í þvi. Það er kannski bara þessi matseld hennar Kezíu. Ég vona, að þú takir henni fram. Étur þú ekkert — ha?" „Ég er ekki svöng", sagði Súsanna. Þegar hann gretti sig tortrygginn bætti hún við: „Ég borðaði morgunmat- inn svo seint". Hann hló. „Og svo hjónavígslan", sagði hann og kink- aði kankvíslega kolli og deplaði augunum. „Svoddan nokkuð fær alltaf svo mikið á blessað kvenfólkið". Þegar hann hafði fengið nægju sína, ýtti hann stólnum f rá sér.,, Ég ætla að sitja hérna hjá þér meðan þú þværð upp", sagði hann.,, En þú ættir að f ara úr þessum sunnu- dagaflíkum. Það er eitthvað af léreftskjólum, sem hún mamma gamla átti, í kassa undir rúminu í herberginu okkar". Hann hlóog draptittlinga framan í hana. „Það er herbergið þarna hinum megin við stof una. Já — það er herbergið okkar". Og hann kjáði aftur f raman í hana. Stúlkan reis á fætur eins og maður, sem gengur í svefni. Hún var náföl og varð að styðja sig við stólbakið til þess að missa ekki jafnvægið. Jeppi tók vindil upp úr vestisvasa sínum og kveikti í honum.,, Venjulega", sagði hann, „fæ ég mér í pípu eftir matinn — eða þá væna tuggu. En þegar þetta er brúðkaupsdagurinn....." Hann hló og skaut augunum í skjálg, stóð svo upp, faðmaði hana að sér og kyssti hana. Hún gerði veika til- raun til þess að stjaka honum frá sér. Henni sortnaði fyrir augum, og henni varð óglatt. Hún flýtti sér burt, undir eins og hann sleppti henni, reikaði gegnum stofuna inn í lítið, sóðalegt svefnher- bergi. Gluggarnir voru lokaðir, og það hafði ekki verið „Slepptu grænmetinu mamma. Hamborgararnir bjarga sér sjálfir”. ÍOENNI i 'DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.