Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 30

Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 30
P' T 30 Sunnudagur 9. október 1977 Nú-Tíminn Hvað er að koma út? Nútíminn um i ólaplötuf lóðið Nú fer sá tími ársins í hönd að hljómplötuverzi- anir fyllast af nýjum ís- ienzkum plötum. Þó virðist eitthvað hafa dregið úr útgáfustarf- seminni á þessu ári miðað við sl. ár og eftir lauslega athugun Nú-timans virð- ist niðurstaðan sú, að í ár koma út færri lélegar plötur á islandi miðað við fyrra ár en hinum skárri plötum fækkar að því er okkur sýnist ekki þannig að eftir verði tekið. Hér er ætlunin að kynna þær islenzkar plötur sem út eru að koma um þetta leyti og væntan- legar eru fyrir jól. Verði eitt- hvað útundan mun. Nú-timinn kippa þvi i liöinn sem fyrst hann má. Á bleikum náttkjólum heitir óútkomin plata Megasar og Spilverksins. útgefandi er Ið- unn, upptökumaður Jónas R. Jónsson og er platan hljóðrituð i Hljóðrita.öll ljóð og lög á plöt- unni eru eftir Megas, og hann, ásamt Spilverkinu, annast út- setningar. söng og hljóðfæra- leik. Blessað striðið sem gerði syni mina rikaheitir óútkomin plata frá SG-hljómplötum og er þar Gisli Rúnar Jónsson á ferðinni. A plötunni fjallar, hann um striðsárin siðustu hernámið og ástandið i fremur gamansöm- um tón. Platan er væntanleg i verzlanir innan hálfs mánaðar. Dumhó og Steini heitir nýút- komin plata frá Steinari hf. A plötunni eru bæði ný lög og gömul frumsamin eða tekin upp eftir Bitlunum og fleirum. Rokkið á þessari plötu á i höfuð- atriðum rætur að rekja til ár- anna 1966 og framundir ’70. Auk þess er hér m.a. frumsamið lag og ljóð eftir Jóhann G. Jóhanns- son um gamla Glaumbæ. Fjörefniheitir önnur plata frá Steinari hf., og til að vega upp á móti gamla timanum er hér Dúmbo og Steini. eitthv. alveg nýtt á ferðinni frumsaminn poppannáll nú- timans. Þetta er ný hljómsveit skipuð 4 fyrrverandi Daggar- meðlimum og þeim Asgeiri Óskarssyni og Tryggva Hubner úr Eik. Lög og textar eru allir eftir Jón Þór Gislason og Pál Valgeir Pálsson. önnur plötusiðan er öll tileinkuð Hallærisplaninu, á hinnier m.a. fjallað um iækinn i Nauthólsvik. Þess má geta að þetta er 20. piata Einars hf. og kemur út um það leyti sem fyrirtækið er tveggja ára. Geimtré heitir ný plata hljómsveitarinnar Geimsteins sem Rúnar Júlíusson og systkinin Maria Baldursdóttir og Þórir Baldursson skipa. öll lögin á plötunni utan eitt eru eftir þá Rúnar og Þóri og textarnir eftir Rúnar og Þor- stein Eggertsson. Þessa plötu ku vera tilvalið að stiga dans i takt við. Halli og Laddi munu vera væntanlegir á plötu frá Hljóm- plötuútgáfunni hf. Ekki er Nú- timanum neitt frekar kunnugt um þessa plötu nema hvað hann rennir I grun að hún sé ekki meö öllu ófyndin. Jólalagaplötur eru a.m.k. tvær væntanlegar fyrir jólin. önnur er kórplata frá SG- hljómplötum og veit Nú-timinn frekar fátt um hana. Hin er með ýmsum listamönnum og útgáf- andinn Hljómplötuútgáfan hf. A plötunni syngja Egill Ólafsson (Spilverk) Ruth Reginalds, Vil- hjálmur og Berglind ásamt barnakór úr öldutúnsskóla og blönduðum kór. Þá mun nær öll sinfóniuhljómsveitin leika undir en útsetningar eru eftir Karl Sighvatsson og Jónas R. jónssn stjórnaði upptökunni. Jörundur slær I gegnheitir ný grin og eftirhermuplata frá SG- hljómplötum. Platan er kjörin fyrir t.d. alla unnendur rikis- stjórnarinnar ekki sizt óla Jó. Einhverjir kynnu að vilja meina að ójafnt væri deilt á milli manna grinskömmtunum, en þá ber á hitt að lita að þaö eru ólikt skemmtilegri menn sem eitt- hvað hafa broslegt i fari sinu en hinir sem ekki sjást fyrir meðalmennskunni. Nú-timinn telur óhætt að mæla með þessari plötu, það er margt gott á henni þó aö sitthvað eigi varla erindi. (Aðrar plötur verða að sjálf- sögðu teknar til meöferðar i Hljómplötudómum Nú-timans). Ludó og Stefán heitir nýút- kominn plata frá SG-hljómplöt- um með 12 vinsælum lögum, einkum frá sjötta áratugnum. Textar eru flestir eftir Þorstein Eggertsson eða sjö talsins en aðrir eftir Berta Möller, Ómar Ragnarsson og Óskar Ingimars- son. Þessi Lúdóplata er mjög i stil við hina sem út kom á sl. ári og naut þá mikilla vinsælda. Lög unga fólksins heitir nýút- komin plata með hljómsveitinni Hrekkjusvinum og er þetta önn- ur útgáfuplata Gagns og Gamans. öll lögin á plötunni eru eftir Leif Hauksson og Valgeir Guöjónsson en alla texta samdi Pétur Gunnarsson. I hljóm- sveitinni Hrekkjusvinum er siðan urmull landsþekktra tón- listarmanna en platan var tekin upp i Hljóðrita i sumar. Þetta er plata fyrir alla fjölskylduna... og einhleypa segir á plötuum- slagi. Þeir sem lesið hafa Punkt. ..punkt.. eftir Pétur Gunnarsson ættu að vita hvernig húmorinn er á plötunni. Samansafn vinsælustu laga sem út hafa komið á hljómplöt- um frá Hljómplötuútgáfunni höfum við sannfrétt að væntan- legt sé á plötu fyrir jólin. Stóra barnaplatanheitir nýút- kom plata frá SG-hljómplötum og eru á henni 24 vinsæl barna- lög samantekin af fyrri plötum SG-hljómplötuútgáfunnar. Vlsnaplatan frá Iðunni hefur Lög unga fólksins. áöur veriö kynnt i Nú-timanum en óhætt að minna á hana þar sem hún er enn ekki komin út. Þá hefur einnig verið kynnt i Nú-timanum ný plata 11 ára gamallar stúlku úr Firðinum Bjarkar Guðmundsdóttur, og er hún einnig væntanleg fyrir jól. I ÓVc-aÍa '.JJyírijt Ijtii) ....... JÖRUNDUR slær x gegn stMíffa af Ix-r 1 ý H»aSa ba&t? v vcuxmmtidkm NUCRNOUKUMIU s óvt SA NA tbAVAN * 24 brábst{emmtileg barnalög * í stuttu máli Hinir nýju Small Faces. Jimmy McCullock fyrr- um Wingsmeölimur, iengst til hægri, neöri röö. Plötuflóðið Það er ekki aöeins á tslandi sem plötuflóð er að skella á. Þessa dagana eru nýútkomnar eöa væntanlegar plötur margra frægra listamanna crlendis. T.d. má nefna nýtt langspil David Bowie: „Heroes”, þá 2. hefti af ..Greatest Ilits” Elton John og ,,Love Vou Live” Rolling Stones. Wings sendir væntanlega frá sér nýja plötu innan tiðar, en þess má geta í leiðinni að gitarleikari Wings, Jimmy McCuIloch, hefur nú yfirgefiö hljómsveitina og skipaö sér í lið með nýendurvöktum Small Faces. önnur endurlifguö hljómsveit er Ani- mals og nýútkomiö langspil þeirra „Before We Were So Rudely Interrupted”. Dr. Hook Dr. Hook gera það gott meö nýjustu plötu sinni, „Makin’ Love And Music”. Fyrstu vikuna sem plat an var I verzlunum seldist hún til gulis, þ.e.a.s. i 20.000 eintökum. Salan á siðustu plötu þeirra , ,,A Little Bit Moore”, nálgast nú 100.000. Bítlamir Bítlarnir koma enn út. Nú er það Emi sem vinnur að gerð „Bail- aða”, en platan á vist að vega salt við „Rock’n Roll Music” Bitl- anna, sein kom út á siðasta ári, og innihélt eins og nafnið bendir til, öll frægustu rokklög Bitlanna. Nýja platan aftur á móti spannar ró- legri hlið þessarar frægu hljómsveitar og verður þar aö finna allar frægustu ballöður eða melódiur The Beatlcs. Abba ABBA er alltaf að fresta útkomu nýja langspiisins, og siðustu fréttir herma að platan korni ekki út fyrr en i febrúar á næsta ári. Hljómsveitin stendur nú I striði I heimalandi sinu vegna skatta- mála. Fara hljómsveitarmeðlimirnir fram á að verða skattlagðir sem listamenn, en það hefur I för með sér mun lægri prósentuálagn- ingu heldur en þegar um venjulegt fyrirtæki er að ræöa. Verði risa- fyrirtækið Abba (samtals 20 á launaskrá) skattlagt sem hvert ann- að fyrirtæki, nema skattarnir samsvarandi upphæð og stærstu sænsk fyrirtæki, með þúsundir starfsmanna.greiða. Þessu vill Abba ekki una og hefur jafnvcl hótaö landflótta. En hverjar eru tekjur risafyrirtækisins Abba? Eitthvað um 1300 milljónir annó 1977. Ef þessari upphæö væri jafnt deilt milli þeirra tuttugu, sem að fyrirtækinu standa, yrði hluturinn á mann um 65 milljónir. Hin stóru A og B fá þó að sjálfsögðu verulega stærri hlut. Og cnn er risafyrirtækið Abba að færa út kviarnar. Nú stendur til að selja plötur hljómsveitarinnar til Austurlanda og fá greitt fyrir I svartagulli (oliu), sem siðan verður seld á sænskum markaði. Ein- falt og flott. Plötuspilarinn Veist þú að nú eru liðin 100 ár síðan fyrsti plötuspilarinn leit dag- ins ljós? Þann 15. ágúst 1877 tók Thomas Edison upp lagiö „Mary Had A Little Lamb” á skifu og lék það siöan af fyrsta plötuspilar - anum. Sama ár uppgvötaði Emile Berlinger mikrófóninn og tiu ár- urn scinna fullkomnaöi hann plötuspilarann og aöferð til fjölda- framleiöslu á plötum. Fleetwood Mac Fleetwood Mac var kjörin rokkhljómsveit ársins á Ilollywood- rokkhátiðinni i ár. Þetta er eins konar óskar rokksins og dómarar á hátiöinni cru ýmsir frægustu rokktónlistargagnrýnendur Banda- rikjanna. Þá var EIvis Presley heitnum sýndur mikill sómi á hátið- inni og aðrir helztu vinningshafarnir urðu þeir Stevie Wonder og Boz Scaggs. mt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.