Tíminn - 09.10.1977, Síða 31
Sunnudagur 9. október 1977
31
Nú-Tíminn kynnir:
Pink Floyd
Rick Wrigth: hljómborð.
Roger Waters: bassi
Nick Mason: trommur.
Dave Gilmour: gítar.
Hverjum dettur ekki i' hug
„The Dark Side Of The Moon”,
platan sem er að verða klassik
eftirbítlaáranna, þegar minnst
er á Pink Floyd. En áður en
þessi plata kom út hafði hljóm-
sveitinstarfaðlengi, og eftir út-
komu hennar hafa tvö önnur
langspil litið dagsins ljós og
bæði fallið i skugga „myrku
hliðar mánans”.
Saga Pink Floyd nær allt af tur
til ársins 1965, þegar Bítlarnir
voruenn upp á sitt bezta. Fjör-
menningarnir sem nú skipa
Pink Floyd og hinn fimmti
Barrett, eru allir háskóla-
menntaðir og má mikið vera ef
það er ekki undantekning um
hljómsveit, sem farið hefur upp
allan stjörnustiga poppsins.
Syd Barrett, leiðtogi hljdm-
sveitarinnar framan af, er list-
skólagenginn, en lærði jafn-
framt málaralistinni á gitar.
George Roger Waters, Nicholas
Berkeley Mason og Richard
Willam Wright voru allir saman
i háskóla að læra arkitektúr.
Þessirþrir stofnuðu hljómsveit-
ina Sigma 6, þá The T-Set, síðan
The Abdabs og loks The
Screaming Abdabs en allt kom
fyrir ekki. Um svipað leyti léku
Barrettog Gilmour saman þjóð-
lagatónlist „folk” tónlist, og
Gilmour kenndi Barrett Stcmes-
grip i pásum.
Arið 1965 gerðu Mason,
Wright og Waters enn eina til-
raun og stofnuðu nú, ásamt Bob
Close og Syd Barrett, hljóm-
sveitina The Pink Floyd Sound.
Bob Close yfirgaf þó fljótlega
hljómsveitina, einkum vegna
tónlistarlegs ágreinings við
Barrett, sem nær strax varð
ráðandi i hljómsveitinni og réð
raunar nafni hennar i upphafi.
Pink Floyd lék til að byrja
með fyrir dansi en þróaði jafn-
framttónlistarlegsérkennisin á
sviði tækni- og rafmagnaðs
hljóðfæraleiks. Innan tiðar urðu
þeir viðurkenndir opinberir full-
trúar „underground” tónlistar
þessara ára. Sjálfsagt hefur
Pink Flovd lika orðið fyrst
hljómsveita til að notfæra sér
ljósa„show” á svipaðan hátt og
enn tiðkast.
Fyrsta litla platan var „Arn-
old Layne” og fjallaði umvit-
firring, sem stal nærfötum
kvenna af snúrum. Lagið komst
i 25. sæti brezka listans, en var
bannað hjá úrvarpsstöðvum.
Um svipað leyti komst hljóm-
sveitin á ágætan samning hjá
EMI og auglýsing fylgdi i kjöl-
farið. Barrett var sem fyrr leið-
togi hljómsveitarinnar og samdi
nær alla tónlist hennar m.a.
„See Emily Play” sem komst i
5. sæti brezka listans. Á fyrsta
langspilinu „The Piper At The
Gates Of Dawn”, voru 11 lög,
þar af 10 eftir Barrett. Hljóm-
leikaför um Bandarikin var
næsta skrefið, og á meðan á
henni stóð fór að bera æ meira
á afkárahætti og geggjun í fari
Barretts. Hvort ástæðan var
einkum ofneyzla eiturlyfja eða
hvort geðbilun var um að kenna,
var aldrei upplýst en Barrett
þótti að lokum ekki hæfur i
hljómsveitina.
Dave Gilmour gekk til liðs við
Pink Floyd i feb. 1968sem gitar-
leikari, enda þá alls ekki hægt
að treysta Bárrett lengur, sem
gat átt það til að góna framan i
áheyrendur heila kvöldstund án
þess að sinna gitarleiknum af
viti. Hann yfirgaf siðan Pink
Floyd I april sama ár. Aður
hafði hljómsveitin gefið úr tvær
litlar plötur til viðbótar „Apples
And Oranges” og „It would Be
So Nice”, en hvorug komst á
lista.
Annað langspil Pink Floyd og
hið fyrsta eftir að Barretts naut
ekki lengur við „Saucerful Of
Secrets”, hlaut mjög góðar við-
tökur gagnrýnenda og nokkuð
góðar meðal almennings i Eng-
landi. Þetta efldi sjálfstraust
hljómsveitarinnar til muna um
leið og Roger Waters tók að
ýmsu leyti við hlutverki Barr-
ett, var leiðtogi hljómsveitar-
innar og samdi mörg lög fyrir
hana. Still Pink Floyd breyttist
óhjákvæmilega nokkuð, og af-
gerandi i tónlist þeirra varð
vandað og heflað tæknirokk,
sem svo hefur verð nefnt en það
er fremur melódiskt en vélrænt.
Hljómleikaför um Bandarikin
var enn farin, en ekki tókst
hljomsveitinni að ná fótfestu
vestan hafsins, ekki að þessu
sinni a.m.k.
„More” „soundtrack” af
samnefndri kvikmynd var
næsta langspil Pink Floyd, og
siðan kom fyrsta ,,live”plata
hljómsveitarinnar, „Umma-
gumma”. Um svipað leyti lagði
hljómsveitin einnig ab hluta til
tónlist til tveggja annarra kvik-
mynda.
Segja má að „Saucerful Of
Secrets” hafi fyrst platna Pink
Floyd vakið ótviræða hrifningu
gagnrýnenda og með „Atom
Heart Mother” (1970) slógu
Pink Floyd alveg I gegn i Eng-
landiogkomustu I l.sæti á lista.
Siðan hún kom út hefur Pink
Floyd verið ofarlega á blaði þar
i landi og raunar viðar og næsta
plata þeirra, „Meddle”, gerði
ekki annað en að staðfesta þá
frægð. „Obscured By Clouds”,
sem er „soundtrack” af sam-
nefndri kvikmynd gerði hins
vegar það sem Pink Floyd hafði
lengi beðið, braut þeim leið inn
á bandariska markaðinn. Sama
árið og þessi plata kom út, þ.e.
árið 1972, var hljómsveitin sfðan
þrotlaustaðverki,samtals ium
9 mánuði, við upptökur á snilld-
arverkinu „Dark Side Of The
Moon”. Platan kom út 1973 og
hlaut að vonum frábærar við-
tökur almennings og gagnrýn-
enda. Einstaka raddirvoru uppi
um að þetta væri „stereo-
snobb”, en hitt er öllu sannara,
að á plötunni er að finna full-
komnun hins heflaða tækni-
rokks, og hefur Pink Floyd enn
a.m.k.ekki tekizt að gera betur.
Tvö siðustu langspil hljóm-
sveitarinnar, „Wish You Were
Here” og „Animals”, hafa
hvorugt fengið ámóta viðtökur
og mánahliðin, og enn hljóta
Pink Floyd að rembast við að
skáka sinu eigin afkvæmi.
Langspil:
The Piper At The Gates
Of Dawn (SGX 6157)
A Saucerful Of Secrets
(SCX 6258)
More (SCX 6346)
Ummagumma (SHDW
1-2)
Atom Heart Mother
(SHVL 781)
Meddle (SHVL 795)
Obscured By Clouds
(SHSP 4020) '
Dark Side Of The Moon
(SHVL 804)
Wish You Were Here
(SHVL 814)
Animals (SHVL 789)
Samsöfn:
Relics (SRS 5071)
A Nice Pair (SHDW7 403)
KEJ
Afsalsbréf
Afsalsbref innfærð 12/9 — 16/9 —
1977:
Guðbjört Cskarsd. selurEinari
B. Helgasyni raðhúsiö Réttar-
holtsveg 61.
Breiðholt h.f. selur Herði
Hjartarsyni hl. i Æsufelli 4.
Borgarplast h.f. selur Einari
Þór Þórssyni hl. i Stuðlaseli 29.
Guðm. Viðir Vilhjálmsson selur
Skátasambandi Rvikur hl. i
Vesturbergi 122.
Tómas Þorbjörnsson selur
Sigrúnu Ósk Skúlad. hl. I Njörva-
suni 25.
Kristján Hálfdánarson selur
Sæmundi St. Sigurjónss. og Lilju
Sigfúsd. hl. i Hraunbæ 122.
Soffia og Guðrún Jónsdætur og
Hannes Jónss. selja Rvikurborg
húseignina Ránargötu 6A.
Guðjón A. Kristjánss. og Ólafur
B. Bæringss. selja Kristjáni Odd-
geirss.ogOddgeiri Kristjánss. v/b
Sel RE. 310.
Atli Eiriksson s.f. selur
Alexander Þórssyni hlþ i Dalseli
34.
Einar K. Kristjánss. selur
Hjálmari Sverriss. og Ragnheiði
Gústafsd. hl. i Mosgerði 13.
Vilberg Guðmundss. selur
Kristbjörgu Lúthersd. hlþ í
Nokkvavogi 7.
Kristbjörg Lúthersd. selur Vil-
berg Guðmundss. hl. i Hlunna-
vogi 11.
Breiðholt h.f. selur Mariu Þór-
arinsd. hl. I Krummahólum 8.
Byggingarfél. Ós h.f. selur Jóni
Rúnari Kristjónss. hl. i Fifuseli 9.
Þórunn Brynja Sigurmundsd.
selurBjarna Halldórss. hl. iKriu-
hólum 2.
Þráinn Þorvaldss. selur Hall-
dóru Ólafsd. hl. I Laugarnesv.
108.
Rúnar B. Þorsteinss. selur
Samúel Smára Hreggviðss. hl. i
Hraunbæ 102 B.
Guðrún Eyjólfsd. selur Guð-
mundi Þóroddss. hl. i Kleppsvegi
128.
Róbert Reginberg óskarss.
selur db. Erlings Guðmundss. hl.
I Krummahólum 4.
Breiðholt h.f. selur Grétari
Amasyni bilskúr nr. 4A að Kriu-
hólum 2-4-6.
Bjarnveig Karlsd. selur Arna
Stefánss. hl. I Sæviðarsundi 13.
Dóra Thoroddsen selur Arnþóri
Björnss. o.fl. hl. i Hraunbæ 36.
Sigurður Helgason o.fl. selja
Valgerði Helgadóttur o.fl. hl. i
Miklubraut 50.
Jens Gislason og Hrafnhildur
Kristinsd. selja Sverri Björnss.
hlþ i Drápuhlið 21.
Gunnar Jónsson selur Erlendi
Páli Grimss. og Marit Daviðsd.
hl. i Flúðaseli 14.
Halldór Vilhjálmss. selur
Ingólfi Arasyni hl. i Vesturbergi
10.
Þorsteinn Kr. Þorsteinss. selur
Birki Þór Gunnarss. hl. f Vestur-
bergi 30.
St. Jósefssystur selja Astu
Þórðard. hl. i^Bollagötu 2.
Byggingarfel. Einhamar selur
Jóni Þorvaldss. hl. i Austurbergi
6.
Guðrún Asgeirsd. selur Helgu
Kress hl. i Asvallag. 23.
'Magnús Zakariasson selur
Karli Sigurðss. hl. i Bugðulæk 5.
Þorsteinn J. Stefánss. selur
Gróu Halldórsd. hluta i Kóngs-
bakka 15.
Benedikt Axelss. selur Bene-
dikt Asgeirss. hl. i Snælandi 6.
Asdis Arthúrsd. selur Gunn-
laugi Jóhanness. hl. i Skálagerði
15.
Róbert Jónsson selur Guðrúnu
Guðlaugsd. hl. i Álftammýri 28.
Byggingarvörur h.f. selur Jó-
hanni Briem og Frjálsu Framtaki
hl. i Ármúla 18.
Karl B. Sigurðsson seiur Úlfari
Jenssyni rabhúsið Yrsufell 14.
Björk Högnadóttir selur Herði
Þórssyni hl. i Lokastig 22.
Gróa Eiðadóttir og Július
Snorrasonselja JóniPálssynihl. i
Vesturbergi 74.
Magnús Magnússon selur Jó-
hanni J. ólafssyni húseignina
Kleifarveg 5.
Oskar Þór Þráinsson selur
Einari Bjarnasyni hl. i Eyja-
bakka 5.
KYJAR PIÖTUR
The Rolling Stones
— Love you live
Sailor— Checkpoint
Abba — Arrival
Abba — The best of
Abba — Waterloo
Abba — Mamma Mia
Abba — Fantastic
Harpo — Smile
Harpo — Hits
Donna Summer — Allar
Steve Miller Band — Book
of Dreams
Manhattan transfer —
Coming out
Albert Hammond— Great-
est Hits
Tina Charles — Heart'n
soul
Eagles — Hotel California
Bob Marley and the Wail-
ers — Allar
Fleetwood Mac —
Rumours
Best of the Doobies
America — Greatest hits
Small Faces — Plymates
Peter Frampton — l'm in
you
Crosby/ Stills & Nash —
nýja
Vikivaki — Crusing
38 Special — Nýja
Bugsy Malone
Hot Chocolate — Greatest
hits
Hollies — Live Hits
Gregg Alman Band — Nýja
10 CC — Nýja
Bee Gees — Here at last
Denis Wilson — (Beach
Boys)
Carole King — Simple
Things
Heatwave — too hot to
handie
Chicago — Allar
Grateful Dead — Terrapin
Station
SKÍFAK
jCaugaueg 33 a; 11508
Shaudgöla 37 a; 53762