Tíminn - 09.10.1977, Side 37

Tíminn - 09.10.1977, Side 37
Sunnudagur 9. október 1977 37 Wmwrn — Já, og ég var og er alveg undrandi á því, hve vel myndirnar seldust. Mér datt ekki í hug, að fólk tæki þessu svona vel. Það voru ekki nema fáar myndir, sem ég fór með heim af þessum sýningum, og þær seldust strax hér heima. — En ef við víkjum aftur að efninu: Er sama, hvers konar grjót þú notar? — Nei, alls ekki. Einu sinni fór ég upp í Landmannalaugar í ef nisleit, því ég hélt að þar væri svo gott til fanga. En reyndin varð önnur. Sumt af grjótinu þar er einhvern veginn krítarkennt, og þegar til kom, festist það alls ekki í líminu. — Hvaða steinategundir eru beztar? — Gulir og grænir jaspis-steinar eru ákaf lega góðir, en annars er hugsanlegt að nota flestar tegundir grjóts, grágrýti, fjörugrjót, skeljasand og skeljamulning — allt þetta er mjög gott til myndgerðar. Rauðamöl er líka ágæt, og hraungrýti úr Vestmannaeyjagosinu sömuleiðis. Ég gerði mynd úr efni, sem kom alla leið hingað og féll hér á túnið einn þeirra mörgu daga sem gosiðstóð. Þessi mynd er sérstök, ég á hana sjálf, og ætla ekki að láta hana. Annars gerðist þetta oftar, að ég tæki ef ni f rá Vest- mannaeyjum af snjónum hérna í kringum bæinn og notaði það í myndir. Stundum var vikurinn ákaflega fínn, alveg mátulegur í myndir. — Notar þú samt ekki mismunandi gróft efni í myndirnar? — Jú, ég sigta þetta í þrjár mismunandi stærðir, — i þrem mismunandi gróf um sigt- um. En þetta er að sjálfsögðu ekki mestur vandinn, heldur röðun litanna. Þá er ekki sjaldan að maður spyr sjálfan sig: Hvað á að koma næst? — Hvers konar myndir þykir þér skemmtilegast að gera? — Dýramyndir, og sérstaklega myndir af hestum. Þótt ég haf i alltaf verið gef in fyrir allar skepnur , þá hef ég f rá barnæsku haft langmestar mætur á hestum. Ef til vill kemur þarna til húnvetnskur uppruni minn, en ég er fædd og alin upp norður á Vatns- nesi í Húnavatnssýslu. — Hefur þú aldrei unnið í leir? — Jú, dálítið hef ég borið það við, en mest til þess að skipta um og hvíla mig f rá hinu. — Þú hlýtur að haf a haft ríka myndlistar- hæfileika frá upphafi, fyrst þú hefur náð slíkum árangri sem raun ber vitni á svo fá- um árum, sem hér er um að ræða. — Mesta yndi mitt var alltaf að teikna og mála, og mig langaði að komast i skóla til þess að læra að teikna, en um slíkt var alls ekki að ræða á uppvaxtarárum mínum. Núna er ég allan daginn að hlakka til kvöldsins, þegar skylduverkunum lýkur og ég get farið að sinna myndum mínum, — og það er hverjum manni nauðsyn að eiga sér eitthvert tilhlökkunarefni. — Veiztu, hversu margar myndir þú hef- ur búið til, síðan þú byrjaðir á þessari iðju? — Ég hef skrifað hjá mér flestar ,,grjót"- myndirnar minar, en þó ekki alveg allar. Þær eru komnar hátt á sjötta hundraðið, og þegar þess er gætt, að ég byrjaði ekki á þessu fyrr en 1972, er ekki fjarri lagi að álykta að ég hafi gert um það bil hundrað myndir á ári. — Þú hlýtur þá að grípa í þetta flesta daga ársins? — Ég eyði ekki kvöldunum í að horfa á sjónvarpið, enda hef ég ekki neina ánægju af því. Ég sofna við sjónvarpið, en vakna, þegar ég fer að fást við myndirnar. — Ertu ekki með nokkrar myndir í takinu samtímis? — Jú, ég geri það, og gríp í þær sitt á hvað, eftir því sem á stendur.Þetta erekki verk, sem hægt er að vinna umhugsunar- laust. Ég get allt í einu orðið strand með eina mynd, af því ég er ekki ákveðin i því, hvernig ég vil hafa f ramhaldið. Þá er nauð- synlegt að geta gripið í aðra mynd eða myndir, hálfunnar, á meðan lausn hins vandamálsins er að verða til í huganum. — Nú ert þú tiltölulega nýbyrjuð á þessari iðju. Heidur þú ekki að þú munir leggja aukna áherzlu á þetta í framtíðinni? — Það fer eftir heilsufari og ýmsum öðr- um aðstæðum. Ég hef mikinn áhuga á þessu verki, og mér hefur fundizt hann heldur aukast en minnka, eins og eðlilegt er. Víst nær maður því meiri tökum á viðfangsefni sínu sem lengur er að því unnið. Ég væri sízt á móti því að fást við þetta f ram eftir árun- um, ef heilsa og kraftar leyfa. Kannski verður svona myndagerð helzta iðja mín í ellinni. Hver veit? — VS. Vinátta tveggja einstaklinga. Olíumálverk eftir gamalli mynd.— Timamynd Gunnar. OlíumáIverk frá 1964. — Timamynd Gunnar. Hér er gömul mynd notuð sem fyrirmynd oliumálverks. — Timamynd Gunnar. „ Hve glöð er vor æska" — steinmynd, gerð eftir gömlu krosssaumsmunstri. — Timamynd Gunnar. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.