Tíminn - 13.10.1977, Side 11
Miövikudagur 12. október 1977.
11
Hvað um mannlif við
yzta haf?
— Ýmsum finnst þessi kaup-
félagssaga fara út fyrir ramma
sinn. Þeir hafa nokkuö til síns
máls. Þaö var mannlifiö, sem i
fyrstu mótaöi félagiö, en brdtt
snerist þetta viö meö vissum
hætti, kaupfélagið tók að móta
mannlifiö. Ungir og gamlir
gengu i félagiö. Það varð hlé-
garður almennings og umræðu-
vettvangur, kjörinn gróöurreit-
ur aldamóta hugsjóna og ætt-
jarðarástar. KNÞ varð félag
allraaldursflokka, allra stétta á
félagssvæðinu. Þaö tók frum-
kvæöi ieða lagði lið flestum eða
öllum framfara og hugðarmál-
um byggðarlagsins og gerði þau
að sinum. Byggðarlagið varð
með vissum hætti að einu alls-
herjar samvinnub-i og bók þessi
er saga þess.
Hver hafa verið
skipti KNÞ og SiS?
— Kaupfél. N-Þingeyinga var
eitt þeirra þriggja félaga, sem
stóðu að stofnun Sambandsins
hinn 20. febr. 1902. Þáverandi
formaður Jón Jónsson Gauti
vann að lagafrumvarpi' handa
Sambandinu að Grenjaðarstað
nokkru fyrirstofnfundinnásamt
fleirum, en Arni Kristjánsson i
Lóni, einn af stofnendum KÞ
m.m. mætti á Yztafells-fundin-
um. Ekkert sambandskaupfé-
laganna mun hafa staöið fastar
að StS en KNÞ. Veit ég ekki til,
að þar á milli hafi nokkru sinni
skort á gagnkvæmt traust eða
velvild. Orð bókarinnar um
Sambandið eru ekki mörg, en i
fullri meiningu sögð.
Hvernig gengur að
selja bókina?
— Hún selst ágætlega miðað
viö það, aö enn hefur hún ekki
veriö sett i bókaverzlanir, en
það verður gert innan tiöar og
upplagiö er ekki stórt.
Hvað viltu segja að
lokum?
— Samvinnustefnan er eina
færa leiðinúrúr þeim vitahring,
sem reyrthefurmannkynið nú á
dögum, eina björgunarvonin.
Stéttir eða flokkar fá ekki leyst
þann vanda, styrjaldir ekki
heldur,hverrar gerðar sem eru.
Styrjaldir haf eyöingarmátt en
ekki lækningar. Samvinna efld
og endurfædd, studd mætti
þekkingar.er eina færa leiðin til
lifshamingjuFrelsi, jafnrétti,
bræðralag, einkunnarorö sam-
vinnufélaganna uröu lausnarorð
fátækrar þjóðar fyrir atbeina
samvinnufélaganna, sællar
minningar. Þau stefnumiö sigr-
uðu fátæktina, innleiddu jöfnuð
og samhjálp, lyftu frjálsri þjóð
á sviö menningar og bjargálna.
Þessa sögu geyma spjöld sög-
unnar.
En skjóttskipast veður i lofti.
Við vöknum upp við vondan
draum og spyrjum: Hvar er
frelsið okkar, hvar er jafnréttið
okkar og bræðralagiö? Erum
við aö glata þeim? Þetta er að
minnsta kosti ekki á hreinu.
Annarleg máttarvöld togast á
um fjöreggið okkar. Það er i
mikilli hættu. Samvinnan ein
getur bjargað þvi. Þetta er sá
boðskapur.sem bókinnier ætlað
að flytja.
Farið sparlega með rándýrt benzín:
Sparaksturskeppni BIKR á
sunnudaginn
Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykja-
vikur hefur ákveðið að efna til
Sparaksturskeppni næstkomandi
sunnudag kl. tvö. Keppnin hefst
við SHELL-stöðina við Þórodds-
staði.
Bensinið er orðið dýrt, það fer
vist ekki fram hjá neinum bileig-
anda þvi verður það sifellt stærra
og stærra atriði þegar kostir ein-
stakra bilategunda eru metnir,
hvort þeir séu hagkvæmir i
rekstri.
Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykja-
vikur hefur meöal annars á
stefnuskrá sinni að sýna almenn-
ingi hvaða árangri er hægt að ná i
sparnaði.
Að þessu sinni hafa fjölmargir
bilar af flestum gerðum verið
skráðir til keppni og vist er að
þeir eiga eftir að aka lygilega
langt á 5 litrum.
Keppnin fer þannig fram að
keppendur fá fimm (5) litra
skammt nákvæmlega mældan og
siðan eiga þeir að reyna að kom-
ast sem lengst. A eftir keppnis-
bilunum fer mælingabill sem
skráir niður þá vegalengd sem
ekin hefur verið.
Keppt verður i 7. flokkum eftir
slagrúmtaki véla.
1. 0-1000 cc
2. 1001-1300 cc
3. 1301-1600 cc
4. 1601-1900 cc
5. 1901-2200 cc
6. 2201-3000 cc
7. 3001-og þar yfir.
Þess má geta i sambandi við
þessa keppni að sá árangur sem
næst er i flestum tilfellum betri en
sá sem hinn almenni ökumaður
getur vænzt en hlutfalliö milli
keppenda ætti samt sem áöur aö
verða sambærilegt viö það sem
gerist i almennum akstri.
Eins og áður er getið verður
lagt af stað frá bensinstöð Shell
við Reykjanesbraut, siðan verður
ekið inn á Hafnarfjarðarveg við
Nesti, KeflavilPlirveg, Krisu-
vikurveg til Hveragerðis, Suöur-
landsveg i átt til Reykjavikur.
Þeir sem áhuga hafa á aö taka
þátt i' keppninni, umboð eöa ein-
staklingarog hafa ekki enn fengiö
umsóknareyðublað geta snúið sér
til skrifstofu FIB.
JAFNGILDIR FJARFESTINGU
í FASTEIGN
EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN
UNDANÞEGIN FRAMTALSSKYLDU OG SKATTLAGNINGU
Á SAMA HÁTT OG SPARIFÉ
SPARISKÍRTEININ ERU ENN
FÁANLEG HJÁ SÖLUAÐILUM
AÐ KAUPA
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS