Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.10.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. október 1977. 3 Mínúturnar vega ekki þungt: Ekkert eftirlit — segja þeir á veitingahús- unum — Iss, þaö skiptir engu máli, allt eftirlit er dottið Ur sög- unni, var sagt á áfengisbarn- um I einu veitingahiisanna, þegar maður einn gekk þar inn, er klukkuna vantaði tutt- ugu mfnútur i tólf á fimmtu- dagskvöldið Þá átti ekki að- eins að vera búið að loka barn- um, heldur sjálfu húsinu. En sem sagt: Það var ekki lengur svo nákvæmlega farið eftir reglunum. Þannig ber þegar nokkuð á þvi, að settum reglum sé ekki lengur fylgtá sumum sviðum, þegar löggæzla og eftirlit hef- ur að verulegu leyti fallið nið- ur. A kvöldin hafa unglings- strákar til dæmis leikið sér að þvi aö þeysa um göturnar á skellinöðrum, jafnvel inn Laugaveginn, og hringsóla á gatnamótum einsog til dæmis Lækjargötu og Bankastrætis. Eins er farið að bóla á þvi, að fullorðið fólk taki sér rétt, sem það ekki á, i umferöinni, en slikt getur verið ærið við- sjárvert eins og gefur að skilja. Norræna eldfjaUastöðin: Gosspár einn aðalþátturinn í fr amtíðar s tar f seminni SST-Reykjavik — Við munum I framtiöinni beita okkur frekar að þvl að spá fyrir um gos og aörar jarðhræringar, sem kunna að verða hér, meira en gert hefur veriö til þessa, sagði Karl Grön- vold jaröfræðingur við Norrænu eldf jallastöðina i samtali við Timann i gær. Auðvitað hefur starfsemi okkar hingað til beinzt i þessa átt, en með aukinni tækni og þekkingu verður hægt að efla þessa starf- semi. Og samfara fullkomnari tækjum og haldbetri þekkingu munu spárnar að sjálfsögðu verða nákvæmari, sagöi Karl ennfremur. Stór hluti af starfi okkar hér er að smiða og þróa ýmis konar mælitæki og fylgjast með þeirri öru þróun sem er i smiði slikra tækja, en Japanar, Riissar og Bandarikjamenn eru I fremstu röð á þessum vettvangi. Sem dæmimá nefna að nú eru tilmjög nákvæm tæki til að mæla hreyf- ingar undir jarðskorpunni og einnig tæki tilað mæla og greina i sundur gastegundir. Karl sagöi, að stór hluti þessa starfs væri vel á veg kominn , og átti þá við net jaröskjálftamæla um land allt, — og þeir væru eitt máttugasta tækið til að segja fyr- ir um likur á gosi. Allt stefndi þetta I átt til aukins öryggis, en hversu hratt gengi, færi að sjálf- sögðu eftir fjármagni þvi sem stöðin fengi en eins og kunnugt væri stæðu Norðurlöndin fimm að henni og veittu til hennar fjár- magni. Að lokum ræddi Karl nokkuö um, hvemig staðið væri að rann- Símanúmer utanrikis- ráðuneytisins t tilkynningu frá utanrikisráðu- neytinu segir, að simanúmer ráðuneytisins sé: 25684, á meðan á verkfalli BSRB stendur. sóknum á einstökúm sváböum og hvaða aöferðir væru notaðar. Sagði hann að margar aðferðir yrði að nota til að greinagóð yfir- litsmynd fengist af hverju svæði. Nefna mætti td. aldursákvarðanir öskulagarannsóknir, hvernig virkni hefði verið áður á svæðinu o.s.frv. Um siðastnefnda atriöið sagöi Karl að athyglisvert hefði verið að athuga frásagnir af Mý- vatnseldunum 1724-29 og bera saman viö gang mála við Kröflu nú, og væri merkilegt að sjá, hve mörgu bæri þar saman. Væru jarðfræðingar nú farnir að tala sin á milli um fyrri Mývatnselda og þá siðari. Karl Grönvold, jaröfræðingur. B.í. styður frétta- menn útvarpsins — en vítir óviðurkvæmilega framkvæmd verkfaHsins JH-Reykjavik — Stjórn Blaða- mannafélags tslands hefur gert tvær samþykktir varðandi verk- fallsmálin, og er önnur yfirlýsing um stuðning við kaupkröfur fréttamanna Rikisútvarpsins, hljóövarps og sjónvarps, en hin vftur á BSRB fyrir einstrengings- lega framkvæmd verkfallsins. í samþykktinni um kaupkröfur fréttamannanna segir: „Laun fréttamanna og blaða- manna hafa um mörg undanfarin „Nagladagurinn” er runninn upp! „Ýtum ekki undir, að fólk noti nagladekk... — í þeirri veðurblíðu, sem nú er”, segir Sigxirður Sigurgeirsson, varðstjóri umferðadeildar lögreglunnar SOS-Reykjavík — //Við höfum ekki orðið varir við það/ að bifreiðaeigendur væru byrjaðir að setja nagladekk undir bifreiðar sínar. Að visu höfum við verið litið á ferðinni að undanförnu/ en það heyrist fljótt/ ef nagladekk eru komin undir bifreiðarnar, því að þá hvín i hjólbörðun- um", sagði Sigurður Sigur- geirsson, varðstjóri um- ferðadeildar lögreglunnar, þegar Tíminn ræddi við hann í gær, um nagladekk. I dag er runninn upp sá dagur, sem heimilar notk- un á nagladekkjum. Sigurður sagði, að lögreglan myndi ekki ýta undir menn aö setja nagladekk undir bifreiðar sinar I þeirri veðurbliðu, sem nú væri. — „Heldur erum við á móti þvi. En aftur á móti er skorað á bifreiðaeigendur að vera með góðan útbúnað — þ.e.a.s. góö grófmunstruð dekk”, sagði Sigurður. . — „Aftur á móti er meiri barn- ingur að koma nagladekkjum undan bifreiðum á vorin”, sagöi Siguröur. Eins og stendur, þá má búast við góðu veðri á næstunni, en veðurfariö núna er svipaö og það var sl. vetur, þegar austan- og norð-austan áttin réði rikjum og sá til aö litið var um snjó á Suður- landsundirlendi. Við spurðum Sigurö aö lokum, hvort umferöadeildin hafi fengið fyrirspurnir i sambandi við notk- un nagladekkja. Siguröur sagði, að mikið hafi verið hringt, eftir hið hörmulega slys á Hellisheiö- inni. — „Viö höfum bent mönnum á, að nauðsynlegt væri, aö hafa góðan útbúnað, þegar ekið væri um heiðina á þessum árstima þvi að það má alltaf búast við, að hálkublettir myndist á Hellisheið- inni”, sagöi Sigurður. Það má benda lesendum á, að það er ekki skylda að vera með nagladekk undir bifreiöum sin- um, ef ekki er hálka. En auðvitaö er varinn alltaf góður þvi, aö allra veðra er von hér á lslandi yfir vetramánuðina — og þvl er nauð- synlegt að búa sig vel undir vet- urinn, með þvi t.d. aö hafa gróf- munstruð dekk undir bifreiðum sinum, sem væri hægt aö negla. ár verið stórlega vanmetin I is- lenzku þjóðfélagi, og eigi með samningum BSRB að fást raun- hæf leiörétting á kjörum manna, sem fréttastörf vinna, veröur aö verða veruleg breyting til hækk- unar á stöðu fréttamanna hljóö- varps og sjónvarps innan launa- kerfis BSRB. Blaðamannafélag Islands bendir á þá miklu ábyrgö, sem á blaöamönnum og fréttamönnum hvilir, þar sem störf þeirra eru skoðanamyndandi fyrir almenn- ing og verða launin þvi að vera með þeim hætti, að i þau veljist menn með góða menntun og hæfi- leika. Verði ekki veruleg hækkun á kjörum fólks, sem þessi störf vinnur, er veruleg ástæöa til að óttast um bæöi áreiöanleik og gæði islenzkrar blaðamennsku”. Hinsamþykktiner á þessa leið: „Stjórn Blaðamannafélags ís- lands telur vitavert, að blaöa- menn skuli hafa verið heftir i upplýsingaleit, er þeir hafa unniö dagleg störf sin. Verkfallsverðir BSRB hafa Itrekaö meinað blaöa- mönnum aðgangað upplýsingum. Þessir atburðir geröust við hliðið að Keflavikurflugvelli og vonast stjórn Blaöamannafélags- ins til að slikt endurtaki sig ekki. Blaðamannaféiag Islands minnir á, aö blaðamenn vinna störfsin fyrir almenning og veita honum upplýsingar um gang mála i þjóðfélaginu. Þaö ætti þvi ekki að vera siöur hagsmunamál þeirra, sem aö verkfalli standa, að eiga góð samskipti viö blaöa- menn — vilji þeir koma sjónar- miðum sinum á framfæri viö al- þjóð”. „Búnir að setja nagladekk undir nokkra bíla” — sagði Gunnsteinn Skúlason hjá Sólning hf. SOS-Reykjavik —„Viðhöfum bú- ið okkur vel undir veturinn og er- um nú þegar farnir aö láta nagla- dekk undir nokkrar bifreiöar”, sagöi Gunnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri Sólning hf. viö Smiöjuveg I Kópavogi, þegar Tíminn innti hann eftir þvi, hvort algengt væri, aö menn væru byrjaöir að iáta nagladekk undir bifreiöar sinar. Gunnsteinn sagði, að það væri frekar litiö um þaö — það væru þá helztmenn, sem vildu sleppa viö að lenda I mestu umferðinni. — Það vildi alltaf veröa svo, aö flestir bifreiðaeigendur létu nagladekk undir bila sina á sama tima — þ.e .a.s. þegar fyrsta hálk- an myndaöist á götum Reykja- vikur. Þá r júka allir upp til handa og fóta, til að láta nagladekkin undir, sagði Gunnsteinn. — Ég hef heyrt svona utan aö, að menn ætli að biða með aö láta nagladekkin undir, a.m.k. þegar veðurfarið er svona gott, eins og það er þessa dagana. — Þeir fá sér frekar grófmunstruð dekk, sem hægt verður að negla siðar, sagði Gunnsteinn. Hér á myndinni, sést einn starfsmaður Sólning hf. vera að negla hjólbaröa I gær. (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.